Lögberg-Heimskringla - 01.04.1976, Side 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. APRÍL 1976
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
PUBLI8HED EVERY THURSDAY BY
LOGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd.
67 6T. ANNE'S ROAD, WINNIPEG. MANITOBA R2M 2Y4 CANADA
TELEPHONE 247-7798
• EOITOR: CAROLINE GUNNARSSON
PRCSIDENT, K. W. JOHANNSON, VICE-PRESIDENT, DR. L. SIOURDSOM,
SECRETARY-TREASURER, EMILY BENJAMINSON,
ADV'T M ANAGER, 8. ALECK THORARINSON
SUBBCRIPTION $16.00 PER YEAR — PAYABLE IN ADVANCE
— SECOND CLASS MAILING REGISTRATION NUMBER ISS7 -
PRINTTED BY GARD^R PRINTING LIMITED — PHONE 247-6140
ÞORRABLÓT UM ALLA VESTURÁLFU
FRÁ VETRI TIL VORS
Frá ómunatíð hafa íslendingar haldið upp á Þorrann
með innilegri matarást, en sú ást er öllum mönnum 1 blóð
borin og við hana halda þeir ævilangri tryggð. Þeir fæðast í
þennan heim grátandi af sulti og maturinn einn þaggar niðri
í þeim, en það sem eftir er ævinnar njóta þeir sán best þar
sem einn eða fleiri sitja saman við matborðið. Það er stað-
reynd að ekkert sameinar mannfólkið eins og blessaður mat-
urinn.
Rauðhærður skoti hefu rsagt mér, að þegar hann var
smástrákur hafi hann gengið í lið með íslensku strákunum,
sem spiluðu “hockey” á svellunum í vesturhluta Winnipeg-
borgar, vegna þess að þeir buðu honum alltaf heim með sér
eftir leikinn. Hann vildi síst missa af því að fá rúgbrauð og
rúllupylsu með kaffinu, og einhvernvegin fannst honum
meira gaman að stinga upp í sig kleinum, sem var hnýtt upp
á í miðjunni, en kleinum sem hann fékk heima hjá sér. “Þær
voru bara brauð með gati í miðjunni, en hnúturinn í miðj-
um íslensku kleinunum var bestur á bragðið,” sagði hann.
Hann þarf að komast á þorrablót, borða lyst sína af ís-
lenskum réttum og hafa kannski upp á sumum strákanna,
sem voru leikbræður hans í gamla daga en nú eru foknir
út í veður og vind.
Það virðist ekki hafa verið algengur siður í byggðum
íslendinga vestanhafs á landnámsárunum, að blóta Þorra
með ærlegum átveislum. Það er svo skammt á milli Þorra
og jóla að efnahagurinn hefur kannski ekki leyft þeim að
halda hverja stórveisluna ofan í aðra. En nú eru þorrablót
haldin um alla álfuna, frá vetri til vors, og skiptir það
minnstu hvort þau eru haldiryi í fimmtu viku eftir jól eða
rúmum sjö vikum fyrir sumardaginn fyrsta.
Þorri var allur í bak og burt þegar Islendingafálagið,
Norðurljós í Edmonton, Alberta, hélt honum minningamót
6. mars sl., en landamir settu það ekki fyrir sig. Auk ná-
grannanna í Calgary, lögðu þeir land undir hjól alla leið frá
Winnipeg, Manitoba og frá Wynyard, Regina og Wetaskawin
í Saskatchewan til að snæða saman þorramat í Edmonton,
syngja, dansa, hlusta á upplestur íslenskra ljóða og hylla
skautbúna konu í öndvegi Fjallkonunnar.
S. Alex Thorarinson, ræðismaður íslands í Vesturfylkj-
unum, gerði sér ferð frá Winnipeg og hélt ræðu um menn-
ingu og lífsviðhorf Norrænu frændþjóðanna fimm. Ræðan
var í léttum dúr, kýmin og skemmtileg, jók mjög á gleði
áheyrenda og bjó yfir sígildum sannleika, segir fréttaritari
Norðurljóss, en saga mótsins birtist orðrétt á ensku síðum
blaðsins.
Ekki fara sögur af þorrablótum annarsstaðar í Vestur-
heimi en í Winnipeg á fyrri árum aldarinnar. Þá var það
klúbburinn Helgi Magri, sem blótaði þorra með promp og
prakt, en nú er Helgi Magri farinn leið allrar veraldar og
þeir með honum, sem kunnu sögur af blótunum hans. Marga
áratugi varð ekki annað séð en að Þorra-blótin væru líka
dauð hér 1 álfu.
En lengi lifir í kolunum og á síðari árum hefur verið
rösklega skarað í þeim af ungu fólki af íslenskum uppruna,
sem hefur dregið sig saman í íslendingafélög. í hinni hálf
ensku og hálf frönsku menningarborg, Montreal, í Toronto
og í Vancouver vestur á Kyrrahafsströnd, eru nú haldin
þorrablót á ári hverju. Þessi forníslenski þjóðsiður er að
festa rætur vestanhafs. Hvað hefur viljað honum til lífs?
Kannski hafa þorrablótin í gamla daga orðið sjálfdauð
vegna þess, að þar fengu allir málsmetandi menn að halda
ræður og þær voru, að sögn, þyngri á meltingunni en sjálfur
þorramaturinn. Nú hafa þorrablótin tekið aftur sína fornu
gleði. Þetta eru átveislur, kryddaðar dansi, söng og fjörugum
samræðum. Þessi mót eru ómissandi vestur-íslenskri þjóð-
menningu í þessu dreifða mannfélagi, sem hefur misst eigna
rétt á öllum götuhornum í Winnipeg. C. G.
ATHYGLISVERÐ LJÓÐ
VESTUR-ÍSLENSKRAR SKÁLDKONU
HAUSTIÐ 1973 kom út á vegum
bókaútgáfunnar Helgafells i
Reykjavik ljóöabókin Hvlli ég
væng i hvitum voftum eftir Binu
Bjöms (Jakobinu B. Fáfnis).
Margir f hópi hinna eldri Is-
lendinga vestan hafs munu
minnast hennar. Séra Egill H.
Fáfnis, sonur hennar, var á
sinni tift vinsæll prestur og vift-
kunnur meftal Vestur-tslend-
inga, en lézt um aldur fram
haustift 1953. (Sjá minningar-
grein míúa um hann I Heims-
kringlu 17. febrúar og Lögbergi
18. febrúar 1954, og I Timanum
10. júli sama ár.) Dóttir Jako-
blnu, Bjarney H. Fáfnis, er utn
langt skeift haföi veríö hársnyrj-
ingarkona I Fargo, N. Dakota,
lézt þar 16. des. 1973, sjötug aö
aldri, vinsæl kona og vel metin
af þeim, er hana þekktu. Fáfnis-
ættarnafnift báru þau eftir aö
þau fluttust vestur um haf.
Dr. BJÖRN Sigfússon, þáver-
andi háskólabókavörftur, bjó
þessi kvæfti Jakobinu föftursyst-
ur sinnar undir prentun, og fylg-
ir þeim úr hlafti meft ítarlegum
og prýftilegum eftirmála, er
hann nefnir „Umgerft kvæfta og
ævi”, og hittir þaft ágætlega I
mark, þvi aft hér er æviferill
skáldkonunnar rakinn af mikilli
nærfærni og ljóft hennar túlkuft
meft hann aft bakhjalli af ríkri
samúft og sambærilegu innsæi.
Hér verftur einnig rakinn ævi-
feriíl Jakobinu Björnsdóttur,
einsog hún hét aft skirnarnafni,
en einungis á þaft minnt, aft þær
mæftgur, hún og Bjarney, fóru
vestur um haf til Winnipeg
haustift 1923, en Egill haffti farift
þangaft tveim árum áftur. Jako-
bína lézt i Winnipeg 15. april
1941, nærri 67 ára aö aldri.
Um Binu-nafnift fer dr. Björn
þessum oröum í eftirmála sín-
um: „Nafnform Bfnu i titli og
ritgerft minni er þaft sem hún
sjálf og aftrir notuöu stööugt um
hana- i talmáli f S-Þingeyjar-
sýslu, tif aftgreiningar frá öftr-
um Jakobinum, alloft skriflega
einnig.
Dr. Björn lætur þess einnig
getift, aft þaft hafi verift Bjarn-
eyju aft þakka, aft ljóftabók móft-
ur hennar kom út heima á Is-
landi, og aft Bjarney hafi einnig
valift upphafsorft kvæftisins
„Farfuglinn” sem bókarheiti og
skilgreinir dr. Björn þaö nánar.
Og gott er til þess aö vita, aö
Bjarney liffti þaft aft handleika
og lesa ljóftabók móftur sinnar,
og var þaft, aft vonum, mikift
fagnaftarefni, aft þvi er mág-
kona hennar, frú Ellen Fáfnis,
tjáfti okkur hjónum, er hún til-
kynnti okkur lát Bjarneyjar. Og
sannarlega gat hún eigi reist
móftur sinni fegurri eöa varan-
legri minnisvarfta en meft þvi aft
hlutast til um þaft, aft ljóft henn-
ar kæmu út heima á ættjörftinni.
Skal nú nokkru nánar aft þeim
vikiö, þótt fljótt verfti yfir sögu
farift.
I bókinni eru 30 ljóft, ort frá
þvi aft Jakobina var 17 ára, og
þangaft til hún var 66 ára gömul.
Ljóft hennar frá yngri árum
bera þvi vitni, um annaft fram,
hve rik hagmælska var henni i
blóft borin. Og ánægjulegt er aö
fylgja henni i spor á þroska-
braut hennar f skáldskapnum
fram eftir ævinni. Frá þvi tima-
bili má nefna kvæfti „ölduna”
(1905), sem þrungiö er undir-
öidu djúpra tilfinninga og tákn-
myndin skýrum dráttum dreg-
in.
Kvæfti hennar um Höllu og
Fjalla-Eyvind („Halla” og „Ot-
laginn”) eru bæfti efnismikil og
um allt hin athyglisverftustu. A
þaft sérstaklega vift um hreim-
mikift og myndauftugt kvæftift
um Höllu, þrungiö sterkri
samúftarkennd. Ber kvæfti
þetta þvf órækan vott, hve hlut-
skipti Höllu og örlög hafa orkaö
djúpt á hug skáldkonunnar,
eins og fleiri ljóft hennar staft-
festa, og ummæli hennar i
óbundnu máli, sem dr. Björn
vitnar til i ritgerft sinni.
Ljóft Jakobinu til móftur henn-
ar skipa mikift rúm I kvæöabók-
inni, og eru hin merkilegustu aft
sama skapi frá skáldskaparlegu
sjónarmiöi. Hnitmiftaö og
hjartahlýtt er þetta litla ljóft
„Til mömmu” (1916):
Þeir segja þaft heimskingjans
hugarburft,
aft handan vift gröf komi
dagur.
Þeir sjá ekki neitt nema
harölæsta hurft,
hver hugsjón verftur sem
gróöurlaus urft.
En ég sé, aö aftur ris dagur,
mamma, sá morgunn er
fagur!
Hér lýsir sér einnig ágætlega
sá sterki trúarstrengur, sem er
undirtónn i svo mörgum kvæft-
um Jakobínu, og hvergi fremur
en f sálminum „Sköpunar-
saga”.
Djúþstæftar æskuminning-
arJakobinu veröa henni, aft von-
um, ofarlega 1 huga i móftur-
kvæftum hennar, og ekki sizt I
„Mófturkveöju”, sem er sér-
staklega fagurt kvæfti, þrungift
einlægni, saknaöarkennd og
þakkarhuga. Þrjú siftari erindi
kvæftisins eru ágæt dæmi þess,
hvernig þar er i strengi gripift:
Börn sem i vernd þinni
blunduftu rótt,
er baöst þú og tárin runnu,
veit ég aldrei eiga þá nótt,
aft ekki geti til nestisins
sótt
geisla af guölegri sunnu,
. . . gjöf hennar mömmu er
þau
unnu.
Minning þin ofin um árin min
er óslitinn gullinn þráftur.
ókomins lifs á leift hann
skín
ljúfustu tárum fáftur.
Og maftur er minningum
háftur.
Þvi hvaft sem þú leiftst
í teigstu létt hvert spor
meft leiftur I skörpum augum,
. . . ástvinar minning
og öruggt
þor
var aflgjafi heilum
taugum,....
þau ljós skulu loga úr
haugum.
En áhrifamest og almennast
aft gildi af ljóftum skáldkonunn-
ar til móftur hennar er þó kvæö-
iö „Farfuglinn” (1936), sem á
sér, eins og þaft ber vitni, djúpar
rætur I persónulegri reynslu,
sem dr. Björn lýsir i eftirmála
sfnum. Þaft ýar I upphafsorft
þessa kvæftis, sem Bjarney sótti
titilinn aft ljóftum móftur sinnar.
Tel ég kvæfti þetta eitt hift ágæt-
asta I bókinni, bæfti um efni og
ljóöform, og táknrækt i rikum
mæli. Verfta menn þvi aö lesa
þaft I heild sinni til þess aö njóta
þess til fullnustu. Af skyldum
toga spunnift er lokakvæfti bók-
arinnar, „Finnast þau spor?”
(1939-1941), hugsun hlaftiö og
þrungiö djúpri ættarkennd.
Fyrr og síftar á ævinni orti
Jakobina vel kveftin og athyglis-
verft tækifæriskvæfti á glefti- og
sorgarstundum, áftur en hún
fluttist vestur um haf, og þeim
megin hafsins.
Ljóftabókin er hin snyrtileg-
asta aö frágangi. Framan viö
hana er ágæt mynd af skáldkon-
unni. Bókarprýfti er aft kápu-
myndinni, sem fellur einnig vel
aft innihaldinu. Hana teiknafti
Hólmfriftur Bjartmarsdóttir á
Sandi, S. Þingeyjarsýslu, en
kvæftin eru eftir afasystur henn-
ar.
Richard Beck
SyýJlí
Honum er best að sýna sig
ekki í Winnipeg, karlinum
sem talaði ljótt um ísland í
grein, sem birtist í einu dag-
blaðinu á dögunum. Honum
yrði það kannski á að fá sér
vatnsblöndu í glas og 'þá gæti
það gloprast upp úr honum
hvað hann heitir. Svo pískr-
aði hann því kannski að ein-
hverjum að þessi smart
grein væri út af sér komin.
— 30 þúsund íslendingar
mundu finna þetta út á mín-
útunni og þá væn manngrey
ið alveg búinn að vera.
„Hver sagði þér að hann
Ketill Flatnef hafi hent
frakkanum sínum út í sjó og
byggt bæinn sinn þar sem
hann kom í leitirnar á ís-
landi”, mundi einhver spyrja
„Þetta hefur verið forláta
flýk, að hún skildi ekki
verða sókuð af vatni og bara
sökkva. — Voru víkingarnir
kannski farnir að ganga í
regnkápum? — Hann Ketill
Flatnef, sem aldrei komst til
tslands!”
Það kemst enginn upp með
það í Winnipeg að tala illa
um Eldgömlu ísafold. Eg er
að hugsa um að bródera 30
þúsund flögg með “íslend- <
. ingar viljum við allir vera.”
Þau mundu seljast á meðan
okkar Winnipeg æslenders
er að renna reiðin.
„Kanski manngreyið hafi
fengið íslenskt brennivín út
í kaffið sitt og ekki þolað
það af því hann er með
kveisu út af þorksstríðinu,”
sagði ég við einn landann
hérna í Winnipeg þegar
hann fónaði mér um þetta,
„svo var hann að flækjast á
íslandi með nokkur pund af
breskum peningum og þau
fljóta kannski ekki vel í
Reykiavík nú sem stendur,
. sökkva bara til botns í einu
staupi of skosku viskí,” sagði
ég-
„Hann hefur nú bara feng
ið náttmeri í rúminu sínu
heima á Englandi og farið á
henni til Reykjavíkur ein-
hverja nóttina eftir að hann
hefur étið offylli sína af ís-
lenskum þorski,” sagði land-
inn. „Hann finnur ekki snjó
á íslandi til að grafa í tómu
flöskurnar sínar, svo e;f hann
á eftir að fara til Reykjavík-
ur ætti hann að hafa með sér
nóg af einhverju öðru til að
hlaða í kringum þær, hann á
nóg af því — þú veist hvað
ég meina.”
Þessi maður má ekki hætta
sér út i stríð við víkingana í
Winnipeg. Betra væri honum
að fara á freigátu til íslands,
kasta sér fyrir borð eins og
öndvegissúlu og halda til inn
an í einhverjum hvalnum í
nokkra mánuði. C.G.