Lögberg-Heimskringla - 01.06.1979, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 01.06.1979, Blaðsíða 1
93. AKGANGUR Winnipcg, föstndagnr 1. júní, J979 NUMER 21 !oí' labank i ðf l skr i iV : Jí?' tur:: . :*ss1 íej'k jav i k , Preserves Heritoge - Assures Future GÓDIR GESTIR FRÁ ÍSLANDI l)r. Olaíur Jóhannesson Oiafur Jóhannesson, forsæt- isráðherra íslands tók í gær við heiðursdoktorsnafnbót við Ivlanitoba háskóla við hátíðlega athöfn á Gimli. Dr. Olafur Jóhannesson lauk laganámi við Háskóla Islands árið 1939, og stund- aöi síðan framhaldsnám við haskoiana í Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn. Dr. Olafur kenndi við laga deiid fiaskola Isiands frá 194f-19<l, en það ár tók hann viö embætti forsætis- raöherra lslands. Því em- bætti gegndi hann tii ársins 1914, en þa varö hann doms- og víðsKiptaráðherra, þar til iiann iok á ný viö torsætis- ráönerraembættinu í fyrra. Dr. Olafur Jóhannesson var heiðursgestur Islendinga dagsnefndarinnar árið 1977 og flutti hann þá minni Kan- ada á hatiöinni á Gimli. — Kona hans er Dóra Guð- bjartsdóttir. Fleiri góðir gestir frá Is- landi eri: nú í Manitoba, sjá forystugrein bls. 4. já JOE CLARK FORSÆTISRÁÐHERRA I KANADA Ellefu ára valdatímabili Trudeaus, fráfarandi forsæt- isráðherra, er lokið í Kan- ada. I nýafstöðnum kosningum hlaut íhaldsflokkurinn (Pro- gi'tosive Conservative Party) 136 þingsæti af 282, og vant- aði því sex sæti til þess að fá meirihluta. Frjálslyndi flokkurinn fékk hins vegar ekki nema 114, Social Demo- kratar fengu 26 sæti og So- cial Creditflokkurinn hlaul sex sæti. Um leið og tölur iágu fyr- ir viðurkenndi Trudeau ósig- ur sinn, og kvaðst myndi leggja tii að Joe Clark, leið- toga ihaldsflokksins yrði fal- ið að mynda minnihluta- stjórn. Þetta er i fyrsta skipti i sextán ár, að ihaldsflokkur- inn er við völd í Kanada, og aldrei fyrr hefur staðan ver- ið sú, að frjálslyndi flokkur- inn væri hvergi við völd í Kanada, þ.e. ekki i Ottawa, og heldur ekki í neinu fylkj- anna. Samt var það einmitt frjálslyndi flokkurinn, sem fékk flutfallslega flest at- kvæði í siðustu kosningum, Islenskir fjölmiðlar hafa und anfarið birt meira fréttaefni frá Kanada, en oftast áður. Vitnað hefur verið i L-H við mörg tækifæri, og einnig hafa dagblöð birt annað efni og myndir, og ríkisútvarpið hefur flutt fréttaauka frá Kanada. Sem nýJeg da>mi má nefna fréttir af flóðum i Rauðár- daJ, fréttir af stjórnmáJum og kosningum i Kanada, — fluttur var sérstakur þáttur í útvarp um 60. þing Þjóð- ræknisfélags Islandinga i Vesturheimi, og var hann hJjóðritaður i Winnipeg, m. eða alls 40'/. íhaldsflokkur- inn fékk 36'/, socialdemo- kratar fengu 18'/ og social- creditflokkurinn og aðrir fengu 6'/ greiddra atkvæða. já a. á þinginu sjálfu, — Morg- unblaðið birti mynd frá þinginu, — einnig mynd frá flóðum á Gimli. Þá hefur útvarpiö einnig flutt samtalsþætti við Magn- ús Eliason, en hann var ný- verið á Islandi, og voru þætt irnir hljóðritaðir i Winnipeg, áður en Magnús hélt til Is- lands. 1 þessu sambandi má Jika geta þess, að fréttastreymi frá Islandi til Kanada hefur einnig farið vaxandi meöur j)vi, að L-H kappkostar að birta ávallt ítarlegt frétta- yfirlit frá Islandi. já EFNI FRÁ KANADA í ÍSLENSKUM FJÖLMIÐLUM A skriístofu L-H, — Coileen Solmunuson iengst tii vínstri, Cynthia Ma.rkuson og John Thorkelson. Skólanemendur í heimsókn hjó L-H og KYNNA SÉR SÖGU ÍSLENSKA LANDNÁMSINS Þrír nemendur unglingaskól ans á Gimli hafa fengið það verkefni að kynna sér sögu íslenska landnámsins i Kan- ada, og siðan að vinna að sérstöku verkefni á vegum Islendingadagsnefndarinn- ar. Það er meðal annars fólg- ið i því, að þau munu vinna að sýningu, sem sett verður upp á Gimli á Islendingadag- inn, og ennfremur er gert ráð fyrir því, að hluti þessa verkefnis verði notaður við fleiri tækifæri, og loks verð- ur niðurstöðum kannána nemendanna komið fyrir á minjasafninu á Gimli. Þremenningarnir, sem voru valdir til þessa verk- efnis hafa verið á skrifstofu Lögbergs-Heimskringlu til þess að afla gagna, og með- fylgjandi myndir voru tekn- ar af þeim við störf sín. Á efri myndinni eru nemend- urnir, frá vinstri: Colleen Sol mundson, Cynthia Markuson og John Thorkelson. Þau eru ÖJI frá Gimli. — Á neðri myndinni sjást þau með for- seta íslendingadagsnefndar- innar, Terx-y Tergesen, arki- tekt í Winnipeg. Að sögn hans fékk nefnd- in styrk frá opinberum aðil- um til þessa verkefnis, og verður reynt að vanda til þess eins og kostur er. Nem- endurnir kváðust mjög á- nægðir með það, að hafa fengið þetta skemmtilega verkefni. Ekkert þeirra talar íslensku, og að eigin sögn vita þau ekkert um Island. Ekki ennþá, bættu þau við. Þau eru öll fædd hér í Kan- ada, og foreldrar þeirra eru af islenskum ættum. já Með forseta Isiendingadagsins, Terry Tergesen, sem er ann- ar frá hægri.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.