Alþýðublaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 2
3 Aígreidðla fclaðslnr er í Alþýðuhúslan við fogólfsstraetí og Hverfisgötn, Sími 088. Anglýsingum sé skilað þaagað sða i Gutenberg í tdöasta lagi kS XO árdegis, þann dag, sem þær alga að koma ( blaðið, Askriftargjald eixa kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 eœ. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársijórðungsiega. €rUnð sfmskcyti. Khöfn, 30. marz. Undirróðnr Bandamanna í Bússlandi. %ðingaoisóknir og mnnndráp. Símað er frá París, að hreyfing- in gegn boisivíkum ir.agnist stöð- ugt í Suður-Rússlandi, Hvítrúss landi og Síberíu (fyrir undirróður Frakka og keisarasinna). 1 Ukraine e<r algert stjórnieysi, þar ræna uppreistarmenn og brenna bæi og myrða Gyðinga hópum saman. Uppþotin í Pýzkalandi. Berlínarfregnir herma að ait rtkið iogi f kommúnistauppreistum. En stjórnin fullyrðir að hún hafi I fullu tré við uppreistarmenn. Hefir hún handtekið mörg þúsund roanna og margir eru fallnir og særðir. Parísarblöðin þykjast með þessu iiafa fengið sönnun fyrir þvf, að þýzka stjórnin hafi ekki annasfc wm afvopnunina, þrátt fyrir það þó hún segist hafa fengið inn öli vopn. Hormnlegt siys. Maður féli útbyrðis af Gulifossi í gærmorgun á Steingrímsfirði og drukknaði hann. Hann hét Bjarni Einarsson til heimilis á Grettisgötu 49 hér í bænum. Dugnaðarmaður á bezta atdri. Hann var sjómannaíélagi. ALÞYÐU1LA0Í® jfliviunurekenðar. Það sem mikið er um taiað af þessurn svokölluðu „betri“ mönn- um þessa bæjar er það, hvað verkalýðurinn sé ósanngjarn og æsingafullur, sérstaklega vilja þeir kenna það leiðtogunum, eða þeim mönnum. sem standa sem brim- brjótar alþýðunnar. En eg vil segja: „Maður líttu þér nær, ligg- ur í götunni steiim“. Lfttu þér nær kaupmaður og atvinnurekandi og gættu að, hvort þú átt ekki þinn góða þátt í þessu, sem kall- að er ósanngirni og ærsl. Engan hefi eg heyrt tala um það af hlutlausum mönnum hér, að kaup verkalýðsins sé eða hafi verið of hátt, samanborið við dýrtíð þá er hefir verið og er á öllum lifsnauð- synjum, og eru þeir menn áreið- anlega betri dómarar á þvf sviði en réttir hlutaðeigendur. Frá því strfðið skall á hefir kaup aitaf bækkað löngu á eftir að vöruverð hækkaði, og getur hver heilvita maður séð af þvf, hvernig verkalýðurinn er stæður, enda mundi borgarstjóri geta gef- ið þær upplýsingar sem tækju af allan efa; þess vegna kemur það illa heim við þessa sanngirnis- kröfu, sem atvinnurnkendur gera til vinnulýðsins. Lýsir það sann- girni hið sfðasta áhlaup er atvinnu- rekendur hafa gert á verkalýðinn; er það ekki miklu fremur ósann- girnis og óvitabragð, samfara hinu gamla þrældómsoki, er þeir góðu herrar álfta enn þann dag f dag að þeir geti notað. Eða halda þeir að þetta sé til að brúa það djúp, sem þeir sjálf- ir hafa myndað milli sfn og verka- lýðsins? Sé svo, verður það þeim dýrkeypt reynsla. En væri ekki ráð fyrir atvinnu- rekendur að fara nú að láta meiri sanngirni ráða gagnvart verka- lýðnum en verið hefir oft og ein- att hingað til, eða skilst þeim ekki enn, að nú eru þeir tímar liðnir, er verkalýðurinn lét fara með sig eins og skepnurf Eða eru þeir að bíða eftir meiri aivöru en verið hefirf Eg skal játa það, að þeir menn eru til sem vilja borga vinaulaun sanngjarnlega, en því er ver að þeir eru færri, og því líða þeir það að slíkt gerræði sé framiö, sem átt hefir sér stað á þessum síðustu dögum, þó að alþingis- kosning sé ekki fyrir dyrum, og væri það ekki rétt af öliurn, að krefjast þess, að gerðir samning- ar standi, eða eru þeir að gefa öðrum eftirdæmi með gerðum sfn- um, sé svo verði þeim að góðu. Það er skrftin sú hugsun er at- vinnurekendur virðast hafa, og ó- samrýmanleg að ýmsu leyti. Fyrst það, að vera jafn tregir til að borga það kaup er verkalýðurinn þarf að fá til að geta dregið frana lifið, þvf um meira er ekki að ræða enn; því rangt væri að segja það, að þeir vilji láta fólk deyja úr hungri (að œinsta kosti av& opinbert verði), því þeir eru fúsir að gefa að éta margir hverjir. þeim finst það hughægara að láta það úti sem náðarbrauð, heldur en það væri réttlát krafa, eða er það af því að þeim sé illa við að sem flestir verði að sjálfbjarga mönnumf Sé svo, fer það úr þessu að verða þeirn Iftill gróði, þvf svo er þó réttlætistilfinningin komin langt, að það fer að verða stuttur tími þar til menn verða ekki svift- ir mannréttindum, þótt þeir verðj að fá hjálp frá því opinbera. Eg vil nú gefa atvinnurekendum það ráð, að fara nú að sýna verka- lýðnum meira réttlæti en verið hefir, — að gæta að f tfma á hverju þeir eiga von með saraa áframhaldi, eða halda þeir máske að ranglætismælirinn fyllist aldrei bjá þeim, skeð getur að alþýðan áður en langur tfmi líður hristi af sér með meiri æsing en verið hef- ir kúgun auðvaldsins, og getur þá farið svo að gullhásæti sumra hrynji, ekki veidur sá er varar. þó ver fari. Yerkamaður. Um ðaginn og veginn. Kristina Guðmnndsson stud. jur. lauk prófi í forspjallavísindum i gær með fyrstu einkunn. Krist- inn fer í dag áleiðis til Kiel með skipinu „Kjell". Fer hann á námsskeið f sjórétti og verzlunar- löggjöf, sem haldið verður við Kielarháskóla nú í vor. Var einum laganema héðan boðið á náms skeiðið og nýtur hann nokkurs

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.