Lögberg-Heimskringla - 13.10.1977, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 13.10.1977, Síða 4
4 LOGBERG-HEIMSKRINGLA, riMMTUDAGINN 13. OKTOBER 1977 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Published every Thursday by LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd. 67 st. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4 Canada Telephonc 247-7798 GUEST EDITOR: Jón Asgeirsson PRESIDENT: T. K. Arnason SECRETARY: Emily Benjaminson TREASURER: Gordon A. Gislason ADV’T MANAGER: S. Aleck Thorarinson Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE — Second class mailing registration number 1667 — Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Winnipeg SCANPRESENCE II Á ÖÐRUM STAÐ í blaðinu í dag er sagt frá ráðstefnu, sem haldin var í lok fyrri viku, þar sem fjallað var um fóik af norrænum uppruna, sem búsett. er í Norður-Ameríku, og félagsmál þessa fólks. Sá, sem þetta skrifar, átti þess kost að fylgjast með ráðstefnu þessari að hluta, þótt, megintil- gangurinn með veru hans hafi verið annar. Það, sem fyrst. er venjulega spurt, um, þegar ráðstefn- ur og þing eru haldin, er annars vegar, hver er tilgangur- inn, og hins vegar hver er niðurstaðan. Um niðurstöðuna veit ég ekki, því ég fór áður en ráðstefnunni lauk, en ég er heldur ekki aiveg viss um að ég viti um tilganginn, mark- miðið. Hvers vegna er haldin sérstök ráðstefna um tilvist norðurlandamanna í Norður-Ameríku, og það tvisvar á fjór- um árum? Og það meira að segja eftir að búið er að gefa út 250 blaðsíðna. bók um fyrri ráðstefnuna. Eg ætla ekki að reyna að svara þessum spurningum, og heldur ekki að gera því skóna, á hvern hátt slíkir fundir þjóna tilgangi sínum, en aðeins að setja hér niður á blað nokkur atriði í sambandi við þennan fund. Þarna var meðal annars fjallað um blaðaútgáfu. Kom þá í ljós, að gefinn er út mikill fjöldi blaða, flest vikublöð. Útbreiðsla þeirra er æði mismunandi mikil, allt frá um eitt- hundrað þúsund eintökum, niður i nokkur hundruð. Það mun vera The Viking, sem Norðmenn gefa út, sem kemur út i stærstu upplagi, um hundrað þúsund, eða rétt innan við það. Norðmenn láta annars mikið að sér kveða, og sýndist félagsmálastarf þeirra yfirleitt standa með mikl- um blóma hvarvetna. Þeir eru reyndar mjög fjölmennir víða í Norður-Ameríku, og virðist þeim hafa tekist vel að halda á sínum málum, Sums staðar eru umsvif Norðmann- anna mjög áberandi, eins og til dæmis þarna í Minneapolis, þar sem “Sons of Norway” eiga stóra byggingu, þar sem allt þeirra starf er unnið af fjölmennu starfsliði, og auk þess leigja þeir svo út hluta húsnæðisins. En það eru líka fleiri, sem hafa látið vel að sér kveða, þótt fámennari séu, og mætti nefna mörg dæmi þvi til sönn- unar. — Starfsemi hinna ýmsu félaga, svo ólík sem þau eru takmarkast að langmestu leyti af fjármagni því, sem þau hafa tii umráða. Nokkuð er mismunandi hvernig þau eru fjármögnuð, en mestur hluti peninganna, sem félögin hafa til umráða, virðist vera gjafafé. Styrkir frá opinberum að- ilum. Svo er einnig um blaðaútgáfuna, hún virðist yfirleitt njóta styrkja, og , flestum tilvikum eru þeir forsenda fyrir því, að viðkomandi blað haldi lífi. Þau virðast vera miklu færri, sem eru sjálf fær um að halda sér á floti. Því hefur áður verið haldið fram af hálfu undirritaðs, að ég tel alveg nauðsynlegt, að það verði kannað til fulis, hvort Lögberg-Heimskringla geti ekki fengið aðgang að sjóðum opinberra aðila hér í Kanada. Blaðaútgáfan er styrkt af íslenska ríkisvaldinu, og er þvi eðlilegt, að kanadíska ríkið geri slíkt hið sama. Ekki eingöngu vegna þess, að blaðið geti ekki haldið áfram göngu Sinni án þess, áskrifendur blaðsins greiða áskriftargjöld sín, og þeim fer einnig fjölgandi, og blaðið á auðvitað að vera ,þess virði, að fólk kaupi það ekki aðeins í góðgerðarskyni, heldur vegna þess, að það vilji lesa það, sem stendur í því. En með auknu fjármagni, — tilkomu styrks frá kanadíska ríkinu, mætti bæta blaðið á margan hátt. Og það yrði þá til þess að áskrifendum fjölgaði enn meira. Kanadíska stjórnin hefur styrkt starfsemi margra fé- laga mjög myndarlega, og stutt hvers kyns menningarstarf- semi þjóðarbrota, sem hér eru. Sérstök áætlun var meira að segja gerð um fjárveitingar til “multicuituraT’-verkefna, og hafa mörg félög þegar notið þess. , Islendingar hafa staðið að blaðaútgáfu i Vesturheimi i heiia öld. Fyrr hefur nú verið slegið út á minna en hundrað ára afmæli. já Séro Broql Fri8r;ksson SUMAR IKLEY FJÖLMARGIR hafa undan- fa,rið ferðast um söguslóðir fslendinga í Vesturheimi. — Margt vekur athygli, undrun og aðdáun á slíku ferðalagi. f hundrað ár hafa íslending- ar búið hér og borið fram til sigurs íslenskan arf, sem orð ið hefur sterkur þráður í þjóðarvoðinni mikiu í þessu stóra iandi. f sumar höfum við hjónin dvalið í Mikley með hluta af fjölskyldu okkar. Lengi mun um við gleðjast við minning- una um þessa dvöl, eyjuna fögru og vináttu fólksins, sem hér býr. Tvíþættum til- gangi gegnir þessi grein mín í Lögberg-Heimskringlu. f fyrsta lagi vænti ég þess, að í henni megi finna nokkrar upplýsingar um eyjuna, sögu hennar og íbúa og öðru lagi eru orð þessi kveðja okkar og þökk til allra, sem gerðu sumardvölina svo ánægju- lega. Mikley varð til af umbrotum ísa og vatna . . . Mikley er við Winnipeg- vatn. Þegar jökullinn lét und an síga forðum skildi hann eftir sig geysimikið vatna- svæði. Það var nefnt Agas- siz. Það mikla vatn skiptist í þrjú vötn, Manitobavatn, Winnipegvatn og Winnipeg- osis. Það er mest þeirra og fimmta stærsta vatn í Kan- ada. Lengd þess frá suðri til norðurs er um 450 km, en breiddin misjöfn og mjóst er vatnið um þrír km. — Hið mikla vatn, Agassiz, frjóvg- aði jarðveginn í suðurhluta Manitoba með leðju og leir, sem síðan varð undirstaðan að gróðurlendi þess svæðis. Mikley varð til af umbrot- um ísa og vatna, en þau öfl Fjölskrúðugt dýralíf er ó Mikley . . . öflunar. Á suðvesturhorni eyjarinnar eru flóar og mik- ið mýrlendi. Þangað sækja elgdýr og dádýr og fuglalif er fjölbreytt. Mikley er án- ingarstaður mikils fjölda far fugla, sem ár hvert, leggja leið sína norður. Þar á með- al eru fimmtán tegundir af öndum og gæsum. Á þessu flóasvæði má og finna ýms: ar aðrar tegundir, t.d. peli- kana, trönur, svoni, hegra og skarfa. Mýrlendið hér er talið mjög mikilvægt varp- lendi fyrir sef-endur, Frank- lin-mávinn, kríur og nætur- hegrann, en þessir fuglar eru allir að verða fremur sjaldgæfir. Hér finnast og ýmsar aðrar fuglategundir, svo sem, ernir, ýmsir hauk- ar, gullþrestir, orrafugl, sníp ur, blesönd, ísfugl, lævirkjar, músarindill og í morgunsár- ið má stundum heyra hið tregaþunga hljóð lómsins. — Annað dýralíf á Mikley er einnig fjölskrúðugt. Síðustu rannsóknir hafa leitt í ljós, að um það bil 230 elgdýr eru hér og fer fjöldi þeirra vax- andi við friðun þeirra. Dá- dýr eru aftur á móti fremur fá. Úlfar þeir, sem fara á ís á milli Svörtueyjar (Black Island) og Mikleyjar valda hér nokkru um, en aðrar á- slæður eru snjóþyngsli á vetrum og um leið takmörk- uð beit,. Af öðrum spendýrum má nefna t.d. hreysiketti, minka þefdýr, greifingja, rauðrefi, svart.birni, sléttuúlfa, íkorna bifur, vatnsrottur og héra. Þá eru hér litlir snákah og froskar. 1 þessu sambandi má ekki gleyma allri þeirri mergð flugna, sem hrjá oft menn og málleysingja, án þeess þó að vera taldar beinlínis hættulegar. Þessi lýsing ætti að nægja til að sýna, að Mikley er mik ill griðarstaður gróðurs- og dýraríkis og það veldur og miklu um þá fegurð er hér ríkir. Islendingar voru ekki fyrst ir til að leggja að landi við strendur Mikleyjar. Frægur Frakki, La Verendrye, kort- lagði eyjuna árið 1837. — Hann var loðvörukaupmað- ur og fór um þessar slóðir ásamt sonum sinum. Nafnið Mikley (Big Island) varð til, áður en íslendingar . komu hingað. Indíánar höfðu hér löngum áningarstað eg til létu henni meira eftir af fögru formi en frjósömum eða djúpum jarðvegi. Víða sést í kalksteininn, sem eyj- an er gjörð úr og á norðaust ur hluta henar ná kalksteins klettarnir allt, að tíu metra hæð. Nyrst á Mikley er fögur vik, — Mávahöfn, — og á Grundartanga lýsir nú viti þeim, er um eyjasundin fara. Á miðri austurströndinni er byggðin þéttust, en miðeyj- an og suðurhluti hennar er þakin skógi. Þar eru greni- tré, ösp, fura, birki og nokkr ar aðrar tegundir. Skógur- inn gisnar á vesturströnd- inni. Þar er víða graslendi gott, er áður var nýtt. til hey

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.