Lögberg-Heimskringla - 27.01.1978, Side 5
LOGBERG-HEIMSKRINGLA, FOSTUDAGUR 27. JANUAR 1978
FRÁ ÁRNA BJÖRNSSYNI
Mjög lítið er orðið eftir af fólki, sem man
eftir sér á íslandi
Framh. af bls. 1
íslendingar tækju miklu arsambands Islendinga
meira mark á þeim, sem cheima og handan, meðan
Eg vil svo að endingu
þakka ölium þeim aðilum,
sem gerðu mér kleift að
inna af hendi þessa lauslegu
könnun.
Árni Björnsson.
kœmu alla leið frá gamla
landinu, en hiijum, sem upp
væru vaxnir vestra, og væru
mun samvinnufúsari við
hina fyrrnefndu. — Varð ég
raunar ofboðlítið var við
þetta-sjálfur.
Talsverður óhugi
er að vakna
meðal yngstu
kynslóðar
Yestur-lslendinga
Svo virðist sem talsverður
áhugi sé að vakna meðal
yngstu kynslóðar Vestur-ls-
lendinga á tengslum og kynn
um við gamla landið. Sá á-
hugi hefur verið nokkuð
blandinn á síðustu hundrað
árum og ýmist gætt beiskju
og fordóma á báða bóga,
heima og vestra, ellegar þá
gagnrýnislítillar tilbeiðslu.
Nú virðist farið að sléttast
yfir þessi tilfinningamál og
þau skoðuð á hlutlægaLri
hátt. Þvi væri nú tími til að
gera úttekt á þróun menning
enn er unnt að ná sambandi
við fjórar kynslóðir í einu.
1 stuttu máli sagt: Meðal
Vcstur-Islendinga er að
finna margskonar forvitni-
legar heimildir, sem því mið
ur er sjaldnast hægt að lesa
af bókum, heldur eru ein-
ungis til í miimi manna. Og
með hverju ári fækkar þeirn,
sem muna lengst aftur.
AFMÆLI í JANÚAR
Tæplega tíundi hluti vist-
fólks á Betelheimilinu á
Gimli á afmæli í janúar-
mánuði. — Elsta afmælis-
barnið varð 89 ára, en
þeir yngstu áttu 68 ára af
mæli í janúar. — Alls eru
það tíu íbúar, sem eiga
afmæli í janúar og er sam
anlagður aldur þeirra 777
ár. já
Hugleiðing Brands eftir fréttalestur í
Lögbergi-Heimskringlu
NÆM ERU SLYSIN
Einn nítján ára naggur féll
niður um stromp á jólum.
Þá heyrðu íbúar einhvem skell
og óm af stunum, gólum.
Þá löggar náðu í loftpressu
og lömdu gat á vegginn,
með snarræði þeirra þessu
þrifu úr háska-segginn.
Magnað var hann skyldi nokkuð nauða,
nóg hann virtist eiga’af Svarta dauða.
On your way to IMorway, Swcdcn
or Dcnmark.
Why settle for the usual? Make your
next trip to Scandinavia an exciting,
fun-filled and educational experience
with a v: dt to Iceland. Stopover tours
of 1 to 3 days from $10 to $30. All fares
include room with bath/shower at First
Class Hotel Loftleidir, sightseeing trips
and 2 meals daily, transfers between
hotel and airport. Exclusive on Icelandic
Airlines for passengers flying from New
York or Chicagó Co Norway, Sweden or
Denmark. Now this tour is available on
the 22-45 day excursion fare. All rates
effective Oct. 1,1977.
Iccland-so much to sce and do.
Voicanos, Viking museums, glaciers,
geysers, theater, concerts, art shows,
duty-free shopping, saunas and indoor
hot-spring pool at your hotel,
smorgasbord lunches. It’s the land of
Leif Ericson, settled by Scandinavians
in the year 874 A.D., where people speak
the unchanged Old Norse of more than
1,000 years ago.
No other scheduled airline jets to
Scandinavia at lower fares than we do!
See your travel agent or contact
Icelandic Airlines, 630 Fifth Avenue,
New York, N.Y. 10020. Phone
(212) 757-85S5 or call (800) 555-1212 for
the Toll Free Number in vour area.
Stop over
in Iceland
$10 a-day.
t
Icelandic
liOWEST JET FAKES TO TI1E IIEAKT OF EI ROPE OFANY SCHEDIJLED AIRLINE.
P
UNKT
Ar .
. í fyrra létust áttatíu og tveir Islendingar af slysför-
um, — árið þar á undan urðu banaslysin alls 70. 1 um-
ferðaslysum létust 39 manns á árinu 1977, en 19 árið
þar á undan...
... um áramótin vom skráðir alls 817 atvinnulausir á
Islandi, flestir á Stokkseyri, eða alls 70 manns. 1 Kan-
ada vom rösklega átta hundmð þúsund manns á at-
vinnuleysisskrá um áramótin ...
.rafmagnsveitur ríkisins skulda Landsvirkjun um 300
milljónir króna vegna kaupa á raforku ...
... í Kópavogi er biðtími eftir nýjum síma um tvö ár.
Talsmenn Póst og Síma hafa sagt, að verulegar hækk-1
anir á afnotagjöldum séu nauðsynlegar til þess að |
stofnunin standi undir auknum rekstrarkosnaði...
... loðnuflotinn sigldi inn til Akureyrar fyrir skömmu, |
og var það gert í mótmælaskyni við yfimefnd verðlags-
ráðs sjávarútvegsins, sem þá hafði birt nýtt loðnuverð.
Milli fimm og sex hundruð sjómenn sóttu fimd, sem ]
haldinn var á Akureyri, og þar lágu inni um 35 loðnu-
skip. Veiði er hafin á ný ...
... bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs var úthlut
að nýlega, og hlaut þau ungur norskur rithöfundur,
Kjartan Flögstad fyrir skáldsögu sina, Dalen Portland.
... BQainnflytjendur á tslandi hafa fest kaup á skipi til
þess að annast bflaflutninga til landsins. Getur skipið
tekið um 260 bíla í einu. Það fór sína fyrstu ferð frá
Bandaríkjunum til íslands fyrir nokkru, og flutti þá
um tuttugu bila. Á sama táma voru þrjú önnur íslensk
skip að lesta í Bandaríkjunum.
... íslenskt dilkakjöt hefur verið selt til Danmerkur
fyrir níu krónur danskar hvert kílógramm, en það eru
um 325 islenskar krónur, eða um $1.60 kilóið og er það
hærra verð en fengist hefur fyrir íslenskt dilkakjöt til
þessa. Það er örn Erlendsson, sem gengið hefur frá
nýjum sölusamningum, en til þessa hefur allt dilkakjöt
verið flutt út á vegum Sambands íslenskra samvinnu-
félaga...
... borgarráð Reykjavikur hefur gert tillögur um
breytingar á gamla miðbænum, á ga.tnamótum Austur-
strætis, Aðalstrætis og Hafnarstætis. Samkvæmt þeim
tillögum eiga öll hús á tilteknu svæði, sem voru byggð
fyrir árið 1920 að hverfa, og í þeirra stað á að rísa
þarna fimm hæða nýbygging. 1 henni eiga að vera íbúð-
ir, skrifstofur og verslanir á götuhæð...