Lögberg-Heimskringla - 01.12.1977, Blaðsíða 5
4
LOGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. DESEMBER 1977
LOGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. DESEMBER 1977
5
LÖGBERG-H EIMSKRINGLA
Published every Thursday by
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd.
67 st. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4 Canada
Telephonc 247-7798
GUEST EDITOR: Jón Ásgeirsson
PRESIDENT: T. K. Arnason
SECRETARY: Emily Benjaminson
TREASURER: Gordon A. Gislason
Subscriptión $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE
— Second class maiiing registration number 1667 —
Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Winnipeg
BEGGJA HAGUR
Á FORSÍÐU BLAÐSINS í dag er meðal annars sagt frá
fundi Islendingafélagsins í Toronto, sem haldinn var þar
fyrir skömmu. Einnig er greint frá fundinum á baksíðunni,
og birtar myndir, sem teknar voru á fundinum.
Það kom meðal annars í ljós á þessum fundi, að þar
var allmargt manna, sem hafa verið búsettir í Toronto um
árabil, og hafa ekki fyrr séð Lögberg-Heimskringlu. Þetta
kom leiðarahöfundi talsvert á óvart, enda þótt ekki væri
reyndar gengið að því gruflandi, að margir eru þeir, bæði
í þessu félagi, og einnig í öðrum sambærilegum félögum Is-
lendinga vestan hafs, sem ekki eru áskrifendur að blaðinu.
En það, sem ánægjulegast var í þessu sambandi var það, að
eftir að þetta fólk hafði séð blaðið, og margir í fyrsta skipti.j
þá lýstu margir yfir ánægju sinni með blaðið, og óskuðu
jafnframt eftir því að fá það sent Þarna bættust því all-
margir í hóp áskrifenda blaðsins.
Þetta færir okkur heim sanninn um það, hve nauðsyn-
legt það er, að blaðið sé kynnt. Og þar gegna Islendingafé-
lögin veigamiklu hlutverki. Þau ættu að leggja aukna á-
herslu á þennan þátt félagsstarfsins, — að kynna blaðið
meðal félagsrnanna sinna, og hvetja þá til þess að gerast
áskrifendur.
Það sýnist vera ljóst, að á undanfömum árum hefur
ekki verið ýkja mikið samstarf milli blaðsins og hinna ýmsu
Islendingafélaga vestanhafs, og er það miður. — Á síðustu
mánuðum hefur hins vegar verið reynt af hálfu blaðsins, að
styrkja tengslin milli þess, og félaganna, og nægir í því sam-
bandi að benda á þá nýbreytni, sem upp hefur verið tekin,
að birta fréttir af félagsstarfseminni á baksíðu blaðsins. —
Það hefur mælst vel fyrir, og þegar borið nokkurn árang-
ur. Auk þess, sem hér er um að ræða athugavert efni tii
birtingar í blaðinu, þá gefst félögunum um leið gott tæki-
færi til þess að koma boðskap sínum á framfæri, bæði til
annarra en eigin félagsmanna, og eins og ekki síður til fé-
lagsmanna sjálfra. En þeir verða þá að kaupa blaðíð, og
lesa það, til þess að sem mest gagn verði af slíku.
Það er þvi tvímælalaust beggja hagur, — blaðsins og
félaganna, að þessum þætti verði haldið áfram.
Sem fyrr segir, þá hefur þessi viðleitni blaðsins þegar
borið nokkurn árangur. Nægir í því sambandi að minnast á
mjög aukinn áhuga forystumanna félagsins í British Colum-
bia, eins og fram kom í síðasta tölublaði.
Það félag, The Icelandic Canadian Club of B.C. hefur
það beinlínis á stefnuskrá sinni, að auka útbreiðslu Lög-
bergs-Heimskringlu, og hefur félagið þegar gert talsvert á-
tak til þess að.jsvo megi verða. Félagið í Toronto, The Ice-
landic Canadian Club of.Toronto hefur einnig sýnt útgáfu
blaðsins verulegan áhuga, og á fundinum þar í fyrri viku
kom fram fullur vilji til aukins samstarfs. Þar kom einnig
fram, hve mikils virði það er fyrir ritstjóra blaðsins, að fá
tækifæri til þess að hitta forystumenn félaganna persónu-
lega, og ræða sameiginleg hagsmunamál beggja aðila í góðu
tómi.
Af hálfu blaðsins verður reynt að halda áfram á sömu
braut, og er ánægjulegt til þess að vita, að talsverður áhugi
virðist einnig vera meðal ýmissa félaga, sem hér hefur ekki
verið minnst á. Þannig eru nú uppi ráðagerðir um heimsókn
ritstjórans til Calgary, Edmonton og ef til vill víðar, og þá
vérður kvikmyndin “They shouldn’t call Iceland Iceland”
einnig sýnd, en hún hefur hvarvetna hlotið verðskuldaða
athygli, og nú hefur hún verið sýnd alls tólf sinnum hér í
Kanada.
Forystumenn Islendingafélaganna eru hvattir til þess
að senda blaðinu fréttir af starfseminni. Hvers konar á-
bendingar í sambandi við útgáfu blaðsins eru einnig þegnar
með þökkum. Samstarfið við félögin þarf að auka, það er
þeggja hagur.
Sú hugmynd hefur komið fram, að allir þeir, sem eru
félagar í Islendingafélagi fái blaðið sent, og hluti félags-
gjaldsins verði þá um leið áskriftargjald. — Finnst þér það
athugandi? já
SÉRA SVEMBJÖRN ÓLAFSSON í MINNEAPOLIS -
ÁTTRÆÐUR
SÉRA Sveinbjörn Ólafsson,
Methodista-prestur í Minne-
apolis, Minnesota, varð átt-
ræður 24. nóvember. Fædd-,
ur á þeim degi í Halakoti á
Akranesi, 1897, fór hann
vestur 1911, en hefur fjór-
um sinnum heimsótt Island
síðan, á árunum 1949, 1965,
1968 og 1975.
Haldið verður upp á merk
isafmælið sunnudaginn eftir
hádegi, 27. nóvember, í Lor-
ing Towers, 15 East Grant
Street, Minneapolis 55403,
þar sem presturinn á heima.
Dóttir hans og sonur standa
fyrir boðinu, þar sem marg-
ir vinir og nokkrir ættingjar
munu óska honum til ham-
ingju — Nancy Lou, sem er
gift Jay U. Ipsen, og er hún
hjúkrunarkona, og Paul
James er starfar við tölvu-
reikningar sem “computer
programmer” hjá stórfyrir-
tæki í Washington, D.C.
Séra Sveinbjörn missti
konu sína, Maurine Eliza-
beth Finnegan, 14. júlí 1974.
Hún var með honum í þrem-
ur af Islendsferðunum. '—
Sveinbjörn hefur oft sagt
kunningjum, að þó systkini
hans hafi öll gifst Islending-
um, þá hafi hann fylgt forn-
siðinum með því að giftast
Irskri.
Afmælis “barnið” hefur
lýst skemmtilega hvernig Ó1
afsson ættarnafnið festist
við hann. — Faðir hans var
Jónas Ikaboðsson, fæddur á
Saurstöðum í Haukadal í
Dalasýslu, 14. janúar, 1866;
var hann sonur Ikaboðs Þor
grímssonar og Halldóru
Benediktsdóttur, konu hans.
Jónas fluttist til Winnipeg
1911 með fjölskyldu sína, en
dó skömmu síðar, að sumri,
1912. Anna Sveinbjörnsdótt-
ir var ekkja þegar hún gift-
ist Jónasi. Fyrri maður henn
ar hét Ólafur Árnason frá
Stóra Lambhaga í Leirár-
sveit, og dó hann í sjóróðri
1886.
Anna var fædd i Bygg-
garði á Seltjarnarnesi við
Reykjavík. — Faðir hennar
var Sveinbjörn Guðmunds-
son og varð hann úti 15. des
ember, 1854, fimm mánuð-
um áður en Anna fæddist..
Móðir hennar var Petrína
Regina Rist.
1 stuttri sjálfsæfisögu sem
hann samdi handa fjölskyld-
unni segir Séra Sveinbjörn
frá hálf-systkinum sínum,
þau þrjú börn Ólafs og önnu
sem komust upp: „Þau voru
komin til Ameríku á undan
okkur og gengu, eðlilega,
undir nafninu, Ólafsson. 1
þessu sýndi faðir minn mik-
ið göfuglyndi.” Sveinbjörn
hefur bætt því við að ef ætt-
arnafnið hefði orðið Ikaboðs
son, þá væri það býsna
strembið, hvort heldur á Is-
landi eða í Vesturheimi. —
Hálfbróðir Sveinbjarnar yfir
gaf Ameríku eftir að hafa
sest þar að — Einar heit.in
Ólafsson sem rak verslun í
Svelnbjöm Olafsson
mörg ár á Akranesi, sem
Einar sonur hans hefur tek-
ið við.
Sveinbjörn gekk tvö ár á
Jóns Bjarnasonar skóla í
Winnipeg en fluttist til
Bandaríkjanna haustið 1920
og hefur átt þar heima síð-
an. Hann lauk B. A. prófi
frá 'ra!naraiso University i
Indíana 1925 og stundaði
guðfræðinám '■nð Garrett
Biblical Institute > Evanston
Illinois, har sem hann út-
skrifaðist t guðfræðí 1931.-
— Strax það ár tók hann
prestsvígslu. t Metodista-
kirkjunni og hefur þjónustu-
ferill hans verið eingöngu. i
Minnesota, nema þegar
hanr aðctoðaöi við prests-
störf sem nemandi, eitt ár í
Kingston, Illinois. Á þeim 46
árum sem liðið hafa síðan
hann var vígður hefur hann
þjónað söfnuðum á þessum
stöðum í Minnesotaríki: —
Princeton, Thief River Falls,
Duluth, Minneapolis, South
St. Paul, Little Falls, og svo
aftur í Minneapolis. Hann
hætti föstum prestsstörfum
1967 en hefur prédikað og
framkvæmt prestsverk mjög
oft síðan, þrátt fyrir sjón-
depru sem hefur háð honum
síðari árin.
Orðið “ecumenical” hefur
verið mikið í tísku síðari ár-,
in í Ameríku og, viða um
heiminn. Það á að þýða það
að halda vináttu-böndum
milli trúarflokka, að efla
samlyndi og auka skilning
milli þeirra sem fylgja mis-
munandi kreddum. Það við-
horf hefur sannarlega verið
einkenni Séra Sveinbjörns.
Yngri Islendingum sem hafa
endilega viljað giftast hér
úti á þessum slóðum hefur
fundist það gott að eiga séra
Sveinbjörn að. Hann hefur
gefið saman'í það minnsta
sex “pör" — á hreinni ís-
lensku, úr lútherskri sálma-
bók. Hann hefur líka skírt
og jarðað Islendinga þó þeir
væru ekki í trúarflokki hans
— Séra Sveinbjörn er ljúf-
menni, glaðlyndur og hrein-
skilinn, býður allstaðar af
sér góðan þokka, og er góð-
ur ræðumaður.
Burt séð frá stólræðum,
hefur séra Sveinbjöm flutt
mörg fróðleg erindi um Is-
land, öll þessi ár. Hann hef-
ur samið fleiri greinar um ís
lensk efni, á ensku. Ein var
um Hallgrim Pétursson og
passíusálmana, — “Icelandic
Passion Poet”, sem birtist
1956 í Lutheran Companion,
lútherskt kirkjurit sem dreif
ist um allt landið. Þar áður
var grein um íslenska menn
ingu í tímaritinu Icelandic
Canadian, sem hét — “We
Have a Story to Tell.” 1 því
tímariti og í öðru í viðbót
birtist grein eftir hann um
hvað sé mikið likt með Gyð-
ingum og Islendingum. Það
var sláandi, sem höfundur-
inn taldi upp — samheldni,
sterka þjóðerniskennd, virð-
ingu fyrir eigin fornbók-
menntum, mat á -tungu og
menningu feðranna, og fram
eftir því. Ótal margir af mis
munandi uppruna eru í mik-
illi þakkarskuld við séra
Sveinbjörn og ekki síst ls-
lendingar.
Systir séra Sveinbjarnar,
tveimur árum eldri en hann
Helga, sem giftist Jóni Áma
syni, kom frá Gimli, Mani-
toba, að vera viðstödd af-
mælishófið, og Anna dóttir
hennar með. Anna er ein-
birni en hefur aukið kynseld
ina með því að eiga tiu börn
sjálf. Það eru margir, aust-
an hafs og vestan sem senda
séra Sveinbirni hugskeyti og
heillaóskir á þessum merku.
tímamótum.
Valdimar Björnsson.
íslenzkur fiskur bakdyra-
megin inn á brezkan markað
ISLENSKUR fiskur er eftir-
sótt gæðavara, líka á bresk-
um márkaði. En Bretar og
Islendingar elda grátt silfur
saman, þegar um silfur hafs
ins er að ræða. Islendingar
vilja ekki leyfa breskum
fiskiskipum að veiða innan
200 mílnanna, og þvi hafa
Bretar svarað með þvi að
setja löndunarbann á ís-
lensku skipin. — Þess vegna
fæst ekki íslenskur fiskur í
Bretlandi, þrátt. fyrir það,
að næg sé eftirspumin eftir
honum þar.
Nýlega landaði einn af ís-
lensku skuttogurunum um
Sífellt reynf að baeta þjónusiuno víi
aikrifendur blaSitni
Framh. at bls. 1
in sendi mann til okkar á
skrifstofuna til þess að ræða
málin, og til þess að kynna
sér frágang blaðsins af hálfu
skrifstofunnar. Við vildum
vera alveg viss um, að ekk-
ert væri við okkur að sak-
ast. I síðustu viku kom svo
fulltrúi pósthússins, Mr. Ray
Pelletier til viðræðna. Hann
kynnti sér aðferðir skrifstof
unnar við að ganga frá blað
inu til kaupenda, hvernig
það er merkt, hvernig því er
pakkað o.s.frv. Síðan var
rætt um hugsanlegar leiðir
til úrbóta. — 1 viðræðunum
tóku þátt T. K. Árnason, for
maður útgáfustjórnarinnar,
Emely Benjaminson sem hef
ur veg og vanda af útsend-
ingunni, Cecelia Ferguson,
sem er henni til aðstoðar við
F
UNKT
Ar •
.... Bandariski sendiherrann á tslandi, James J. Blake
sagði í ræðu, sem hann flutti nýlega. á félagsfundi í
Reykjavík, að ísland væri í sérflokki á einu sviði í sam-
bandi við tengsl við Bandaríkin. — „Bandaríkin eru
þekkt fyrir fjárveitingar sínar erlendis”, sagði hann,
„en ég held, að ísland hljóti að vera í sérflokki hvað
það snertir, að þið hafið meiri fjárfestingar í okkar
landi, en við á íslandi”.
.... Einar Ágústsson, utanríkisráðherra hefur verið i
opinberri heimsókn í Danmörku síðustu tvo daga, og
næstu tvo verður hann í Noregi.. .
.... Ferðamála,ráð Islands hélt nýlega blaðamanna-
fund, þar sem vakin var athygli á því, að tíð verkföll
á Islandi hafa hinar alverlegustu afleiðingar fyrir land
og þjóð, þegar flugsamgöngur stöðvast. Fáar þjóðir séu
jafnháðar tryggum og reglubundnum samgöngum við
umheiminn og Islendingar, búið sé að verja verulegu
fjármagni til landkynninga, og umtalsverður árangur
hafi náðst á því sviði, t.d. hvað snertir fjölþjóðarráð-
stefnur. — Því geti Islendingar ekki unað við meiri á-
litshnekki erlendis af völdum einangrunar við umheim-
inn, en nú þegar er orðinn...
.... íslendingar verða meðal þátttakenda í Heims-
meistarakeppninni í handknattleik, sem haldin verður
í Danmörku. í byrjun næsta árs. Þrjár íslenskar ferða-
skrifstofur hafa auglýst hópferðir til keppninnar. —
Norðurlandamót var haldið á Islandi fyrir skömmu, —
íslenska liðið hlaut fjórða sæti. Síðan hefur landsliðið
farið í keppnisferðalag til V-Þýskalands, Póllands og
Svíþjóðar, og alls staðar tapað leikjum sínum . ..
.... meðalþungi dilka á Héraði varð 14,6 kílógrömm,
sem er svipað og í fyrra. — Á kópaskeri varð meðal-
fallþungi dilka 15,4 kíiógrömm____
það verk, og ritstjóri blaðs-
ins.
Okkur til mikillar ánægju
kom í ljós, að í engu var á-
bótavant við aðferðir þær,
sem notaðar eru hér á skrif-
stofunni. Gengið er frá blað-
inu í einu og öllu samkvæmt
reglum pósthússins, og þess
vegna ætti það þvi ekki að
þurfa að vera lengi á leiðinni
til kaupendanna. Lét Pellet-
ier þau orð falla, aS óþægi-
legt væri fyrir sig, að þurfa
að viðurkenna að hann hefði
I L.-H. 28. aprfl birtist
grein um póstþjónustuna í
Kanada og fylgdi þá þessi
teikning af snigli. I grein-
inni sagði meðal annars á
þessa leið:
engar tillögur fram að færa
til úrbóta. — Það eina, sem
hann sagðist geta gert á
þessu stigi málsins væri að
hafa tal af yfirmanni sínum
í pósthúsinu, og síðan að
fylgjast nákvæmlega með
þvi, hvenær blöðin berast til
pósthússins frá okkur, og
hvað þá verður um þau. Var
hins vegar á honum að
heyra að hann væri ekki allt
of bjartsýnn á varanlega
lausn þessa vandamáls. —
Fáliðoð
í pósthúsinu
Aðalástæðan er sú, að það
vantar starfsfólk, sagði
hann. Við erum t. d. aðeins
tveir menn, sem eigum að
sinna um 8000 fyrirtækjum
og stofnunum í Winnipeg, og'
veita þeim þjónustu okkar,
sagði Pelletier.
Það sýnist skjóta skökku
við, að á sama tíma og alvar
legt atvinnuleysi er hér um
, slóðir, þá vantar tilfinnan-
lega starfsfólk til svo þýðing
armikilla þjónustustarfa,
sem póstþjónustan er. Taldi
Pelletier það fyrst og fremst
stafa af lágum launum
þeirra, sem starfa á vegum
póststjórnarinnar.
Frá þessu er skýrt hér, svo
kaupendur Lögbergs-Heims-
kringlu megi vita, að útgáfu
stjórn blaðsins og starfslið,
leggur sig fram um að bæta
þessa þjónustu sem mest má
verða, og að svo miklu leyti,
sem það er á þeirra valdi.
Nú vonumst við einnig til
þess, að heimsókn fulltrú-
ans til okkar á skrifstofuna
beri árangur, og að áskrif-
endur blaðsins fái það með
betri skilum í framtiðinni.
já
120 tormum af fiski í Hol-
landi, og var fiskurinn svo
fluttur frá skipshlið beint til
Bretlands með kælibílum. —
Fiskikaupmenn í Grimsby
og Hull tóku aflanum tveim
ur höndum og sjálfsagt hafa
húsmæðurnar ekki fúlsað
við honum frekar en fyrri
daginn. Þannig hefur ís-
lenskur gæðafiskur vafa-
laust verið á borðum
margra breskra sjómanna,
og verður að telja líklegt, að
hann hafi jafnvel smakkast
ennþá betur en venjulega,
þvi forboðnir ávextir smakk
ast best, eins og segir í ís-
lenskum málshætti.
Með þessu má segja, að
brotið hafi verið enn eitt
blaðið í fiskveiðisögu Islend-
inga, og sögu íslensks sjáv-
arútvegs yfirleitt. Ekki er
vitað til þess, að aðrar is-
lenskar útflutningsvörur
hafi reynst svo vinsælar á
erlendum markaði, að kaup-
endur hafi orðið að gripa til
þess ráðs að smygla þeim
inn á markaðinn. Vonandi
verður framhald á þvi, að
fiskkaupmenn í Bfetlandi
fái íslenskan fisk til þess að
selja á bresk heimili, og það
má fylgja þessari frétt, að
talið er allt eins líklegt, að
þess verði ekki langt að bíða
að löndunarbanninu verði af
létt í Bretlandi. já
Ritstjórn Lögbergs-Heims-
kringlu hefur kvartað við
póststjórnina hér, og reynt
verður að gera allt sem unnt
er til þess, að áskrifendur
fái blaðið á réttum tíma. —
Margir hafa hringt til okkar
og kvartað, sem bendir til
þess, áð margir sakni blaðs-
ins, ef það kemur ekki á rétt
um tíma, og er það upypörv-
andi fyrir okkur. Vonandi
verður ekkimisbrestur á því í
framtíðinni, að blaðið komi
á réttum tíma til allra áskrif
enda.
Það er því æði langt síð-
an fyrst var kvartað við
póststjórnina hér, og má
segja að af hálfu ritstjórn
arinnar hafi allt verið
gert til þess að tryggja,
fljóta afgreiðslu blaðsins
til áskrifenda. já
vmRiÐ
ÞAÐ hefur verið roksamt á
Islandi að undanförnu, sums
staðar hefur verið hífandi
rok og bylur.
I Winnipeg hefur verið
blíðviðri síðustu vikur.
On your uay to \oruaj, Sucdcn
or Dcnmark.
Why settle for the usual? Make your
next trip to Scandinavia an excitinfí,
fun-filled and educational experience
with a visit to Iceland. Stopover tours
of 1 to 3 days from $10 to $30. All fares
include room with bath/showerat First
Class Hotel Loftleidir, sightseeing trips
and 2 meals daily, transfers between
hotel and airport. Exclusive on Icelandic
Airlines for p^ssengers flying from New
York or Chicago to Norway, Sweden or
Denmark- Now this tour is available on
the 22-45 day excursion fare. All rates
effective Oct. 1,1977.
Iceland-so much to see and do.
Volcanos, Viking museums, glaciers,
geysers, theater, concerts, art shows,
duty-free shopping, saunas and indoor
hot-spring i>ool at youv hotel,
smorgasbord lunches. It’s the land of
Leif Ericson, settled by Scandinavians
in the year 874 A.D., where people speak
the unchanged Old Norse of more than
1,000 years ago.
No other scheduled airline jets to
Scahdinavia at lower fares than we do!
See ybur travel agent or eontact
Icelandic Airlines, 630 Fifth Avenue,
New York, N.Y. 10020. Phone
(212) 757-8585 or call (800) 555-1212 for
the Toll Free Number in vour area.
Stop over
in Iccland.
s10 a-day.
Icelandic
LOWESTJET FAKES TO THE IIEAKT OF EI KOPE OFAW SCIIEIHLEO AIKLIAE.