Lögberg-Heimskringla - 12.10.1979, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 12.10.1979, Blaðsíða 6
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 12. október, 1979 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ | HALLDÓR KILJAN LAXNESS} ♦ ! ♦ BREKKUKOTS ANNÁLL HELGAFELL 1957 ♦ X ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ ♦ l t x >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Lg hlustaði með öðru eyranu á hina laungu lestra Draurn- manns um endurholdganir og sálnaflakk konu þessarar sem ég sat þar þroskalítill gelgjumaður með lærdómsbækur mín- ar í hnjánum; og þar sem Kafteinn Hogensen var orðinn ’neyrnardaufur en Runólfur Jónsson farinn að sofa, þá hefði áiieyrendahópurinn verið heldur fynr neðan meðallag ef efh.ditsmaðurinn okkar hefði ekki stundum á síðkvöldum komið til að hlusta; en hann var svo maður að hann mis- skildi aungva kenníngu en jánkaði flestum rnönnum einsog hann tryði þeim, þó hann færi sjálfur oft eftir því einu sem sú fluga innblés honum er búið hafði um sig aftanvið eyra hans. Og Ebeneser Draummann heldur áfragi að tala.um konu sína. Ævinlega þegar ég fór að reyna að segja henni eitthvað til í reikníngi eða dönsku, sagði hann, þá sá ég á augunum í henni að hún var farin á fjöll. Eg veit ekki fyren hún er farin að krota einhver undarleg teikn á blaðið fyrir fram- an sig, ellegar á bert borðið. Ef hún var látín ein, gat hún haldið áfram með þessa einkennilegu skrift lángtímum sam- an. Móðir hennar sagði að ef hún næði í nál og enda færi hún óðar að sauma teikn í klútana sína, og fötin sín ef ekki vildi betur. Eg tók mér fyrir hendur að reyna að hafa uppá Iíklegum sem ólíklegum stafrófum í von um að mér tækist að ráða þessi teikn, en alt kom fyrir ekki. £g sendi nokkur sýmshorn af krotinu til lærðra manna utanlands og innan til að spyrja hvað þetta væri. Þeir svöruðu mér fæstir, af því þeir héldu víst ég væri ekki nógu lærður, en seinast var þó einn prófastur sefn benti mér á að þetta væri ekki letur í okkar skilníngi, heldur nokkurskonar myndskrift ekki ólíkt kínverskri stafagerð á tekrukku frá Honkong. Einn sagði að sér sýndist þetta vera myndir af skorkvikindum, og prestur fyrir austan hélt að það væri eftirlíkíng hreindýramosa. Um þessar mundir var ég lítilsháttar farinn að reka nefið í Leyni- Iega Kenníngu og kominn að þeirri niðurstöðu að það er sitthvað milli himins og jarðar sem ekki heimspeki vora dreymir til, eiíisog skáldið segir; svo uppúr því fer ég að safna mér fyrir frímerkjum til að geta skrifað spásagnar- mönnum í fjarlægum löndum. Hér kom mín litla enskukunn- átta úr gagnfræðaskólanum. í góðar þarfir og nú skrifa ég bæði andatrúa,rmönnum og dulspekíngum í Lundúnaborg, og legg fyrir þá sýnishorn af teiknum Chloé minnar. En einginn maður á Einglandi reyndist nógu fróður til að ráða þessar rúnir. Þángaðtil mér hugkvæmdist að snúa mér beint til vitr- ínganna í Austurlöndum. Og þar kom að lokum að mér bár- ust svör frá aungum minna manm en þeim fræga biskupi, lærisveini og háþroskaveru dr. Leadbeater í Eyálfunni. Hon- um þótti letrið svo merkilegt að hann leitaði funda af ein- um þeirra hálfgert yfirskilvitlegu meistara Leynilegrar Kenn- íngar sem fá að glugga í Akasakróníkuna; en á þeirri bók er meiri fróðleikur samankominn en á öðrum bókum, meðþví þar finst uppteiknað hvaðeina sem gerst hefur í alheimin- um, bæði smátt og stórt, frá því hann var skaptur; og þurfa menn að hafa ógnarlegar gráður til að fá að hnýsast í þessa bók. Mér hefur verið fortalið að djúpsæ indversk háþroska- vera hafi loks komist fyrir hið sanna um letrið. Þetta er let- ur þjóðtúngunnar lepskí sem tíðkaðist við rætur Himalæa- fjalla, í ríki sem þar stóð með blóma fyrir fjörutíuþúsund árum. Þeir þóttust geta ráðið af skriftinni að kona mín Chloé mundi hafa verið konúngsdóttir í þessu ríki. E. Draummánn taldi sig ekki hafa annað hlutverk í hér- vist sinni en lækna þessa yfirnáttúrlegu konu af hinum yfir- náttúrlegu sjúkdómum sem þjáðu hana, og hafði ekki að- eins sjálfur gerst læknir af því að reyna við hana einsog fyr segir, heldur lét hann ekki steini óvelt til þess að ná full- tíngi annarra heilsufræðínga í þessu máli, ef vera mætti að einhver lumaði á aðferð sem kæmi að haldi. Hann var ekki fyr kominn suður en hann tók að leita uppi alskonar heilsu- bótarmenn. Hann var slíkur snillíngur í að tala um konu sína, svo fyrir lærðum sem ólærðum, að menn komust ekki hjá því að fara að hafa hana í þaunkunum; hann talaði um hana með stórum káum og péum sem höfð eru á Norður- landi og jafnan verða linmæltum sunnlendíngum mikið aðdá- unarefni. Hann byrjaði á þvi að teyma uppá loftið hjá okkur þá lækna höfuðstaðarins sem taldir voru einna auðkeyptastir, en það voru hánkarar blóðtökumenn og stólpíparar. Honum tókst einnig að teygja uppá loftið skjalfesta doktora sem lángaði að sjá hvernig sú kona væri í hátt sem verið hefði hjarðmær á Grikklandi, kóngsdóttir í Himalæafjöllum og ástmey skáldsins Hóratíusar, auk þess sem hún var komin af launguhlíðarfólki; þeir gáfu henni sterklega þefjaðar mixt- úrur svo Kafteinn Hogensen fékk hnerra og jafnvel Run- ólfur Jónsson; einusinni kom sjálfur landlæknirinn með staf, lonnéttur og háan flibba. Það kom líka grasakona sem gekk við broddstaf og hafði skuplu og reykti úr pípu. Loks hafði Ebeneser Draummann uppá hinu úrelta slekti torflækna, að ■ógleymdum mykjulæknum sem því miður voru þó farnir að týna tölunni, en mundu verðskulda að um þá yrðu skrifaðar bækur. Sumir höfundar halda því fram að lækníngar séu einkum í því fólgnar að hughreysta lækninn sjálfan, og eitt er víst að læknéfr eru jafnan mjög óðfúsir að lækna hver annan. Enda hafði E. Draummann ekki aðrar útvegur með umbun fyrir Iæknisdóma en bjóðast til að lækna Iæknana eða fjölskyldur þeirra á móti, bæði með handauppleggíngum og fjarhrifum, svo og stofnun andlegra teingsla milli skjól- stæðínga sinna og meistara sem verða fundnir í Himalæa eftir Leynilegri Kenníngu. Konan var ævinlega reiðubúin til að undirgángast hvaða lækníngatilraun sem vera skyldi í von um að kvalirnar, einkum höfuðkvalirnar, mættu svía. Sjaldan hefur kona verið sannfærðari um afl og vit bónda síns svo náttúrlegt sem yfirnáttúrlegt en þessi var. Það var óhugsandi að hún vefeingdi ráðstafanir hans í nokkrum hlut. Ekkert fanst konu þessari augljósara en bundnir væru torfu- sneplar um lærin á henni til þess að auka henni jarðarmeg- in, ellegar reynt að byrgja á henni vitin með volgri kúa- mykju samkvæmt- fyrirsögn holgóma taðlæknis sunnanmeð sjó, ef vera mætti að slíkt feingi linað höfuðkvalirnar. £g hygg að ekki hafi mörg hjónabönd verið jafngóð á íslandi í þann tíð, og þaðanafsíður betri. En því miður voru lækn- arnir varla fyr komnir ofan stigann en þessi yfirnáttúrlega hjarðmey og prinsessa var tekin til aftur að emja af sáru volæði inní kómentunni. Miðloftið hjá okkur var aldrei verulega bjart, því litli glugginn fyrir ofan rúmið okkar Hogensens var of lítill handa öðrum en blindum mönnum, heimspekíngum og mönnum með saltbruna í augum, já varla hægt að lesa við hann latínu; og þó var enn dimmra í litlu kómentunni innaraf, þar hafði mönnum til þessa ekki notast birta til annarra starfa en fæðast og gefa upp öndina; sú litla skíma sem þar varð sitraði inn til konunnár frá okkur Hogensen gegn- um opið yfir dyradróttinni. Samt notfærði konan sér eftir megni þessa velktu birtu sem aldrei hafði verið til tvískift- anna; hvenær sem af henni bráði tók hún til að duðra við ísaum sinn. Eg heyrði hana einusinni segja ömmu minni frá því einsog ekkert væri, að þær myndir sem hún saumaði væru minníngar hennar úr Himalæafjöllum; hún bætti því við að minníngar þessar stríddu svo á sig að hún gæti ekki á sér setið að klippa sundur hverja spjör sem hún eignaðist og sauma þær út; ennfremur að manni hennar hefði aldrei haldist á sokkum síðan þau giftust, því hún rekti þá upp til að hafa ísaumsgarn. Framhald í naesta blaði IN MEMORIAM Svafa Ogmundson, aged 99, of Stafholt in Blaine, Wash- ington, passed away there on June'8, 1979. Her death followed that of her husband, William, in November, 1978. Mr. and Mrs. Ogmundson had been married for 67 years. She is survived by two sons, Harold of Blaine, and Frederick of Ferndale, Washington; six grandchildren and three great-grand-children. Mrs. Ogmundson was born February 2, 1880 in Reykja- vik, the daughter of Jón Thorláksson and Guðný Thorleiísdóttir. In 1883, aft- er her íather’s death, she came with her mother to the United States. She grew up in Milton, North Dakota, in the home oí Haraldur Peter- son whom she regarded as a second father. She rememb- ered being in the same con- firmation class as Vilhjálm- ur Steíánsson, afterward to become the noted explorer and author. Svafa came west tö Bal- lard, Washington in 1901. While working there, she made several liíelong íriends She married William Og- mundson there on December 26, 1910. Six years later, they moved to the iamily homestead in Whitehorn, near Blaine, Washington. They lived for fifty years on the farm, and remained healthy and active through their eighties. They were particularly respected and treasured by their families. Mr. and Mrs. Ogmundson moved into Staíholt in 1966. Life began to slow down aft- er age 90, but it was a gradual and graceful decline Mrs. Ogmundson possessed a spirited and inquiring pers- onality, and she maintained a lasting interest in reading and poetry. She was one to enjoy a dramatic recitation. She was firm-willed and owned a spry sense of hum- or. She was long active in her Ladies Aid Circle. Mrs. Ogmundson’s grandchildren testify that her vinarterta was legendary and that their childhood memories of her are unforgetable. She was a member of Blaine Lutheran Church. Services were held on June 12, conducted by the Reverend Paul Hoch of Blaine Lutheran Church. Mr Charles Ogmundson ofíered a spoken tribute to the mem- ory of his grandmother. Bur- ial followed in Greenacres Memorial Park. + IN MEMORIAM

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.