Lögberg-Heimskringla - 08.02.1980, Page 1
LÖGBERG
Siofa&ð 14. janúar 1888
Preserves Heritoge — Assures Future
94. ARGANGUR
Winnipeg, föstudagur 8. febrúar 1980
NUMER4
FRAMBJÓÐENDUR TIL
FORSETAKJÖRS
Guðlaugur Þorvaldsson Albert Guðmundsson
Pétur Thorsteinsson
1 leiðara þessa blaðs er í stuttu máli rætt um Forseta Islands og hið háa embætti
sem hann hefur gegnt.
Kjörtímabil forseta er fjögur ár, og hefst það 1. ágúst en lýkur 31. júlí. Kjör
forseta hins íslenska lýðveldis fór í fyrsta sinn fram á fundi Sameinaðs Alþingis
á Þingvöllum 17. júní 1944. — Var þá Sveinn Björnsson þáverandi ríkisstjóri
kjörinn til eins árs. Þjóðkjör forseta til fjögurra ára skyldi í fyrsta sinn fara fram
sumarið 1945. Sveinn Björnsson var þá einn í framboði og var því sjálfkjörinn og
einnig árið 1949. Hann lést snemma árs 1952. Fór fyrsta þjóðkjör forseta fram
þá um vorið. Voru frambjóðendur þrír, þeir Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri, —
Bjarni Jónsson, vígslubiskup og Gísli Sveinsson, fyrrverandi sendiherra.
Eins og kunnugt er, sigraði Ásgeir í þessum kosningum. Hann var síðan sjálf-
kjörinn árið 1956, 1960 og 1964.
Annað þjóðkjör fór fram vorið 1968. Voru þá frambjóðendur dr. Kristján Eld-
járn, þjóðminjavörður og dr. Gunnar Thoroddsen sendiherra. Dr. Kristján sigr-
aði og var síðan sjálfkjörinn árin 1972 og 1976.
Um síðustu áramót tilkynnti hann íslensku þjóðinni að hann yrði ekki aftur
í kjöri. Þrír frambjóðendur til forsetaembættisins hafa þegar gefið sig fram. —
Þykir tilhlýðilegt að gera nokkra grein fyrir þeim.
Guðlaugur Þorvaldsson
Guðlaugur Þorvaldsson er
fæddur árið 1924 að Járn-
gerðisstöðum í Grindavík,
sonur þeirra hjóna Þorvalds
Klemenssonar útgerðarbónda
og trésmiðs og Stefaníu
Tómasdóttur. Hann stundaði
nám við Flensborgarskólann
í Hafnarfirði, lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á
Akureyri vorið 1944 og em-
bættisprófi í viðskiptafræði
frá Háskóla Islands árið
1950. Hann gerðist sama ár
fulltrúi á Hagstofu Islands
og deildarstjóri frá árinu
1956.
Á vegum ríkisstjómarinn-
ar hefur hann unnið að rann
sóknum á ýmsum þeim mál-
um, sem lúta að verðlags- og
knupgjaldsmálum.
Árið 1960 var Guðlaugur
settur prófessor í viðskipta-
fræði við Háskóla Islands í
forföllum Gylfa Þ. Gíslason-
ar þáverandi menntamála-
ráðherra. Siðar var hann
skipaður i fast prófessors-
embætti og kjörinn rektor
Háskóla Islands. Þvi starfi
gegndi hann þangað til ný-
lega að hann var skipaður
sáttasemjari íslenska ríkis-
ins. Hann er kvæntur Krist-
ínu Hólmfríði Kristinsdóttur
úr Reykjavík.
Albert Sigurður
Guðmundsson
Albert Sigurður Guðmunds-
son er fæddur árið 1923 í
Reykjavík. Eftir brautskrán-
ingu frá Samvinnuskðlanum
vorið 1944 hélt hann utan til
tveggja ára verslunamáms í
Glasgow.
Hann gerðist atvinnumað-
ur í knattspymu og var um
árabil einn frægasti keppand
inn í þeirri grein í gjörvallri
Evrópu. Átti hann þá heima
í Glasgow, London, Nancy,
Milano, París og Nizza.
Víst má fullyrða að á knatt
spyrnuárunum væri Albert
einhvér frægasti Islendingur-
inn i heimi. Þetta var áður
en Halldór Laxness fékk bók
menntaverðlaun Nóbels og
Friðrik Ólafsson tók að
leggja fyrrverandi heims-
meistara að velli á alþjóðleg
um skákmótum.
Eftir að Albert lagði knatt
spyrnuskóna á hilluna hélt
hann aftur til Islands, og
gerðist stórkaupmaður í
Reykjavík og jafnframt um-
boðsmaður og ræðismaður
Frakka bæði í Hafnarfirði
og Reykjavík.
Hin síðari ár hefur hann
verið einn af þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins og vákið
á sér mikla athygli..
Kvæntur er Albert, Bryn-
hildi Hjördisi Jóhannsdóttur
frá Reykjavík.
Pétur Jens
Thorsteinsson
Pétur Jens Thorsteinsson er
fæddur í Reykjavík árið
1917, sonur þeirra hjóna Egg
erts Briems óðalsbónda í Við
ey og Katrínar Pétursdóttur
Thorsteinsson. — Hann lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skóla Reykjavikur vorið 1937
prófi í viðskiptafræðum frá
Háskóla Islands 1941 og em-
bættisprófi í lögum frá sama
skóla 1944. Gerðist hann þá
fyrst starfsmaður í utanrík-
isráðuneytinu í Reykjavík en
fór fljótlega til starfa í ís-
lenska sendiráðinu í Moskvu,
þar sem hann dvaldist til
1947, þegar hann varð full-
trúi í utanríkisráðuneytinu í
Reykjavík.
Árið 1950 tók hann við
stjórn viðskiptadeildar utan-
ríkisráðuneytisins og varð
deildarstjóri þess ráðuneytis
ári síðar.
Árið 1953 var hann skip-
aður sendiherra Islands í
Sovétrikjunum. Gegndi hann
þvi embætti næstu árin,
varð þá ambassador og náði
skipunarsvæði hans einnig
til Ungverjalands og Rúmen-
íu. Árið 1961 var Pétur skip-
aður ambassador Islands í
Sambandslýðveldinu Þýska-
landi og Grikklandi og jafn-
framt sendiherra í Júgóslav-
íu. Ári síðar var hann am-
bassador í Frakklandi og
jafnframt fastafulltrúi Is-
lands hjá Norður-Atlants-
hafsbandalaginu (NATO)
og Efnahags- og framfara-
stofnuninni (OECD). — Á
sama tíma var hann sendi-
herra í Belgíu og ambassad-
or í Luxembourg. Ambassad-
or Islands í Bandaríkjunum
varð Pétur árið 1965. Náði
skipunarsvæði hans þá jafn-
framt til Kanada, Argentínu,
Brasiláu og Mexíkó.
Pétur hefur verið fulltrúi
Islands á f jölmörgum alþjóð-
legum ráðstefnum og átt
sæti í mörgum nefndum sem
önnuðust samninga fyrir Is-
lands hönd við aðrar þjóðir.
Kona Péturs er Oddný
Elísabet Stefánsson frá
Reykjavik.
Þegar þau hjón dvöldust í
Washington, heimsóttu þau
Kanada nokkrum sinnum. —
Voru m.a. heiðursgestir á
einu áf ársþingum Þjóðrækn
isfélags Islendinga í Vestur-
heimi, sem hcddið var í
Winnipeg.
DR. THORVALAR
JOHNSON
MINNST í
DAGBLÖÐUM
Á fSLANDI
Þ^'ðjudaginn 15. janúar
birti Morgunblaðið í Reykja-
vík minningargrein eftir Ein
ar J. Siggeirsson um dr.
Thorvald Johnson.
Einar rekur þar æfiferil
Thorvaldar og hin ýmsu
störf hans í þágu visindanna.
Hann segir m.a.: Þrotlausar
rannsóknir Thorvaldar og
samstarfvmanna hans hafa
leitt til þess, að nú er í rækt-
un hveiti, sem er ónæmt fyr-
ir ryðsveppum og síðan 1954
hefur ekki brotist út hveiti-
ryðfaraldur í Rauðárdalnum.
Hann getur þess einnig að
Thorvaldur kom við á Islandi
á leið sinni frá Pakistan og
kynnti sér rannsóknir á
plöntusjúkdómum á Islandi.
Einar J. Siggeirsson starf-
aði við rannsóknir á hveiti-
ryðsrannsóknum í Fargo,
Norður-Dakota, og var það
árið 1946 að leiðir þeirra
Thorvaldar lágu saman, en
þá var hann sendur til Win-
nipeg frá Fargo til að starfa
með dr. Thorvaldi.