Lögberg-Heimskringla - 31.03.1977, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 31.03.1977, Side 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. MARS 1977 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. MARS 1977 5 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Published every Thursday by LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd. 67 st. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4 Canada Tdlephone 247-7798 GUEST EDITOR: Jón Ásgeirsson PRESIDENT: T. K. Arnason SECRETARY: Emily Benjaminson TREASURER: Gordon A. Gislason ADV’T MANAGER: S. Aleck Thorarinson Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE — Second class maiting registratíon number 1667 — Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Winnipeg ' IVEGVÍSA VANTAR . HVAÐ HEITA BÆIRNIR? Lögberg-Heimskringla birtir í dag grein, þar sem segir frá fyrstu beimsókn ritstjóra blaðsins norður til Gimli og víðar. Þar er jafnframt greint frá því, að Gunnar bóndi á Breiða- bliki Sæmundsson fór með komumönnum í ökuferð um sveit ina þar í grennd, og sagði hann þá frá nöfnum bæja og land- areigna um leið og ekið var hjá. Létu flest nafnanna kunnuglega í eýrum, enda alíslensk, Skálholt, Þingvellir, Oddi, Austurvellir, Hagi. Nú er það svo, að oft er þarna mikil umferð, og sjálf- sagt frekar fátítt, að ferðalangar hafi sér við hlið í bílnum menn sem þekkja hverja þúfu, og geta sagt frá staðarheit- um. Og þá vantar vegvísa. Það vantar skilti með nafni við- komandi bæjar á þjóðveginn, skilti, sem vísar heim að bæn- um. Þetta yrði til þess að auðvelda ferðafólki að rata, það yki a ánægju þeirra, sem koma fyrsta sinni á þessar slóðir, og þetta'yrði til þess að líkurnar á því, að nöfn bæjanna falli j gleytnsku minnkuðu til muna. Auk þessa yrði prýði að fallegum skiltum á þjóðvegin- um. I sumar er von á fjölda íslendinga hingað, og ætla má að flestir þeirra ferðist eitthvað um íslendingabyggðir hér í Kanada. Og þó að þessar slóðir, sem við fórum um að þessu sinni, séu hér teknar sem dæmi, þá er vafalaust sama uppi á tenmgnum víða annars staðar. Það er ekki háK ánægja fyrir íslendinga, sem hingað koma í fyrsta skipti, að ferðast um, án þess að hafa hugmynd um hvað bæirnir, sem farið er hjá heita. Vegavísar myndu því auka ánægju ferðalanga mjög, á því er ekki minnsti vafi. Auk þess er þetta beinlínis menningarauki. Þessi íslensku nöfn mega ekki gleymast, og það ber að haldajþeim á lofti. t < Það eru ekki ýkja mörg ár síðan farin var eins konar herferð á íslandi, og vegavísar settir upp um allar sveitir. — Allir merkisstaðir voru merktir, og bændur voru hvattir til að merkja bæi sína. Þetta bar verulegan árangur, og hefur áreiðanlega óft komið sér vel fyrir ferðalanga. Nú veit ég ekki hvaða aðilar ættu að hafa forgöngu um slíkt hér. Á íslandi var það, ef ég man rétt, Náttúruverndar- ráð, sem gekkst fyrir því, að allir þeir staðir, sem eru í um- sjá ráðsins, voru merktir, og einnig lét Ferðamálaráð þetta til sín taka. Ef til vill fleiri. Hverjir ættu að annast þetta hér? Það er sjálfsagt mis- munandi eftir héruðum, eða fylkjum, en æskilegast væri að einhver einn aðili, eitt félag, eða stofnun, hefði yfirumsjón með þessu, og saéi um að samræmi væri í gerðum þeirra, sem síðan tækju þetta að sér á hinum ýmsu stöðum. Ef til vill er hér tækifæri, verkefni, fyrir íslendingafé- lögin um allt land. Lögberg-Heimskringla mun fylgjast með þróun þessara mála í framtíðinni og leitast við að birta fréttir af því, sem gerist í þessu sambandi, ef það gerist þá eitthvað. Hvað finnst lesendum um þetta? Hver er skoðun þeirra, sem sitja í stjórnum íslendingafélaganna? Fróðlegt væri að* fá álit sem allra flestra á þessu máli. Við höfum aðeins farið um lítinn hluta íslendinga- byggða, og sú ferð varð til þess, að þessar hugleiðingar eru settar á blað. Sjálfsagt er mismunandi, eftir héruðum, hvern ig þessu er háttað, ef til vill eru vegvísar í sumum sveitum, en á þeim slóðum, sem við fórum um eru engir. Og eftir að hafa heyrt öll þessi íslensku bæjarnöfn af vörum Gunnars bónda á Breiðabliki, finnst okkur ástæða til að koma þessu á framfæri hér í bláðirtu. Islensk bæjarnöfn í Kanada mega ekki falla í gleymsku, þeim ber að halda á lofti. Það má t.d. gera með því að setja upp vegvísa. Þeir vísa líka veginn. '., FARK> I HEIMSOKN Sunnudaginn 20. mars fór rit stjóri Lögbergs-Heims- kringlu í heimsókn að Gimli. Breiðabliki og Odda. Heim- sókn þessi er fyrir marga hluta sakir í frásögu fær- andi. Margt nýstárlegt bar fyrir augu og eyru, margt at- hyglisvert og lærdómsríkt fyrir mann, sem er nýkom- inn til Kanada og heimsækir þessa staði í fvrsta skipti. frá Siglufirði og dóttih þeirra Vala, sem verður tveggja ára eftir fáeina daga. Þau þrjú síðastnefndu hafa verið í Winnipeg frá því í haust. Eftir stuttan stans á heimili þeirra Marjorie og Teds héldum við Garðar, Álfheiður og Hulda áfram norður til að heimsækja Margréti og Gunnar Sæm- Fánar blöktu hjá T«d 09 Marjoria á Gimli Fyrst var farið að Gimli. Tekið var hús á Marjorie og Ted Árnasvni og þeginn kaffisapi hjá þeim. Með í förinni voru Garðar prent- smiðjustjóri Garðarsson, Álf heiður kona hans og Hulda dóttir þeirra, Tryggvi Árna- son frá Akureyri, Björg Skarphéðinsdóttir kona hans undsson, bónda á Breiðabliki í Gevsisbvggð. Þar var okkur tekið tveim ur höndum og boðið upp á kræsingar. Þá fannst undir- rituðum engu líkara en hann væri kominn á alíslenskt sveitaheimili. Gunnar er maður fjolfróð- ur, hann er fæddur í Kanada fyrir 68 árum, og talar rei- prennandi íslensku, hefur lýtaláusan framburð og býr yfir miklum orðaforða. Hann fór með okkur Garð ari í ökuferð um nágrennið, og sagði okkur þá frá því, sem fyrir augu bar, og það var hreint ekki svo lítið, sem Gunnar gat frætt okkur um. Var einkar skemmtilegt að heyra Gunnar segja frá þvi, hvað bæirnir heita — allir íslenskum nöfnum, utan einn, hverjir búa á hinum ýmsu jörðum, sem við ókum hjá, 'hverra manna það fólk er o.s.frv. Það þarf meira en stutta ökuferð síðdegis á sunnudegi til að meðtaka all an þann fróðleik, sem Gunn- ar miðlaði okkur. Okkur bar að garði í Odda um miðjan dag í glampandi sólskini. Þar búa tveir bræð- ur, Einar og Franklin John- son. Einar var á hlaðinu að dunda við traktorinn og tóku þeir stráx tal saman, á íslenzku, Gunnar og hann. — Þeir ræddu veðurfar og bú- skaparhorfur eins og sveita- manna er siður, og innan skamms kom svo Franklin akandi á annarri dráttarvél. Hann hafði verið að sinna kindunum, sem hann sýndi okkur síðar. Eg er því miður ekki nógu vel að mér í sauð- fjárvísindum til að geta haft eftir allt það, sem Franklin hafði að segja okkur um roll urnar sínar, en skemmtilegt Gunnar bóndi Sæmundsson var á að hlýða. Við kvöddum bræðurna i Odda reynslunni ríkari og héldum ökuferðinni áfram. Hundarnir í Odda fylgdu okkur úr hlaði að gömlum og góðum hundasið með við eigandi hljóðum eins og þeir væru að bjóða okkur að koma aftur í heimsókn. Það má vel vera að við þiggjum það. Að Breiðabliki komum við svo aftur er degi var tekið að halla. Þá 1 eiddi Gunnar okkur í' enn nýjan heim. — Hann sýndi okkur bækurn- ar sínar. Um það, sem þá bar fyrir augu mætti skrifa langt mál, en verður ekki gert að sinni, en þá varð okkur enn betur ljóst hve djúpt hinar íslensku rætur geta legið í sómamönnum eins og Gunn- ari Sæmundssyni. Frá Breiðabliki var enn haldið að Gimli. — Þá voru komnir fleiri gestir til Marj- og Teds. Fríða fráfarandi rit stjóri þessa blaðs Björnsdótt ir og Valur sonur hennar, Stefán J. Stefánsson og Olla kona hans. — Og enn voru fram bornar veitingar. Þar dvöldum við svo 1 góðu yfirlæti fram eftir kvöldi, og héldum svo aftur heim til Winnipeg. — Ted kvaddi okkur á hlaðinu. og fór svo að taka niður flöggin, en í tilefni dagsins hafði hann dregið þrjá fána að húni, íslenska fánann, kanad íska fánann og fána hátíðar- innar að Gimli 1975. Og þar með lauk þessari sunnudagshátíð okkar. Þessa ferð fór ég í boði þeirra Garðars og Alfheiðar. Þau hafi bestu þakkir fyrir. ja. Pennavinir Við höfum fengið bréf frá tveimur stúlkum, sem báð ar óska eftir að skrifast á við kanadíska jafnaldra sína. — Þær heita Jenny Ragnarsdóttir Brekkugötu 3, Hrísey og Guðrún Ás- geirsdóttir, Hafralæk, Að- aldal Suður Þingeyjar- sýslu. Þær vilja skrifast á við krakka 16 til 18 ára. Eg óska eftir pennavinum á aldrinum 10 til 13 ára, sem skrifa á ísienzku. Sigurbjörn Hjaltason, 11 ára. Austurbrún, Djúpavogi, Iceland. I - Eg heiti Gerður og mig langar til að komast í bréfasamband við ein- hverja, sem skrifa ís- lenzku. Eg er 12 ára og á heima LKeflavík; Gerður Jóna Úlfarsdóttir Kirkjuvegi 28, Keflavík Iceland. Guðrún Ingólfsdóttir, Heiðmörk 29, Hveragerði og Hrönn Þorsteins Wilkc Þelamörk 42, Hveragerði, óska eftir pennavinum bæði strákum og stelpum á aldrinum 13 til 15 ára. Þær eru sjálfar 13 ára. — Þær hefðu gaman af að fá mynd með bréfunum. Óska eftir að fá að skrif- ast á við krakka á aldrin- um 18 til 20 ára. Steinunn Stefánsdóttir, Þóroddsstöðum, Ólafsfirði, Iceland. *Óska eftir að fá að skrif- ast á við krakka á aldrin- um 14 til 16 ára. Ólöf Kristín Stefánsdóttir Þóroddsstöðum, Ólafsfirði, Iceland. Eg óska eftir íslenzkum pennavinum á aldrinum 5 —7 ára, bæði strákum og stelpum. Elfa S. Elfarsdóttir, Sjólist, Stokkseyri, Iceland. Eg óska eftir íslenzkum pennavinum, strákum og stelpum, á aldrinum 10 til 12 ára. Áhugamál: hand- bolti, sund, leikfimi, körfu bolti og margt fleira. Valgerður Þ. Elfarsdóttir, Sjólyst, Stokkseyri, Iceland. lóska eftir pennavinum, sem eru 16 ára. Áhugamál in ^ru: frímerki, mynda- söfnun. Sigrún Tryggvadóttir, Mávahlíð 20. Reykjavík, Iceland. Við erum tvær stelpur a íslandi og okkur langar til að komast í kynni við stelpur og stráka á aldrin um 13 til 15 ára. Við er- um 13 ára. Æskilegt væri að fá mynd með fyrsta bréfi. Jóhanna Árnadóttir, Smáratúni 11, Keflavík, Iceland Herborg Valgeirsdóttir, Hátúni 5, Keflavík, Iceland. Mig langar til að skrif- ast á við íslenzka krakka í Kanada, bæði stelpur og stráka. Eg er 19 ára og ég hef áhuga á útilífi, bókum og músík. Helen Jónsdóttir, Aragötu 8. Reykjavík, Iceland. Franklin Johnson kvaddi okkur á hlaSInu auglýsið í LÖGBERGI- HEIMSKRINGLU Títibpí oq $kohid 225% aukning hjá ISCARGO. Flutningar hjá íslenska flugfélaginu ISCARGO frá Rotterdam til Reykjavíkur jukust um 225% fyrstu tvo mánuði þessa árs, miðað við sama tíma árið á undan. Heildarflutningar frá Evr- ópulöndum jukust um 114% á sama tíma. Meginástæð- urnar fyrir þessari gífurlegu aukningu, eru einkum tvær að sögn forráðamanna fyrirtækisins. íslensk fyrir tæki eru farin að nota flugvélar meira til flutninga á varningi, og svo hefur Iscargo nú tekið upp samstarf við hollenskt fyrirtæki, Bleckmann, sem annast dreif- ingu fyrir mörg útflutningsfyrirtæki í Evrópu. AUKNING HJÁ FLUGLEIÐUM 6.9%. Flugvélar Flug- leiða, þ.e. Flugfélag íslands, Loftleiða og International Air Bahama fluttu á síðasta ári samtals 714,394 farþega. Gildir þetta bæði fyrir áætlunarflug og leiguflug, og er það 6.9 % aukning frá því árið áður. í fyrra var í fyrsta skipti farið í leiguflug með pílaghíma milli Kanó í Nígeríu og Jeddah í Saudi-Arabíu og voru fluttir alls 15,859 farþegar á milli þessara staða. MJÖG GÓÐ AÐSIÓKN hefur verið að leikhúsum Reykjavíkur í vetur. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur hefur sætanýting verið um 90%, og um 35 þúsund gestir hafa komið í Iðnó í vetur. Þjóðleikhúsið hefur fengið um 70 þúsund gesti, sem af er vetri, og haldi fram, sem horfir í leikhúsunum tveim, þá verða leikhúsgestir í vetur um 200 þúsund alls. Lætur því nærri að aðsóknin jafngildi því, að hvert einasta mannsbarn fari í leikhús einsu sinni á ári. Það er sjálfsagt heimsmet. HELGI ÓLAFSSON TEFLIR í KALIFORNÍU. Helgi Ólafsson skákmaður tekur þátt í skákmóti í Lone Pine í Kaliforníu um þessar mundir. Ekki er vitað með vissu hve margir skákmenn taka þátt í þessu móti, en í fyrra voru þeir milli 50 og 60, þar af um 20 stórmeistarar. — Bandarískur milljónamæringur fjármagnar þetta mót og eru fyrstu verðlaun 10 þúsund dollarar. Petrosjan sigraði í fyrra. ISLENDINGUR RÁÐINN TIL STARFA í KENYA. — Gunnar Pálsson, deildarstjóri hefur verið ráðinn til starfa við sérstakt verkefni á vegum norræna sam- vinnusambandsins, og verður aðsetur hans í Mombasa í Kenya. Tómasi Sveinssyni hafði verið boðið staðan, en hann gat ekki tekið við 'henni. Um 300 umsækjendur voru um 11 stöður, þar af ellefu frá íslandi. Fleiri stöð- ur hafa verið auglýstar á íslandi. Þá má geta þess, að Guðjón Illugason, skipstjóri er nú í Kenya til að kynna sér aðstæður og möguleika á fiskveiðum, en Guðjón hefur víða farið í sama tilgangi. ÍSLENDINGAR HAFA NÚ VEITT um 530 þúsund lest ir af loðnu. Á vertíðinni í fyrra veiddust alls um 300 þúsund lestir. — Aflahæsta skipið, Sigurður RE hefur fengið rösklega 20 þúsund lestir á vertíðfnni í ár. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS HEFUR TEKIÐ NÝTT er- lent lán. Lánið var tekið í Þýskalandi og er 50 milljónir marka, eða um 4000 milljónir íslenskra króna. HERNAÐARTÆKNI OG “ÞORSKASTRÍД. — Út er komin ný bók hjá Universitetsforlaget í Oslo og IPC Science and Technology Press Ltd. i Guldford. Bókin hytir “New Strategic Factors in the North-Atlantic” og í henni er meðal annars fjallað um útfærslu land- helgi og “þorskastríð” þ.e. baráttu íslendinga og Breta um fiskveiðiréttindi við ísland. Efni bókarinnar er að verulegu leyti byggt á niðurstöðum ráðstefnu, sem hald in var á vegum Atlantshafsbandalagsins árið- 1975, í Reykjavík. Björn Bjarnason skrifstofustjóri í Forsætis- ráðuneytinu er einn af höfundum bókarinnar. BORGAREÓKASAFNIÐ lánaði á síðasta ári 1.040.244 bækur. Það er nokkru minna en árið þar á undan. Þetta jafngildir því, að á árinu hafi verið lánaðar um 12 bæk- ur á hvern Reykvíking. Hver bók er að jafnaði lánuð fjórum sinnum á ári. 2500. FUNDUR BÆJARSTJÓRNAR AKUREYRAR. — Nýlega var haldinn 2500. fundur bæjarstjórnar Akur- eyrar. Allir aðalfulltrúar í bæjarstjórninni sátu fund- inn, auk bæjarstjórans Helga M. Bergs. Forseti 'bæjar- stjórnarinnar er Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri. — Elsti núlifandi bæjarfulltrúi á Akureyri er Halldóra Bjarnádóttir, sem nú er 103 ára, býr á Blönduósi og gat ekki komið því við að sitja fundinn, en henni var boðið til fundarins, eins og öðrum fyrrverandi fulltrú- um. í tilefni þessara tímamóta bæjarstjórnarinnar var samþykkt samhljóða að verja 2.5 milljónum króna til skráningar sögu Akureyrar. Lægstu Þotufargjöld beinaleið til Islands frá Chicago Loftleiðir (Icelandic Airlines) gefa nú völ á áætl- unar þotuflugum til íslands frá New York EÐA CHI- CAGO! Allt fyrir lægri þotufargjöld, en nokkur önnur áætlunar flugþjónusta hefir upp á að bjóða til Islands og Luxembourg, í miðpunkti Evrópu. Einnig reglubundin áætlunar þotuflugþjónusta frá New York eða Chicago, með Island í leiðinni, til Oslo, Kaupmannahafnar, Stockholms, Glasgow og London. Þú getur staðið við og litast um á íslandi, á leiðinni til annarra Evrópu landa, án þess að borga auka far- gjald. Leitaðu fullra upplýsinga og ferðabæklinga hjá ferða agentum. 'eða hafðu samband við: ICELANDIC LOFTLEIDIfí 620 Fifth Ave., New York, N.Y. 10020; Ph. (212) 757-8585 18 S. Michigan Ave., Chicago, 111. 60603; Ph. (312) 372-4806

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.