Lögberg-Heimskringla - 12.10.1979, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 12.10.1979, Blaðsíða 1
93. ARGANGUR Winnipeg, föstudagur 12. október, 1979 NUMER 33 Sedlabanki íslands Aðc ! skri fst.ofa Aur vj rr> ' r,r; t i 111 Hoyk.avik, Iceland Preserves Herifoge — Assures Future ísienzkt f ramtak i Winnipeg VEITINGAHÚS Hringborðið (The Roand Table) er kennt við einn af frœgustu köppum allra tíma, Artúr konung. Ágæti hans er svo lýst í Breta Sögum: „Hann var mikill á vöxt, vænn að áliti, spekingur að viti, ör á fé, sterkur, haröur . og vopndjarfur, glaður og góður vinum, en grimmur ó- vinum, fastnæmur og forsjáll siðiatur og sigursæll, víð- frægur og að öiiu vel mennt- ur.” Fyrir sex árum fluttust þau hjónin Edda og Þráinn Kristjánsson með börnum sínum frá Reykjavík til Winnipeg. 1 stað skotsilfurs áttu þau hjón bjartsýni, og létu svo um mælt að ferðina vestur hefðu þau farið í til- raunaskyni. Ungur að árum hóf Þráinn störf við hótelrekstur heima á íslandi. Aflaði sér síðan menntunar í greininni í Reykjavik og fór að lokum til framhaldsnáms í Banda- ríkjunum. Þar lauk hann. prófum með frábærum vitn- isbui’ði við Minnesotaháskól- ann. Að því búnu hvarf hann aftur til starfa á ættjörðinni. Var þá hvort tveggja að hon um fannst, sér þröngur stakkur sniðinn og eins hitt að tilboð bárust um atvinnu frá eigendum Hringborðs- matstaöa i Bandarikjunum. Afréöu þau hjón því vestur- för. Atvinnuleyfi lágu þó ekki á lausu i Bandari’Rjunum, og þess vegna varð Winnipeg í Kanada fyrir valinu, en þar var Þráinn ráðinn fram- kvæmdastjóri nýs Hring- borðs og tók til óspilltra mál- ana og staríaði i anda vernd- ardýriings síns, Artúrs kon- ungs. Lét hann sér aldrei verk úr hendi falla nótt sem nýt- an dag, „vo á báðar” hendur eins og sagt var um konung. Sex árum síðar, eða nánar til tekið þann 1. október i haust, uröu þau hjón einka- eigendur Hrmgborðsins í Winnipeg. Teija margir þá stofnun meðál beztu veitinga húsa borgarinnar. Þráinn forstjóri bendir á að það sé afar titt meðal veitingahúsaeigenda um gjörvaila Noröur Ameriku að velja stofnunum sínum forn þemu, gæða þær sögu- legum þokka, skapa þeim menningariegt andrúmsioit. Hann valdi ser Artúr kon- ung og færöi honum að fórn hyggjuvit, þrautseigju og menntun. Umhverfis Hringborð þeirra Eddu og Þráins hanga skjaldarmerki konungsins. Þau eru eins konar vinargjöf kappans þeim til handa. Skjaldmeyjar bera gestum veitingar sem eru í ætt við skáldamjöðinn. Sá mjöður var óddáinsveig. Ekki verður heldur íram hjá því gengið að borð Art- úrs konungs var hringlaga. Hringurinn er máttugt tákn um framhald góðra hluta. — Hann á sér hvorki upphaf né endi og minnir að því leyti á dygðir konungs sem getið var við upphaf þessa máls og sagt er að ávallt muni prýða þá sem geyma skjald- armerki hans. VERSLUN Fyrirtækið Icelandia opnaði nýja búð i Winnipeg í gær, fimmtudaginn 11 október í vöruhúsi Eatons. Eldri búðin sem er á horni Osborne og River, verður og starfrækt áfram. Eigendurnir, Birgir Brynjólfsson og Jóhann Sig- urðsson eru ötulir við inn- flutning íslenzkra afúrða, og æ fjölgar þeim islenzku peys unum á hverju götuhorni. — Lagður íslenzku sauðkindar- innar er drjúgur. Fyrr á árum töldu menn sig hafa það fyrir satt að ís- lenzk ull væri til fárra hluta nýt, en nú er öldin orðin önn ur. Islenzkar ullarvörur eru orðnar vinsælar í Evrópu. — Ferðalangar segja þá sögu, að í Moskvu þyki enginn maður með mönnum nema hann eigi a.m.k. eina ís- RESIGNES POSITION AS PRESIDENT Because of ill health Stéfan Stefanson has resigned his position as president of the Icelandic National League of North America. He has been a member of the executive of the League since 1968. Stefan was the Tour Dir- ector íor the Icelandic Nati- onal League Charter to Ice- land in 1974 when a number of North American Iceland- ers went there to participate in the celebration of the llth centennial of permanent set- tlement in Iceland. At the annual convention of the League in 1975 he was * •». elected President and. has since held that position. He is a member of the Ice- landic Canadian Frón and the Gimli Chapter of the League. For a long time Stefan has been one of our most effici- ent promoters of increased cultural exchange between the North American-Iceland- ic communities and Iceland. Stefan is presently ernploy ed by the Province of Mani- toba as its Chief Sheriff. The next issue of Lögberg- Heimskringla will feature Stefan Stefanson’s successor, lenzka ullarpeysu, og nú eru víst Indverjar rétt. farnir að taka við sér, en í Indlandi eru kropparnir margir sem klæða þarf, og þá er víst tími til kominn fyrir islenzka bændur að fara að auka fjár stofn sinn og rækta ný beiti- lönd. 1 gamla daga voru afréttir i islenzkum fjalladölum mikl um mun betur nýttir en á siðari tímum. Þá var rekið, eins og það var nefnt, á hverju vori og þá mat ís- lenzka sauðkindin fjallaloft- ið meira en stállsystir hennar nú á dögum. En nú horfir vænlega í þessum málum. — Beitilönd eru nóg inni á há- lendi Islands. Þar eru grös- ugir dalir og kjarnmikill gróður í hlíðum, rétt eins og í þjóðsögunum gömlu, sem sagðar voru um útilegu- menn. Ekki er annað sýnna en að nú standi fyrir nýtt landnám íslenzku sauðkindarinnar, og veldur innflutningur þeirra Birgis og Jóhanns á ís- lenzkum ullarvörum til Kan- ada þar miklu um.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.