Lögberg-Heimskringla - 23.10.1975, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. OKTÓBER 1975
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
PUBLISHED EVERY THURSDAY BY
LOGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd.
67 6T. ANNE'S ROAD, WINNIPEG. MANITOBA R2M 2Y4 CANADA
TELEPHONE 247-7798
EÖITOIti CAROLINE GUNNARSSON
■DITOVt EMERTTUS: INGIBJORG JONSSON
"MHMB0MT, K. y». JOHANNSON, VICE-PRESIDENT, DR. L. ririlTir
SECRCTASY-TREASURER, EMILY BENJAMINSON.
ADV'T MANAGER, 9. ALECK THORARINSON
SUBSCRIPTION $10.00 PER YEAR — PAYABLE IN ADVANCE
— SECOND CLASS MAILING REGISTRATlON NUMBER 1607 —
PRINTTED BY GARDAR PRINTING LIMITED — PHONE 247-8140
AÐFANGADAGUR NÝRRAR ALDAR
Aldamótadagur varanlegs landnáms Islendinga í Vest-
ureimi er nú liðinn hávaðalaust í eilífðarskaut. Þriðjudagur-
inn í þessari viku, hinn 21. október, var kvöld hátíðarársins
og aðfangadagur nýrrar aldar í þróunarsögu þess mannfé-
lags, sem landnemarnir lögðu grundvöll að fyrir 100 árum.
Vel heppnuð landnámshátíð ber þess vott, að það mann-
félag er enn við góða heilsu í kjörlandi frumherjanna, að
hið besta í íslenskum menningarerfðum á þar enn langt líf
framundan. Mörg samtök íslendinga í Vesturheimi hafa lif-
að og þrifist, dofnað og dáið á síðastliðnum 100 árum, en
ekki bar á öðru en að þeir væru fljötir til að fylkja sér um
þau samtök, sem nú starfa í fullu fjöri og leggjast allir á
eitt um að gera afmælishátíð landnámsins sem veglegasta.
Óþarft er að eyða orðum að framistöðu þeirra manna og
kvenna, sem stóðu fyrir framkvæmdum. Verkið lofar meist-
arann, en Þjóðræknisfélagið, Islendingadagsnefndin og Can-
ada Iceland Foundation voru í broddi fylkingar .
Minningar frá árinu 1975 hljóta að endast vel og ganga
í erfðir til barna og barnabarna að minsta kosti næstkom-
andi 100 ár. Margt hefur bjargast úr djúpi gleymskunnar
vegna þess, að það rifjaðist upp við þessi tímamót, sumt
grafið upp úr gömlum bókum, blöðum og sendibréfum, en
sumt munnmæli. Þetta var ár mannfunda og samkvæma. —
Vestur-lslendingar samrýmdust ættitigjum frá Fróni á veru-
legri hátt en nokkum tíma hefur skeð áður á öldinni sem
liðin er frá landnámstíð; margt bar á góma, ættgengar sög-
ur frá fyrstu árum landnámsins rifjuðust upp og voru end-
ursagðar Þær eiga að varðveitast, því einmitt þær eru efni-
viður í góð skáldverk þegar afkomendur landnemanna
byrja fyrir alvöru að leggja sig niður við að iðka arfgenga
list forfeðranna, einhvemtíma á öldinni sem nú fer í hönd.
Lögberg-Heimskringla hefur reynt eftir fremsta megni
að fylgjast með því sem skeði þetta ár og birta af því fréttir
jafnótt. Þann stutta tíma, sem hlé var á útgáfunni síðastliðið
sumar, var skrifstofa blaðsins nokkurskonar miðstöð. Þang-
að lögðu leið sína margir gestir frá Islandi á meðan þeir
voru í Winnipeg og þangað leituðu heimamenn frétta af því
sem var að gerast eða átti að gerast. Sumu var auðsvarað,
því allt fylgdi áætlun nema flugvélar og hópferðabílar, og
víst er um það ,að þótt lítið eða ekkert yrði úr verki á með-
an mest stóð til, var hvergi skemmtilegra að vera en á skrif-
stofunni, alveg í miðri braut, þar sem manni var auðsjáan-
lega ætlað að vera.
Afmælisveislunum lauk tilhlýðilega á síðustu dögum
aldamótaársins, með skipsferð, sem rakti slóð innflytjend-
anna yfir Rauðá og Winnipegvatn, að ströndum fyrirheitna
landsins. Hún kom að loknu stórmerku fræðimannaþingi,
sem dróg að sér kunna bókmennta menn víða að. Þar voru
ræddar íslenskar bókmenntir og Norræn fræði og var þingið
vel sótt af almenningi. Þá var samt enn eftir að afhjúpa fyr-
ir almenningi kantötu dr. Hallgríms Helgasonar sem er
byggð á lióði Guttorms. J. Guttormssonar, Sandy Bar, og á
kannski eftir að geyma betur minningu landnemanna en
flest annað, sem þeim hefur verið gert til heiðurs þetta ár.
Reynt hefur verið að færa lesendum þessa blaðs sem ýt-
arlegastar fréttir af því, sem gerst hefur þetta hátíðarár, en
þó er margt enn ósagt, sérstaklega í sambandi við lokahátíð-
ina í október, því enn hefur varla gefist tími til að moða úr
efni, sem fyrir höndum er henni viðvíkjandi.
Nú er erfiðið, umstangið og heilabrotin, sem hljóta að
hafa fylgt þessari hátíð að mestu hiá liðin. Allt þess háttar
leegst í sióð minninganna frá aldarafmælisárinu 1975, og
kemur að góðu haldi í fjörugum samræðum þegar fram líða
tímar. Það verður vænn hluti af ágóðanum, sem unnist
hefur og mun auðga menningarlíf Vestur-íslendinga um ó-
komna framtíð. C. G.
UÚF í VIÐMÓTI OG SKEMMTILEG f
Magnea Þorkelsdóttir er
látlaus kona, brosmild og
þýð í viðmóti og skemmtileg
að rahba við í góðu tómi. —
Frú Magnea var í Islendinga
ferðinni yfir Winnipegvatn í
október með manni sínum
séra Sigurbirni Einarssyni,
biskupi Islands, og hvergi er
frjálslegra að spjalla saman
en á skipsfjöl.
Hún var í fyrstu treg til
að leyfa viðtal til birtingar í
blaði, kvaðst ekki eiga merki
lega sögu að baki, því flest
ár ævinnar hefði hún verið
bundin húsfreyjustörfum. —
En hún hefur staðið við hlið
manns síns gegnum mennta-
feril æsku áranna, alið upp
átta börn og sinnt húsmóður
störfum á fátæku prestsetri
í sveit, komin rakleitt frá
Reykjavík og öllu slíku ó-
vön. Foreldrar hennar, Þor-
kell Magnússon og Rannveig
Magnúsdóttir ólust upp í
Vestur Skaftafellssýslu, en
kynntust í Reykjavík og gift
ust þar. Rannveig er enn á
lífi og hefur nú einn um ní-
rætt.
Um eigin afrek fór hún eng
um orðum, en vinkona henn-
ar, frú Þóra Elfa Magnúsdótt
ir, rithöfundur í Reykja-
vík, , sagði mér í einrúmi
að frú Magnea hefði verið
viðurkennd hæfileika kona
frá því hún var ung stúlka.
Hannyrða kennari hennar í
Kvennaskóla Reykjavíkur
fékk strax augastað á henni
og valdi hana úr nemenda
hópnum til að aðstoða sig við
útsaum íslenskra kvenbún-
inga. Eft.ir að hún burtskráð
ist í skólanum stundaði hún
hannyrðir þar til hún giftist.
Biskupshjónin kynntust
fyrst þegar bæði voru 14 ára
gamlir unglingar. — Móðir
Magnen fór með hana og
systur hennar í orlofsferð að
Kirkjubæjarklaustri ,en þar
var þá Sigurbjöm Einarsson
við heyvinnu eftir að hafa
lesið undir Menntaskóla um
veturinn. — Þegar hún var
spurð hvort þeim hefði strax
litist vel hvort á annað sagði
frú Magnea með hýru brosi:
„Heldur betur, hann var svo
fallegur drengur.”
Vináttan hélst eftir að
bæði komu aftur heim til
Reykjavíkur. Þar giftust þau
í ágústmánuði 1955, þá 22
ára gömul, en daginn eftir
brúðkaupið lagði brúðgum-
inn af stað til Svíþjóðar til
að nema guðfræðisögu,
grísku og fomaldasögu við
Uppsala háskóla. Hann kom
heim um jólin og eftir hátíð-
ina fóru ungu hjónin saman
til Uppsala.
Þar fæddist fyrsta bam
þeirra, dóttir sem var skírð
Gislrún eftir móður biskups-
ins, er hafði látið lífið við að
bjarga honum og Sigurfinni
bróðir hans úr eldsvoða, er
bærinn brann til kaldra
kola. Hann var þá á þriðja
ári en Sigurfinnur barn í
vöggu. Á meðan faðir henn-
ar var í lokaprófi í háskólan-
Ætli póstmennirnir láti
verða af því að fara á stræk?
Eg vildi að þeir væru svo
kurteisir að segja mér þetta
svo ég vissi hvort væri ó-
hætt að gefa Kolfreyju frí
og látið þetta spjall eiga sig
ef það skildi fara svo að það
kæmist ekki í póstinn fyrr
en seint og síðarmeir.
Mig langar í frí svo ég geti
sópað eldhússgólfið og þurfi
ekki að fara á fætur í tíma
til að búa um rúmið og kom-
ast í vinnuna, en ég vil samt
heldur að Kolfreyja fái kvef
en að póstmennimir fari á
stræk. Eg sakna póstmanns-
ins ef ég missi af honum af
því ég er buúsy að hita mér
kaffisopa til að vekja mig
með þegar hann er á ferð-
inni. — Þetta er þægilegur
strákur, alltaf kátur og í
góðu skapi, hvemig sem tek-
ið er á móti honum.
„Af hverju hefirðu aldrei
neitt gott handa mér í pokan
um þínum?” sagði ég við
hann um daginn.
„Það er nógu þungt sem ég
færi þér, öll þessi blöð og
öll þessi stóru þykku bréf. —
Það er lift af mér lódi þegar
ég er búinn að skila þessu af
mér,” sagði hann. Hann sagð
ist vinna svona hart til að
spara mér ómakið að hamra
allan daginn á Kolfreyju, og
ef ég léti þetta ekki í blaðið
þá væri það mér að kenna
að ég hefði nokkuð að gera.
„Þá áttu að setjast á sæd-
vokið og sortera þetta út fyr-
ir mig áður en þú kemur
með það,” sagði ég. “Sumt af
þessu er ekki til annars en
að gera ruslahrúgu úr desk-
inu mínu og ég þarf að moka
því ofan af Kolfreyju áður
en ég kemst að henni.”
„Jæja, nú verð ég að flýta
mér,” sagði hann, „það er
gott að ég er laus við ruslið
þitt. Nú verð ég léttari á
fæti þegar hundamir fara að
elta mig.” — Hann sagði að
hundar gerðu það að gamni
sínu að rífa buxnaskálmarn-
ar af póstmönnum og bíta þá
í kálfana. Þeir héldu víst að
allir póstmenn væru óvinir
húsbóndans, af því að stund-
um kæmu þeir með rukkun-
arbréf í pokunum sínum,
þetta gætu hundarnir víst
nusað uppi.
Fólk ætti að venja hund-
ana sína betur. Annars verða
póstmennimir að fara ein-
stöku sinnum á stræk til að
láta sér batna í fótunum.
C.G.
VIDRÆÐUM
um, fæddist önnur dóttir og
var látin heita Rannveig. —
Síðan eignuðust þau hjón
sex syni, sen allir eru fædd-
ir á íslandi og var það fyrsta
prestsverk séra Sigurbjamar
eftir að hann tók víxlu að
skíra elsta soninn, Þorkel í
höfuð móðurafa hans.
Þau hjón sném aftur heim
til íslands árið 1936, og þar •
dvaldi frú Magnea með dæt-
ur þeirra, en maður hennar
fór aftur til Svíþjóðar og
lauk þar námi haustið 1937.
Síðan innritaðist hann í guð-
fræðideild háskóla íslands,
lauk þar prófi vorið 1938 og
vígðist í Breiðabólstaðarsókn
á Skógarströnd. Þar hafði
verið prestlaust í tvö ár, hús-
ið í niðum)ðslu og túnið ó-
girt. Unga konan gat ekki
flutt þangað með börnin fyrr
en vorið eftir.
„Þar er yndislega fagurt
— leifar af gömlu íslensku
birki — og þar undi ég mér
vel,” segir frú Magnea. —
„Borgarbamið fékk að upp-
lifa reynslu formæðra sinna,
og það fá ekki margar ungar
konur núorðið.” Engin vatns-
leiðsla var í húsið. Hjónin
sóttu vatn í mat og til þvotta
í lækinn og í læknum skol-
aði unga húsfreyjan þvott-
inn. Ein kýr fylgdi prestsetr-
inu og aðra keyptu þau,
bændumir í sókninni færðu
þeim sitt lambið hver og þar
með var bústofninn fenginn.
Um sumarið heyuðu þau fyr
ir skepnunum með vinnu-
manni og vinnukonu. Hún
lærði að hagnýta afurðir
jarðarinnar, búa til smjör og
skyr og annan sveitamat. —
Hún var líka organisti í
kirkiunni, og hefur þá kom-
ið sér vel, að hún á það sam-
eifdnlegt með manni sínum
að unna söng ou hljómlist og
bera gott skyn á þær mennt-
ir.
Þegar leið á sumarið var
vatn leitt inn í húsið, en um
veturinn kom bamaskóli og
veitti séra Sigurbjöm ung-
lingum þar tilsögn. „Það var
nóg að gera og þetta var ynd
islegur tími.” sagði frú Magn
ea.
Um áramótin 1941 var séra
Sigurbjöm kjörinn prestur í
Hallgrímskirkju í Reykjavík
með séra Jakobi Jónssyni, en
þá var Hallgrímskirkjusöfn-
uður nýstofnaður. — Hann
frestaði ferðinni til Reykja-
víkur þangað til fjórða bam
'þeirra hjóna fæddist í janú-
ar. Það var piltur og hlaut
nafnið Ámi Bergur, eftir Ar-
nýju ömmu séra Sigurbjam-
ar og Sigurbergi afa hans, en
þau tóku hann að sér þegar
hann missti móður sína og
ólu hann upp. Fjölskyldan
gat ekki fylgt séra Sigur-
bimi til Reykjavíkur, varð
að bíða fardaga í júní.
Árið 1943 varð séra Sigur-
bjöm dósent í guðfræðideild
háskóla íslands, síðar prófes-