Lögberg-Heimskringla - 30.01.1981, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 30.01.1981, Blaðsíða 6
6-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 Heimsmetabók Guinnes "Erlent efni nær allt endur- nýjað frá síðustu útgáfu, íslenskt efni stóraukið, margs konar vit- neskja um land og þjóð til almenns fróðleiks og til saman- burðar við heimsmetin eftir- sóttasta samtímaverk veraldar." Þannig er hinni íslensku útgáfu á furðubók Guinnes lýst. Ritstjórn íslensku útgáfunnar hafa þeir Örnólfur Thorlacius og Steinar J. Lúðvíksson haft með höndum. Bókin kom út rétt fyrir jólin. Hún er í stóru broti, myndskreytt og rúmlega hálft fjórða hundrað blaðsíður að lengd og gefin út af bókaforlaginu Örn og Örlygur, Síðumúla 11, Reykjavík. Heimsmetabókin er um furðu- fyrirbæri, yfirborðið á mannlegu þreki, sérvitringa, dýralífið, svo eitt- hvað sé nefnt. Lesendur þessa blaðs þekkja enska frumtextann, en því er hins íslenska búnings hans getið hér, að sá búningur er með ágætum. Oft ber við að. fólk kasti höndum til þýðinga á þeim verkum sem grunnt rista í andanum, en það gagnstæða hefur orðið hér. Þeir Örnólfur og Steinar hafa þýtt og endursagt á fallegt og lipurt mál og er það höfðuorsök þess að bókin hlýtur hér meðmæli. Við þetta má bæta að þeir hafa stóraukið textann með íslensku efni og haft glöggt auga fyrir ýmiss konar fróðleik sem betra er að hafa en án að vera. Handa þeim les- endum sem kynnu að vilja eignast bókina og kynnast henni nánar tökum við upp eftirfarandi ívitn- anir. Fallbyssur á Islandi Á 17., 18. og 19. öld var fall- byssum komið fyrir á nokkrum stöðum á Islandi, en aldrei munu þær hafa verið notaðar nema þegar hleypt var af í heiðursskyni við stór- 'menni. Er vitað um að einn Islend- ingur beið bana víð slíka athöfn. Gerðist það á Þingvöllum 1720, er verið var að hleypa af fallbyssu í heiðursskyni við amtmann sem var að koma til þingstaðarins. Gekk maður að nafnj Sveinn Kráksson fyrir byssukjaftinn um leið og skotið reið af og hlaut hann við það. svo mikla áverka, að hann lést af sárum sínum eftir nokkra daga. Fyrsta tugthúsið á íslandi Fyrsta tugthúsið á Islandi, sem unnt er að kalla því nafni, .var full- byggt árið 1770, eftir að bygging þess hafði staðið í nærfellt áratug. Hús þetta stóð við Arnarhól í Reykjavík, og er núverandi stjórn- arráðshús. Var það, á sínum tíma, ein veglegasta húsbyggingin í Reykjavík, enda ætlað til þess að hýsa fimmtíu og fjóra venjulega sakamenn og sextán stórglæpa- menn, eins og sagt er í samtíma heimildum. Áfengisbann Lengst voru bannlög í gildi á ís- landi, eða 26 ár (1908—34). Auk þess má nefna áfengisbann í Rússlándi, síðar í Sovétríkjunum (1914—24) og í Bandaríkjunum (1920 — 33). í Færeyjum eru vínveitingar á samkomustöðum og matsölum bannaðar nema í einkasamkvæmum. Fyrsta málfræðiritgerðin sem svo er nefnd manna á meðal, er hin fyrsta af fjórum ritgerðum um málfræði í Ormsbók (Codex Wor- mianus), einu handriti Snorra-Eddu. Ritgerðin er talin samin um eða fyrir miðja 12. öld, ómetanleg heimild um íslenska málssögu. Þessi ókunni höfundur (nafn og uppruni óþekkt, en hann er íslenskur) lýsir sérstak- lega myndun sérhljóða í íslensku síns tíma og notar til þess aðferð sem hann virðist hafa fundið upp og svipar mjög til þeirra aðferða sem tóku að ryðja sér til rúms í alþjóð- legum hljóðfræðivísindum (hljóð- kerfafræði) eftir 1930, enda hefur hann verið nefndur fyrsti hljóð- kerfafræðingur mannkynssögunnar. Eídstöðvar Á allri jörðinni er vitað um 455 virkar eldstöðvar, en menn ætla að þar við bætist einar 80 neðan- sjávareldstöðvar. Mest eldvirkni á takmörkuðu svæði er í Indónesíu, þar sem 77 eldstöðvar af 167, sem þar um slóðir 'þekkjast, hafa gosið frá því sögur hófust. Á íslandi eru virkar eldstöðvar (sem hafa gosið síðan land byggðist) taldar 40 til 50. Mannskæðasti bardagi í íslandi Mannskæðasti bardagi á íslenskri grund hefur trúlega verið Haugness- bardagi (á Haugsnesi í Blönduhlíð, Skagafirði) 19. apríl 1246. Þar sótti Þórður kakali Sighvatsson með 600 manna lið af Sturlungum gegn - Brandi Kolbeinssyni sem hafði um 700 manns (Ásbirninga) til varnar. Brandur féll og liðlega 60 af mönnum hans en tæplega 40 af liði Þórðar. Lengstu jarðgöng á íslandi Fyrstu veggöng á Islandi voru sprengd gegnum Arnarneshamar (á Djúpvegi) 1948, þau eru um 35 m löng. Lengstu jarðgöng á íslandi eru Strákagöng, en þau eru á 7. hundrað metra. Næstlengstu jarðgöngin eru Oddskarðsgöng, sem eru á 6. hundrað metra. Fyrsti íslenski kvenráðherrann Auður Auðuns er fyrsta og eina konan sem gegnt hefur ráðherraem- AVIATION • Remote Wilderness • Fly in Fishing • 5 Camps PASSENGER and FREIGHT CHARTER SERVICE • BUSINESSMEN • CONTRACTORS - • SPORTSMEN ■ FLOATS and SKIS - Sea Plane Base (operating May-Oct.) 378-2722 RIVERTON Charter ofc 642-5631 GIMLI HEAD OFFICE: BOX 70 ARNES, MAN. bætti á fslandi. Var Auður valin til starfsins af þingflokki Sjálfstæðis- flokksins 11. september 1970. Gegndi hún embætti dóms- og kirkjumálaráðherra í ráðuneyti Jóhanns Hafsteins sem sat til ársins 1972. Lengsta orðið Margir hafa leikið sér að því að búa til löng samsett orð, svo sem hæstaréttarmálaflutningsmanns- vinnukonuaðaldyralyklakippa. Yfirleitt eru slík orð marklaus þar sem þau eru ekki notuð í neinu máli og alltaf má bæta við þau (. lyklakippugeymsla. . lyklakippu- geymsluhólf). Hæstaréttarmálaflut- ningsmaður (29 stafir, 30 skv. staf- setningunni frá 1918, hæstarjettar-) er sennilega lengsta orð sem notað hefur verið í íslensku oftar en einu sinni. Lengsta rímskorðaða orð sem frést hefur af í íslenskum kveðskap nær yfir tvö vísuorð (35 stafir): Vaðlaheiðarvegamanna- verkfœrageymsluskúr. Ekki er vafamál að rita ber þetta í einu orði. Útbreiddasta tímaritið á íslandi Útbreiddasta íslenska tímaritið, sem gefið er út að staðaldri er líklegast Barnablaðið Æskan, a.mik. var blaðið það samkvæmt fjölmiðla- JOHN V. ARVIDSON PASTOR 10:30 a.m. The Service followed by Sunday School and coffee hour. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska O O O O C2) (BJ (Z& ^ * QUALITY PRODUCE * * TABLERITE MEATS * FREE2ER BEEF AVAILABLE For Friendly Service Shop at GIMLI IGA FOODLINER 14 Centre St. — Gimli WE DELIVER PHONE 642-5995 © © © © © © © & könnun Hagvangs. Blaðið er prentað í 12 þúsund eintökum. Æskan er jafnframt með elstu tímaritum á IslandL kom fyrst út 5. október 1897. Það tímarit, sem prentað er og dreift í mestu upplagi er hins vegar tímarit Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Ásgarður, en það er prentað í 16 500 eintökum og sent öllum félögum innan BSRB. Mesta ritsafn Islendings Mesta ritsafn Islendings munu vera verk Halldórs Laxness. I eldri útgáfu mun það vera 44 bindi, en í nýrri útgáfum 43 bindi, þar sem Heimsljós hefur nú verið bundið í eitt bindi, en var áður í tveimur. Hæsta fjall á íslandi Hæsta fjall á Islandi er Hvanna- dalshnjúkur á Oræfajökli, 2119 metrar, en næst hæsta fjall á íslandi er Bárðarbunga á norðanverðum Vatnajökli, 2000 metrar. Icelandic Canadian Frón Bridge and Whist First Lutheran Church Tuesday, Feb. 5th at 8 p.m. Everyone Welcome neil I m <. •. IINJC FAMILYIFUNERAL COUNSELLORS Winnipeg’s only Bardal family-owned Funeral Service 984 Portage at Aubrey St. Winnipeg, Manitoba R3G 0R6 Telephone 786-4716 VIKING PHARMACY Centre and Fourth Gimli, Man. Phone 642-5504 Pharmacists: Ernest Stefanson, B.Sc., Pharm. Garry Fedorchuk, B Sc.. Pharm. We're here for your convenience — Servicing you with . . . • PRESCRIPTIONS • SUNDRIES • COSMETICS • GIFTS • GREETING • FILMS CARDS

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.