Lögberg-Heimskringla - 01.04.1976, Síða 8
8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. APRIL 1976
JUippt oq Skuhid
SlfJtÍA
ýaAjctaA 'ýaAitaAAADn
Menntamálaraðuneytið hefur með samþykkt ríkisstjóm
arinnar ráðið stórmeistarana Friðrik Ólafsson og Guð-
mund Sigurjónsson til þess að annast skákkennslu í
skólumj útvarpi og fjölmiðlum.
Þann 5. febrúar var sagt frá hækkun kaffis, hér í þess-
um þætti (Klippt og Skorið). Kaffið hækkaði þá um
17,2% eða úr 512 kr. í 600 krónur. — Nú hefur kaffið
hækkað enn og hækkar úr 600 kr. kílóið í 720 krónur
eða um 20% sem svarar rúml. $4 kílóið, er þessi hækk-
un afleiðing frostskemmdanna sem urðu á kaffi í
Brasilíu á sl. hausti.
Útlit er fyrir að ferðamannastraumur til íslands verði
með meira móti í sumar. Á sumum hótelum borgarinn-
ar eru pantanir 10—15% meiri en á sama tíma í fyrra.
Varðskipið Ægir klippti á togvíra bresks togara um '
miðjan þessa mánaðar, og varð það til þess að skip-
stjórnarmenn bresku freigátnanna á miðunum út af
Austfjörðum umhverfðust algerlega, og sigldu Juno og
Mermaid alls sjö sinnum á varðskipin Tý og Þór. Það
miklar skemmdir urðu á Þór að skipið varð að fara inn
til Seyðisfjarðar í nótt sem leið enda skipið illa leikið
fyrir. Einnig munu töluverðar skemmdi rhafa orðið á
freigátunni Mermaid.
Varðskip af Asheville-gerð, sem Landhelgisgæslan hef-
ur verið að reyna að fá keypt eða leigð í Bandaríkjun-
um, henta ekki vel í Norðurhöfum þa rsem áhrif ísing-
ar draga úr sjóhæfni þeirra að sögn bandaríska sjóhers-
ins, er leitað var álits hans á skipunum vegna frétta um
að íslenska landhelgisgæslan hafi augastað á þeim.
Þrjátíu menn hafa undirritað yfirlýsingu þess efnir að
þeir vilji stofna hlutafélag um rekstur leiguflugfélags,
sem taki við þar sem rekstri Air Viking sleppir, (en
það félag hefúr verið úrskurðað gjaldþrota).
Áfengi og tóbak hækkaði á íslandi um 20. mars um
15% . Sígarettupakkinn kostar nú 220.00 krónur ($1.24),
flaska af pólsku vodka kostar 3.500.00 krónur (19.77).
15% er meðalhækkunin, en sumar áfengistegundirnar
hækka um allt að 18%. Tekjur ríkissjóðs í ár eru áætl-
aðar um 60 milljarðir, þar af um 6 milljarðir eða 10%
vegna áfengis og tóbaksnautnar landsmanna. Á næstu
dögum verður að öllum líkindum heimiluð allt- að 10%
hækkun á bensíni og kostar þá lítirinn 65 til 66 krónur
(c.a. $1.60 gallonið). Nú er beiðni tryggingafélaganna
um hækkun á iðngjöldum bílatrygginga til athugunar.
Félögin hafa farið fram á 64% hækkun á iðngjöldum.
— Ríkisstjórnin hefur leyft 6% hækkun á innlendu
kexi — 27% hækkun á hitaveitugjöldum — 30% hækk-
un á afnotagjöldum útvarps og sjónvarps — 14% hækk-
un gjaldskrá efnalauga — 5% hækkun á gjaldskrá rak-
ara, og Strætisvagnar Reykjavíkur og Kópavogs hafa
óskað eftir 35% hækkun.
Sextíu og þriggja metra hátt mastur brotnaði í Búr-
fellslínu 1 í óveðri sem gekk yfir ísland á dögunum,
mastrið sem brotnaði, stóð á vesturbakka Þjórsár
skammt N.A. af Skarði í Landssveit. Síðastliðið sumar
var mastrið og fleiri möstur sem bera línuna uppi,
styrk, en styrkingin reyndist ekki næg þegar til kom.
Þetta er fimmta mastrið, sem brotnað hefur í þessari
línu frá 1969.
Næsta sumar verður feiti blandað í grasköggla í öllum
fimm graskögglaverksmiðjunum, sem starfandi eru í
landinu. Er þetta gert til að auka fóðurgildi grasköggl-
anna en ætlunin er að blanda um 4% af tólg og lýsi í
þá auk hæfilegs magns af steinefnum og auka þannig
fóðurgildi þeirra.
Mikil innflúensa herjar nú á Siglufirðinga og er svo
komið að stór hluti nemenda Gagnfræðaskólans liggur
í rúminu. Þá voru vandkvæði við að koma verksmiðju
SR í gang, þegar átti að hefja loðnuvinnslu. þar sem
margir starfsmannanna eru veikir.
Gjafmildi í garð
Listasafns Islands
LISTASAFNI íslands
berast oft góðar gjafir
listaverka og síðasta stór-
gjöfin var afhent safninu
skömmu fyrir síðustu
áramót. Er þar um að
ræða 24 málverk eftir
ýmsa kunna islenzka list-
málara, en þessi málverk
eru arfur til Listasafns-
ins frá Guðríði Stefáns-
dóttur Green, sem gift
var Kirby Green og
bjuggu þau í Banda-
ríkjunum. í
Meðal málara þessará
tuttugu og fjögurra
mynda eru Kjarval,
Túbals, Eggert Guð-
mundsson, Finnur Jóns-
son, Guðmundur Einars-
son, Asgeir Bjarnþórs-
son, Gunnlaugur Schev-
ing og Nína Sæmunds-
son. MORGUNBLAÐIÐ,
Mynd sem Kjarval gerði af
Guðriði Stefánsdóttur.
----- - á
EDMONTON
Framh. bU. 3
of Iceland, from Winnipeg.
He gave a delightfully light-
hearted survey of the five
Nordic cultures — their per-
sonality characteristics,
work ethic, morals and gen-
eral attitude to life. These
observations were developed
on a visit to the five countri-
es, and although the humour
was abundant, there was a
lot of underlying truth as
well.
After the formal program,
guests danced to the music
of Bud’s Combo, an exellent
trio led by Bud Bergthorson,
originally of the Wynyard
district, who has been enter-
taining in Edmonton for
twenty years.
There were many out-of-
town guests at the Thorra-
blot this year, from Wyn-
yard, Regina, Calgary and
Wetaskawin. It was great to
have all these people join in
the celebration.
Les Greenham, recipient
of the Viking of the Year
award, acted as marshall for
the evening, keeping food
lines moving, dances varied
and tending to other neces-
sary business.
A1 Arnason and his com-
mittee are to be thanked for
the excellent arrangements
which resulted in the succes-
sful celebration of Thorra-
blot for the second time in
Edmonton.
TUNDURSPILLI
Framh. af bls. 1
stærra svæði verður taka mögu-
leiki,“ sagði Guðmundur
ennfremur.
Hann sagði ennfremur, að
athafnir freigátnanna og varð-
skipanna væru orðnar full fífl-
djarfar með tilliti til vetrarveð-
urs og sjólags á Islandsströnd-
um. Um hinn mikla fjölda
árekstra á miðunum sagði
Guðmundur hins vegar: „Það
er hægt að koma í veg fyrir þá,
en við styðjumst ekki við sömu
reglur — við Islendingar förum
eftir alþjóðareglum en Bretarn-
ir notast við gömlu heimsveldis-
reglurnar, þar sem hinn sterk-
ari hefur ávallt réttinn sin
megin.“ ____
Guðmundur sagði ennfremur
að merkja mætti mun á stjórn-
hæfni yfirmanna freigátnanna.
„Svo virðist sem sumir þeirra
háfi aldrei starfað i hinum
þunga sjó N-Allantshafsins og
hafi litla reynslu í hertækni af
þessu tagi. Þeir þekkja ekki
einu sinni inn á starfshætti
fiskimannanna og hvernig þeir
athafna sig á skipum sínum
meðan skipherrar okkar, yfir-
menn og hásetar hafa allir
unnið á fiskiskipum löngu áður
en þeir réðust til landhelgis-
gæzlunnar."
Um ásakanir Breta i þá veru
að víraklippingar varðskipanna
gætu valdið sjórslysum og jafn-
vel dauðsföllum brezkra togara-
manna sagði Guðmundur. „Við
höfum skorið á 130 vörpur í
þorskastrfðinu og það hafa ekki
orðið nein slys nema hvað 2
brezkir fiskimenn hafa fengið
taugaáfall. Þeir (togaraáhafn-
irnar) vita að við nálgumst þá
og hafa nægan tima til að forða
sér frá hættustöðum þar sem
vírinn gæti lent áþeim.“
Guðmundur sagði enn-
fremur, að afli Breta hér við
land hefði dregizt verulega
saman þar sem skipstjórum tog-
aranna væri ekki heimilað að
fiska þar sem þeir vildu og
vegna tapaðra vinnustunda af
völdum varðskipanna, þegar
togararnir hafa orðið að hífa
inn veiðarfærin.
„ÞeiF fá nú aðeins smáfisk
meðan fiskimenn okkar fá
góðan afla úti af suðvestan-
verðu og vestanverðu landinu,
þar sem brezku togararnir
væru nú að veiðum ef ekki
kæmi til að freigáturnar þola
ekki sjóþungann og ísinguna og
þessum slóðum," sagði Guð-
mundur og bætti við: „Það er
ekki laust við að ég finni til
með togaraskipstjórunum, sem
verða að standa í brúnni allan
sólarhringinn til að gæta að
ferðum okkar."
Loks var Guðmundur
su- ður um fyrirætlanir um
kaup eða leigu á hraðskreiðari
skipum til að vinna upp gang
freigátnanna. „Mér þætti akkur
i þvi að hafa aðgang að litlum
tundurspilli, sem gengi 35 til 40
hnúta, en með sliku skipi
treysti ég mér til að stöðva öll
fiskiskipin. Ef þú veizt um ein-
hvern sem er tilbúinn að leigja
mér eitt af þessum skipum, vin-
samlega láttu mig vita.“
MESSUBOÐ
FYRSTA LÚTERSKA
KIRKJA
JOHN V. ARVIDSON.
PASTOR
Súni: 772-7444
*
Sunday School 9.45
Services
Sundays 9.45 and 11.00 a.m.
Icelandic Service
APRIL 25lh — 7 o'clock
MIDNIGHTSUN FLIGHT
WINNIPEG to ICELAND
Deluxe Service — Air Canada — DC8. Advanced booking
Charter I.D. No. 76-2037. Departing June 29, returning
July 26. Return fare including "Missed Flight Insurance''
$375.00 per person.-------Not included js $8.00 Can.
Transp. Tax. — $100.00 payable on booking, balance
payable by April 30, 1976 ---------Your Travel Agent:
VIKING TRAVEL LTD.
37 Macklin Avenue, Brance Office, Gimli
Winnipeg, Manitoba R2V 2M4 P.O. Box 1499 R0C 1B0
Tel: (204) 338-1161 Tel: (204) 642-8276