Lögberg-Heimskringla - 20.10.1977, Síða 5

Lögberg-Heimskringla - 20.10.1977, Síða 5
LOGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 20. OKTOBER 1977 5 stöðum. Þar eru komnir ein hverjir úr þessari stóru fjöl- skyldu eða vinir hennar. Þá eru hljóðfærin tekin fram og söngurinn ómar enn í húsa- kynnum þessa glaða hóps. Fjölskyldan stóra er sam- rýmd, góðviljuð og glað- sinna. Mikil barátta er að baki, en Lovísa lítur þakklát. um öxl og bjartsýn til fram- tíðar og þakkar Guði sitt. mikla barnalán. Það er víð- sýnt á Helgastöðum út yfir vatnið. Þar er gott að koma Mér finnst, að hér hafi ég fcngið að sjá i hnotskurn sögu eyjarinnar. Hér birtist það allt þrotlaust starfið, nægjusemin, sjálfsbjargar- viðleitnin, sorgin og gleðin, barningurinn og ijarnalánið. Mannfundir og félagslíf Taugin er sterk til æsku- ' haga. — Aldur og aðstæður vafda því, að Ingibjörg og I-Ielgi Sigurgeirsson eru flutt frá Mikley, en hús þeirra á Reynivöllum (oftast kallað Myllan) stendur þcim opin og þvi dvelj^ þau þar mörg- um stundum ásamt syni sín- um, Brynjólfi sem vinnur að fiskveiðum og fiskflutning- um. Þau hjón hafa bæði tekið virkan þátt í atvinnu og fé- lagsmálum byggðarinnar. Þau eru því fróð um þau efni og margar ánægjustund ir átti ég á heimili þeirra i sumar og naut ég þá bæði gestrisni þeirra og fróðleiks. Ingibjörg var mikilvirk i félagsmálum eyjai’innar og hún segir mér frá ýmsu. — Heimilin voru fyrstu sam- komustaðirnir. Fólkið hélt. við fornum íslenskum siðum. Lesnir voru húslestrar og Passíusálmar. Fólk var ákaf iega bókelskt.. Árið 1896 var stofriað bókafélagið Morgunstjarn- an. Og eignaðist það brátt. á- gætt bókasafn, sem var not- að mikið. Bækur gengu á milli heimilanna og voru bók staflega lesnar upp ti! agna. Öll kennsla fór fyrst fram i heimahúsum, en fljótlega i’eis skólahús. Börnin kunnu lengi vel enga ensku, fyrr en þau komu i skólann. — Héj’ voru margir góðir kennarai' og nemendur frá Mikley gátu sér gott orð i fram- haldsskólum. Tvö kvenfélög störfuðu á Mikley. Hið eldra hlaut nafnið Undina og var fyrsti formaður þess Margrét Tóm asson. Það tók l.il starfa 4. mars 1886. Fundir fóru fram lil skiptis á heimilum félags kvenna óg veitingar voru bornar fram. Á fundum fóru fram umræður um ýmis mál efni og konur prjónuðu eða saumuðu. Félagið vann mik- ið fyrir kirkju og söfnuð. Þá voru haldnar skemmtanir og æfð leikrit og söngur. Ingi- björg minnist þess, ao sýnd voru leikritin Maður og kona, Sálin hans Jóns mins og Happið. Samhjálp og að- stoö við bágstadda var mjög merkilegur þáttur í félags- starfinu og má þar nefna, að stofnaður var hjálparsjóður, sem veitti fjárhagslega að- stoð, er fóikið varð fyrir á- fölium. Árið 1940 var stofn- að Kvenfélag Unitara og var fyrsti formaður þess Ingi- björg Pálsson. Mjög var líkt um starfsemi þess félags og bæði unnu þau frábært starf ' fyrir byggðarlagið. Mykleyingar bjuggu að sinu í félagsmálum sem öðru. Á vetrum var komið saman og spilað, lesið og sungið. Oft var dansað af miklu fjöri og léku heima- menn fyrir dansinum. Farið var á skautum i tunglsljósi og til mannfunda var stundum farið á sleðum og bjöllur hengdar í aktygi hestanna. Það þótti börnun- um ævintýralegt. 1 maímánuði var haldin vorhátið á Mikley, áður en fiskimenn héldu til veiða. — Bátar höfðu þá verið málað- ir og allt var tilbúið til burt- ferðar. Á bessum hátiðum var farið í leiki og iþróttir, oft var hlutavelta og svo auð vitao dansað að lokum. Heklubúar sóttu sjaldan burtu um skemmtanir. Þeir undu glaðir við sitt. „Urðu menn nokkurn tima saupsáttir”? spyr ég. „Jú, það gat nú komið fyrir,” svarar Ingibjörg, „og þá voru hnefar stundum látn ir semja sátt”. — „Það hafði þó sjaldan slæmar afleiðing- ar Við vorum raunverulega alltaf sem ein fjölskylda. — Samlifið var yfirleitt elsku- legt,” segir Ingibjörg og ég veit, að hér mælir góður full trúi þeirra, sem lögðu sig fram um farsælt félagslíf um áratugi. Framh. í næstu vikii. Kjörinn fyrsti varaíorseti bæjorsambandsins í Manitoba Magnús Elíason hefur ver ið kjörinn fyrsti varafor- seti bæjarsambandsins i Manitoba, The Manitoba Association of Urban Municipality. Það var gert á fundi, sem haldinn var fyrr í þessum mánuði. — Magnús býður sig fram í bæjarstjórnarkosningun- um í næstu viku, en hann liefur nú tekið þátt í stjórnmálum í um 45 ár. já Hrighrrg - i|rtmakrtngla 9 247 7798 rz P, DHKT Ab • .... bensinið hefur enn hækkað a íslandi. Nú kostar líterinn 93 krónur, og sýnist okkur það lauslega reikn- að vera samsvarandi um 418 krónum fyrir gallonið eða jafnvirði um $2.10 pr. gallon, sem er talsvert dýrara en í Kanada, — þar kostar gallonið 79—84 cent.... .... i frétt frá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna segir, að tap á rekstri fiskvinnslustöðva á Islandi nemi 2500- 3000 milljónum króna á ári, miðað við núverandi skil- yrði, eins og fram kemur í fréttinni. Hefur verið boðað til aukafundar um málið, og viðræður eru hafnar við ríkisstjórnina.... ... .H.f. Eimskipafélag íslands óskaði eftir því við verð lagseftirlitið að fá að hækka farmgjöld um 37%, en fékk heimild til þess að hækka þau um 10%. Þá hefur verið ákveðið að hækka upp- og útskipunargjald um 28% og er það í kjölfar nýrra kjarasamninga.... .... ýmislegt er gert til þess að laða erlenda ferða- menn til íslands. Nýlega rákumst við á auglýsingu, þar sem meðal annars stendur þessi sannleikur: “Iceland is a Cheese Country, — did you know that?” Ekki er okkur kunnugt um meðalát pr. niaiin í heiminum í dag, en á Islandi mim hvert mannsbarn snæða, um 8 kíló- grömm af osti að jafnaði á þessu ári .... .... nýlega var haldinn í Reykjavik stofnfundur sam- taka áhugamanna um áfengismál. Fundurinn var hald inn í Háskólabiói og þar var húsfyllir, — um eitt þús- und manns.... m * On your uaj to \oruaj, Suetlen or Denmark. Why settle for the usual? Make your next trip to Scandinavia an exciting, fun-filled and edueational experience with a visit to Iceland. Stopover tours of 1 to 3 days from $10 to $30. All fares include room with bath/shower at First Class Hotel Loftleidir, sightseeing trips and 2 meals daily, transfers betvveen hotel and airport. Exclusive on Icelandic Airlines for passengers flying fróm New York or Chicago to Norway, Sweden or Denmark. Now this tour is available on the 22-45 day excursion fare. AU rates effective Oct. 1,1977. Iceland-so much to sec and do. Volcanos, Viking museums, glaciers, geysers, theater, cpncerts, art shows, duty-free shopping, saunas and indoor hot-spring pool at your hotel, smorgasbord lunches. It’s the land of Leif Ericson, settled by Scandinavians in the year 874 A.D., where people speak the unchanged Old Norse of more than 1,000 veai's ago. No other scheduled airline jets to Scandinavia at lower fares than we do! See your travel agent or contact Icelandic Airlines, (530 Fifth Avenue, New York, N.Y. 10020. Phone (212) 757-8585 or call (800) 555-1212 for the Toll Free Number in your area. §lop over In lceland. sIO a-day. Icelandic LOWESTJET FAKES TO TIIE IIEAHT OF EIJROPE OFAKV SCIIEDIILED AIKLIVE.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.