Lögberg-Heimskringla - 05.12.1980, Síða 4
4-WINNIPEG, FOSTUDAGUR 5. DESEMBER 1980
Ritstj órnargrein
Grikklandsför Halldórs Laxness
Grikklandsárið er heiti síðustu bókar
Halldórs Laxness. Þar er að finna
endurminningar hans frá 19. ári
ævinnar, en þá var Laxness þegar
orðinn það þekktur rithöfundur að
bókmenntamenn könnuðust við hann.
Sautján ára að aldri gaf hann út
fyrstu skáldsöguna, en það var á því
herrans ári 1919. Getur nú hver sem
vill reiknað út aldur skáldsins. Við lok
Grikklandsárs stendur ártalið 1980, og
má þá hver sem vill reikna út lengd
rithöfundarferils með þeim fyrirvara
þó að ýmislegt var prentað eftir Hall-
dór áður en fyrsta skáldsaga hans sá
dagsins ljós. Tími og magn eru afstæð
hugtök í bókmenntamati, en koma þó
óneitanlega í hug þegar í hlut á höfund-
ur sem óhikað heldur stefnu á sjö-
unda áratugi starfsferils síns. Halldór
hefur því ekki einungis aflað sér meiri
frægðar en aðrir íslenskir höfundar á
20. öld. Hann hefur reynst þolnastur
þeirra allra, og lokamarkið virðist
ennþá langt undan.
Halldór Laxness ræðst ekki lengur í
sams konar stórvirki og fyrrum, en
lætur nú meir hljóma tvíleik gaman-
semi og eilítillar græsku. Sambland
beggja þátta er að finna í heiti Grikk-
landsársins. Lesandi hyggur við
upphaf lesturs að sig hafi misminnt,
Laxness hafi ungur lent í Grikklandi
fremur en Belgíu eða einhverjum
öðrum stað með mikil fyrirheit. En
eftir því sem líður á verkið, hverfur
misminnið. Bókin er sumsé um ferð
sem aldrei var farin. Skáldið hefur að
vísu heitið för til Grikklands, en ljón
verða á vegi svo henni lýkur austur á
Hornafirði.
Bók Laxness er safn smámynda sem
brugðið er upp frá nýstárlegum sjónar-
hornum. Þar birtist fjöldi samferða-
fólks af ólíkustu stéttum og stigum.
Sumir eru rithöfundar eða spekimenn,
aðrir athafna-og menntamenn, prestar
eða almúgi.Flest þetta fólk er fyrir
löngu horfið af sjónarsviðinu, og fær
hér verðugan orðstírsauka, þvi að allt
hefur það nokkuð til síns ágætis, og,
víst fær hér margur sinn skerf, sem á
öndverðri öldinni átti þátt í mótun
íslensks mannlífs. Eftirminnilegar
verða myndirnar sem Halldór bregður
upp af æskuvini sínum Einari Olafi
Frá Iokafundi kirkjuþings.
Frá nýafstöðnu 12. kirkjuþingi
Kirkjuþing var haldið í Reykjavík í
byrjun nóvember. Þar bar það meðal
annars til tíðinda að samþykkt var
samhljóða á þinginu frumvarp um nýja
handbók kirkjunnar og var lagt til að
handbókin yrði gefin út til reynslu
fyrst í stað. Luku embættismenn upp
einum rómi um að það væri mikil
gleðistund fyrir íslensku kirkjuna að
samstaða hefði verið um frumvarpið
og að nú fengju prestar til notkunar
hina langþráðu handbók.
Þá samþykkti þingið einnig frum-
varp til laga um biskupskosningu þar
sem gert er ráð fyrir hlutdeild leik-
-manna við biskupskjör. Skuli kjörnir
leikmenn eiga kosningarétt auk
þjónandi presta og prófasta og kennara
guðfræðideildar.
Frumvarp þetta er samið af Ármanni
Snævarr hæstaréttardómara, en það
fer nú til meðferðar hjá kirkjumálaráð-
herra og Alþingi. Nái frumvarpi þetta
fram gæti kjör biskups á næsta ári
orðið eftir hinum nýju lögum.
Þetta kirkjuþing var síðasta kirkju-
þing núverandi biskups Islands hr. Sig-
urbjörns Einarssonar því á næsta ári
lætur hann af embætti og kosinn
verður nýr biskup.
Lögberg - Heimskringla
Published every Friday by
LÖGBERG- HEIMSKRINGLA INCORPORATED
1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue,
Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-99.45
EDITOR: Haraldur Bessason
ASSISTANT EDITOR: Margrét Björgvinsdóttir
SECRETARY: Emily Benjaminson
Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd.
Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE
$20.00 in Iceland
— Second class mailing registration number 1667 —
Sveinssyni prófessor, einum þeirra fáu
sem minnst er og enn lifa. Sama máli
gegnir um rithöfundana Friðrik Á.
Brekkan og Jóhann Jónsson. Séra Hall-
dór Kolbeins skipar eftirminnilegt
rúm. Loks má ekki gleyma nafnlausri
alþýðu svo sem ungmeyjum í Mos-
fellssveit sem syngja Sólskríkjuna við
undirleik Halldórs sjálfs eða þá út-
jaðarsbændum sem gista prestssetrið í
Flatey og voru "svo bláókunnugir í
tilverunni að þeir heilsuðu sjálfum sér
með handabandi í þeim stóra konsúls-
spegli sem stóð við vegg í stofunni."
Mál og stíll er frá liðinni tíð, og frá
orðunum berst ilmur úr fjalli og túni.
Margur spekingurinn kemst langt með
að leysa lífsgátuna, og bjartsýni ræður
víða ríkjum meðal fólksins. Þetta er sú
góða og gamla tíð þegar vammleysið
sat enn í fyrirrúmi á flestum bæjum og
viskan bjó í hverju hjarta. Þeim sem
komnir eru á miðjan aldur eða meir
finnst þeir hafi þekkt þessa tíma eða þá
a.m.k. haft spurnir af þeim. En þeir
eru horfnir og koma aldrei meir, og í
minningunni verða þeir að ljúfsárum
trega.
Heimspekikerfi samtímans eru létti-
lega afgreidd í þessari bók stundum í
örfáum orðum, og skemmtilegar eru
hugleiðingarnar um framrás menn-
ingarinnar. Þar kemur ýmislegt í ljós
eins og til að mynda grískuleysi
frelsarans. Ugglaust gætu ýmsir dund-
að við að leiðrétta sagnfræði Halldórs
og bent á að sums staðar væri hnikað
til smáatriðum. En svona bók þarf ekki
að vera sagnfræðilega pottþétt. Hún er
í ætt við goðsögnina sem fer efra
skýjum í hæfilegum fjarska frá bág-
indum raunheimsins. Goðkynjað
tungutakið er einatt runnið úr djúpum
dali eða seltu sjávarins með ströndum
fram.
Enda þótt Grikklandsreisa Halldórs
Laxness verði gagnleg heimild við
rannsóknir á verkum hans, stendur
hún ein og óstudd á eigin grunni sem
tákn um styrk þann sem ávallt er að
finna í íslenskri menningu og tungu
þegar rétt er knúið á dyr. Ennfremur er
hún sönnun þess að maðurinn á kross-
götum hefur enn ekki bekkst til við
Halldór þótt lengi og víða hafi skáldið
um heiminn ratað.
Land og synir fær góða
gagnrýni í "Variety"
Sagt var frá því hér í blaðinu í haust
að verið væri að sýna þrjár íslenskar
kvikmyndir í Bandaríkjunum.
Ein þessara kvikmynda - Land og
nir (Land and Sons) var til umfjöllun-
í bandaríska tímaritinu Variety í lok
október og fer höfundur gagnrýni lof-
samlegum orðum um kvikmyndina, en
hana sá hann í Museum of Modern Art
í New York þann 24. október.
Hér á eftir fara skrif "ROBE" úr
Variety:
"Isfilm (Reykjavik) release of a Jon
Hermannsson production. Features en-
tire cast. Directed by Agust Gud-
mundsson. Screenplay Gudmundsson
based on a novel by Indridi G.Thor-
steinsson: camera (color). Sigurdur
Sverrir Palsson: music. Gunnar Reynir
Sveinsson. No other credits provided.
Reviewed at the Museum of Modern
Art October 24, 1980. Running time:
94 minutes.
Cast: Sigurdur Sigurjonsson, Jon Sig-
urbjornsson, Gudny Ragnarsdottir,
Jonas Tryggvason.
The filmmaking company, Isfilm, is
from one of the world's oldest coun-
tries, Iceland, and one of thé world's
newest filmmaking nations. It may be
a late starter but this early Icelandic ef-
fort is a worthy attempt at trying a new
approach to an old theme and, for the
most part, it works. The relatiónship is
between a farmer and his son and the
unavoidable separation of the genera-
tions. The boy, at least, hangs on to the
family farm until after his father's
death but can't wait much longer to
Guðný Ragnarsdóttir — „Candice
Begen á táningsaldri".
shed his ties with the land and the peo-
ple who work it. What he will seek in
the city isn't defined but it's the
change that is important.
Young director-screenwriter August
Gudmundsson did his apprenticeship
at the National Film School in London
and at home on television. This first
feature shows the result of sticking to
the first law of filmmaking - surround
yourself with skilled technicians.
Sigurdur Sverrir Palsson's color
camerawork makes what is generally
considered a,cold land look warm and
inviting. Indeed, one wonders if any
other farms (possibly in New Zealand)
have such a combination of rich land
and spectacular scenery.
Most of the film's acting falls on the
sturdy shoulders of young Sigurdur
Sigurjonsson but he's given plenty of
support by a stunningly beautiful
young actress. Gudny Ragnarsdottir (a
teenage Candice Bergen). Most of the
character people are also topnotch. A
very worthy beginning - Robe."