Lögberg-Heimskringla - 01.06.1979, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 01.06.1979, Blaðsíða 4
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 1. .júní, 1979 a. Edgbrrg- ^rimakrmgla 'i PubUshed every Frlday by ! LOGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd / 1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue, ' 'i Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945 EDITOR: Jón Asgeirsson 1 S MANAGING EDITOR: Sharron Arksey ' PRESIDENT: T.K. Arnason , i1 SECRETARY: Emily Benjaminson i •' TREASURER: Gordon A. Gislason. i Subscription $15.00 per year PAYABLE IN ADVANCE i i — Second class mailing registration number 1667 — i GESTKVÆMT Þessa dagana eru margir góðir gestir frá íslandi stadd- ir í Kanada. Á forsíðu blaðsins í dag er skýrt frá því að forsætisráðherra fslands var í gær veitt heiðurs- doktorsnafnbót við Manitoba háskóla, og í síðasta tölu- blaði var meðal annars frá því skýrt, að í för með ráð- herranum eru Hans G. Andersen, sendiherra fslands i Washington, og Björn Bjarnason skrifstofustjóri í for- sætisráðuneytinu. Sendiherrann heíur síðustu vikur setið á Halrétt- arráðstefnunni í Genf, í Sviss, þar sem hann var for- maður íslensku sendinefndarinnar að vanda. Hans G. Andersen var heiðursgestur a þingi ÞjoÖræKnisíelags íslendinga í Vesturheimi árið 1977, og 1 þeirri sömu heimsókn hingað var hann gerður að heiðursborgara í Winnipeg, en þar er sendiherrann fæddur, 12. maí 1919. Hann átti því sextugsafmæli fyrir skömmu. Einar Ágústsson, alþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir meðal annars á þessa leið í af- mælisgrein, er hann ritar í dagblaðið Tímann: ,,Að námi loknu lá leiðin í utanríkisþjónustuna, þar sem hann starfar enn, nú sem sendiherra íslands í mörgum löndum með aðsetri í Washington D.C. Of langt mál yrði að rekja hér allar þær stöður, sem Hans hefur skipað um dagana, enda óþarft þar sem um svo þjóðkunnan mann er að ræða. En auk alls þessa er ónefndur sá þáttur í starfi Hans G. Andersen, sem heilladrýgstur hefur verið ís- lenskri þjóð, svo margt, sem hann hefur þó annað vel gert. En þar er að sjálfsögðu átt við það, að hann hef- ur frá því árið 1946 verið aðal þjóðréttarfræðingur okkar, og sem slíkur m.a. verið ráðgjafi allra þeirra ríkisstjórna, sem á umræddu tímabili hafa fært fisk- veiðilögsögu íslands út í 200 sjómílur. Eg fullyrði að í þessu starfi hefur Hans Andersen reynst okkur öllum, sem að þessum málum höfum staðið algerlega ómetan- legur. Samtímis því að halda jafn fast ó málstað íslands og raun ber vitni hefur hann áunnið sér virðingu og viðurkenningu meðal annarra þjóða sem einn af bestu sérfræðingum heims í alþjóðarétti.” Hans G. Andersen hefur um árabil verið dyggur stuðningsmaður Lögbergs-Heimskringlu, og hafi hann heilar þakkir fyrir það. Þá verða hér staddir líka þessa dagana þrír heið- ursmenn, sem verið hafa á ferðalagi um Bandaríkin til þess að kynna sér ýmislegt tengt landbúnaði. Það eru þeir Hjörtur Þórarinsson Eldjárn, bóndi og hreppstjóri, Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunaut- ur og Þorsteinn Tómasson, jurtaerfðafræðingur. Og næstu daga eru væntanlegir hingað aðrir þre- menningar, sem hingað koma i tengslum við viðskipti, þ.e. útflutning frá íslandi til Kanada, einkum hvað varðar ullarfatnað. L-H hefur skýrt frá því áður, að á vegum Eaton’s verslunarfyrirtækisins verður efnt til mjög víðtækrar kynningar á íslenskum ullarfatnaði, og hefst þessi kynning í Vancouver á mánudaginn, og næstu daga á eftir verður einnig efnt til sams konar kynningar í verslunum fyrirtækisins í Edmonton, Calgary, Winni- peg, Toronto og Montreal. Það er auðvitað afar ánægjulegt til þess að vita, að tengslin milli fslands og Kanada skuli alltaf vera að aukast. já HVAR ER ÆTTFÓLK MITT? L-H heíur fengið bréf frá Þorsteini Haliíreðssyni á Ak ureyri, og i þvi iætur hann í té upplysingar um skyld- menni sín hér vestan hafs. Jafnframt óskar hann eftir þvi aö komast í samband við einhver af skyldmennum sín- um, og spyr hvort ekki sé einhver, sem vilji senda sér línu. 1 bréfinu segir hann frá Sigtryggi Helgasyni á Akur- eyri, og systur hans, sem Guöriöur hét Helgadóttir Benediktsson, skipstjóra a Akureyri. Hún var fædd ár- ið 1879, og dó 1947. Maður hennar var Vigfús Sigurður Benediktsson, Gimii, Manitoba. Þau giftust árið 1904. Börn þeirra eru: 1. Helgi Sigtryggirr, fædd- ur 16/1 1906, bóndi á Gimli. Kona: Alma Jo- hannsson. 2. Arnþór Vigfús, fæddur 20/6 1908, bondi á Gimli. Kona: Sigriöur Sigurðardóttir Einars- son. 0. Elín Sigríður, fædd 21. mars iuiO. Maður: Vil- hjálmur Einarsson. Bú- sett á Gunii. 4. Anna -Jóna.nna, fædd 8. febrúar 1912. Maður: Albert Johnson, bóndi i Alberta. 5. Guðrún Elisabeth, fædd 6. júní 1915. Maður: Ingvar Einarsson, smið ur á Gimli. 6. Kristinn Sigurbjörn, fæddur 29. júní 1916. Violet Stevens. Búsett í Winnipeg. 7. Karl Sigurjón, læddur 2. febrúar 1921. Kona Phyllis Bradley. f heimspekilegum hugleiðingum Þeim þótti rétt að renna, — þótt ef til vill væri ekki mikil aflavon þá gerir ekkert til að bleyta í þegar veðrið er loksins farið að skána. Það væri þá alltént hægt að láta sig dreyma um fisk, eða eitthvað annað. Hvort þeir svo komu með öng- ulinn í rassinum skal ósagt látið. REUNION By short strokes on the wall I uttered my pain. In your innocent blindness you seemed to enjoy my murál — and now you are back, booking one for yourself. While you hand me a can of paint, I see you slide onto the wall and stay there. Receding brightness in her eyes discloses the torment of a newborn world of anguish. Silent distance irons out the youthful ripples in her dress. A walled image, devoid of life and the third dimension, echoes back my words: I do not need your paint, my dear. —Thor Jakobsson Kona Sigtryggs, bróður Guðríðar, var Sigrún Sigurð ardóttir frá Miðgerði í llöfðahverfi. Hún var fædd í april árið 1861, og dó i á- gúst 1947. Sonur þeirra, er upp kom- st var Hallfreð Sigtryggsson, fæddur 24. júní, og er bú- settur á Akureyri. — Kona hans er Anna Soffia Stefáns dóttir, fa:dd 1. janúar 1904. Hallfreð var kafari og verk- stjóri á Akureyti. Börn þeirra eru: Þorsteinn Marinó, lög- reglumaður á Akureyri, fæddur 8. október 1933; Sig- rún, húsfreyja í Reykjahiíð 1, við Mývatn; Guðný Klara, húsfrú á Syðri-Grund i Ilöfðahverfi, S-Þing. Og Þorsteinn óskar eftir þvi að komast í bréfasam- band viö ættingja sína hér vestra. Óskum hans er hér með komið á framfæri með ofanskráðum upplýsingum, sem liann hefur látið í té. já Heimilisfang hans er: Þorsteinn Hallfreðsson, Box 324, 601 Akureyri, Iceland. VILL EINHVER HÝSA MÆDGIN FRÁ ÍSLANDI? L-H iiefur borist fyrirsp'urn frá konu á íslandi, sem spyr, hvort í Winrtipeg sé einhver, sem vilji skjóta imsasKjóii yfir sig og son sinn í suntar. Þau mæögin hafa iiugsað sér að korna 31. juni og vera hér í þrjár vikur. Bréfritari segir ennfremur að þau þurfi ekki á neinni fyrirgreiðsiu að halda ann- arri, þau a-tli aö leiða hjá sér ferðalög, og vanti eingöngu húsaskjólið. Einnig getur konan sem er búsett skammt frá Selfossi, þess, að hún sé reiðubúin að veita gesigjöf- um sínum sams konar fyrir- greiðsiu þegar í sumar, eöa þegar lienta þykir. Nánari upplýsingar er hægt aö ia nja undirrituöum á skrifstofu L-H, simi 943- 9945. já PENNAVINUR Eg óska eftir pennavinum i Kanada á aldrinum 12-15 ára. — Áhugamál: fimleikar, ballett og popptónlist. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svala Jónsdóttir, Lyngbrekku 5, 200 Kópavogur, Iceland.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.