Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 08.02.1980, Qupperneq 2

Lögberg-Heimskringla - 08.02.1980, Qupperneq 2
”2. Lögberg-Heimskringla, föstudagur 8. febrúar, 1980 MINNING - HJÁLMAR VALDIMAR LÁRUSSON PRÓFESSOR f. 21. nóv. 1912 -d. 18. jon. 1980 Hjálmar Valdimar Lárusson fyrrum prófessor við Kenn- araháskóla Manitóbafylkis lést að sjúkrahúsi í Winnipeg 18. janúar síðast liðinn. Valdi, eins og hann var jafnan nefndur af kunnug- um, var fæddur á Gimli þann 21. nóvember 1912, sonur þeirra hjóna Guðrúnar Steinsdóttur og Pálma Lár- ussonar, Guðrún var upp- runalega frá Hryggjum í Gönguskörðum í Skagafirði, en Pálmi var dóttursonur Bólu-Hjálmars. — Valdi var yngstur 9 systkina, sem öll eru látin. Þau voru Ösk, Sig- ríður, Sigursteinn, Pálmi, Brynjólfur, Benedict, Jónina og Anna. Ungur að árum lauk Valdi prófi með ensku sem aðal- grein frá United College í Winnipeg og alllöngu síðar lauk hann gráðu í kennslu- fræðum við Manitóbahá- skóla. — Lengi vel starfaði hann við kennslu víðs vegar í norðurhéruðum Manitoba, síðar í Winnipeg. Var svo ráðinn að kennaraskóla fylk- isins og varð síðan um hálf- an annan áratug prófessor í kennsluvísindum, en hann lét þar af störfum fyrir fá- einum árum. Hann var jafn- framt. stunda'kennari (part- time lecturer) við Islensku- deild . Manitobaháskóla frá 1963-1977. Valdi naut trausts og virð- ingar meðal samkennara og nemenda, enda var hann frá- bærlega hæfur starfsmaður. Fyrr á árum var ekki ótítt, ef eitthvað fór úrskeiðis i skólum hér í Winnipeg, að fá Valda til að kippa þvi í lag. Hann var hæglátur maður í framgöngu en fastur fyrir og hafði einstakt lag á því að snúa óstýrilátum imglingum til góðrar hegðunar. Með sanni má segja að mikill hluti þess fólks sem nú kennir ensku víðs vegar um þetta fylki hafi í einn tíma eða annan verið nemendur Valda, en hann kenndi kenn- urum hvemig kenna skyldi, og hafa þeir hinir sömu þá vafalaúst lært hvað mest af sjálfum aðferðum meistar^ ans. Valdi var með afbrigðmn fróður um enska tungu. Orð- minni hans var með fádæm- um og tilfinningin fyrir skýr um og einföldum stíl bæði í mæltu máli og rituðu óbrigð- ul. Nemendur hans nutu hér ekki aðeins góðs af. Fjöl- margir aðrir gengu í smiðju til hans og hlutu ávallt úr- lausn. Við Islendingamir sem komu hingað vestur og þurftum strax að fara að böggla saman hinu og þessu á enska tungu eigum honum ekki lítið að þakka. Er í minnum haft hvgrnig hann þá hagaði tilsögn sinni og leiðbeiningum. — Fyrst leit hann alltaf á betri hliðarnar. „Það gegnir furðu hvað þú skrifar góða ensku eftir svona skamma dvöl í land- inu,” sagði hann oftast, en þetta var bara inngangurinn. „Mér datt aðeins í hug hvort ekki færi betur á að nota þetta orð”, sem hann svo tók til. „Ef til vill mætti stytta hér ögn”, bætti hann svo við. „Það er hreint engin nauð- syn”. Þannig kom hann til- lögunum á framfæri með stakri nærfærni. Þegar yfir lauk var eins víst að ekki stæði steinn yfir steini. — Meistarinn var þá búinn að lagfæra allt, endurrita og umbylta án þess að höfund- urinn, sem ásjár hafði leitað, yrði þess var. „Eg hef aðeins krotað í þetta á stöku stað,” sagði þá Valdi. Ef við, sem einlægt leituð- um á hans fund, lærðum ekki eitthvað af þessu, er það ekki hans sök. Valdi var í allri fram- göngu eins og enskur lávarð- ur. Hann var allra manna kurteisastur í smáu sem stóru, vandaður til orðs og æðis. Klæðaburður var eftir því, engin sundurgerð, en hver flík vönduð. Sama máli gegndi um heimilishald. — Hann var alla tíð einlátur, eins og Snorri segir í Heims- kringlu, og báru því húsmun- ir allir vitni hans eigin smekk. Voru og allir hlutir innanstokks með afbrigðum vandaðir, látlausir og hver á sínum stað. Hann átti sér- stætt safn málverka, góðra bóka, sjaldséðra og fallegra muna sem hann hafði kom- ið með norðan úr Indíána- byggðum, austan frá Ný- fundnalandi, frá Englandi og íslandi svo eitthvað sé nefnt. Fyrr á árum hafði Valdi mikinn áhuga á ferðalögum og lét það eftir sér að fara víða um lönd. öðrum þræði voru Evrópuferðir hans námsferðir. Sakir embættis síns taldi hann sér skylt að fylgjast vandlega með þróun mennta og kennslumála, sækja þing menntamanna, kynna sér menntastofnanir og um skeið var hann kenn- ari í London. Höfuðáherslu lagði hann þó á að kynnast fólkinu sjálfu í hverjum stað, lífs- baráttu þess og kringum- stæðum öllum. Kunni hann manna best að gera grein fyrir háttum þess og venjum í hverjum stað og kryddaði kennslu sína óspart með slík- um fróðleik. „Best sem geymir okkar önd/ er þó heima fengið”, mælti skáldið. — Valdi var fyrst og fremst gagnkunnug- ur sínu heimafylki. — Þar þekkti hann hverja byggð og óbyggðimar líka. Hann hafði náin kynni af helstu atvinnu- vegum og ekki voru hvað síst fróðlegar frásagnir hans af Indíánum. — 1 byggðum þeirra hafði hann dvalist langdvölum sem kennari, lög gæslumaður og ráðunautur í flestum málum. Hag þessa fólks bar hann mjög fyrir brjósti og vildi ekkert til spara að hann yrði sem vænstur. Valdi annaðist herþjónustu í kanadíska hernum frá 1940 -1946 og var honum veitt kapteinsnafnbót þegar hann lét af störfum. Á þeim árum dvaldist hann lengst af í Austur Kanada, einkum á Nýfundnalandi. Margt kunni hann frá þeim árum að segja varpaði það ailt samúðarríku og skemmtilegu ljósi á líf þeirra manna sem nauðugir viljugir verða ’að bera sér vopn í hönd og lúta heraga. Valdi var gæddur ríkri skopskyggni sem varpaði skemmtilegri birtu á hvað. eina sem hann fjallaði um. Hin þungbærari tegund al- vörunnar varð ávallt miklu léttari í viðurvist hans. Sjálf- ur gaf hann samferðamönn- um ekki ómerkt fordæmi. — Um árabil átti hann við heilsubrest að stríða og varð oft fyrir áföllum, en það var þó engu líkara en að honum yxi þrek við hverja ágjöf. — Hann hélt jafnvægi sínu og gleði á hverju sem gekk. Valdi var íslenskumaður með afbrigðum. Hann nam þá tungu fyrst og varðveitti hana og þroskaði með sér æ síðan. Við Manitóbaháskóla kenndi hann stúdentum nú- tímamálfræði íslenska í hálf- an annan áratug. Það starf féll honum betur en nokkuð annað sem hann lagði stund á á langri starfsævi. Mátti aldrei á milii sjá hvorir hlökk uðu meira til kennslustund- anna, kennarinn eða nemend umir. Þessara ára er gott að minnast. Þegar Valdi lét að fullu af störfum við íslenskudeild, varpaði einn af starfsbræðr- um hans fram þeirri spurn- ingu hvort háskólinn gæti ekki samið um það að hann kæmi í heimsókn a.m.k. einu sinni í viku rétt til að sýna sig á göngum, bjóða góðan daginn, ræða stuttlega um veðrið og þar fram eftir göt- unum. Slíkt myndi gera and- rúmsloftið betra og eyða grámuggu hversdagsins. Fram eftir ævi voru kynni Valda af Islandi afspumin ein. Síðar átti hann þess kost að fara þangað i sumarlanga heimsókn og nokkru síðar dvaldist hann þar um haust- mánuð. Þá kynntist hann fjölda nákominna ættingja og eignaðist vini. Hann hafði alltaf verið í andlegri nálægð við Island. Islenska var hans móðurmál og síðustu árin urðu upp- sprettulindir þess honum sí- fellt hugstæðari. Samkvæmt eigin ósk var hann kvaddur á. íslensku við látlausa og virðulega athöfn. Jarðneskar leifar hans voru þá að ösku orðnar. Lesnir voru kaflar úr klassískum og helgum ritum íslenskum og „Island ögrum skorið” fylgdi honum á eilífðarbraut. H.B. JON SIGURDSSON CHAPTER IODE SCHOLARSHIPS Cont. from page 1 recreational activities for children as well as the handicapped. Janet has enrolled in the faculty of Arts at the University of Winnipeg. Janet is the daughter of Mrs. Olof McMahon and the late Gerald McMahon of Brandon, Manitoba. ( landsstjörn ram með verð á Maairynnum ikna atvinnumoguleika. San g] k * iðveldum flutnir* "^^mfnum. aldsmenn óku utan spors og vegar latta ó er tækifærið að komast aftur a sponð. vaða ÐoWtur er bea. undir t>a5 bmrrn að fast «5. Verðbólgu Báa vexti Atvinnulaysi Dýra orku st6r ,oíor5'en V^ar , —um. Einu .oforðin sem beir s«ðu /0ru til óþurftar landinu. i~vsoödí? bafa framtíð kam^^mar-sabrnar Eða æskirðu skynsamlegrar yr , .. !! Friálslvndi flokkttrinn getur lahð i té. Hér er best að totta ekki á neitt. en kjósa oryggtð. SEtKIRK-MILLIVATNAMENN KJÓSIÐ TRAUSTAN eulltrua Bðl Shead bregst ykkur EKK. I* Authorized by the Bjii Shead Campaign Committe 8,11 sneaa Scikirk, Manitoba 229 Manitoba Ave., Phone 482-3444

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.