Lögberg-Heimskringla - 05.12.1980, Side 6
6-WINNIPEG, FOSTUDAGUR 5. DESEMBER 1980
Snorri Rögnvaldsson
Sensúrinn
Ófagrar aðfarir
Það kom í hlut Englendinga að
hreinsa til í Danmörku að stríðslokum.
Meðan á ófriðnum stóð, óðu dönsku
nasistarnir þar uppi og fólk hlynnt
Þjóðverjum var hvarvetna.
En nú brá svo við að þeir voru allir
horfnir eins og jörðin hefði gleypt þá.
Ég var um þessar mundir staddur í
Álaborg. Menn smöluðu nú saman
stelpunum sem höfðu verið vinkonur
þýskaranna meðan á hernáminu stóð
og teymdu þær á torgið. Þar voru fötin
rifin af þeim og þær tjargaðar á
bakhlutanum. Síðan settar ofan í fiður-
bing. Þetta fundust mér ófagrar
aðfarir. En fólkið var í vígamóð og nú
þurfti að hefna sín á einhverjum.
Næsta dag fór ég með lestinni til
Kaupmannahafnar, fékk þar herbergi
hjá gömlu vinafólki og fór að líta í
kringum mig.
Atvinnuleit
Það var enga vinnu að fá neinstaðar,
allt á ringulreið. Égspígsporaði fram og
aftur í heila viku án þess að finna
nokkuð að gera. Þá rakst ég einn
daginn á gamlan vin Geir Arnesen.
Hann var í Kaupmannahöfn að læra
efnaverkfræði. Við settum okkur nú
inn á næstu krá og fengum okkur
bjórglas. Sagði hann mér meðal annars
frá því að Englendingar væru nú að
setja upp net til að veiða í nasistana,
Þeir væru búnir að ráða margmenni til
að lesa bréf, sem þeir hefðu hertekið og
fyllt hefðu marga járnbrautarvagna og
væru svo að setja á laggirnar SENSÚR,
það er að segja símahleranir.
Geir hafði verið hjá formanni ís-
lendingafélagsins, herra Bartels,
kvöldið áður og hann hafði þá skýrt
honum frá því að þangað hefði verið
leitað eftir háskólagengnum manni
sem kynni íslensku og fjögur önnur
mál til að hlusta í símann.
Tungur tvær og nokkrum betur
Ég gat ekki fallist á að þetta hefði
nokkuð með mig að gjöra, ég væri bara
múrari, enginn háskólamaður. ''Sjáðu
nú til," sagði Geir, "þú kannt íslensku
og norðurlandamálin og ert góður í
þýsku. Þú verður að gangast undir
einhverskonar próf en ég held þeir
gleymi háskólamenntun ef þú stendur
þig að ?ðru leyti." Við skildum svo í
það skiptið.
Ég var nú að velta þessu fyrir mér
nokkra klukkutíma og komst að þeirri
niðurstöðu að best væri að reyna
gæfuna. Fór ég því stax á þýðingaskrif-
stofuna.
Eftir að ég hafði sagt stúlkunni sem
tók á móti mér hvert erindið væri, varð
ég að bíða nokkra stund. Síðan var mér
visað inn á skrifstofuna.
Þar sat hár og myndarlegur maður
með rautt hár og skegg, auðsjáanlega
enskur menntamaður. Seinna komst ég
að því að hann var sérfræðingur í
norðurlandamálunum og þýsku.
Hann tók mér vel, við spjölluðum
um daginn og veginn og svo sló hann
yfir í þýsku. íslensku kunni hann ekki.
Þetta var ekki stórvægilegt próf. Hann
stóð upp og sagði mér að koma með
sér.
Við komum inn í stóran sal. Þar sátu
100 manns eða meira. Allur var
salurinn þéttskipaður skiptiborðum
(switch boards) líkt og maður sér í
anddyri stórra hótela. Ég var nú kynnt-
ur fyrir yfirmanni stofnunarinnár,
New site selected for
cut-your-own yule tree
in Manitoba
A new site has been selected this
year where Manitobans may cut their
own Christmas trees. The new site, re-
placing the old Richer cutting area, is
situated east of Beausejour, a short
distance west of the Agassiz Provincial
Forest.
To reach the cutting area, motorists
are advised to travel east on PTH No.
44, 11 Vá kilometres (seven miles) east
of the junction of PTH No. 12 and PTH
No. 44. They must then turn north on
Plowed Road for 3.2 kilometres (two
miles). Directional signs will be posted
along PTH No. 44.
Beginning November 24 and closing
December 24, trees may be cut Mon-
day through Thursday between 8 a.m.
and 5 p.m. and Friday through Sunday
from 8 a.m. to 7 p.m. The cost is 25
cents for each tree taken, up to a limit
of three trees per vehicle. Free cutting
permits are available on the site.
For the convenience and use of peo-
ple going out to the area, picnic build-
ings and comfort stations will be avail-
able.
Alafoss annar ekki
eftirspurn eftir
handprjónuðum flíkum
Haft er eftir Ólafi Ottóssyni fram-
kvæmdastjóra söludeildar Álafoss fyrir
skömmu að fyrirfækið fengi hvergi
nærri það magn af handprjónuðum
vörum og það gæti selt. Hann kvað
eftirlíkingar á íslenskum prjónavörum
hafa verið framleiddar árum saman
erlendis, en sagði að fram að þessu
hefði íslenska framleiðslan verið ofan á
í þeirri samkeppni. Álafoss flytur út
handprjónaband af ýmsum gerðum.
Bandið sem notað er í vélprjónaða
fatnaðinn er hins vegar ekki fiutt úr
landi og taldi Ólafur að íslenskt band
væri ekki notað í eftirlíkingar á ís-
lenskum vörum.
Snorri Rögnvaldsson.
sagði sá enski að ég væri ráðinn að
íslenskudeildinni.
Ekki í kot vísað
Var mér nú vísað yfir að tvöföldu
skiptiborði, kennsluborði og sat þar sú
fallegasta stúlka sem ég hafði lengi séð.
Hún hét Sara og var dóttir formanns
félagsins sem ég hefi áður minnst á.
Átti nú Sara að kenna mér í 14 daga
áður en ég yrði útskrifaður.
Það var nú heldur ekki í kot að vísa
að sitja hjá þessari gyðju í 14 daga upp
á fullt kaup sex tíma á dag. Sara var
ákaflega væn stúlka og við urðum fljótt
góðir vinir. Það var engum vanda
bundið að læra á skiptiborðið, ég held
að eftir daginn hafi ég verið fullnuma.
Við sátum nú saman þessar tvær
vikur en vorum svo skilin að. Nú fékk
ég mitt eigið borð. ísland var aðeins
inni fjóra tíma á dag tvo fyrir hádegi og
aðra tvo seinnipartinn.
Það var vanalega nóg að gera fyrir
okkur bæði. Við urðum að skrifa niður
það helsta úr hverju samtali og skila
því jafnóðum upp að háborðinu. Það
var þarna íslensk stúlka, Sigríður
Guðmundsdóttir. Hún vann í annarri
deild en átti að vera til taks ef
annaðhvort okkar Söru væri forfallað.
Ég kynntist Sigriði betur síðar.
Tvöfalt kaup
Ég held ég megi segja að þetta væri sú
besta vinna sem ég hefi haft um
dagana. Sitja þarna sex tima á dag
(stundum var yfirvinna) og fá borgað
tvöfalt múrarakaup.
En allt tekur enda. Eftir tæp tvö ár
var þessu hætt. Ég hefi ekki tekið fram
að sensúrinn var aðeins fyrir
utanríkissamtöl. Og þar sem sam-
bandið við ísland var aðeins fjóra tíma
á dag, hlustuðum við tvo tíma á önnur
flQQQQQQQ Q Qe^
Q
* QUALITY PRODUCE *
* TABLERITE MEATS *
FREEZER BEEF AVAILABLE
For Friendly Service
Shop at
GIMLI IGA
FOODLINER
14 Centre St. — Gimli
WE DELIVER
PHONE 642-5995
§ Q QQQQQQQ Q 0-
lönd. Vanalega Norðurlöndin, Noreg
eða Sviþjóð.
Ekki held ég að neitt hafi slæðst í
netið hjá okkur Söru. Við áttum að
merkja skýrslurnar með rauðum krossi
í hornið hægra megin að ofan ef eitt-
hvað var athyglisvert, það kom aðeins
tvisvar fyrir mig.
Okkur var sagt upp með mánaðar
fyrirvara svo ég hafði nokkurn tíma til
umhugsunar.
Helst var ég að hugsa um að fara
heim til Islands. Þetta var nú orðin sex
ára útivist. Þá var okkur tilkynnt einn
daginn að við gætum unnið sex mánuði
áfram við þýskan bréfalestur ef við
stæðumst lestrarprófið.
Ég fór nú aftur að sjá þann enska
með rauða skeggið. Hann lét mig lesa
þýskt bréf og sagði allt í lagi.
Aðalstöðvar Þjóðverjanna höfðu
verið í Vesterport meðan á stríðinu
stóð, en nú höfðu enskir tekið þessa
stóru byggingu í sína þágu. Þar fór
meðal annars bréfalesturinn fram.
Þegar fyrsta daginn varð Sigríður
Guðmundsdóttir á vegi mínum. Hún
hafði tekið til starfa daginn áður. "Þú
getur setið við sama borð og ég," sagði
hún. Það er alltaf gaman að hafa landa
að tala við.
Þýsku bréfin með gotneska letrinu
stóðu talsvert í mér en ég las þau sem
•Siskrifuð voru með okkar letri.
Þessir sex mánuðir liðu fljótt í sam-
vinnunni með Sigríði. Og nú var komið
að heimferðinni.
Dvölinni í Danmörku var nú lokið.
Ég fór til íslands og fljótlega þaðan til
Kanada 1950T
YARN
PARADISE
Yams, Lopi and Tvinnaður
Lopi Fabrics, Phentex,
Knitting and Sewing
Patterns and Accessories,
Studio Knitting Machines
and
NECCHI
SEWING MACHINES
Proprietor: Helga Johnson
376-2711 ARBORG, MAN.
I IMC
FAMILYIFUNERAL
COUNSELLORS
Winnipeg’s only
Bardal family-owned Funeral Service
984 Portage at Aubrey St.
Winnipeg, Manitoba R3G 0R6
Telephone 786-4716