Alþýðublaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ Biíreiðarstj órar (sem ekki eru bifreiðaeigendur) Stofnfundur bifreiðarstjóra félagsins verður haldinn á morgun (laugardag) kl. 71/*, í Alþýðuhúsinu. Undirbúningsnefndin. Goodtemplaraklúbburinri heldur s'í'asta dansleik sinn á þessum vetri næstkomandi iaugardágs- kvöld (2/4) kl. 8V2 e. h. — Silurinn vei skreyttur. Fjölnnennur hljóð- færaflokkur spilar fyrir dansinum. — Félagar vitji aðgöngumiða í verzlun Jóns Þórðarsonar Þingholtsstræti 1 og í G.-T.húsið kl. 1- 6 e. h. er blað jafnaðarmanna, gefinn út á Akureyri. Kemur út vikuhga I nokkru stærra broti en „Visir*. Ritstjóri er Halldór Friðjónsson V e r kam aöurinn sr bezt ritaður alira norðlenzkra blaða, og er ágætt fréttablað, Állir Norðlendingar, vlðsvegar um landið. kaupa hann. Verkamenn kaupið ykkar biöð! Gerist áskrifendur frá nýjári á. ^tjgreiðsin ^lþýðnbl. Alþýðublaðið er ódýrasta, íjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kaup- ið það og lesið, þð getið þið aldrei án þess verið. Tápast hefir vasabók œeð vinnureikningutn o. fl. Skilist á afgreiðslu Alþbl. Alþbl. er blað allrar alþýðu. Alþbl. koðtar I kr á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafnr Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg, jfack London: Æflntýri. jarðar og tæta hann i sundur. En skammbyssan í belti hans, sem drap svo snögglega, og hinn ódrepandi kjarkur hvíta mannsins, hélt þeim í skefjum og neyddi þá til að hjálpa honum. Hann var gagndrepa og úttaugaður og undraðist um, hve létt honum veitti að hafa fataskifti. Þó hann væri 'mjög máttfarinn, fanst honum sér líða betur. Sjúkdóm- urinn var að hverfa, og honum var að batna. „Bara að eg fái nú ekki hitaveikiskast", sagði hann hátt, og fékk sér kininskamt, þegar hann hélt hann hefði mátt til þess. Hann skjögraði út á svalirnar. Það var hætt að rigna, en vindurinn, sem hafði minkað allmikið, óx nú aftur. Hafið ólgaði, og brimið vall og sauð um 300 álnir frá Jandi á mílulöngu svæði. Jessie hjó afskaplega fyrir tveimur atkerum og þriðji hver brotsjór féll yfir hana. Tvö fiögg voru dregin á stöng; annað var blátt en hitt rautt, Hann vissi hvað það þýddi í merkjabók Beranda: Hvað skipið þér? Á eg að reyna að koma báti í land? — Merkjabókin lá opin milli flaggaskápsins og knatt- ' leiksstafanna, og hann fullvissaði sig um, að hann hafði skilið merkið rétt, áður en hann svaraði. Því næst lét hann annan þjóninn draga hvítt flagg á aðra stöngina Og annað rautt fyrir neðan það, og þýddi það: Leitaðu skjóls undir Njálsey. Ef dæma átti eftir því, hve fljótt skipuninni var hlýtt, hlaut Ólson að hafa búist við þessu. Hann slepti fest- tmum, og bjóst við að ná þeim upp þegar veðrinu alotaði. Seglin voru undin upp og Jessie þaut 1 burtu eins og veðhlaupahestur. Hún komst leikandi fram hjá Balesuna-rifinu. Rétt áður en hún komst fyrir nesið, hvarf hún í skúrir, sem voru miklu ægilegri en þær, sem á undan höfðu gengið. Áíla nióttiná sváf Shéldon, méðan hver bylurinij öðr- um snarparí rak annan og velti kopra')-ský!um og hristi höfuðbólið afskaplega. Hann hafði enga hugmynd um, að illviðrið æddi í kringum hann. Ekkert gat vakið hann. Hann lá hreyfingarlaus og svaf draumlausum svefni. Þegar hann loksins vaknaði, fanst honum hann vera sem nýr maður; honum fanst hann meira að segja vera svangur. Það var meira en vika síðan hann hafði bragðað mat, svo að hann drakk glas af niðursoðinni mjólk, blandaðri með vatni; og um klukkan tíu fékk hann sér ögn af niðursoðnu kjöti. Ástandið á sjúkra- húsinu hresti hann lika; þrátt fyrir illviðrið hafði að eins einn dáið, og einn sjúklingur hafði bæst við, en allmargir gátu skreiðst heim. Hann áleít, að veðrið hefði hreinsað loftið og feykt burtu sóttnæminu. Klukkan ellefu kom sendimaður, sem Sílí hatði sent. Jessie hafði strandað miðja vegu milli Balesuna og Njálseyjar. Og um nónbil komu tveir hásetar, sem skírðu frá þvf, að Ólson skipstjóri (?g þriðji hásetinn, sem frlskur var, hefðu druknað. Sheldon réði af lýsingu þeirra á skipinu, að það mundi alveg ónýtt. Og ekki var aít búið, því nú fékk hann kuldakast; honum leið afarilla í hálfa klukkustund, og honum varð það Ijóst, að hann mátti ekki bragða kínin næsta dag. Hann skreið undir ábreiðu-hrúgu, og tók rétt á eftir til að skellihlægja. Nú hlaut hann að hafa náð hámarki ógæfunnar; hann hafði komist í flestar raunir, nema jarðskjálfta og flóðöldu fellibyls. Þar eð ekkert gat gert ástandið verra, hlaut það að fara batnandi. Því var það, að hann hló, skjálfandi af hitasótt, svo þjónarnir fóru að stinga saman neíjum um það, hvílíkur djöfúll hefði hlaupið í húsbóndann. IV. KAFLI. i Sheldon var alveg frá af hitasótt daginn eftir. Og þó þetta væri bara venjuleg „malaria", var hann, eftir fjörutíu og átta stundir, orðinn eins vesæll, eins og hárm full-hraustur hefði orðið á tíu dögum. En hanín 1) Þurklðir kókoskjarnar eru nefndir kopra. Þýð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.