Lögberg-Heimskringla - 13.10.1977, Page 6
6
LOGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. OKTOBER 1977
JÓN TRAUSTI
ANNA FRÁ STÓRUBORG
SAGA
FRÁSEXTÁNDU ÖLD
é
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ
REYKJAVÍK
Maðurinn, sem undir bagganum var, missti jafnvægið og
steyptist áfram og bagginn á hann ofan.
Lengi ]á hann og brauzt um með baggann ofan á höfðinu,
áður en hann fékk velt honum af sér. Hjalti stóð á meðan
og hló að honum.
En þegar maðurinn var laus undan bagganum og reis upp
sá Hjalti, að það var ekki ráðsmaðurinn, heldur einn af land
sctum húsmóðurinnar, sem Eyvindur hét. Hann var þar í
vinnu um daginn. Það var gamall maður, stór vexti, hægur
og hversdagsgæfur, en þungur á brúnina og illur, ef hann
reiddist.
„Biddu við, Hjalti minn!” mæltí hann blár og þrútinn i
framan, og röddin skalf af reiði. „Seinna koma sumir dag-
ar, en koma þó. Hamingjan hossar þér hátt núna, en svo
verður ekki alltaf. Einhvern tíma leggur guð hönd sína á
þig. Þá kanntu að minnast þess, hvað það er að særa gaml-
an mann.”
Meira fékk hann ekki sagt að sinni^ því að hann fékk
hóstakviðu og hóstaði upp blóði.
Hjalti stóð höggdofa og ráðalaus. Þessum manni hafði
hann ekkert illt viljað gera. Hann færði sig hægt nær hon-
um og langaði til að biðja hann fyrirgefningar.
„Farðu bölvaður!” æpti Eyvindur gamli af mikilli reiði
og steytti að honum hnefann. I því kom önnur blóðgusan
fram úr honum.
Hann hneig niður, og fólkið þyrptist í kringum hann til
að vita, hvað um væri að vera, og hjálpa honum. Enginn
yrti á Hjalta, en augnatillitin, sem honum voru send, sögðu
öll eitt og hið sama: Ólánsgreyið þitt! Guð hjálpi þér!
Þar hefirðu orðið manni að bana. — Það var við öðru eins
að búast.
Hjalti fleygði frá sér stönginni, gekk rakleitt heim i bæ-
inn og sagði húsmóður sinni grátandi frá því, hvernig kom-
ið væri.
Hún strauk blitt um vanga hans, eins og góð móðir, og
mælti:
„Þetta er bending til þín frá guði um að fara gætilega.
Taktu þér hana til íhugunar. Hamingjan er svo fallvölt.”
Þessi hógværu orð fengu meira á Hjalta en þó að hún
„Þú hefir gott hjarta, vinur minn,” bætti hún við. „Mundu
hefði rekið honum utan undir.
eftir að gera ætíð öllum mönnum gott, hvenær sem þér
veitist tækifæri til þess. Þá vegnar þér vel, hvað sem kann
að mæta. — Og þá eignastu fleiri vini en þú veist af sjálf-
ur — og betri vini.”
Aldrei hafði hann heyrt hana tala jafnbliðlega.
Anna lét bera Eyvind inn í baðstofu og sendi heim til
hans til að segja tíðindin og það með, að hún skyldi hjúkra
honum og sjá um hann, meðan hann þyrfti að liggja.
Faðir önnu hafði verið talinn afbragðs læknir, og fólk
trúði því fastlega, að hún væri það líka.
Eyvindur hresstist furðu fljótt, en þurfti þó að liggja
lengi. Hann kenndi verkjar fyrir brjóstinu, og við og við
hóstaði hann upp blóðdrefjum.
En allan þann tíma, sem hann lá, vék Hjalti varla frá
hvilu hans. Hann stundaði hann með einstakri alúð og
nákvæmni og vildi aldrei af honum lita,
Og hann bað hann margsinnis og hjartanlega að fyrir-
gefa sér.
Gamli maðurinn gerði það með tárin i augunum og bað
guð þess að láta ekki ábænir sínar hrína á honum. En hann
var hræddur um, að þær bænir yrðu ekki heyrðar nema
að nokkru leyti. Forlög Hjalta væru þegar skráð á hærri
stöðum. Þó sagði honum svo hugur um, að ekki mundi
Hjalti verða öllum heillum horfinn.
Margir bhðviðrisdagar Komu meðan Eyvindur lá, en
Hjalti sinnti þeim ekkert. Hann kaus heldur að vera inni
,honum tiJ skemmtunar. Það var sem hann efaðist enn þá
um það, að hann væri búinn að fá fyrirgefningu hans að
fullu.
Hann skrafaði við hann um alla heima og geima. En á
meðan skar hann út traföskjulok handa húsraóður sinni.
Þú crt óhcppinn vinur, það var
ekki borgað út í gær.
Nú veit ég þó alltaf, hvar hann
cr að finna.
Ef þcr ætlið að drckkja minn-
inu hcr við barinn, — má cg þá
biðja .vður að borga fvrirfram?
Siatial frá Sttor-AMrrlkt —
M cr xJiMkrrim’
Á því var rósahringur með hvössum þyrnum.
En innan i hringnum var kringlóttur reitur. Þar var
mynd af riddara, sem hleypti fram á harðastökki. En slanga
reis upp áf jörðunni og vafði sig um fæturna á hestinum,
svo að harin hlaut að steypast.
3. HALLUR GRÁMUNKUR
Eitt kvöld á þorra sat Anna einsömul i svefnlofti sinu.
Hún sat þar oft einsömul um þær mundir, og enginn vissi
hvað hún hafðist að. — Hún bannaði stúlkunum að koma
til sín, nema hún kallaði á þær. — Enginn mátti ganga
þar út og inn, nema Hjalti. — Hann þurfti aldrei leyfis að
spyrja.
Þetta kvöld var hann ekki við. Anna sat einsömul og
saumaði — einhverjar undur litlar og undarlega sniðnar
flikur. Ilún var í besta skapi og síbrosandi yfir saumunum.
Þá var hurðinni hrundið hranalega upp, og maður kom
inn i loftið óboðinn.
„Friður se með þer! sagöi maðunnn og hoí hendurnar
lil hálfs, eins og til blessunar.
Það var sem kaldan gust legði af kveðjunni.
Anna fleygði saumunum upp í hviluna og tók kveðjunni
glaðlega.
„Pater Hallur!” mælti hún. „Hvaðan ber þig að?”
Maðurinn stóð þegjandi og starði á hana hvössum, myrk-
um augum.
Hallur var flökkumunkur af Grámunkareglu, sem hann
hafði gengið í í Danmörku. Meðan klaust.rin stóðu, mátti
hann jafnan leita þar athvarft. Nú var fokið í þau skjólin.
Nú lífði hann í þeirri trú, að hann væri skriftafaðir á ýms-
um heldri heimilum, sem enn héidu við gamla siðinn, og
fyrir bað fékk hann mat. Nú vissi hann ofurvel, að pápiska
hans var fyrirboðin og fór hann því hálfgert huldu. höfði.
Hann var í dökkgrárri munkakápu úr grófu. vaðmáli. —
Hettan á kápunni var einasta höfuðfat hans, og hana hafði
hann látið falla niður á bakið, um leið og hann kom inn úr
dyrunum. Höfuðið var nauðrakað að ofan, en út úr vöng-
unum stóð strítt hý, eins og svínsbroddar. — Kápan var
reyrð saman um mittið með ullarbandsreipi. Við það hékk
þriþætt svipa, með harða hnúta á öllum endunum. Hana
notaði hann tiJ hirtingar á sjálfan sig. Bænaband var um
hálsinn, og hékk við það kross með Kristsmynd. Berir voru
fæturnir í skónum og blóðrauðir af kulda. Eins voru hend-
urnar.
„Eg er minnstur minni bræðranna,” mælti Hallur. „En
ég flyt þó enn þá erindi guðs og hins heilaga Franciskusar.
Gerið iðrun, því að guðs riki er nálægt! Þetta eru hinir
síðustu og verstu tímar.”
„Heldurðu það?” mælti Anna glettnislega.
Það var sem logaði upp í munkinum. Hann stóð með op-
inn munninn, sem bæði var stór og ófríður, og eldblæ sló
,á fölar, magrar kinnarnar.
„Guðniðingurinn i Skálholti — !” mælti hann. „Veistu,
hvað hann hefir gert? Hann hefir riðið í Kallaðarnes á
sjálfri kyndilmessu og rifið niður krossinn heilaga, sem
guð hafði gefið mátt til að gera kraftaverk á sjúkum og
særðum. Heilagan dóm hefir hann dirfst að snerta með
sínum saurugu höndum. Vei, vei! Bölvun guðs er yfir hon-
um!”
„Sei-sei! Vertu ekki svona æstur, heilági pater. Engar
formælingar inni hjá mér að minnsta kosti.”
Munkurinn sefaðist. ögn við þetta.
„Ó, ég vildi, að guð hefði gert mig að biskupi. Eg skyldi
hafa bannfært þá, bannfært þá, alla saman, þessa guðníð-
inga, — bannfært þá alla saman, konunginn líka. Bannfært
þá, þangað til jörðin hefði opnað sig og gleypt þá lifandi!”
Anna horfði stöðugt. á hann með góðlegri kímni.
„Skelfing liggur illa á þér i dag, pater”, mælti hún.
„Hirðirinn er sleginn og hjörðin tvistruð,” mælti munk-
urinn með „heilagri” gremju. „Helgidómar eru saurgaðir
og heilagir menn svivirtir. Klaustrin eru lögð undir kóng,
og guðs fólk hrekst vegaiaust á hjarninu, eigandi hvergi
höfði sínu að halla.”
„Það er satt. Þið eruð illa staddir núna, vesalings munk-
arnir. Viltu nú ekki vera hjá mér í vetur, pater, og kemba
ull?”
Munkurinn lét sem hann heyrði ekki þetta. Hann kreppti
hnefana og hóf þá til himna um leið og hann mælti:
,,En guð reisir aft.ur við riki sitt! Þetta er aðeins reynslu-
timi. Heilagir kerúbar koma með logasverð og sveifla þeim
yfir fylkingum fjadmannanna. Enn oru margir guði trúir.
— Og enn Jifir Jón biskup Arason á Hólum.”
Framh. i nssta blaOi