Lögberg-Heimskringla - 11.04.1980, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 11.04.1980, Blaðsíða 4
4 Lögberg-Heimskringla, föstudagur 11 apríl, 1980 ilöghfrg- ijróttakragk Published every Friday by LOGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd. 1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue, Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 —- Telephone 943-9945 EDITOR: ASSISTANT EDITOR: PRESIDENT: SECRETARY: TREASURER: Typesetting, Proof reading and printing Gardar Printing Limited Subscription $15.00 per year PAYABLE IN ADVANCE — Second class mailing registration number 1667 — Haraldur Bessason Margrét Björgvinsdóttir T.K. Arnason Emily Benjaminson Gordon A. Gislason AÐ KALLA TIL ARFS Vesturíslenskar bókmenntir stóðu með miklum blóma um síðustu aldamót og fram undir þessa öld miðja. Á þeim árum komu út kvæðasöfn Stephans G. Stephans- sonar, ljóð Káins og Guttorms, sögur Jóhanns Magnús- ar Bjarnasonar, svo að eitthvað sé nefnt. Allir rituðu þessir höfundar að meira eða minna leyti um sína heimahaga hér vestan hafsins. Til að mynda eru land- nemasögur Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar með sterku sagnfræðilegu ívafi. Um áratugabil nutu þær mikilla vinsælda meðal íslenskra unglinga. Man ég glöggt eft- ir Eiríki Hanssyni. Sú bók var ein sú fyrsta sem ég las einn og óstuddur, og lestur hennar var upphaf kynna minna af Vesturheimi. Að vísu var ég þá of ungur til að gera mér grein fyrir landfræðilegri legu Vestur- heims, en vissi þó óljóst að hann væri annaðhvort vest- an Vatnsskarðs eða þá austan Öxnadalsheiðar. Engu að síður átti dálæti mitt á Eiríki Hanssyni rætur sín- ar að rekja til þess að höfundur hafði tekið sér fyrir hendur að lýsa bæði fólki og umhverfi sem hann sjálf- ur gjörþekkti. Djúp samúð með fólki og viðleitni þess var ríkasti þátturinn í persónusköpun hans og léði það viðhorf verkunum í heild svo notalegt yfirbragð að þau hlutu að verða hverjum lesenda minnisstæð. Ein af fyrstu vísunum sem ég lærði var eftir Káin. Hana kenndi mér Hjörtur Hjaltalín frá Mountain í Islandsferð sinni sumarið 1936. Vísan var hnyttin lýs- ing á ævintýralegu atviki sem skáldið hafði lifað og reynt á heimaslóðum sínum í Norður Dakóta. Ekkert vissi ég um hvaðan úr heimi Hjörtur Hjaltalín hefði komið eða hver Káinn væri. Hins vegar veitti vísan góða mér varanlegt samband við eina af þeim byggð- um sem ég síðar átti eftir að kynnast allnáið. Vesturíslensk skáld og rithöfundar voru á vissan hátt annálaritarar. Þótt þeir festu ekki beinharðar stað reyndir á blað, er í verkum þeirra að finna lífsreynslu samtíðarinnar. Mikill meirihluti þeirra manna sem skrifuðu bæk- ur á íslensku hér á vesturslóð var í heiminn borinn heima á Islandi. Ætt, uppruni og tunga sniðu þessu fólki stakk sem aðstæðnanna vegna gat ekki varðveist sem óbreytanlegt erfðafé í Vesturheimi. Því fer samt fjarri að hin íslensku verk brautryðjendanna hafi horf- ið lesendum hér vestra sporlaust. Fleiri hafa kallað hér til arfs á enskri tungu en tölu verði á komið. K. D. Valgardson er einn úr þeim hópi. Þótt rætur verka hans standi djúpt í jörð í Nýja íslandi, er veröldin þeirra vettvangur. H.B. Styðjið Þjóðræ'knisfélagið og deildir þess Susan Hodgson nýtur frelsisins og þeysir um á íslenskum gæ ðingi ISLENSKIR HESTAR TÖLTA FRÁ TORONTO TIL ALBERTA Fyrir allnokkru var þess get ið í Lögbergi-Heimskringlu að tveir tugir íslenskra hesta hefðu verið fluttir til Ontar- io. Þær Susan Hodgson og Robyn Hood, í samvinnu við eiginmann hinnar síðar- nefndu Phil, önnuðust þenn- an innflutning. Aðalbækistöð hestafólksins er á búgarði í Colgan, Ontario. Snemma síðastliðið sumar voru hestarnir fluttir til Al- berta og léku þar listir sínar á Calgary Stampede- Islenskir hestar eru þegar orðnir það vinsælir í Kanada að nú er í ráði að flytja inn til Ontario drjúgstóran hóp til viðbótar. Af blöðum má ráða að fólki hér vestra þyki mikið til koma ganggæða íslenska hestsins. — Torontoblöðum verður tíðrætt um töltið og nefna það einfaldlega tolt, en skýra það sem íslenskt orð fyrir running walk. Töltið er höfuðsérkenni íslenska hests ins. Óstaðfestar fregnir frá Texas herma þó að í þvi ríki sé hrossakyn sem hafi þenn- an gang, og sé hann nefndur flying walk. Ef rétt reynist um þá nafngift, lýsir hún all- vel því fyrirbærí sem um er að ræða. Á Islandi er það Samband íslenskra Samvinnufélaga ~ sem annast hefur alla fyrir- greiðslu um útvegun gæðing- anna. AN ICELANDIC CLUB REACHES THE EUROPEAN CUP F8NAL IN TEAM-HANDBALL To our North-American readers, team-handball may not rate high in popularity but in Europe it certainly does. In fact, most of the European countries con- sider it second to soccer. In Iceland, team-handball certainly replaces soccer during the winter months and every week thousands of spectators go to the different arenas to watch their team play. Iceland has always produced strong tearns, whether national or not, and foreign teams from Scandinavia, eastern and western Europe have time and again suffered defeat in “Laugardalsholl”, in Reyk- javik. Although the national team is rated as among the eight best in the World, its achievements at in- ternational level will not match the recent success of “VALUR” Reykjavik. For the last ten years Valur has been among the strongest teams in Iceland and qualified íov the European competitions almost every year. This year’s games have proved Valur as one of the strongest clubs in Europe. Having defeated Brentwood of England in the second round, they went on to eliminate Drott, the Swedish champions, finally to get by Athletico Madrid of Spain, to reach the final against Grosswaldstadt of West-Germany which will be played sometime in April. It must be mentioned that the Icelandic players are all amateurs, who work 8-10 hours daily and then go for practice at night, whereas most other European teams are all professional. Icelandic players have played professionally in, for example, Sweden, West- Germany, Spain and Denmark, but none of Valur’s players receives a krona for his efforts. Logberg-Heimskringla will publish the result of their European Cup Final as soon as it’s available. J.Th.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.