Lögberg-Heimskringla - 20.10.1977, Page 6

Lögberg-Heimskringla - 20.10.1977, Page 6
6 LOGBERG-HEIMSKRXNGLA, FIMMTUDAGINN 20. OKTOBER 1077 JÓN TRAUSTI ANNA FRÁ STÓRUBORG SAGA FRÁSEXTÁNDU ÖLD é ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ REYKJAVÍ K Munkurinn stóð um stund og horfði til himins, eins og spámannleg andagift. væri yfir honum. Svo lét hann fall- ast. á kné við kistil, sem stóð frammi undir dyrunum og bað hát.t fyrir munni sér með hálfsyngjandi rómi: „Maria, drottning, móðir miskunnseminnar, jómfrú al- visa, bið þú fyrir oss.” ,,Þú ert svangur og þyrstur, pater, þú ert kaldur og þreyt.tur. Settu þig nú inn til piltanna og láttu þér hlýnn. Mat skaltu fá nógan.” Munkurinn ansaði engu, en tautaði eitthvað fyrir munni sér. „Eða kannske þú viljir heldur setjast inn til stúlknanna? Eg skal biðja þær að vera góðar við þig og misbjóða i engu heiiagieik þinum.” Anna vissi það vel, að ekkert kom Halli verr að heyra nefnt á nafn en kvenmann. Munkurinn lét enn sem hann heyrði ekki. En hann stóð á fætur og augu hans brunnu enn draugs- legar en áður. ,,Þú hefir ekki skriftað langalengi,” sagði hann fast og dimmt. „Ertu viss um það?” sagði Anna og hló við. „Þú hefir ekki skriftað — ekki fyrir mér, sem er hinn eini sanni þjónn guðs. Sú fyrirgefning syndanna, sem þú kannt að hafa fengið hjá villutrúarmönnum, er einskis virði.” „Svo? Heldurðu það?“ Anna hló enn, en svipur hennar var þó nokkuð farinn að harðna. „Hvað er það, sem liggur á borðinu hjá þér?” Munkurinn benti á samanvafinn skinnstranga. Þvengir voru dregnir í gegnum hann, og héngu á þeim nokkur vax- innsigli. „Það er jarðakaupabréf,” mælti Anna. „Ha-ha! Þú kaupir jarðir og safnar að þér auði. En þú kaupir ekki þína sálu frá hreinsunareldinum með jarðar- kaupum. — Hvað varstu að sauma, þegar ég kom inn?” „Má ég ekki sauma hvað sem ég vil?” mælti Anna og ertnin skein út úr henni. „Þú fleygðir því upp í rúm, þegar ég kom. Eg átti ekki að fá að sjá það. — Skriftaðu fyrir mér!” Anna stóð á fætur. Það var gáski og glettni í svip hennar, en þó höfðingleg alvara og mikillæti á bak við. „Finnst þér nokkur þörf á, að ég skrifti?” mælti hún. Hún lét kápuna falla frá sér að framan, og skýldi henni þá ekkert nema kyrtillinn. Beitið náði ekki nándar nærri utan um hana. “Allir heilagir munkar og einbúar!” sagði munkurinn og krossaði sig. Anna stóð kyrr og hafði skemmtun af því ofboði, sem kom á munkinn. „Sparaðu latinuna,” mælti hún hlæjandi. „Segðu heldur eitthvað, sem ég skil.” Munkurinn stóð lengi orðlaus. Loks stundi hann upp: „Einnig þú ei’t fallin! — Einnig þú hefir bi-ugðist mér.” „Svo-o?” Munkurinn brýndi röddina. „Hver er það, sem þú hefir leitt til syndar? — Hver er það, sem fallið hefir með þér?” „Maðurinn minn!” mælti Anna með mestu hógværð. „Mað urinn minn, sem ég hefi valið mér sjálf. Rúmið þama er rúmið hans.” Munkurinn stóð steinhissa. Aðra eins óskammfelni hafði hann aldrei vitað. En Anna héit áfram: „Hvernig við erum gift, — ja um það ætla ég að kljást við vandamenn mína á sinum tíma. Það kemur ekki þér við, pater. Þú átt að leggja blessun þína yfir okkur. Hún er góð, — það sem hún nær.” „Aldrei, aldrei! — Þú syndarinnar ambátt, sem lifir í holdsins girndum og fýsnum! — Ekki er furða, þó að þú hafir hliðrað þér^hjá þvi að skrifta!” Ef þú þarft aðstoð læturðu mij; vita? Þessi cr revndar of dýr, hún á að vera í gestaherberginu okk- ar! Ég er klár á þvi að Siggi okkar sé mikið efni, en gæli hann ekki eins b.vrjað að teikna blómvendi og þesshállar? Það fer ekki milli mála, það er vindspcnningur, maður minn! Meiri alvara var farin að færast á svip önnu. „Einn maður og ein kona, — það eru guðs lög,” mælti hún. „Þau hefi ég ekki brotið. — Líttu á, hérna er Nýja .testamentið, — prentað. Eg hefi lesið það allt spjaldanna á milli. Þar stendur ekki eitt orð um það, að guði sé nunnu- lífið þóknanlegt. Um þetta hafið þið þagað, latínumunkarn- ir, eða ekki vitað það. — Páll postuli hvetur okkur konurnar meira að segja til að giftast, og elska mennina okkar.” Munkurinn sortnaði i framan upp á miðja krúnu. „Trúarvillu-drós!” hrópaði hann. „Þú ert þá einnig far- in að lesa bækurnar, sem guðníðingarnir í Skálholti gefa út. — Og þarna er fyrsti ávöxturinn”. Hann benti framan á hana. Anna hló storkunarhlátur. „Daðurkvendi!” æpti hann. „Bölvun guðs er yfir þér slökktur. Ekkert stendur þér opið nema helvíti!” Anna greip kálfskinnsstrangann af borðinu og gaf munk- inum utan undir með honum, — fyrst hægra megin, svo vinstra megin, svo aftur hægra og vinstra megin. — Hörð innsiglin dönsuðu um vangapa á honum. „Snertu mig ekki! Snertu mig ekki!” æpti munkurinn yf- irkominn af reiði og sársauka. — „Snertu mig ekki! Þú ert óhrein!” En Anna lét höggin dynja á honum, þar til hann flúði úr loftinu. -----Daginn eftir lét Anna söðla sér hest og reið á glær- um ísum upp að Hrútafelli. Hallur grámunkur hafði þar húsaskjól um þessar mundir. Hún fór ekki af baki, en kallaði munkinn út til sín. „Það er best að þú eigir ólina, sem ég lamdi þig með í gærkveldi,” mælti hún. „Vertu skriftarfaðir minn fram- vegis, ef þú vilt. Hér er ekki um marga að velja. En ef okkur kemur illa saman, þá veiztu, hvað þú færð.” Síðan henti hún í hann kláfaskinnsstranga með innsiglum og reið af stað. Munkurinn varð heldur glaður, þegar hann rakti sundur strangann. Það var gjafabréf fyrir sex hundruðum i jörð. ÞRBDJI ÞATTUK 1. FKIiHJIi OG GLEÐI Árum saman hafði Island allt skolfið af hrolli og kvíða. — Árum saman hafði ófriður og úlfúð geisað um land allt. Aldrei hafði verið jafnstyrjaldarsamt síðan á Sturlunga- öld. Og allt hafði endað með skelfingu. Mestu og bestu menn landsins, Jón biskup Arason og syn- ir hans, voru lagðir á höggstokkinn í Skálholti. Danskir leigudátar stóðu vopnaðir á alþingi árið eftir og skipuðu málum manna. Fólkið kveið grimmd og grályndi konungsvaldsins, og það engan veginn að ástæðulausu. En þó var annað, sem margir kviðu enn meira. Það var stjórnleysið og agaleysið i landinu. Það var fullur fjandskapur milli Norðlendinga og Sunn- lendinga, og að hinu leytinu var fullur fjandskapur milli páfaterúarmanna og Lúterstrúarmanna. Leynistraumar hat ur og hefnigirni leindist um allt þjóðlífið. Enginn vissi, hve- nær þeir kynnu að brjótast upp á yfirborðið og lita landið blóði. Suður á nesjum voru orðin mikil tíðindi. Norðlenskir ver- menn höfðu farið að umboðsmanni konungsvaldsins og drep ið hann. Fleiri víg voru unnin, og öll stefndu þau að því að hefna Jóns biskups og sona hans. Sunnanlands var fólk gripið af ótta og skelfingu. Það var sagt og því trúað, að norðlenskir flugumenn væru dreifðir um allt Suðurland og sætu um hvern mann, sem verið hefði í sökum við Jón biskup eða ráðum við aftöku hans. Enginn vissi, hvar þeir voru. Enginn vissi, hvar næsta vígið yrði unnið. Sögur gengu um það, að grunsamir menn, sem enginn vissi nein deili á, hefðu verið á sveimi kringum Hlíðar- enda, þar sem Páll Vigfússon sýslumaður, bróðir önnu, bjó. Hann hafði verið einn af skæðustu andstæðingum Jóns biskups, og margir héldu, að Jón biskup hefði átt við hann, en hann talaði hæðilega um hálfan annan kotungsson; hann hefði verið heili kotungssonurinn, en Daði í Snóksdal sá hálfi. Og hann hafði verið kvaddur til ráða í Skálholti, er þeir feðgar sátu þar í haldi. Að ráðum hans hefði ekki verið fylgt, vissu Norðlendingar auðvitað ekkert um. Ekki var því ástæðulaust að halda, að um hann væri setið, ekki síður en aðra. Og sýslumaður var mjög var um sig. Framh. í næsta blaði.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.