Lögberg-Heimskringla - 30.01.1981, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 30.01.1981, Blaðsíða 4
4-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 Ritstj órnargr ein íslendingar eru söngglöð þjóð. Hvort þeir syngja öðrum þjóðum betur, skal ósagt látið, en varla mun nú sá Islendingur uppi að ekki eigi hann einhver ítök í söngsveit eða kór. Hvert hérað á íslandi á sinn kór, karla-, kvenna- eða blandaðan kór (samkór). Kirkjukórar eru ótelj- andi. Lögreglumenn hafa sína kóra (það eru enn karlakórar), átthagafé- lögin í Reykjavík efna oftlega til samsöngva. Kór kvennadeildar Slysavarnarfélags Islands kannast margir við. Varla mun sá skóli á Islandi að ekki starfi þar að minnsta kosti einn kór, blandaður eða óblandaður. Islenskir kórar eru í mörgum til- vikum aðiljar að stærri samböndum söngfólks. Til að mynda gerði Samkvæmt upplýsingum Seðla- banka Islands virðist aukning útlána hafa verið um 56% á árinu 1980, en innlánsaukning 65%. * * * Viðskiptabankarnir hafa í samráði við Seðlabankann gert með sér sam- komulag um áframhaldandi aðhald í útlánum næstu mánuði og tekur það m.a. til allrar skammtíma fyrir- greiðslu bæði til einstaklinga og fyrirtækja. * * * Um áramót voru rösklega 6.7 milljarðar gamalla króna í hinum ýmsu deildum Verðjöfnunarsjóðs Fiskiðnaðarins. Staða freðfiskdeild- arinnar hefur verið neikvæð síðan í haust. * * * Um 75 - 80 prósent af gömlu myntinni hefur þegar verið skipt. * * * Miðstjórn Alþýðusambands Ís- lands hefur í ályktun mótmælt fyrir- huguðum verðbótaskerðingum og orðnum hækkunum á opinberri þjónustu og áskilur sér rétt til aðgerða síðar til að tryggja kaupmátt launa. Bandalag Háskólamanna og Karlakórasamband Norðurlands sér stundum dagamun fyrr á tíð og þöndu þá "bæði lungu og tungu", svo að vitnað sé óbeint í fleyg orð skáldsins, og tóku þá fjöllin undir. A Alþingishátíðinni 1930 söng Lands- kórinn, þ.e.a.s. flestallir söngfærir karlmenn úr öllum fjórðungum landsins, fyrir tigna gesti og landvættirnar. Hér hefur aðeins verið vikið að skipulagðri söngstarfsemi á íslandi, formlegum hópum söngfólks sem hefur sínar sérstöku reglugerð, söngstjóra, undirleikara og þar fram eftir' götunum. Ekki ber síður á því sem mætti nefna óskipulagðan (fremur en óskipulegan) kórsöng, sem ungir og gamlir iðka til að mynda í langferðabílum á Islandi. Verslunarmannafélagið hafa sent frá sér harðorðar ályktanir af sama tilefni. * * * Talsverðar umræður hafa orðið í kjölfar þeirrar ákvöðrunar Kjara- dóms að hækka laun þingmanna. Ragnar Arnalds hefur lagt til að ó- gilda ætti þennan úrskurð með lögum. * * * Jón Sigurðsson ritstjóri dag- blaðsins Tímans mun láta af störfum að vori. * * * Heildarfiskaflinn á s.l. ári nam 1.483.539 lestum, sem er heldur minna en árið 1979. Þorskafli varð 410 þúsund lestir. * * * Fjármálaráðherra hafði í fram- haldi af ákvörðun Kjaradóms um laun alþingismanna og Bandalags Háskólamanna verið með tillögur um að setja bráðabirgðalög, þar sem hækkunin verði tekin til baka. Ekki lítur út fyrir að meirihluti styðji það innan ríkisstjórnarinnar að standa fyrir slíkri aðgerð. F.yrr á árum var það mjög í tísku að láta söng aldrei niður falla á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur, og er þar samt um að ræða einhvern lengsta áfanga á íslandi. Við má bæta að naumast er svo efnt til mannfunda á íslandi að þar myndist ekki kórar af ýmsum gerðum og stærðum. Sönggleði Islendinga kemur út- lendingum spanskt fyrir sjónir, enda sannast mála að mörgum myndi undarlega bregða í langferðabifreið- um Norður Ameríku ef farþegar tæku að syngja fullum hálsi. Slíkur söngur myndi annaðhvort talinn til truflana á geðsmunum eða brot gegn landslögum, nema hvort tveggja væri. Á opinberum veitingahúsum hér vestra er viðskiptavinum bann- Félagsmenn Starfsmannafélags ríkisstofnana voru 4.185 1. nóvember s.l. Þar af eru konur 58,5 prósent. 2/3 hlutar þeirra eru í 1. til 10. launaflokki og 1/3 í 11 - 25. launaflokki. 2/3 hlutar karlanna eru hins vegar í 11. launaflokki og ofar. * * * Skráðir atvinnuleysisdagar voru um 84000 árið 1980. * * * Útsvarsálagning verður hæst í Kópavogi 12.1 prósent en lægst á Seltjarnarnesi 10 prósent. í Reykjavík 11,88 prósent. * * * Viðræðum íslendinga og Færey- inga um fiskveiðar lauk í Reykjavík þann 13. janúar. Niðurstöður fela í sér m.a. gagnkvæm réttindi til veiða á 20 þúsund lestum af kolmunna. Ákveðið er að efna til viðræðna fyrir 1. júlí n.k. um þátttöku Færeyinga í heildarveiðum íslenska loðnustofns- ins. Miklar umræður urðu um laxastofna og fá Islendingar að senda eftirlitsmann til Færeyja að kanna færeyskar laxveiðar og laxa- rækt. * * * Hluthafafundur í íscargo sam- þykkti að auka hlutafé úr 250 milljónum g.kr. í 450 millj. g.kr. * * * Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar um rekstrarskilyrði útgerðarinnar er báta- og togaraflot- inn rekinn með 11.2 prósent halla. * * * Tekjutap Álversins, Járn- blendiverksmiðjunnar og Áburðar- verksmiðjunnar er 33.7 millj. nýkróna á mánuði vegna rafmagns- skömmtunar skv. upplýsingum forstjóra ÍSAL. að að syngja nema þá á gaml- árskvöld. Svipuðu máli gegnir um söng í heimahúsum, sem myndi illa séður af nágrönnum. Islenskur menntamaður lét eitt sinn svo um mælt að hann teldi fólki það til vanvirðu að syngja á manna- mótum og bætti því við "að það væri heimskra manna háttur að syngja”. Taldi hann höfuðmáli skipta að fólk iðkaði samræðulist, tæki hugðarefni líðandi stundar föstum tökum og kryfði þau til mergjar. Taldi hann taumlítinn söng skillítilla manna lífsflótta. Víslega var hann of harður í dómum. Sönglistin er íslendingum í blóð borin. Því verður ekki á móti mælt hvort heldur sem hún er iðkuð í húsum inni eða úti á víðavangi. Islendingar eiga sér mjög forna sönghefð. Þessa hefð varðveitti óskólagengin alþýða um aldir, eins og dr. Hallgrímur Helgason bendir á í nýútkominni bók sinni íslenzkar tónmenntir. Lengstum var þjóðleg sönglist eins og vatnsfallið sem skapar sínar eigin bugður á leið sinni úr fjalldal til sjávar. Farveg þess má breyta á ýmsa lund, breikka hann og dýpka. Það gera tónskáldin, hljómsveitir- nar, þrautþjálfaðir kórar o.s.frv. Vængir söngsins hafa gegnt mikil- vægu hlutverki í samskiptum Is- lendinga yfir hafið. Til að mynda starfaði Sveinbjörn Sveinbjörnsson höfundur þjóðsöngsins íslenska um skeið hér vestra. Björgvin Guð- mundsson lét rammíslenska tóna - hljóma í Winnipeg. Þeir bárust síðar með skilum austur um hafið,eins og drepið var á í síðasta blaði. Skagfirð- ingar fengu þjóðsöng sinn vestan frá Kyrrahafsströnd. Ragnar H. Ragnar æfði vesturíslenska kóra, svo að um munaði. Islendingar heima lærðu lög eftir Jón Friðfinnsson og Steingrím Hall. Síðast en ekki síst starfaði dr. Hallgrímur Helgason sem prófessor í hljómlist við Sask- atchewan háskólann í mörg ár og samdi þá meiri háttar tónverk. Voru verk dr. Hallgríms flutt víða í Kanada, bæði í hljómleikahöllum og í útvarp. Vitaskuld á íslands lag uppruna sinn á íslandi og ekki dugir að benda einvörðungu á leiðina frá vestri til austurs. Síðustu áratugi hafa ís- lenskir kórar, einsöngvarar og hljómsveitir gert tíðförult um Islendingabyggðir vestra, og hefur sá þráður menningarlegra sam- skipta ekki verið látinn niður falla. í síðasta blaði L.H. var frá því skýrt að tveir fjölmennir kórar ráð- gera nú ferðir meðal íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada á sumri. komanda. Fólk þetta kemur vestur um á vængjum söngsins með sinn íslenska tón, fornan, nýjan eða "endurskaptan". Lögberg - Heimskringla Published every Friday by LÖGBERG- HEIMSKRINGLA INCORPORATED 1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue, Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945 EDITOR: Haraldur Bessason ASSISTANT EDITOR: Margrét Björgvinsdóttir SECRETARY: Emily Benjaminson Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd, Subscription $15.00 per year - PAYABLE IN ADVANCE $20.00 in Iceland — Second class mailing registration number 1667 — Ur fréttaskeytum frá Islandi, 8.-16. Jan. 1981 framhald á bls. 8. H.B..

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.