Lögberg-Heimskringla - 23.10.1975, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 23.10.1975, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. OKUÓBER 1975 5 sor, en 1959 var hann vígður biskup yfir íslandi. Fimmta bam þeirra hjóna og þriðji sonurinn, ber nafn Einars föðurafa síns. Segir frú Magnea kunna vel við það að bömin erfi nöfn ætt- ingja og vina. Einar er doct- or í guðfræði. Næstur honum að aldri er Karl, líka prestur og eftirmaður séra Jakobs Jónssonar. Þrír bræðranna em prestar . BjÖm er skrifstofumaður, búsettur í nánd við Kaup- mannahöfn og kvæntur danskri konu, en Gunnar býr nú að Lundi í Svíþjóð, sttmdar þar nám í spítala- rekstrar hagfræði og er trú- 1 o f a ð u r dansk-íslenskri stúlku. Elsti sonurinn, Þor- kell er kvæntur bandarískri konu, sem hann kynntist við nám. Elsta dóttirin Gíslrún, er handavinnukennari, gift Kjartani Ólafssyni ritstjóra Þjóðviljans í Reykjavík. — Rannveig yngri dóttir bisk- upshjónanna, býr í Addisab- baba með manni sínum séra Bernharði Guðmundssyni, er starfar við útvarp Lúterska heimssambandsins þar. „Við eigum yndisleg tengdaböm og 16 bama- böm,” sagði frú Magnea að lokum. MESSUBOÐ FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA JOHN V. ARVIDSON. PASTOR Sími: 772-7444 SUNDAY SCHOOL _9 45 si m SERVICE SUNDAYS 9.45 and 11.00 BURTFÖR AF FRÓNI WATSON KIRKCONNELL Landið skalf í skjálftum, úr skorðum gekk oft storðin, rislág hrúgalds hreysi hrundu jöfn við grundu. Heklu brustu höklar, hnjúkar tóku að rjúka. Dundi þungan Dyngja, dreif loft öskureifi. Fellur um víkur vikur er Víti sindri spýtir, vinjar og grundir grænar gjalli þekjast og salla. öskuhaugum heygjast híbýli, fólkið vílar. Ær og hestar hárgir hélast ösku þeli. Reiðarslaga slæða slævir þjóð um ævi. Holdsveiki er lýður haldinn, hlaðinn kauna raunum. Flest eru héröð hroðin höldum af sóttarvöldum. Þjóð harðærum herða harðar skattagjarðir, frjáls er hneppt í helsis heljarþröm af grömum. Sem lýður úr þrautum lúður var leiddur og vegur greiddur til kjörlands af Móses kosið, sig flutti af Fróni rauna fjötramædd þjóð í tötrum vestur um haf þar vistir vonaði betri sonum, landnám að taka í löndum er lofsögur fóru af högum, og synir frjálsir sýna sáttir fengju mátt sinn. Liðin sumur síðan sáu hundrað. Undra- drauma er dreymdu, dögun sannar fögur. Björn Jónsson þýddi CANADA SAVINGS BONDS FULLTRYGGT AF KANADA STJÓRN GÓÐIR VEXTIR AR EFTIR ÁR Kaffi hækkar VERÐLAGSNEFND hefur ný- lega heimilað 8,5% hækkun á kaffi. Hækkar hvert kg í smásölu úr 472 krónum í 512 krónur. Þá var heimiluð 12,2% hækkun á Tropicanasafa í heildsölu. "Smá- söluálagning lækkar jafnframt úr 38,8% I 21,2% og verður þvf smá- söluverð á safanum óbreytt. Hyrna sem tekur 0,95 lftra kostar framvegis 148 krónur. ÚTBORGUN HVENÆR SEM f^SKAÐ ER, A FULLU VERÐJ OG MEÐ VÖXTUM

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.