Lögberg-Heimskringla - 23.10.1975, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. OKTÓBER 1975
ÍSLENDINGUR VIÐ STÝRIÐ Á
MANITOBA CENTENNIAL CENTRE
Ritsöfn um skáldkonur og
ljósmæður gefín út á ný
Framih. af bl$ 1
50 bætast í liðið þegar hljóm
leikar, ballet og aðrir
skemmtikraftar koma þar
fram á sviði. Síðastliðið ár
skemmtu þar 300 hópar en
425.000 manns sóttu samkom
urnar. Hljómburður í húsinu
er hinn ágætasti og frægur
ínnan lands og utan, segir
Bob Goodman. Umhverfið er
sérlega fagurt segir hann,
allt ferskt og í sífelldri sköp
un alltaf ný viðfangsefni að
glíma við.
Sjálfur kom Bob fram á
skemmtiskrá í höllinni með
konu sinni Beryl, síðastliðið
sumar. — I>að var í vikunni
sem nefnist “Folklorama
Week,” og er þegar orðin
þjóðkunn, því þá fer fram
nokkurskonar þjóðlistahátíð
í Winnipeg, er hin mörgu
þjóðabrot, sem sameinast í
borginni, sýna þjóðdansa og
söng, koma fram í þjóðbún-
ingum og bera fram rétti, er
haffa verið arfgengir í föður-
löndum þeirra mann fram af
manni. Bob og Beryl taka
þátt í sýningum Norður-
landamanna, en Bob var
hreyknastur af því að Þjóð-
dansaflokkurinn frá Reykja-
vík skaraði svo fram úr að
hbnum var boðið að halda
auka sýningu í lok vikunnar.
Ekki vegna þess að hann var
aðkominn úr öðru heims-
landi, segir Bob, heldur
vegna þess að hann bar af
öllum öðrum skemmtikröft-
um, sem þar komu fram. —
Beryl, sem er af breskum
ættum og bar ættamafnið
Pattison áður en hún giftist,
hafði jafn mikla ánægju og
maður hennar af því að hjón
úr Reykjavíkur dansflokkn-
um dvöldu á heimili þeirra á
meðan Iþau stóðu við í Winni
peg.
Mikil aðsókn er að minja-
safninu og sólkerfismynda-
húsinu (Planetarium) alla
daga ársins, og tala skóla-
bama, sem heimsóttu þessa
staði á síðastliðnu ári, fóru
fram úr 50.000. Þau komu úr
öllum hlutum Winnipegborg
ar, og mörg með hópferðar-
bílum víðsvegar að í fylkinu.
En minjasafnið er svo víð-
femt og verksvið þess svo
umfangsmikið að því verður
ekki lýst í fáum orðum. Þjóð
menntir hinna ýmsu þjóða-
brota eru höfð þar í háveg-
um og tilsögn veitt í hann-
yrðum og öðrum arfgengum
þjóðlistum.
Það er gaman að labba um
í Manitoba Museum of Man
and Nature með Bob Good-
man, fara um borð í “Non-
such”, skip Hudson’s Bay fé-
lagsins frá sautjándu öld,
anda að sér hressandi lykt af
tjöru og köðlum. Skipið er
eftirlíking í fullri stærð og
nákvæmlega eins og gamla
“Nonsuch”, seglin veðurbar-
in og viðir þess eyddir af
öldugangi og sjómönnum,
sem tróðu dekkin.
Minjasafnið er réttnefnt
“Museum of Man and Nat-
ure.” Það rekur sögu slétt-
unnar frá grárri fomöld, þeg
ar óspilt náttúra ríkti þar
Cenlennial Concert Hall
einráð, og fram á okkar dag
að mannkynið gerði innrás í
landið, villijurtir og skógar
urðu að vikja fyrir ræktuð-
um ökrum, bæjum og borg-
um. — í minjasafninu er að
finna lifandi sögu Manitöba-
fylkis, og það er í sífelldri
sköpun Hér hafa vísindin og
hugmyndarík list lagt hönd
að verki, og hér mætti una
heila viku í algleymingi,
koma svo aftur hvað eftir
annað og verða aldrei full-
saddur.
Bob Goodman er bókhald-
ari (accountant) að mennt og
hefur starfað í þjónustu
Manitobafylkis í 17 ár, fyrst
í heilsuvemdardeild stjórnar
innar (Health Services), en
síðar sem framkvæmdar
stjóri f ráðherranefnd, sem
hefur forráð um meðferð
fjármála. Hann hóf starf við
Centennial Centre haustið
1973 og tók við sem fram-
kvæmdarstjóri eða forráðs-
maður í apríl 1974.
Hann segist hafa glatað ís-
lenskunni að miklu leyti, en
þó hafi hún verið honum
töm áður en hann lærði
ensku, því faðir hans og afar
og ömmur í báðar ættir,
fæddust á íslandi. Hann er
sonur Bamey og Elísabetar
Hrefnu Goodman Elísabet
lést árið 1943. Hún var fædd
í Winnipeg, dóttir Hjálmars
og Sigríðar Thorsteinsson, er
fluttust vestur um haf alda-
mótaárið og bjuggu um hríð
að Gimli. En Bamey var ár-
um saman hárskeri í Winni-
peg.
Bamey flutti vestur um
haf með foreldrum sínum
Jóni og Sigríði Guðmunds-
son árið 1900, þá fimm ára
að aldri. Þau settust fyrst að
í New Jersev í Bandaríkjun-
um en fluttu ári síðar að
Lundar í Manitoba og stund-
uðu bar landbúnað.
Þau hjónin. Robert og
Bervl Goodman eru virkir
meðlimir St. Steohen’s lút-
erska > safnaðarins í Winni-
neg. svngia saman og setia á
svið gamanleikrit á skemmti
samkomum í kirkjunni. Ro-
HÖRPUtJTGAFAN á Akranesi
hefur sent frá sér ritsafnið
„Skáldkonur fyrri alda“ I—II,
eftir Guðrúnu P. Helgadóttur
skólastjóra. Bækur þessar hafa
verið ófáanlegar, en Kvöldvöku-
útgáfan gaf þær út áður. Höfund-
ur skýrir frá hlutdeild íslensku
bert hefur áhuga á íþróttum.
snilar golf og “curling” í
tómstundum. og átti þátt í
að stofna “Mount Royal
Christion Sports.”
konunnar í sköpunarsögu fs-
lenskra bókmennta fyrstu aldirn-
ar. Sagt er frá: Þórunni á Grund,
Steinunni á Keldum, Þórhiló''
skáldkonu, Jóreiði í Miðjumdal
Steinunni f Höfn, Látra-Björgu
Maddömunni á Prestsbakka
Ljósavatnssystrum, Vatnsenda
Rósu.
Margt nýstárlegt er' dregið hér
fram, sem varpar nýju ljósi yfir
ævi kvenna. Höfundur lifir sig
inn í hugsunarhátt formæðra
sinna, leitast við að skilja vanda-
mál þeirra og finna þeim stað í
samtfð þeirra. Bækurnar eru
skrifaðar af alúð og nærfærni.
Hörpuútgéfan hefur einnig
sent frá sér ritsafnið Islenskar
ljósmæður I—III., sem hefur ver-
ið ófáanlegt, en þær bækur komu
áður út hjá Kvöldvökuútgáfunni.
Séra Sveinn Víkingur bjó til
prentunar. I þessu ritsafni er sagt
frá um það bil 100 ljósmæðrum
sem starfað hafa víðs vegar um
landið. Brugðið er upp myndum
af starfi, erfiðleikum og fórnfýsi
ljósmæðranna og lesendur leiddir
inn á gömlu sveitaheimilin, eins
og þau foru fyrir og eftir sfðustu
aldamót. Hér segir frá margs kon-
ar hetjudáðum Ijósmæðranna
sjálfra, ævikjörum fslenzkrar al-
þýðu og viðburðarfkum ferðalög-
um á sjó og landi. Ritið er samtals
tæpar 800 blaðsfður.
Siglufirði — 11. október.
HKR er 20 $tiga hiti f dag, og það
þykir tfðindum sæta þegar
komið er fram undir miðjan
október. Ekki sér þó til sólar held-
ur blæs á okkur heitur vindur úr
suðvestri.
I allri veðurbliðunni berast líka
þær gleðifréttir að 18 sekúndu-
lítrar fáist úr nýju borholunni í
Skútudal, svo að fyrirsjáanlegt er
að hitaveitan «kkar mun fá nóg
vatn. ' —M.J.
NÝJUNG!
Lægstu Þotufargjöld
beinaleið til Islands
frá Chicago
Loftleiðir (Icelandic Airlines) gefa nú völ á áætl-
unar þotuflugum til Islands frá New York EÐA CHI-
CAGO! Allt fyrir lægri þotufargjöld, en nokkur önnur
áætlunar flugþjónusta hefir upp á að bjóða til íslands
og Luxembourg, í miðpunkti Evrópu.
Einnig reglubundin áætlunar þotuflugþjónusta frá
New York eða Chicago, með ísland í leiðinni, til Oslo,
Kaupmamnahafnar, Stockholms, Glasgow og London.
Þú getur staðið við og litast um á íslandi, á leiðinni
til annarra Evrópu landa, án þess að borga auka far-
gjald.
Leitaðu fullra upplýsinga og ferðabæklinga hjá
ferða agentum, eða hafðu sambamd við:
KEIAMBIC LOFIWBIR
630 ntth Ave., New York, N.Y. 10020; Phone (212) 757-8585
87 S. Wabash Ave.. Chica«o. III. 60603; Phone (312) 372-4797