Lögberg-Heimskringla - 07.11.1980, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 07.11.1980, Blaðsíða 5
WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 7, NOVEMBER 1980-5 Ráðstefna Sameinuðu Þjóðanna um réttindamál kvenna framhald af bls. 2 ingartillögur, sem fram komu við frumgögn, var ofboðslegt. Fyrstu dagana komu félagar mínir jafn örvæntingarf ullar af nefndar- fundunum og ég gerði í Mexíkó, eyðilagðar yfir tímasóun í fánýt forms- atriði, hártoganir og síendurteknar samhljóða yfirlýsingar. En ef við skoðum reynslu okkar í litlum félags- einingum heimafyrir, þar sem allir tala sömu tungu og eiga sömu menningu, þá er ekki að furða þótt þungt sé í vöfum að ná samstöðu milli fulltrúa jafn ólíkra menninga og hagsmuna og hittast á svona ráðstefnu. Eg nefni sem dæmi aðstöðu kvennanna frá Iran, sem þarna áttu að standa fyrir máli þjóðfélagshátta, sem eru okkur svo gersamlega framandi, að þegar maður fær í hendur skilgrein- ingu Khomenis á hinu eina rétta siðgæði og hátterni, þá veit maður naumast hvort maður á að hrellast aða hlægja. Fulltrúi þeirra sagði eitthvað á þá leið í ávarpi sínu, að á tímum keisarastjórnarinnar hefði verið stefnt að því að gera íranskar konur eins og vesturlandakonur, innantómar og hugsunarlausar, kynferðislegan söluvarning. Nú væri hinn nýji þjóðarleiðtogi búinn að gefa .þeim lífstilgang og sjálfsvirðingu. -Og svo nældu þær skýlurnar sem kirfilegast undir kverk, svo þær fremdu ekki þá svívirðu að láta sjá í hár sitt. - Að sjálfsögðu hlýtur meginhluti málflutnings á svona ráðstefnu að snúast um kjör þeirra kvenna, sem verst eru settar í.heiminum. Fram var lögð skýrsla um þau áhrif, sem kynþáttaaðskilnaðarstefna Suður- Afríkustjórnar hefur á kjör blökkukvenna og eru það ófagrar lýs- ingar. Um vandamál Palestínukvenna skyldi einnig ræða sérstaklega, en skýrslan sem lá þar til grundvallar var fyrst og fremst um hina sjórnmálalegu þróun ágreiningsins milli Israels og Palestínuaraba, en ekki sérstaklega um kjör kvenna. Héldu ýmsir fulltrúar því fram, að þetta tvennt yrði ekki aðskilið og því yrði að taka afstöðu til málsins í heild, ekki sérstaklega stöðu kvenna. Vandamál flóttamanna voru sérmál, en þau bitna harðast á konum og börnum, sem og vandamál farandverkakvenna og innflytjenda. Mikinn fróðleik veitti mjög merkileg skýrslá, sem lögð var fram um rann- sókn, sem S.Þ. hafa látið gera á hlut- deild kvenna í landbúnaði í Afríku, Arabaríkjunum, Asíu og Kyrrahafs- svæði og Latnesku Ameríku. Þetta nefni ég sem dæmi um hve mörg og erfið vandamál voru til umræðu og hve margt fulltrúar þurftu að kynna sér áður en afstaða var tekin til mála. Daglega komu fram ný skjöl, nýjar tillögur og upplýsingaflóð frá fjölda þjóða. Sýndar voru kvikmyndir og flutt erindi, sem engin leið var að fylgjast með, þótt áhugavert væri. Venjulega er það með því skemmti- legasta á svona ráðstefnum að efna til persónulegra kynna við fólk af ýmsum þjóðum. Mér fannst það erfiðara þarna en oftast áður og kenndi ég húsakynn- unum að nokkru leyti þar um. Það var ákaflega erfitt að finna nokkurt nota- legt afdrep, matstaðir voru hálfgerð hjarðfjós, hávaðasamir og óvistlegir. Það sýndi sig líka, að alltaf var yfirfullt á svokölluðum blaðamannabar, því þar var afstúkaður flötur, ábreiða á gólfi og skot þar sem hægt var að talast við. Mikill fjöldi fréttamanna úr öllum heimshornum var þarna og leitaði frétta. Okkur spurðu þeir oftast um forsetakjörið og kvennafrídaginn 1975. Þetta hvorttveggja hafði náð eyrum ótrúlega margra, sem fyrir jafnrétti berjast og flestir virtust telja sjálfsagt, að íslenskar konur hefðu nú að öllu leyti veg og vanda af sínu þjóðfélagi til jafns við karla. Varð mér oft svarafátt hvernig þetta gæti samræmst þv-í, að engin kona væri ráðherra né sendi- herra og að aðeins 5% alþingismanna væru konur. Engin leið er að lýsa öllu sem fyrir augu og eyru bar þessa sumardaga. Fróðlegt var að hlusta á ávörpin, sem ýmist lýstu stórstígum framförum, sem sumun var þó tekið með fyrirvara, eða lýstu ófremdarástandi og að kannanir hefðu leitt í ljós, að versnandi efna- hagsástand hefði fyrst og fremst rýrt hlut kvenna og að ólæsi væri meira en nokkru sinni fyrr í þeim hópi. Starfsáætlunin sem samþykkt var fyrir næstu 5 árin, er ekki smá í sniðum. Vil ég af nokkru handahófi telja upp fáein atriði sem sýnishorn. Yfirskrift áratugarins er: Jafnrétti . framþróun . friður. Nú var bætt við yfirskriftina: Atvinna . heilbrigði . menntun. An þess að þessum frumþörfum sé fullnægt, verður jafn- rétti ekki annað en orðagjálfur. Starfsáætlunin skiptist í alþjóðleg, og þjóðleg markmið. Nú er lögð ríkari áhersla á jafna foreldrábyrgð en í Mexíkóáætluninni, sem og ýmislegt er varðar verndun barna. Nýr þáttur er um mikilvægi heilbrigðis kvenna, m.a. stúlkna á kynþroskaskeiði. Jöfn menntun á öllum sviðum og útrýming ólæsis er stór þáttur, er þar jöfnum höndum miðað viðbóklega og verklega fræðslu og mikilvægi þess, að konur fylgist með tækniþróun. Ríkisstjórnir eru hvattar til að setja tímatakmörk um framkvæmdir til að auka réttindi kvenna og konur skulu eiga fulltrúa á jafnréttisgrundvelli í öllum stofnunum og framkvæmdanefndum þróunar- mála, m.a. í landbúnaði og sam- vinnurekstri. Auka skal hlutdeild almannasamtaka (grassíroot organiz- ations) í ákvarðanatöku og framkvæmdum. Afnema skal raunvemlegan mismun í garð kvenna á vettvangi stjórnmála, auka hlutdeild þeirra í alþjóðasam- starfi og starfi fyrir friði, baráttu gegn kynþáttamisrétti, fyrir slökunarstefnu (detente) og nýrri og réttlátari skipan efnahagsmála heimsins. Ríkisstjórnir ættu að hvetja til stofn- unar almennra kvennasamtaka og leggja þeim fjármagn og starfslið til framdráttar jafnrétti. Kenna skal báðum kynjum heimilis- fræði, næringarfræði og barnauppeldi og hvetja stúlkur til að nema stærð- fræði- og vísindagreinar og yfirleitt annað en hefðbundnar kvennagreinar. Viðurkenna skal hinn mikla þátt kvenna í matvælaframleiðslu og sanna með hagfræðilegum rannsóknum. Meta ber til verðs ólaunaða vinnu og taka inn í þjóðhagsskýrslur. Tryggja skal konum til jafns við karla rétt til að fá og eiga ræktarland og aðgang að lánsfé til framkvæmda. Segir í inngangi starfsáætlunarinnar, að konur séu helmingur fullorðinna í heiminum, þær séu Vá af opinberu vinnuafli, en leggi þó fram 2/i allra vinnustunda, en hljóti aðeins 1/10 hlutatekna og eigi minna en 1% allra eigna. Enginn ágreiningur var um þessi og fjölmörg önnur atriði starfsáætlunar- innar. Því spyrja menn: Hvað varð þess valdandi að hún var samþykkt með 94 atkvæðum gegn 4 og að 22 ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, þeirra á meðal Island? Tvö atriði voru þess valdandi: Að leggja zíonisma, frelsishreyfingu Gyðinga, að jöfnu við kynþáttamis- rétti, nýlendustefnu, erlend yfirráð og aðrar þær óþurftarstefnur, 6em beri að afnema, og að í samþykktinni um aðstoð við Palestínukonur stendur, að þá aðstoð skuli veita í samráði og sam- vinnu við PLO Hópur Arabaríkja, Asíuríkja og nokkurra Suður-Améríkuríkja standa saman undir heitinu "Group 77" og þau fengust ekki með neinu móti til að víkja frá þessu orðalagi og þvinguðu það í gegn með yfirburða atkvæða- magni sínu. Var sérlega mikill fögnuður fulltrúa Arabaríkja er seinna atriðið var samþykkt. Flugræninginn Leilah Khaled sagði: Þetta var það sem við komum til að fá í gegn. Þrátt fyrir þetta lýstu fulltrúar þeirra landa, sem sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn starfsáætluninni því yfir, að ríkisstjórnir þeirra myndu virða ákvæði hennar í framkvæmd. Þarna gerðist nákvæmlega það sama og í Mexíkó. Valdahlutföllin innan S.Þ. eru þess: atkvæðislega séð. Samhliða ráðstefnu S.Þ. var í húsa- kynnum háskólans haldin ráðstefna fjölmargra kvennasamtaka, Forum. Lítill tími gafst til að kynnast henni, ég flutti þar aðeins stuttan þátt í umræðum um konur og frið, sem efnt var til á vegum þeirra, sem söfnuðu undirskriftum undir friðarákallið. An efa hafa skoðanaskipti verið frjálslegri þar en á hinni opinberu ráðstefnu, en sumir þóttust ekki hafa þar erindi sem erfiði, kannski vegna þess hve margt gerðist samtímis og erfitt var að fylgjast með. Samtímis ráðstefnunni undirritaði fjöldi þjóða samning um afnám alls misréttis gegn konum, en svo sem um aðra samninga S.Þ. þurfa 20 þjóðþing eða ríkisstjórnir að fullgilda hann áður erí hann tekur gildi sem alþjóðalög: Einar Agústsson undirritaði samning- inn fyrir íslands hönd ásamt Helvi Sipilá fyrir hönd S.Þ. Ég hef sagt á öðrum stað, að það sé eins og að standa í straumvatni og ætla að greina það í dropa, að velja atriði til frásagnar af þessari stóru ráðstefnu. En þar efldist sú sannfæring mín, að hvorki verði um jafnrétti, þróun né frið að ræða í framtíðinni nema mannkynið læri að líta á sig sem eina heild. Jörðin okkar er ekki stærri en svo né auðlind- ir hennar meiri en það, að án gagn- kvæmrar virðingar og vináttu þjóða í milli, eigum við pkkur enga framtíðar- von. DUPONT CIRCLE / by Allen & Hatley Jim Skaptason sendi okkur þessar myndasögur um íslendinga sem birtist í Washington Post.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.