Lögberg-Heimskringla - 18.09.1975, Page 1

Lögberg-Heimskringla - 18.09.1975, Page 1
July 't i v-in Jo'n530n , IjO Tí'i^ ^ 1 Box 218 K, Icaland* Bliíi ‘w *'v 1 CANADA ICELAND CENTENNIAL CONFERENCE OCTOBER 3, 4, 5, 1975 89. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. SEPTEMBER 1975 NÚMER 31 FORSETAHJÓN ÍSLANDS SKOÐA AFMÆLISGJÖF VESTUR-ÍSLENDINGA TIL KANADAÞJÓÐARINNAR Á ALDARAFMÆLI FYLKISSAMBANDSINS FORSETI ÍSLANDS, dr Krisíján Eldjám og frú Halldóra Eldjárn komu við í Þjóðskjala. safni Kanada begar bau heimsóttu Oltawa í sumar. Þar var beim svnd málmplaian mikla, sem Kanadamenn af íslenskum uppruna gáfu þjóðinni aldarafmælisár Fylkissambandsins 1967, enda er töflunni komið fvrir rétl fyrir innan aðaldyr hússins, bar sem ekki verður framhjá henni gengið. Leiðsögumaður forsela hjónanna var dr. Wilfred I. Smith, þjóðskjala vörður, sem staldraði við á meðan forseta- hjónin lásu kafla úr Grænlendingasögu á þrem tungumálum. Taflan var gefin í minn. ingu um landnám Leifs Eiríkssonar fyrir 1000 árum og skvrir lesmálið sem grafið er í málm inn frá siglingum íslendinga, sem könnuðu land í Kanada á tíundu öld. Nú réttum átta árum eftir aldarafmæli Fylkissambandsins, er komið að aldarafmæli varanlegs landnáms íslendinga í Kanada, og þótti tilhlíðilegt að fá töfluna að láni, flylja hana lil Winnipeg og hafa hana tU sýnis í listasafninu þar, þegar komu fyrstu landnem- anna til Manitoba verður minnst með Canada Iceland Conference í oktober. Þetla fékksl fyrir tUmæli dr. P. H. T. Thorlakson, M. D. í Winnipeg Er taflan þó ekki létt í flultningi, því hún er 600 pund á þyngd og stór um sig. Canada Iceland Conference fer fram í Winnipeg Convention Centre Theatre 3. 4. og 5. oklóber, en laflan verður tU sýnis í lista- safni Winnipegborgar (Winnipeg Art Gall. ery) frá 2. október til 2. nóvember. — Henni verður komið fyrir á sama svæði og safni af málverkum listmálarans Emil Walters, en hann er af íslenskum uppruna, fæddur' í Win- nipeg og víðkunnur listamaður í Bandaríkj- unum og öðrum heimslöndum. SAGA SINGERS ÞÁTTTAKANDI I FESTIVAL CANADA íslenski kórinn í Edmont- on, Alta., Saga Singers, tók þátt í þjóðlistahátíðinni, Festival Canada, í Ottawa, síðastliðinn júlí. Þessi sumar hátíð í höfuðstaðnum stefnir að því að bregða upp sýnis- hormim af menningarerfð- um hinna ýmsu þjóðabrota, _-em sameinast í kanadísku þjnðinni Þjóðlistanefndin <Cnnadn Folk Arts Concil) sá nrn bátíðina á vegum innan- ríkisráðuneytisins, og var hverju fylki falið að velja sína merkisbera. í Alberta varð kórinn Saga Singers fyr ir valinu, ásamt kínverskum dansflokki frá Calgary. Valdir flokkar sýndu list sína í Ottawa um hverja helgi allan júMmánuð, og bar drógust saman skemmti- kraftar úr öllum hlutum landsins. sem rekja rætur sínar til margra heimslanda og hafa fært þjóðarheildinni margþættar menningarerfð- ir. Saga Singers kom fram helgina 18—20 júli, og var hópurinn á sviði með kín- verska dansflokknum frá Calgary, flokki frá Charlotte town í Prince Edward Island som dansaði þjóðdansa frá' T.æbanon, fransk-kanadískum bjóðdansa flokki frá Grand- by í Quebec og tveim söng- flokkum frá Nova Scotia, er sungu þjóðsöngva Acadia byggðarinnar gömlu, sem var af frönskum uppruna og er fræg í annálum austur- stranda fylkjanna. Tveir ein- söngvarar af sama uppruna sungu arfgenga þjóðsöngva; hónur frá Montreal dansaði þjóðdansa frá Haiti eftir trumbuslætti, þýskur kvennakór frá Ottawa kom fram og fimna manna hópur frá Moncton New Brunswick söng þjóðsöngva sinnar landsbyggðar. Samkomurnar voru allar haldnar úti. fyrstu tvö kvöld in i skrúðgarðfhum Confeder ation Park í grepnd við Þióð listasafnið í Ottawo, og voru þar saman komnir allt að 5.000 áheyrendur í- hvert sinn. En eftir hádegi á suonu daginn 20. júlí, fór skemmt- unin fram í hino fagra bá- lendi í grennd við Ottawa, Gatineau Hills, á sviði sem bjóðarútvarpið CBC á þar. Framh á bls. 8 KANTATAN ER SÖNGUR BARÁTTU MANNSEMDAR OG SIGURVISSU Dr. Hallgnímur Helgason tón skáld segir í bréfi til Lög- bergs-Heimskringlu, að hanh hafi varið rúmum 8 mánuð- um í að fullsemja tónverk við Sandy Bar, eftir Gutt- orm J. Guttormsson, og haft mikla ánægju pf starfinu. — Verkið er symfónsk kantat.a samin að beiðni Canada Ice- land Centennial Conference Committee í minningu um komu fyrstu íslensku land- nemanna til Manitoba í okto- ber 1875. Kantatan verður leikin 12. október af Winnipeg Sym- phony Orchestra undir stjórn Piero Gambo, í Mani- toba Centennial Concert Hall í Winnipeg. Gerir dr. Hallgrímur ráð fyrir að skreppa vestur og vera þar viðstaddur. Hallgrímur Helgason Kantatan er söngur baráttu, mannsemdar og sigurvissu, segir Hallgrímur: „ . .. Fyrir mér vakti fram ar öllu öðru að heiðra minn- ingu vaskra landa minna, Framh á bls. 8 NÝ FRÍMERKI TEIKNUÐ AF TOM BJARNASON 1 sepffember koma út fjög<- ur 8-centa frímerki, sem draga áthygli að siglinga- sögu kanadísku þjóðarinnar, en skip og sæfarar hafa átt 'merkan þátt í menningar- þróun þjóðarinnar frá fyrstu tilveru hennar. . Frímerkin hefur Tom Bjarnason í Toronto teiknað en myndirnar eru af frægum strandferðaskipum frá nítj- ándu öld. Fyrst er gufuskip- ið “Beaver”, sem Hudson’s Bay, félagið lét smíða árið 1834, 109 tonpa far og fyrsta skipið ,sem gekk fyrir gufu á Kyrrahafi. En gufuorkan nægði ekki til að flytja kola- farm frá Englandi vestur á Kyrrahafs strönd og varð Tom Bjarnason skipshöfnin að draga upp segl til að ljúka fyrstu ferð- inni. En Beaver stóð sig vel í samkeppni við bandarísk skip og hjálpaði tjl að halda ströndinni í höndum kanad- ískra verslunar viðskipta. — Það strandaði í Vancouver árið 1888. Skipið Neptune hóf sigl- ingar árið 1873, var leigt til Framh á bls. 8 KENNSLUBÓK f fSLENSKU Á næstunni kemur út kennslubók í íslensku, sem Guðbiartur Gunnarsson hef- ur samið en Steinunn dóttir Próf. Haralds Bessasonar skreytt myndum, en Harald- ur hefur haft yfirumsjón með verkinu, segir Guðbjart- ur og fer eftirfarandi orðum um bókina: Tvo síðastliðna vetur hefi ég kennt íslensku á kvöld- námskeiðum, sem Manitoba- háskóli rekur fyrir almenn- ing. — Fyrri veturinn fór kennslan fram í Fyrstu lúth- ersku kirkju og voru nem- endur um 50 talsins í þremur flokkum. Síðast liðinn vetur fór kennslan fram í húsa- kynnum háskólans og voru nemendur nokkuð færri, trú- Framh á bls. 8

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.