Lögberg-Heimskringla - 27.01.1978, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 27.01.1978, Side 4
4 LOGBERG-HEIMSKRINGLA, FOSTUDAGUR 27. JANUAR 1978 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PublishecJ every Thursday by LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd. 67 st. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4 Canada Telephonc 247-7798 GUEST EDITOR: Jón Ásgeirsson PRESIDENT: T. K. Arnason SECRETARY: Emily Benjaminson TREASURER: Gordon A. Gislason Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE — Second class mailing registration number 1667 — Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Winnipeg BETEL HVAÐ ER ÞETTA BETEL, heyrði ég tvær ungar blómarósir spyrja við komuna hingað til Kanada í 'sumar. Þær höfðu séð hvatningu í Lögbergi-Heims- kringlu þessa efnis: Minnist Betel í erfðaskrám yðar. Var það von þær spyrðu? Slíkt er og þvílíkt hyl- dýpið milli hugarheims íslenska unglingsins annars vegar, og þeirra, sem alið hafa aldur sinn í Kanada, sumir allt frá frumbýlisárum íslensku landnemanna. Síðastliðinn sunnudag átti ég þess kost að heim- sækja vistfólk á Betelheimilinum á Gimli og , Selkirk. Á báðum stöðunum gafst tækifæri til þess að ræða svolítið við suma, en alltof fáa þó. Ekki svo að skilja, að þetta hafi verið mínar fyrstu heimsóknir á þessa staði, en því oftar sem slík heimili eru sótt heim, því betur verður ljóst, að vel er að vistfólki búið. Undir þetta geta vafalaust tekið þeir fjölmörgu íslendingar, sem lagt hafa leið sína á Betelheimilin, er þeir hafa komið frá Islandi til þess að skoða sig um í Kanada, og hitta ættingja og vini. Á öðrum stað í blaðinu í dag er sagt frá heiðurs- konu einni, sem átti 95 ára afmæli í gær, fimmtudag- inn 26. janúar. Spaugsöm og glettin tók hún okkur tali, er við litum inn á Betel í Selkirk en þar hefur hún verið búsett síðustu fimm árin. Þar hittum við líka fyrir einn ágætan heiðursmann, sem spurði með- al annars um Friðrik Ólafsson, hvemig honum gengi. — Reyndar vissi hann allt um þennan stórmeistara í skák, hann vissi líka um unga manninn, sem nýlega varð heimsmeistari unglinga í skák, Jón J. Árnason. Og hann taldi allt eins víst, að Friðrik yrði kosinn forseti Alþjóðaskáksambandsins. Aðspurður um það, hvort hann telfdi stundum sjálfur sagðist hann hafa telft í mörg ár, líklega ein 75 ár. Eftir að hann settist að á Betel hefur samt orðið lítíð um taflmennsku, — það er ekkert sérlega gaman að tefla við þá hérna, þeir Jicunna svo lítið, — sagði hann. Hann kvaðst enn ekki hafa tapað skák á Betel, og oft hefur hann gefið þeim drottninguna í forgjöf. Það dugar þeim ekki samt. En það eru líka margir, sem ekki geta teflt á sama hátt. Þeirra tafl er með öðrum hætti. — Margir hafa misst sjón, eða heyrn, nema hvort tveggja sé, aðrir eru rúmfastir, og þá hrjá ellikvillar af ýms utagi. Þeim er það því mikils virði, að á Betel ,er að finna öryggi og hjálp. Stundum er telft uppá líf og dauða. Á Betelheimilinu á Gimli eru tæplega eitt hundr- að vistmenn, flestir þeirra eru íslenskir, margir fædd- ir á fslandi, aðrir hér vestra, Sumir hafa aldrei til ís- lands komið. í Selkirk er vistmannafjöldinn svipaður, en þar eru færri íslendingar, eða um helmingur vist- fólksins. Það er óneitanlega skemmtileg reynsla, að koma á svona staði, og hitta fólk, sem hefur mestan hluta æviskeiðsins að baki, og kann frá mörgu að segja. Og margir tala allt að því lýtalausa íslensku, jafn- vel þótt þeir hafi aldrei til íslands komið. Þeir hafa alis upp á íslenskum heimilum, þar sem íslenska var töluð, og íslensk menning í hávegum höfð. já Forsætisráðherrafrú fslands: ÍSLENDINGABYGGÐIR f KANADA ERU HENNI MINNISSTÆÐASTAR 1 fyrrgreindu viðtali í Vik unni er ráðherrafrúin spurð: „Nú hefur þú ferðast mikið bæði hér heima og erlendis, áttu þér einhvern uppáhalds stað?” ERNA Finnsdóttir, forsætis- ráðherrafrú íslands segir meðal annars í viðtali við Vikuna fyrir skömmu, að ís- Iendingabyggðir í Kanada ER STÉTTASKIPTING EKKI TIL Á ÍSLANDI ÞVl hefur stundum verið haldið fram, að á Islandi væri engin stéttaskipting, þar væru allir jafnir. — Það má sjálfsagt túlka orðið „stéttaskipting” á mismun- andi vegu, og verður ekki gerð tilraun til þess hér, að skilgreina þetta orð. 1 síðasta blaði var frá því skýrt að ráðherrar á Islandi hafi fengið launabætur, — einnig þingmenn. — Þar var sagt, að ráðherramir hefðu um eina milljón króna í laun á mánuði, og þá eru með tal- in ýmis konar fríðindi, sem sem þeir hafa. Eitt af þvi, sem ráðherrar fá framyfir annað fólk er það, að ríkið greiðir allan kostnað við rekstur bifreiða þeirra, sem þeir raunar fá „á útsölu,” — þ. e. þeir njóta tollfriðinda og lána- kjara, sem almenningur fær ekki. Nú er ef til vill ekkert við þessu að segja. Landsfeðurn ir verða að komast til og frá vinnu, og þeir hafa í mörgu að snúast. Það, sem vekur mann með al annars til umhugsunar í þessu sambandi er sú stað- reynd, að Félag íslenskra bif reiðaeigenda hefur látið reikna það út, að rekstur á bandarískri bifreið kostar um 200 þúsund krónur á mánuði, eða jafnmikið og meira, en allt mánaðarkaup alls þorra launþega í land- inu. já séu sér minnisstæðastar úr ferðalögum erlendis. Vikan birti ítarlegt viðtal við forsætisráðherrafrúna, og er meðfylgjandi mynd, sem er ein cif mörgum, sem fylgdu viðtalinu, tekin úr blaðinu. Á henni er Erna með tveimur barnabörnum sínum, en börn þeirra Ernu og Geirs Hallgrímssonar eru fjögur. ' Forsætisráðherrah j ónin komu síðast til Kanada ár- ið 1975, en þá voru þau heið ursgestir Þjóðræknisfélags- ins, og hélt ráðherrann aðal- ræðuna á þinginu. FRÁ ÞVÍ er skýrt í einu ís- lensku dagblaðanna fyrir skömmu, Dagb'laðinu, að til átaka hafi komið við bíla- stöð Steindórs í Reykjavík, er þangað kom drukkinn maður og bað um bíl. Þar var þá engan bíl að fá, og var manninum sagt það. — Undi hann því illa og mun hafa hagað sér dólgslega, því stöðvarstjórinn henti honum út. Komumaður gerði aðra til raun, en þá var hann „af- greiddur” svo hressilega, að hann lá rotaður í blóði sínu þar til lögreglan kom á vett- vang og flutti manninn á slysadeild. — Hann reyndist margbrotinn i andliti. Já, sumir geta fengið slæman höfuðverk „morguninn eftir kvöldið áður.” Annars minnir þetta á gömlu söguna um tannlækn- inn og Steindór, sem þá var á lífi, og margar skemmtileg ar sögur eru til um. Það var einhverju sinni, að tannlæknir hringdi á stöðina Spurningunni svarar Erna þannig: „Mér finnst alls stað ar fallegt á Islandi, svo erf- itt er að velja sér uppáhalds- stað, en ég kann alltaf vel við mig á Þingvöllum. — Is- lendingabyggðir í Kanada eru þær slóðir erlendis, sem mér finnst hvað áhugaverð- astar og minnisstæðastar. — Mér kom mjög á óvart, hvessu vel fólk af íslenskum ættum hefur haldið móður- málinu og sambandi sín á milli. Sjálf er ég þakklát fyr- ir að vera Islendingur og vildi hvergi annars staðar búa.” já og pantaði leigubíl. — Stein dór varð sjálfur fyrir svör- um, og sagði engan bíl í bili. Tannlæknirinn varð fúll við, minnti Steindór á, að hann væri nú einu sinni einn af bestu viðskiptavinum stöðv- arinnar, og því hlyti Stein- dór að geta sent sér bíl. „En það er bara enginn bill á stöðinni”, sagði Stein- dór. „Mér er alveg sama um það”, sagði tannlæknirinn, „ég verð að fá bil strax, og þú hlýtur að geta bjargað þvi. Sendu bíl eins og skot.” „Hvernig get ég það, þeg- ar ég hef engan bil,” mald- aði Steindór í móinn, „eða getur þú dregið tönn úr tann lausum kjafti”. ja Takið virkan þótt í starfsemi Pjóðræknisfélaganna og deilda þeirra. SÆLLA ER AÐ GEFA EN ÞIGGJA - Á KJAFTINN

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.