Lögberg-Heimskringla - 01.04.1976, Side 1

Lögberg-Heimskringla - 01.04.1976, Side 1
Eergstoinn Jonsson, Eox 213 REYKJAVIK, Iceland 90 ÁRGANGUR WINNiPEG, FIMMTUDAGINN 1 APRIL 1976 NÚMER 12 SVONA ÚTLITS Á GIMLI f DAG SÖNGGYÐJUNNI HEATHER IRELAND VEL FAGNAÐ ,,ÞaS er ekki gaman að »)á höfnina 'á Gimli," sagði rauðbirk- inn, náungi i grænni úlpu í morgun og héll á lofti myndinni þeirri arna. Allt er reynt að lelja manni trú um 1. april. — Myndin var :tekin við höfnina á löngu liðnu vori af Dóra Pelerson og er úr myndasafni, sem Icelandic Canadian Club of British Columbia gaf Minjasafni frumbyggjanna bar á ald- arafmæli landnámsins í Nýja íslandi 1975. Robert Ásgeirsson safnaði myndunum. ,VEISTU UM EINHVERN SEM VILL LEIGJA LITINN TUNDURSPILLr MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1976 VEL getur komið til greina að Islenzkir varðskipsmenn taki brezka togara og færi til hafnar, að þvf er Guðmundur Kjærnested. skipherra á Tý, segir I viðtali við Uli Schmetzer, fréttamann Reuter um borð f varðskipinu f gær. Jafnframt spáir Guðmundur þvf að „þorskastrfðið" eigi enn eftir að harðna á næstu vikum. „Eg er sannfærður um að átök og árekstrar eiga eftir að fara vaxandi vegna þess að leik- reglur beggja aðila verða grófari og grófari, og allar athafnir skipanna harðari," segir Guðmundur ennfremur í þessu viðtali. Hann segir enn- fremur að ef brezku togararn- ir tækju upp á því að halda sig frá verndarskipum sinum, myndu starfsmenn fslenzku landhelgisgæzlunnar fara um borð í togarana og reyna að færa þá til hafnar. „Sem stendur getum við ekki farið um borð í þá vegna þess að freigáturnar vernda þá. Þar eru 40 menn um borð en hjá okkur aðeins 25 menn, en ef togararnir fara að dreifa sér á Framhald á bls. 8 Söng- og tónlistadómari dagblaðsins Winnipeg Free Press hlýddi hugfanginn á tvær listakonur, sem komu fram í Winnipeg 22. mars á vegum “Women’s Musical Club.” Þó var ánægjan blönd uð trega. Winnipeg tapaði miklu þeg ar þær Heather Ireland og Ailsa Lawson Zaenker fluttu þaðan, en borgin vestur á Kyrrahafsströnd, Vancouver græddi stórkostlega, segir Ronald Gibson, en hann er á- litinn með afbrigðum næm- ur og dómbær á söng og tón list. Heather Ireland er af ís- lenskum uppruna, dóttir Jó- hanhesar og Bergljótar (Beggu) Sigurdson og dóttur dóttir Guttorms J. Guttorms- sonar skálds. — Hin fagra mezzo soprano rödd hennar vakti athygli í heimaborg hennar þegar hún var ungl- ingur og mun hafa átt nokk- urn þátt í því að hún var fyr- ir nokkrum árum kjörin Miss Manitoba, en líka hefur hún töfrandi yndisþokka til að bera. Women’s Musical Club er víst komið hátt á sextugs aldur og hefur frá upphafi tilveru sinnar verið örvandi afl í söng- og tónlistarlífi Winnipegborgar. Mánaðar- lega býður félagið viður- kenndu listafólki í Kanada að koma fram á samkomum þess. Þær Mrs. Ireland og Mrs. Zaenker voru einar um skemmtiskrána 11. mars. Mrs. Zaenker er alin upp við slaghörpuna. Móðir henn ar, Mrs. Lawson, er prófessor í tónlist við Brandon háskól- ann. Ailsa lék undir söng Heather og lék verk eftir fræga snillinga. Þær Heather og Ailsa hafa haldið fastri vináttu frá æskuárunum í Winnipeg og eiga nú sam- starf um margt vestur á Kyrrahafsströnd. Mr. Gibson fer lofsamlegum orðum um þær í grein sinni, en áheyr- endur lýstu óblandinni á- nægju, og þar var fjöldi sam an kominn. Það er stórkostlegt að vera boðið að syngja í Winni peg á vegum Women’s Music al Club og þetta var eftir- minnileg stund, segir íslensk söngkona, sem var viðstödd, í HEIMABORGINNI Mrs. Pearl Johnson. — Hún segir að Heather hafi alltaf haft fagra og sterka söng- rödd og ríkar tilfinningar, en nú sé tæknin svo þróuð, að hún hafi sjaldan séð jafn hraða þroskun. En hún kann að stilla til- finningunum í hóf. Hún söng “Black Roses” eftir Sibilius af mikilli snilld, segir Mr. Gibson í grein sinni. Þar tal- aði viðkvæmur sársauki sínu máli, en ekki um of. Heather er gift lögfræð- ingi, William Ireland og flutt ist með honum til Vancouver fyrir nokkrum árum. TÓKU UPP ÞYKKJUNA FYRIR ELDGÖMLU ÍSAFOLD Það er sjaldgæft að dag- blöðin í Winnipeg halli einu orði á ísland eða íslensku þjóðina. Þess vegna er það í frásögu færandi, að 1 Winni- pgg Free Press birtist 20. mars grein, sem gerði íslend- ingum í borginni svo órótt í skapi, að þeir létu blaðið ó- spart heyra til sín, og sumir hringdu á Lögberg-Heims- kringlu, vildu að eitthvað yrði gert í málinu. Greinin var nafnlaus og ekki greint frá uppruna hennar. Hún fynnur landi og þjóð allt til foráttu. Þess er getið í upphafi greinarinnar, að Eiríkur rauði, Ketill flat- nef og aðrir landnámsmenn hafi kastað stólum, drykkjar- ílátum og fatnaði fyrir borð á siglingum í kringum eyj- una og sest þar að sem þessa muni rak að landi, búið um sig og getið börn, en nú séu Reykvíkingar, sem svalla á Hótel Sögu ekki þess megn ugir að kasta til stólum, enda sjáist ekki í stólana fyrir máttvana mannskrokkum. — Greinarhöfundur telur óvíst, að þessir karlar séu þess megnugir að geta afkvæmi þegar þeir staulist í bólið á laugardagsnóttum. — Hann kvartar líka um að sterl- ingspundið megni litlu á drykkjukránum í Reykja- vík. Til dæmis fer eitt gin og tonic með nærri þrjú pund sterlings, segir hann. Um ýmislegt annað er fjall að í sama tón, en ekki verður farið út í það frekar hér. Leifur Hallgrímson, lög- fræðingur í Winnipeg, gerði greininni góð §kil í bréfi, sem birtist í Free Press og svarar þessum rógburði skörulega. Ræðismaður íslands í Win nipeg S. Alex Thorarinson, mótmælti greininni í bréfi til ritstjóra Free Press og baðst skýringar. Hann fékk það svar að margar tylftir manna hefðu símað blaðinu og komið þar persónulega til að tjá óánægju sína. Honum var sagt að greinin væri tek- in upp úr breska blaðinu Guardian of London og væri eftir Alan Waite, en nafn höfundar hefði fallið úr. Ritstjórinn, sem svaraði bréfi ræðismannsins, segir það vera skoðun sína, að ef nafn ’nöfunaar hefði verið birt og jafnframt nafn blaðs- ins, sem upphaflega birti greinina, hefðu lesendur taf- arlaust áttað sig á uppruna hennar og anda. Vorveislo í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju Það er ekki hægt að gera tveimur dagstundum bet ur skil á vorbjörtum laugardegi en með 'því að rabba yfir kaffibollun- . um í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju i Winni- peg. Þar er ætíð margt um manninn og mikið um úrvals kaffibrauð, borð fagurlega skreytt og glatt á hjalla. Konur Fyrsta lúterska safnaðar halda sitt ár- lega “Spring Tea” laug- ardaginn 24. apríl n.k. kl. 2.00 til 4.00 e.h. — Að vanda verður hægt að kaupa lifrarpylsu, brauð og annað góðgæti til að hafa heim með sér, í neðri sal kirkjunnar. — Einnig verða þar á boð- stólum hannyrðir og alls konar eigulegir munir.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.