Lögberg-Heimskringla - 30.01.1981, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 30.01.1981, Blaðsíða 5
WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981-5 ramótarceða íslendingar. Gleðilegt ár 1981. Megi það færa okkur þá gæfu og farsæld, sem við leitum öll. Vel ég því að hér má skýr orð skilja, skili þjóðir minn ljósan vilja, tal óbreytilegt veitt af vilja. Vil ég að kvæðið heiti Lilja. Þannig kvað Eysteinn munkur Ásgrímsson á 14. öld. Hann kvað það ljóð, sem allir vildu kveðið hafa, og skildi að vandi er að orða svo hugsun að hún komist til skila. Orð geta verið innantóm, en oft eru þau hlaðin merkingu, og þá eru þau verðmæti, vandmeðfarið að vísu. Þau geta verið sannleiksperlur, en einnig sindrandi hjóm, misnotað f þeim tilgangi að sljóvga dómgreindina. Orð eru til alls fyrst, stendur einhvers staðar. Það er ekki nema hálfur sannleikur, því séu orðin einhvers virði kemur hugsunin á undan. En í þjóðfélagi nútímans, þar sem glamur, skarkali og orðaflaumur sýnast oft verða hljóðri yfirvegun sterkari, er okkur hollt að hugleiða pistil, sem fyrir allmörgum árum fannst í kirku í Baltimore í Bandaríkjunum, og ber yfirskriftina Desiderata, sem útleggst Leiðarljós: “Gakktu með stillingu í skarkala heimsins og mundu þann frið sem í þögninni býr. Láttu þér eftir megni lynda við alla menn án þess þó að lúta þeim. Mæltu þinn sannleika skýrt en af hógværð, ljáðu öðrum eyra, jafnvel heimskum mönnum og fáfróðum, einnig þeir hafa sína sögu að segja. Forðastu háværa menn og ágenga. Þeir eru sálarangur. Farir þú í mannjöfnuð geturðu orðið bitur og hégóm- legur, því ávallt verða á vegi þínum þeir, sem ekki draga úr þér þrótt. Oft er óttinn sprottinn af lúa og einmannakend. Þegar hollri sjálfsögun sleppir, þá skaltu hlífa sjálfum þér. Þú ert barn þessa heims, ekki síður en himin- tunglin og allt sem lífsanda dregur, og rétt- borinn ertu til þessarar arfleifðar. Og hvort sem þú skilur það eða ekki þá. stendur alheimurinn þér svo opinn sem skyldi. Því skaltu lifa sáttur við guð, hver sem þér finnst hann vera, og sáttur við sjálfan þig í erli og amstri daganna. Því þrátt fyrir brostnar vonir, strit og undirferli er heimurinn undur- samlegur. Hafðu gát. Leitaðu gæfunnar". Og auðvitað er það vonin, sem er leiðarljósið. Það leiðarljós, sem getið er í upphafi. Meðan ung skáld yrkja slík ljóð með þessari þjóð þarf hún ekki að örvænta um sinn hag, og það eru þessi orð, sem ég vil gera að einkun- narorðum okkar um þessi áramót: Veistu að vonin er til . . . Þegar litið er um öxl virðist svo sem verstu ár íslenskrar þjóðar hafi verið þegar hún lét vonleysi ná tökum á sér. Við búum í landi, sem einatt hefur verið okkur erfitt. Það er oft ekki á færi okkar að afstýra margskonar vanda, sem að okkur steðjar. En við getum brugðist við vandanum. Okkur er gefið vit. Okkur er gefinn styrkur. Hágsýni er okkur í blóð borin. Allt þetta og miklu fleira býr í okkur, aðeins ef við viljum nýta það, en látum vonleysishjal og úrtölur ekki villa um fyrir okkur. Glamur og skarkala bar hér áður á góma og misnotkun orða í áróðursskyni. Við skulum ekki láta telja okkur trú um það að íslenskt þjóðfélag sé á vonarvöl. Dægurþras og karp um keisarans skegg breyta ekki þeirri staðreynd, að þrátt fyrir úrlausnarefni daglegs lífs, erum við ekki að syngja okkar síðustu vers. Sannanir þessa blasa hvarvetna við. Landið okkar og það afl, sem í okkur sjálfum býr, veitir okkur svo ríkulegt viðurværi, að áþreifanleg velmegun er hér miklu meiri en víðast gerist, og svo mikil að barlómur hlýtur að vera fyrir neðan okkar virðingu. En velmegun, talin í krónum og aurum, er annað en velmegun andans. Það sæmir okkur að vera bjartsýn og trúa á okkur sjálf. Það er velmegun andans, og til að öðlast þá velmegun þurfum við þessa von, sem Veistu að vonin er til... bæði eru meiri menn og minni en þú sjálfur. Njóttu bæði afreka þinna og ráðagerða. Varð- veittu áhuga á starfi þínu, hversu fábrotið sem þér virðist það vera, það er sönn eign í tímans rás. Hafðu varann á í viðskiptum því að veröldin er full af prettum. Láttu það samt ekki verða til þess að þú kannist ekki við dyggðina er hún verður á vegi þínum, margir eiga sér háleita hugsjón og hvarvetna eru hetjur á ferð. Vertu þér sjálfum trúr. Umfram allt, gerður þér ekki upp elskusemi. Gerðu ekki lítið úr kærleikanum. Hann stenst og er lífseigur eins og gróður jarðar, þrátt fyrir þurrka og hallæri. Taktu reynslu áranna með glöðu geði og sjáðu ekki eftir æskunni. Efldu innri styrk svo áföll verði þér ekki um megn, en láttu hugarfóstur Veiztu að vonin er til hún vex inni í dimmu gili, og eigirðu leið þar um þá leitaðu í urðinni leitðu á sillunum og sjáðu hvar þau sitja lítil og veikbyggð vetrarblómin lítil og veikbyggð eins og vonin. svo fallega hefur verið ort um. Megi það verða kjörorð okkar Islendinga um þessi áramót, að vonin sem stundum er veikbyggð eins og vetrarblóm, dafni og verði að sóleyjum sumar- sins 1981, — vonin um batnandi tíð og góðæri til sjós og lands og í hugum okkar mannanna. Með samstöðu og sjálfstæðishugsjón, tillitssemi og skilningi, hófsemi, sannleiksást og ræktun lýðræðisins mun okkur vel vegna. Þá munum við kunna fótum okkar forráð, og þá eigum við verðmæti að gefa, ekki aðeins okkur sjálfum heldur einnig öðrum þjóðum. Gleðilegt ár og megi allt gott sem hugsað er í heiminum og nefnt sínum réttu nöfnum, friður, vísindi og manngæska fylgja okkur á árinu sem fer í hönd og alla tíma. Proposed Betel Home inWinnipeg Shown here is the architects con- cept of the proposed BETEL HOME Complex which it is hoped will be built in the City of Winnipeg. It consists of a two storey Personal Care Home of 70 rooms and a seven storey low rental apartment com- plex of about 70 apartments. The two buildings will be joined so that the apartment dwellers may take all or some of their meals in the dining room of the Personal Care Home. The Executive of the Betel Home Foundation met with the Executive Committee of the Manitoba Health Services Commission on 13 Novem- ber 1980 at which time they pre- sented a detailed brief and archi- tects plans. The Commission expres- sed interest in the concept, but pointed out that 1981-82 funding was cómmitted and hence no final committment could be made at this time. Since that time, Health Min- ister L.R. Sherman had advised the Betel Executive that the Health Ser- vices Commission has been asked to review the plans in detail and that when a new home is built in Win- nipeg the Betel plan will be given a thorough and fair evaluation. Proposed Betel Home in Winnipeg.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.