Lögberg-Heimskringla - 13.10.1977, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 13.10.1977, Blaðsíða 1
Borgsteirin Box 218 leyk.iavík, Jónsson iceland 91. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 13. OKTOBER 1977 NUMER34 - Umfangsmiklar rann- sóknir á V-íslendingum r 1 Umfangsmestu rannsókn- ir Mannfræðistofnunar Há skóla Islands á næstunni verða athuganir á Vestur- Islendingum. Þetta kemur meðal annars fram i við- tali, sem birtist í Tíman- um fyrir skömmu við dr. Jens Pálsson, forstöðu- mann stofnunarinnar, Lög berg-Heimskringla skýrði frá því á sínum tíma, að dr. Jens var hér á ferð vestra, og vann hann þá að gagnasöfnun og fleiri athugunum. Dr. Jens segir frá því í fyrrgreindu viðtali, að á ráðstefnu, sem haldin var Framv á bls. 3 BLAÐIÐ í DAG I DAG hefst i blaðinu greinarflokkur um ferð kanadískra kennara til Is lands i sumar. Greinarhöf undur er frú Jean M. Chartrand, og var hún i hópi landafræðikennara frá Manitoba, sem ferðuð- ust um Island í þrjár vik- ur. Myndirnar, sem fylgja greinunum eru fengnar viða að. Þ»á byrjar lika i blaðinu í dag þáttur, sem séra Bragi Friðriksson ‘hefur skrifað sérstaklega fyrir Lögberg-Heimskringlu. — Séra Bragi þjónaði á Mikl ey í sumar og nefnir hann greinarflokk sinn, „Sum- ar í Mikley.” Þannig verða i blaðinu næstu vikurnar birtar tveir ólíkir þættir samtím is, annar fjallar um ferða- leg á Islandi, og er skrif- aður á ensku, hinn segir frá dvöl i Kanada, og er á islensku. já. SGW&ESENCE í LOK SlÐUSTU VIKU var haldin í Minneapolis, Minnesota, ráðstefna um tilv ist Norðurlandamannai í Norður-Ameríku. Þetta er í annað skiptí, að þess konar ráðstefna er haldin, fyrsta ráðstefnan með þessu sama nafni, — Scanpresence I var haldin á sama stað árið 1973. — Rösklega eitt hundrað þátttakendur voru skráðir á Scanpresence II, þar af voru sjö íslendingar. íslendingarnir, sem tóku þátt i störfum ráðstefnunn- ar voru prófessor Haraldur Bessason, frú Hólmfriður Danielsson, ritari Þjóðrækn- isfélagsins, bæði frá Wínm- peg, Valdimar Björnsson og Björn Björnsson frá Minne apolis, Heimir Hannesson, formaður Ferðamálaráðs Is- lands, séra Bragi Friðriks- son, sem nú dvelst i Minne- apolis, og auk þessara gafsi undirrituðum tækifæri til þess að fylgjasf með hluta ráðstefnunnar. Dagskrá ráðstefnunnar var mjög fjölbreytt það var þing að um hin margvíslegustu Takið virkan þótt í starfsemi Þjóðræknisfélaganna og deilda þeirra. málefni, og ef til vill var það höfuðókosturinn við þessa ráðstefnu, hve óskyld og mörg dagskráratriðin voru, og þar af leiðir auðvitað, að áhugamál þeirra, sem velj- ast til þess að taka þátt. í svona ráðstefnu eru mjög mismunandi. Það er mikill vandi að und irbúa mannamót af þessu tagi, og það kom i Ijós i upp hafi ráðstefnunnar, að síð- ustu þrjú ár hefur verið unn ið sieitulaust að undirbún- ingi hennar. Eftir fyrstu ráðstefnuna, sem haldin var árið 1973, var gefin út bók. 1 henni er að finna, það helsta, sem fram kom á þeirri ráðstefnu. Bókin er um 250 blaðsíður, og kennir í henni margra grasa. Ekki er mér kunnugt um, hvort uppi eru ráðagerð ir um að gefa út aðra bók í kjölfar þessarar ráðstefnu, sem nú var haldin. Það hefur oft verið sagt, að oftast gerist meira á göng um gistihúsanna og ráð- stefnuhallanna, en í ráð- stefnusalarkynnunum sjálf- um. Það séu hin persónulegu kynni þátttakendanna, og einkaviðræður þeirra, sem mestu varði. Það sé árangur inn af þeim viðræðum, sem skipti mestu máii. — Vafalaust er mikill sann- leikur í þessu, og stundum fara menn gagngert til þess að hitta aðra að máli, en ekki til þess að taka þátt í störfum þinganna, nema þá að mjög litlu leyti. Undirrit- aður var einn af þeim. Sjálf- sagt hefur einnig verið svo um fleiri að minnsta kosti ef marka má f jölda þeirra, sem tóku beinan þátt í þingstörf- um hverju sinni, það var aldrei nema um það bil helm ingur þeirra, sem skráðir voru til þings, sem sátu hverju sinni. Ekki er unnt í stuttri grein sem þessari, að geta um þau málefni, sem á ráðstefnunni voru, en nánar er vikið að henni í forystugrein blaðsins i dag. já Algjört öngþveiti ó Islandi VÍÐTÆKT VERKFALL OPINBERRA STARFSMANNA SKOLLIÐ Á KLUKKAN TÓLF á miðnætti aðfaranótt þriðjudags skall á verkfa.ll opinberra starfsmanna á fslandi og er það í fyrsta skipti, sem opinberir starfsmenn fara í verkfall, en þeir hafa til skamms tíma ekki haft verk- fallsrétt. — Sáttatilraunir fóru út um þúfur á mánu- dagskvöld, og áður höfðu staxfsmennirnir fellt sáttar- tillögu með yfirgnæfandi meirihluta. Efnt var til al- mennrar atkvæðagreiðslu um sáttatillöguna, og voru 8600 manns á kjörskrá, 7875 greiddu atkvæði, 7063 sögðu nei, 716 sögðu já. Verkfallíð hefur margvislegar afleiðingar í för með sér, enda mjög víðtækt. Engu er útvarpað, nema veð- urfregnum og tilkynningum, sem varða öryggi lands- manna, sjónvarp er ekkert, millilandaflug liggur niðri, ; að minnsta kosti að verulegu leyti eftir því, sem Lög- berg-Heimskringla fékk upplýst rétt áður en blaðið fór í prentun. Það er einkum vegna þess að tollverðir eru í verkfalli, og eins starfsmenn útlendingaeftirlits- ins. Póstþjónusta liggur niðri og öll handvirk símaþjón- usta. Lögberg-Heimskringla kemst þvi ekki til kaupenda á Islandi fyrr en að loknu verkfalli, og þeir hér vestan hafs sem eiga von á bréfum frá Islandi, eða öðrum pósti, verða að bíða þar til verkfallinu hefur verið aflýst. ómögulegt er að segja fyrir um það, hvað verkfall- ið stendur lengi, ljóst er að mikið ber á milli deiluaðila, og ríkir þvi mikil óvissa um framhald mála. En segja má með sanni, að á meðan á verkfallinu stendur ríkir öngþveiti á íslandi. já

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.