Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 07.03.1980, Qupperneq 6

Lögberg-Heimskringla - 07.03.1980, Qupperneq 6
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 7. mars, 1980 £ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ X ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ HALLDÓR LAXNESS BREKKUKOTS ANNÁLL HELGAFELL I 957 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Kanski giítum við okkum; og að ári ertu orðinn yfirkontór- isti hjá honum. Arið þaráeftir kanski undirforstjóri. Seinast eigum við bakaríið — ef það er bakarí; sláturhúsið ef það er sláturhús — þú og ég. Og þú spilar á kontrabassa með fléskdýrðarmönnum og stórkrínglubökurum á sunnudögum. Þegar Garðar Hólm var búinn að segja mér þcnnan part úr ævisögu minni lagði hann fyrir mig cina þá erfiðustu spurhíngu sem spurð hefur verið á leiði Gabríels höfuðeing- ils. Hanh sagði við mig: Hvað ætlarðu að gera. > Mörgum manni hefur vafist túnga um tönn að svara þess- ari spumíngu. Amma mundi segja: það sem þú ert sjálfur það ertu og annað ekki, sagði ég. Þar skjöplast kellingunni, sagði Garðar Hólm. Það sern maður er sjálfur, það er það eina sem maður er ekki. Það sem aðrir halda að maður sé, það er maður. Dettur þér í hug að keisarinn yfir Japan sé einhver keisari eða hvað? Nci hann er einsog hvur annar dauðans aumíngi. Þessvegna segir þú við stúlkuna: nei takk, ég ætla að verða veraldarsaungvari. Ég veit þetta er erfið stund í lífi þínu, hélt Garðar Hólm áfram. Þú virðir stúlkuna fyrir þér hátt og lágt, hvað hún hefur heilbrigðan litarhátt, hvað hún lagar vel á sér hárið: ellegar 'skaltu segja, þetta gaungulag með reistu spruði, eins- og sagt er á íslandi, maður guðs. Dettur þér í hug að betri kvenkostur verði fundinn í heiminum? Nú er þar komið æfin- týrinu að sonur kalls og kellíngar hefur fundið kóngsdótt- " urina: þú eignast bæði hana og kóngsríkið þann dag sem þú hættir saung. Hvað gerirðu? Þig setur hljóðan, sagði Garðar Hólm. Hún horfir á þi'; og væntir svars. En þú heldur áfram að þegja, því sú kona er ■ékki fædd sem mundi skilja þig. Hafi þig ckki grunað það áður, þá veistu á þessari stund að ekkert cr á jarðr'ki fu!l- komnara en kona — fyrir sitt leyti; og cins lángl og hún nær. Og þú kveður hana þegjandi og gcingur burt — ið eilífu. í nótt þegar þú ert kominn heim til þín larturðu niður hj.í þér það litla sem þú átt: eina sokka og skyrtu; og gömlui skóna sem þú hefur þegar blautt er um; og tvö hálsbindi af þvf þú ert fínn maður; og sjö snýtuklúta af því Franz. Schubert átti ekki nema sjö snýtuklúta þegar hann dó; auk þess ertu dáldið kvefsækinn einsog allir saungvarar. Og; mundu eftir bókinni þinni með raddmyndunaræfíngunum. Og passíusálmunum frá henni móður þinni á íslandi, gleymdu. þeim ekki kæri vin, því það á að leggja þá á brjóstið á þér þegar þú ert dáinn. Þú tekur þér fari burt úr borginni með- næturlest. Og þú kemur þángað aldrei aftur. Nú var þar komið ævisögu minni að það mátti sosum einu. gilda hvurju ég svaraði, enda sagði ég ekki neitt. Heyrðu, vertu ekki svona dapur í bragði góði. Þessu lík eru öll kvæði eftir Heine, það eru sveitamenn einir sem ekkL hlæa að þeim; eða kanski öllu heldur kalvínistar. Það er vani útí heimi ef einhver maður er verulega sorgmæddur á jjkvipinn á almannafæri, þá koma feitir menn hlaupandi með< lékkhefti á lofti og ráða hann á f jölleikahús; þeir kenna. soleiðis mönnum að ríða á hjólhesti sem fer í sundur þegar reynt er að stíga á bak, ellegar láta þá draga streingjalausa. fiðlu með sópskafti. Heyrðu, viltu ekki annars fara { saungkór til Vesturheims. vinur: hundrað dollarar á mánuði og ak frítt. Þarna er lukk- an komin innúr dyrunum hjá þér, slembilukkan, stráka- lukkan, sú ein lukka sem góður islendíngur viðurkennir,- happið. Og bráðum er enn komið til Vesturheims eitt af þessum. hátíðlegu þýskskandínavisku uppþembufélögum sem eiga að bera boð evrópumenníngarinnar og auka skilníng einnar heimsálfu á annarri. Slíkur viðhafnarfélagsskapur er auðvit- að allur uppáfærður í þann hábíðlega fatnað sem danir nefna kjól og hvítt, en amrikanar nota aðallega sem líkklæði. í Vesturheimi eru samsaungvar hinsvegar ekki tíðkaðir nema sem þáttur í skrípalátum, svo það vekur tvíefldan hlátur þeg- ar trúðarnir eru komnir í líkklæði. Þeir fáu skógarhöggsmcnn sem kaupá sig inn af frændrækni við saungmennina eru fljól- lega sofnaðir eða flúnir, og ekki eftir nema orðhvatir blaða- menn og kvensniftir sem eru að reyna að verða sér útum-trú- lofunarmann; eða f jölleikastjórar í leit að númeri. Nú vill svo til að þú ert beðinn að taka að þér einsaung í einu kórverki, við skulum hugsa okkur að það sé eftir Hándel. Þú stígur fram þegar þinn tími er kominn. Og ljósinu er beint nð þvi andliti sem er sýnu alvörugefnara en nokkur annar gadd- kaungull í hópi hinna líkklæddu berserkja. Þú upphcfur augu þín; og það er einsog fólkið vakni. Og þcgar þú lýkur sund- ur munni og fyrstu tónarnir eru að myndast í hálsi þér. knúð- ir af dýpstu æð hjartans, hm, nei við sleppum því: cinginn skilur hjartað. En það er samt lángt síðan sést hefur svona álvörugefið andlit í landi þar sem vikuritsbrosið er lýðskylda. .í saung ríkir auk þess lögmálið: „aldrei óbrosandi“, sempre sorridente. Tónn þifin upphefst með raddmyndun sem villist á hjarðljóði og herhvöt. Hjarðljóðið súngið af hetjutenór, það er sjálfut hjákátlegleikinn uppmálaður. Og hláturbrim- ið dynur yfir. Það var ekki undur þó nú byrjaði að fara um mig Alf- grím, og ég spurði snögt: Sýng ég þá sisona. Já sona sýngurðu, sagði hann. Þarna haíði bölvaður ís- lendíngurinn af að eyðileggja þessa þýskskandínavisku rig- urför um leið og. hún var hafin, og nú er það saungstjórinn sjálfur sem talar: það er viðbúið ef þú sýnir aftui á þér smettið í þessum kór, að við verðum allir kæfðir í hlátri hcr { Vesturheimi. Þú lökar þig inni í gistiherbergi um kvöldið og ferð citt- hvað að reyna að hugsa, þó slíkt sé tilgángslítið úr því sem komið er. Kanski segirðu lika við sjálfan þig: þettá er hon- ’um Garðari Hólm að kenna, honum sem sat á leiðinu hans Gabríels sáluga höfuðeingils og hlustaði á mig sýngja Alt einsog blómstrið eina yfir manni sem vantaði á andlitið, — það var hann sem kom því inn hjá mér að ég réði fyrir streing náðargáfunnar, þeim tóni sem næði til hjartans, og gæti kall- að fram þetta ónýta saltvatn sem við nefníun tár. Einmjtt þetta sama kvöld sem búið er að vísa þér af saung- brautinni þá veistu ekki fyren dyrum þínum er hrundið á gátt og nafnkunnur hljómleikahaldari stendur á gólfinu hjá þér og er tekinn til að faðma þig og kyssa. Kæra elskulega númer, segir hann og veifar tékkheftinu, þú geingur næst manninum sem sprlar með sópskafti á streinglausa fiðlu. Þú liefur í höfðinu þessi þreyttu vonlausu blóðhundsaugu sem slaga uppí sjálfan Grock. Ég færi þig í sjóstakk og sendi þig um þver og endilaung Bandaríkin með ærslabelgjum. Ég krefst einskis af þér nema þú sýngir þessa hlægilegu sóló eftir Handel, og sýngir hana fyrir sjálfan þig einsog þú gerð- ir í kvöld án þess að skifta þér nokkuð af þeim sem komnir eru að hlusta, —bara ef þú lofar að gjóta upp þessum maka- lausú íslensku augum nokkrum sinnum á meðan. Þegar hér er komið ævisögu minni hættir Garðar Hólm ■aftur að segja frá og spyr: hvað gerirðu nú? Mig lángar ekki til að verða frægur hálfbjáni, sagði ég. Hann svarar: Frægðin er jafngóð hvernig sem hún er feingin, góði. Frægðin er einsog gimsteinninn Koh-i-noor sem illvirkjar úr Púndjab stálu og gáfu einglakonúngi að hafa { kórónu sinni. Þetta þýskskandínavíska evrópumenníngar- félag sem þú varst bundinn hefur sagt þér að fara guði á vald í grátt brókarhald. A samri stund kemur anirískt skrípa- félag og býður þér alt það fé og alla þá frægð sem skrípa- Irúður getur eignast hér í heimi. Hvað cerirðu? Um það er að velja að verða hlægilegur harmsaungvari sem alstað- lar er vísað á dyr eða sorglegur skrípatrúður sem allar dvr standa opnar. Nú er að setja sér fyrir sjónir hvers maður f ÞÁ GÖMLU GÓÐU PAGA Þetta gerðist í fyrstu viku mars Arið 1977 Lögberg-Heimskringla segir frá því að kvæðið Dæmið ekki eftir dr. Richard Beck í norskri þýðingu dr. Ivars Orgland háskólakennara í Oslo hafi birst skrautritað í hinu víðlesna ársriti Norsk Jul, sem gefið er út í Oslo. Kvæðið orti Richard Beck á fyrstu árum sínum hér vestan hafs og var það upp- runalega prentað í Lögbergi en kom síðan út í fyrstu kvæðabók hans Ljóðamálum (Winnipeg 1929). O O Árið 1967 Sagt er frá því að áfengisfé- lagið House of Seagram hafi fengið leyfi hjá Manitóba- stjórn til þess að koma upp „meiri háttar brennivíns- bruggun”, á Gimli og verði fyrirtækið staðsett á 154 ekr um hálfa mílu fyrir norðan bæinn. O O Árið 1969 Hugleiðing um að miklar breytingar hafi orðið í upp- eldisfræðinni á síðustu árum. Ritstjóri er þá Ingibjörg Jónsson og segir hún eftir- farandi vísu hafa verið þulda yfir óþekktarormum i henn- ar ungdæmi ef mikið lá við- Það á að strýkja strákaling, stinga honum ofan í kolabing loka hann úti í landsynning og láta hann hlaupa allt í kring. Það á að strýkja stelpuna stinga henni ofan í mykjuna, loka hana úti og lemja’hana og láta hann bola kremja’ hana O O Árið 1961 Sagt er frá þvi að frú Kristín Thorsteinsson frá Gimli hefði á síðasta kvöldi nýafstaðins ársþings Þjóðræknisfélagsins verið kjörin heiðursfélagi fé- lagsins. oo Arið 1958 í fréttabréfi frá Los Angeles segir frá því að í janúar hafi heimsótt borgina Friðjón Þórðarson sýslumaður Dala- manna og alþingismaður. — Var Friðjón í boði Banda- ríkjastjórnar og á nokkurri hraðferð en hafði þó tima til að hitta marga Islendinga í Los Angeles

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.