Lögberg-Heimskringla - 29.02.1980, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 29.02.1980, Blaðsíða 2
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 29- februar, 1980 UPPRUNI ISLENDINGA UM KENNINGAR BARÐA GUÐMUNDSSONAR Höfundur Gunnar Gunnarsson Útfararsiðir, Af Landriámabók má greina, að flestir landnámsmanna hafi komið frá vesturfylkj- um Noregs. Þessu til stuðn- ings hafa málfræðingar leit- azt við að benda á saman- burð þróunar íslenzkrar tungu og norsku mállýzkn- anna vestan f jalls. Með þessu telur Barði, að fræðimenn á- líti Islendinga vera af vest- norskum stofni. Þeirri kenn- ingu vísar hann á bug og máli sínu til stuðnings bend- ir hann á rannsóknir forn- minjafræðinga á útfararsið- um til forna. Mikill fjöldi dauðra manna grafa i ýms- um fylkjum Noregs hefur verið rannsakaður og hafa menn komizt að þeirri ör- uggu niðurstöðu, að mikið hafi þar kveðið að lík- brennslu á vikingatímanum. Bálfarargrafir eru taldar vera í miklum meirihluta. — Barði bendir síðan á, að á Is- landi hafi einnig fundizt og verið rannsökuð leiði frá vík ingaöld í ýmsum byggðar- lögum. Meðal leiða þessara er engin bálfarargröf. 1 ís- lenzkum bókmenntum er og hvergi á það minnzt, að lík- brennsla hafi átt sér stað sem helgiathöfn. Sérfræðing- ar ganga frá þvi sem gefnu og telja fullsannað, að bál- farir hafi ekki tíðkast meðal landnámsmanna á Islandi né afkomenda þeirra. — Barði spyr, hvernig unnt sé að samræma það, að Islending- ar hafi flestir komið frá Nor egi, en jafnframt hafi útfar- arsiðir þeirra verið gjörólík- ir útfararsiðum þeim, er tíðk uðust þar í landi. Á því fyr- irbæri telur hann vísindin enga viðunandi skýringu hafa gefið og sé þess ekki að vænta meðan menn ríghaldi í kenninguna um norskan uppruna íslenzku þjóðarinn- ar. I augum Barða er svarið einf alt, sem sé, að um leið og varþað sé fyrir róða kenn- ingunni um hinn vestnorska uppruna, blasi skýringin við. Hinir gerólíku útfararsiðir eiga rót sina fyrst og fremst að rekja til innflutnings er- lendra manna til Noregs, — manna, er komu frá landi, sem hafnað hafði hinum forna líkbrennslusið. — Lik- brennsla tíðkaðist meðal þeirra, sem fyrir voru í land- inu, en aðkomumennirnir héldu fast við menningu for- feðra sinna og grófu sína framliðnu að hætti hins gamla föðurlands. — Því sé ljóst, hvernig á standi hinum mikla mun á útfararsiðum Norðmahna og Islendinga í heiðni. Meginþorri þeirra manna, sem fluttu til Islands frá Noregi hefur verið af ættum aðkomumanna þar. Höfðingjar og almúgi 1 bók sinni ,,Kuml og Haug- fé" gerir dr. Kristján Eldjárn þessu fyrirbæri nokkur skil. Getur hann þess, að í öllum meginatriðum hafi öll Norð- urlönd verið eitt menningar- svæði frá alda öðli og séu veigamikil atriði í menningu Norðurlandaþjóða þeim öll- um sameiginleg. Það veki aftur á móti undrun, að á Is- landi hefur ekki orðið vart sumra þeirra atriða, sem fastlega hefði mátt búast við Það atriði, sem hvað mesta athygli veki er einmitt þessi munur á útfararsiðum. Get- ur dr. Kristján þess að þegar frá eru skildar Færeyjar og Grænland, er Island eina land ið á öllu víkingasvæðinu, þar sem engin brunakuml hafa fundizt. Þá getur hann þess, að líkbrennsla hafi verið fá- tíð í Danmörku á vikingaöld, þótt ekki hafi hún verið ó- þekkt. Mikill meirihluti kum- la í Svíþjóð er brunakuml og að því er Noreg varðar, þá kemur hið sama upp á bát- inn og Barði Guðmundsson byggir hluta kenninga sinna á: „Hlutfallið milli bruna- kumla í yfirgnæfandi meiri- hluta. Vestanfjalls er hlutur beinakumla til muna meiri." Ekki leitast dr. Kristján við að leysa þessa gátu til þraut- ár, en á hinn bóginn bendir hann á atriði, sem telja má, að óbeint renni stoð undir kenningu Barða- Dr. Kristj- án ræðir umbúnað kumla og getur þess, að hann haf i ver- ið íburðarmestur þar sem konungar og hástéttir ríktu. „Skjótt er frá að segja, að hér á landi hafa aldrei verið kuml af þessari glæstu teg- und, enda voru hér engir konungar. Islenzku kumlin verður að bera saman við kuml almúgans.....,Kemur þessi staðhæfing ekki illa saman við það, sem að ofan er getið, að á Islandi urðu jarlar og konungar ekki ráð- andi sem í Noregi, heldur voru allir frjálsbornir menn jafnir fyrir lögunum og nutu eins og sama réttar. Barátta gegn Óðni Ein ástæðan fyrir flutningi forfeðra Islendinga fráNor- egi var trúa.rfarslegs eðlis Haraldur hárfagri virðist hafa barizt gegn Óðinsdýrk- un, a.m.k- einum þætti henn- ar, seið. Með Islendingum var Öðinn guð skáldskapar, ANNAR HLUTI en slíkt mun ekki koma f ram annars staðar. Seiður var mikilvægt atriði í Óðinsdýrk un Islendinga og var seiður ein þeirra íþrótta, sem Öð- inn framdi og kenndi öðrum og í íslenzkum heimildum koma seiður og skáldskapur fyrir í sumum ættum. Einn- ig virðist hamremmi, Óðins- dýrkun og skáldskapur haf a haldizt í hendur, sbr. Egil Skallagrímsson og aðra Borg armenn. Seiðmennska var í litlu afhaldi hjá Haraldi og lét hann m.a. Eirík blóðöx gera ferð til Upplanda þar sem hann brenndi inni Rögn vald bróður sinn með átta tugum seiðmanna. Á dögum landvinninga kemur þjóð- stofn hofgoðanna til Dan- merkur og flyzt þaðan til Svíþjóðar. „Óðinn setti lög i landi sínu, þau, er gengið höfðu fyrr með Ásum." — Hann kenndi flestar íþróttir sínar blótgoðonum. — Voru þeir næstir honum um allan fróðleik og fjölkynngi. — 1- þróttirnar „kenndi hann með rúnum og ljóðum þeim, er galdrar heita. Fyrir því eru Æsir kallaðir galdrasmiðir." Öðinn og hofgoðarnir heita einnig „ljóðasmiðir, því sú íþrótt hófst af þeim á Norð- urlöndum" Það er því ætlun Snorra, að hin norræna skáld Iist og rúnamennt sé arfleifð Kortið sýnir norðurför Herúla Haralds var slík Óðinsdýrk- un upprætt með öllu- Vart er við pví að búast, að þeir, sem töldu seið og skáldskap fara saman, teldu sér sætt í Noregi. Seiðmenn og skáld fluttu til Islands á landnáms- öld. Með þeim hverfur drótt- kvæðalistin svo til alveg frá Noregi, þótt örfá skáld hafi dvalizt áfram við hirð Har- alds hárfagra, sem virðist hafa lagt mikla alúð á að hafa skáld við hlið sér. Blótgoðar og galdrasmiðir Barði Guðmundsson vitnar i Snorra Sturluson þar sem hann segir, að Æsir hafi. komið til Norðurlanda frá Svartahafslöndum undir for- ystu tólf hofgoða, er réðu „fyrir blótum og dómum manna á milli." Óðinn er þeirra æðstur og eftir mikla aðkomumanna í Noregi. — Þykir Barða einkum merki- legt, að Snorri skuli gera ráð fyrir norrænni sérmenningu, sem upptök eigi í hinum f jar lægu Svartahafslöndum við Donósa og þá einkum fyrir það, að vitað er, að þar átti eitt sinn heimkynni norræn þjóð, Herúlar, sem getið er um í ritum frá þjóðflutninga tímanum. Því er rétt að gera Herúlum skil eftir mætti og er heimildir um þá aðallega að sækja i rit Prókópiusar og Tacitusar. Herúlar Herúla verður vart á Svarta- hafssvæðinu árið 267. og ár- ið 268 við neðri hluta Rínar. Vestur-Herúlar eru taldir hafa skilið eftir sig heldur fátæklegan slóða frá sögu- legu sjónarmiði séð. Þeirra er nokkuð getið sem leiguher- manna með Rómverjum á fjórðu og fimmtu öld, en við upphaf sjöttu aldar hverfa þeir af sjónarsviði sögunnar. Það eru því Austur-Herúl- ar, sem Barði beinir athygli sinni að og til þeirra telur hann liggja rætur Islendinga — Hann fullyrðir, að rætur hins íslenzka stof ns haf i ekki sótt næringu í norska mold. Jafnframt segir hann, að lausn gátunnar um uppruna Islendinga sé þyngri þraut að leysa. „Samt mun lausnar leitað, og sé ég þegar glitta á götuslóða, er ganga má fram á leið. Hann skal rak- inn, svo langt sem ratljóst er inn í rökkur heiðinnar fyrnsku." Götuslóðann rakti Barði síðan austur til Svarta hafs, eða nánar tiltekið Az- ovshafs, þar sem talið er, að Herúlar hafi um tíma ráðið yfir öllu svæðinu frá Rosov til Odessa- Herhlaup og ósigrar Herúlar gerðu mikinn usla í ríki Rómverja á þriðju öld og herjuðu þeir þar með Got- um. Árið 267, þegar þeirra er fyrst getið, var merkisár í sögu Herula, a.m.k. frá hernaðarlegu sjónarmiði séð, þvi það ár nertóku þeir Byz- antium, sigldu niður Eyjahaf og gerðu usla mikinn hja Grikkjum, rupluðu m.a. Aþ- enu, Spörtu og Argos. Mikla heríerð gerðu Herúlar árið 269 á hendur Rómverjum en lítt varð sú ferð til f jár, því Kládius II, Romverjakeisari, gjörsigraði þá við Naissus (Nis i Júgóslavíu) og er tal- ið, að mikill hluti Herula hafi fallið þar fyrir Rómverj um. Um miðja fjórðu öld komust Herúlar undir yfir- ráð Austgotakonungsins Jör- munreks, en er Húnar brut- ust inn í Svartahafslöndin, urðu Austgotar að láta í lægra haldi fyrir þeim og sama varð hlutskipti Herúla. Er Húnaveldi leið undir lok, komu Herúlar sér upp öflugu ríki á síðari hluta fimmtu aldar í Ungverjalandi. Lang- barðar yfirbuguðu síðan riki Herúla rétt eftir miðja sjöttu öld og var þá drepinn kon- ungur þeirra, Hrólfur- Eftir það dreifast Herúlar. Marg- ir þeirra lenda í þjónustu austrómverska keisarans, en aðrir halda norður á bóginn. Víst mun talið, að aðallega . hafi þeir lagt leið sína til Danmerkur, en það er ein- mitt álit manna, að i upphafi hafi Herúlar verið hraktir suður á bóginn af Dönum. * Framh. í næsta blaði

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.