Lögberg-Heimskringla - 20.10.1977, Page 1

Lögberg-Heimskringla - 20.10.1977, Page 1
Bergsteinn Box 218 Reykjavik, Jónsson Iceland 91. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 20. OKTOBER 1977 NUMER 35 Kirkjan í Brandon, þar seni fundurinn var haldinn. lcelandic Canadian Ciub ■ jj^ JR 1 d nOKI of Wesfern Manitoba 1 1 i uun THE ICELANDIC CANADIAN CLUB of Western Mani- toba hélt fund í Brandon á sunnudaginn var. — Við áttum þess kost að sitja þennan fund, og njóta gestrisni formanns félagsins, Mrs. Guðrúnar Mclnnis, og manns hennar á heim- ili þeirra hjóna í Brandon. — Þrátt fyrir nafnið á félaginu, þá eru félagsmenn hér um bil eingöngu frá Brandon. Okkur var sagt, að þeir væru alls um fimmtíu og þrjátíu sóttu fundinn á sunnudaginn. ÞaÖ vakti nokkra furðu okkar, að félag með svona “stóru” nafni, skuli ekki ná nema til eins bæjar, með um það bil 38 þúsund íbúum, og einnig það, að ekki skuli vera nema um fimmtiu manns í félaginu, — ef það er rétt, sem einhver sagði okkur þarna á fundinum, að Hans G. Andersen í Kanada HANS G. Andersen, sendi herra var í Ottawa í vik- unni meðal annars til þess að sitja fund Norð-Vestur Atlantshafsfiskveiðinefnd arinnar, International Committee for North Western.Atlantic Fisher- ies. Meginverkefni fundar ins var að gera tillögur til breytinga á stofnskrá nefndarinnar, en steirfs- svið hennar hefur breyst verulega á síðustu árum vegna breytinga á fisk- veiðilögsögu þeirra rikja, sem eiga aðild að nefnd- inni. já í Brandon væru áreiðanlega allt að fimm hundruð manns sem gætu rakið ættir sínar til íslands. Annað er það, sem nefna mætti í þessu sambandi, að fátt var af ungu fólki á fund inum. Virðist því vera um sama vandamálið að ræða hjá þeim í Brandon, og víða annars staðar, að erfitt reyn ist að fá unga fólkið til þess að taka þátt í félagsmálum íslendingafélaganna hér vestra. Er nánar vikið að þvi í forystugrein blaðsins í dag. Á fundinum í Brandon var rætt um bækur, sem aðgengi legar eru á bókasafninu i- bænum, og endurnýjun á þeim, og einnig var talað um islenskukennslu fyrir þá sem hafa áhuga á þvi að læra ís- lensku. Þá lá fyrir álit stjórnar- innar um það, hvort félagið ætti að vera aðili að Þjóð- ræknisfélagi Islendinga í Vesturheimi. Taldi stjórnin það óþarft, og voru fundar- menn allir á sama máli, og var því tillagan samþykkt án verulegra umræðna um málið. Aðspurðir sögðu nokkrir fundarmanna, utan dag- skrár i fundarlok, að þeim virtist enginn hagur í því að vera aðilar að Þjóðræknisfé- laginu, það þyrfti að greiða gjald fyrir hvern einstakan félagsmann, og engir pening ar væru til. Auk þess fengju þeir ekkert i staðinn, sem vert væri að sækjast eftir og því væri eins gott að láta það ógert. Lögberg-Heimskringla hafði af þessu tilefni sam- band við Stefan J. Stefanson forseta Þjóðræknisfélagsins, og verður birt viðtai við hann um félagsmálin í næsta blaði. 1 lok fundarins i Brandon gafst ritstjóra Lögbergs- Heimskringlu tækifæri til þess að ávarpa fundarmenn, og síðan var kvikmyndin “They shouldn’t call Iceland Iceland” sýnd, og var henni mjög vel tekið. Það varð svo að ráði, að hafa myndina í Brandon alla vikuna og verð ur hún sýnd í skólum og á fundum hjá félögum, eins og til dæmis Kiwanis, Lions og fleiri. Það var að öllu leyti mjög ánægjulegt að koma til Brandon og hitta fólkið, sem kom til fundarins, og eru formanni félagsins og félags mönnum öllum hér með færðar bestu kveðjur og ósk ir um farsæld í starfi. já ENN VERKFALL ÁSTANDIÐ VERSNAR STÖÐUGT ÞEGAR LÖGBERG-HEIMSKKINGLA fór í prentun var enn verkfall á fslandi, og víða hafði skapast vand- ræðaástand vegna þess. Á nokkrum stöðum hefur kom- ið til átaka, þegar verkfallsverðir hafa reynt að stöðva meint verkfallsbrot. Áhrif verkfailsins eru mjög viðtæk, og snerta marg- ar óskyldar starfsgreinar. — Samgöngur milli Islands og annarra landa hafa legið niðri að langmestu leyti, örfáar undanþágur hafa verið veittar, t.d. í sambandi við sjúkraflug, og þeir útlendingar, sem urðu stranda- glópar á Islandi, og verst voru á sig komnir, hafa feng- ið að fara frá landinu. Þá hefur ennfremur fréttst af einni ferð frá Evrópu, — þaðan fór Flugleiðavél með íslendinga, sem höfðu beðið eftir fari heim. Ríkisst-jórnin fjallar um mólið Þorsteinn Ingólfsson, sendiráðsritari i Washington tjáði blaðinu í viðtali á þriðjudaginn var, að daginn áð- ur, það er mánudaginn 17. október hefði Geir Hall- grímsson, forsætisráðherra kvatt sér hljóðs utan dag- skrár á Alþingi, og gert grein fyrir viðhorfum ríkis- stjórnarinnar. Hafði ríkisstjórnin átt fund með fulltrúum Banda- lags Starfsmanna Ríkis og Bæja (ESRB) áður, og þá hafði meðal annars verið rætt um skýrslu kjaradeilu- nefndar, þar sem kom fram, að í sex tilvikum höfðu ákvarðanir nefndarinnar ekki verið virtar. Umræður um verkfallið stóðu í um fjórar klukku- stundir á Alþingi. Sáttafundur var haldinn á mánudag, en ekki er blaðinu kunnugt um niðurstöður hans. Reykjavík semur Reykjavikurborg hefui’ samið við sína starfsmenn, og var tillaga sáttanefndar samþykkt á fundi starfsmanna á þriðjudag. — Um eitt þúsund starfsmenn greiddu at- kvæði með tillögunni, en um 500 vildu fella hana. Ekki er að fullu Ijóst, hvað tillagan felur í sér. Áður höfðu nokkur sveitafélög önnur samið við starfsmenn sína. Siðustu fréttir Verkfallið hefur nú staðið yfir í átta daga, þegar þetta er skrifað, eða frá 11. október, og þetta er í fyrsta skipti, sem félagsmenn BSRB fara í verkfall, þvi til skamms tíma hofðu opinberir starfsmenn ekki verk- fallsrétt. Erfitt hefur verið að afla frétta af ástandinu, ekkert símasamband við ísland, útvarp liggur niðri, nema hvað útvarpað er veðurfregnum og tilkynningum, sem varða öryggismál, og senn fer sjálfsagt að bera á skorti á varningi. Þannig munu á föstudaginn í síðustu viku alls hafa verið um tíu daga birgðir af bensíni til í land- inu. BlaSinu seinkar Vegna verkfallsins er ekki hægt að koma Lögbergi- Heimskringlu til áskrifenda á Islandi, fyrr en því hef- ur verið aflýst. Lesendur blaðsins hér vestra geta fengið frekari upp lýsingar á ritstjórnarskrifstofu blaðsins, því Þorsteinn Ingólfsson, sendiráðsritari í Washington mun senda okkur fréttir af framvindu mála. já

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.