Lögberg-Heimskringla - 20.10.1977, Side 4
4
LOGBERG-HEIMSKRINGLA,- FIMMTUDAGINN 20. OKTOBER 1977
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
PublishecJ every Thursday by
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd.
67 st. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4 Canada
Telephone 247-7798
GUEST EDITOR: Jón Ásgeirsson
PRESIDENT: T. K. Arnason
SECRETARY: Emily Benjaminson
TREASURER: Gordon A. Gislason
ADV’T MANAGER: S. Aleck Thorarinson
Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE
— Second class mailing registration number 1667 —
Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Winnipeg
BEGGJA SKAUTA BYR
EF TIL VILL er ég ekki dómbær á það, eftir skamma dvöl
hér í Kanada, en smeykur er ég um, að víða eigi félagslíf
erfitt uppdráttar hér vestra, og er þá auðvitað átt við starf-
semi Islendingafélaganna.
Ástæðurnar eru vafalaust margar, en ein virðist aug-
ljós. Það er lítil þátttaka unga fólksins. Og þessi eina ástæða
gefur tilefni til hugleiðinga. Þessi eina ástæða gæti ef til
vill haft úrslitaáhrif á framtíð félaganna, og þar með ís-
lenskrar menningar í löndunum vestan hafs.
Þátttaka unga fólksins i starfsemi Islendingafélaganna
er algjör foi’senda fyrir þvi, að unnt verði að viðhalda þeirri
menningu, og þeirri hefð, sem hér hefur þróast á síðustu
öld, og þátttaka unga fólksins er einnig forsenda fyrir þvi,
að einhver von sé til þess að takast megi að ná því marki,
sem sett hefur verið á síðustu árum, að auka enn tengslm
milli landanna beggja vegna hafsins.
Nú er byr. Hátíðahöldin á Islandi 1974, í Kanada 1975
og i Bandaríkjunum í fyrra, allt hefur þetta orðið til þess
að auka áhugann, meira að segja meðal unga fólksins. Og
öll hundrað ára £ifmælin, sem haldið verður uppá á allra
næstu árum, þau verða á einhvern hátt að höfða lika til
unga fólksins.
Ef byrinn verður ekki nýttur til fulls, þá getur þess
orðiö langt að bíða að vindur fáist aftur í seglin, og er þá
iiætt við því, að þjóðarskútan verði fyrr en varir búin að
vera of lengi í lognmollunni, svo lengi, að áhöfnin hafi
gieymt erindinu.
Einn dag fyrir átta arum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining þess ferðalags var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Svo orti Steinn Steinarr. Er ekki hætt við því, að svo
geti farið áður en varir, að afkomendur þeirra sem tóku sér
,far fyrir hundrað árum, og fóru frá Islandi vestur um haf,
gleymi erindi forfeðranna, og viti ekki hver meining þess
ferðalags var.
Fyrstu afkomendur landnemanna hafa beitt sér, og
staðið vörð um íslenska menningu vestra, um það verður
ekki deilt, en verður ekki að brýna næstu kynslóðir til þess
að sinna þjóðræknismálum í enn ríkari mæli?
íslendingafélögin hafa skyldum að gegna í þessu sam-
bandi, þau verða að laða unga fólkið til þátttöku.
Þegar hér hefur verið getið um ungt fólk, þá er það að
sjálfsögðu nokkuð á reiki við hvað er átt, og hugtakið
teygjanlegt. En það verður að segja afdráttarlaust, og í
fullri hreinskilni, að á þeim mannamótum, sem ég hef verið
hér vestra, hefur æskan farið mjög halloka fyrir ellinni.
Forráðamenn félaganna, sem rríargir eru dugmiklir, (og hér
er auðvitað átt líka við konur, en fyllsta jafnréttis gætt með
því að nefna alla menn) hafa áreiðanlega áhyggjur af þró-
uninni, og vilja freista þess að fá unga fólkið til þess að
koma fram i dagsljósið í miklu ríkara mæli en hingað til.
Og það er hægt. já
Séro Bragi Friðriksson
Annar hluti
SUMAR I MIKLEY
Barningur en
barnalán
EG BER að dyrum á Helga-
stöðum á suðurhluta Mikleyj
ar. Dyrum er lokið upp og út
kemur kona við aldur, grönn
og glaðleg. — Svipurinn er
bjartur og Ijómar af fjöri. —
Eg er boðinn hjartanlega vel
kominn og brátt sit ég yfir
kaffisopa hjá Þórunni Lov-
ísu Eggertsdóttur Bell. Hún
er fædd hér á Helgastöðum
og hefur alla ævi átt heima
! Mikley. Nú býr hún með
Jóni, syni sínum og tengda-
dóttur. Jón vinnur hjá Þjóð-
garðinum, en hefur auk þess
nokkuð af skepnum. Svo ger
ir og nágranni þeirra, Gunn-
laugur Benson og eru þetta
einu býlin á Mikley, sem enn
hafa kýr eða hesta.
Lovísa hefur eignast 14
börn, barnabörnin eru 55 og
barnabarnabörnin 46. “Og
þau eru öll heilbrigð og efni-
leg”, segir Lovísa og er að
vonum hreykin af stóra
hópnum sínum.
Þórunn Lovísa fæddist 24.
mars 1903. Foreldrar henn-
ar voru Eggert Ólafur Þórð-
arson, f. 19. ág. 1859 á
Smyrlafelli í Norður-Múla-
sýslu. Hann dó 1938. Móðir
Lovísu var Sigríður Vil-
hjálmsdóttir, f. 3. sept. 1881
á Hrolllaugsstöðum á Langa
nesströnd. Helgi átti áður
Helgu Ásbjörnsdóttur dó við
fæðingu sonar síns og
skömmu síðar missti Eggert
þrjá unga syni sína úr barna
veiki á sex vikna tímabili.
Sigríður Vilhjálmsdóttir
varð síðari kona Eggerts. —
Þau eignuðust þrettán börn
of lifa nú átta þeirra.
„Eg minnist margs úr
æsku minni”, segir Lovísa.
„Amma mín og móðir stund
uðu ljósmóðurstörf, þótt báð
ar væru ólærðar. Sjálf ólst
ég upp að nokkru á Höfða
hjá afa og ömmu. Þau höfðu
skepnur, kýr og hænsni, en
fiskveiðar voru aðalatvinnu-
greinin. Eg fór oft á vatnið
með föður mínum. Eg var
aldrei “sjóveik”.
Lovísa giftist 16. janúar
1920, William Earnest Bell.
Hann var enskur í föðurætt,
en móðir hans hét Sigurlaug
Bjarnadóttir. Earnest ólst
upp á Gimli, en kom til Mikl
eyjar sextán ára gamall. —
Þau hjónin bjuggu fyrst á
Höfða, en keyptu síðan
Helgastaði og áttu þar
heima. — Börn þeirra urðu
fjórtán og lifa tólf þeirra. —
Þau taia öll íslensku. Earn-
est dó 1971. „Hann var ákaf
lega glaður maður”, tjáir
Lovísa mér. „Hann var sí-
fellt að fiska, en þegar hann
var heima, þá var nú fjör”.
Og Lovisa hlær dátt, er hún
minnist hinna góðu, glöðu
daga. „Ernest lék á hljóð-
færi. Við keyptum snemma
orgel. öll börnin lærðu að
spila og svo var sungið bæði
hér heima, í kirkjunni og á
samkomum. Já, við fórum
oft á skemmtanir í samkomu
húsinu. Við gengum þangað.
Tókum börnin með. — Það
gjörðu allir. Þetta er ekki
svo langt, eitthvað fimm
kílómetrar. Oft var dansað
til klukkan fjögur. Þegar
við hjónin áttum silfurbrúð-
kaup urðum við veðurteppt
alla nóttina í samkomuhús-
inu. Já, það var oft fjörugt”.
Sumarið 1976 var haldið
fjölskyldumót á Helgastöð-
um. — Þangað komu 114
manns. — Mótið stóð í þrjá
daga og var mjög skemmti-
legt. Og i sumar fóru sjö af
Bellbræðrunum vestur að
Kyrrahafi og varð sú för
hin ævintýraríkasta. Hverja
helgi sumarsins má sjá stór-
an bilahóp utanhúsa á Helga