Lögberg-Heimskringla - 24.04.1981, Qupperneq 4
4-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 24. APRIL 1981
Ritstj órnargr ein
Skikkjurnar tvær
Upp á íslenskan máta er Sumar-
dagurinn fyrsti hátíðlegur haldinn
sums staðar hér vestra. Islendingar í
Selkirk hafa til að mynda fylgt
þessari venju í næstum því heila
öld. Til skamms tíma gegndi
svipuðu máli um kvenfélög íslensku
safnaðanna í Winnipeg, sem efndu
til meiri háttar samkoma þennan
dag í kirkjunum tveim við Sargent
Avenue. Minnist ég þess að hafa sótt
báðar samkomurnar eitt og sama
kvöldið og flutt þar ræðustúfa.
Hafði ég þá ekki varað mig á
Slæm
umgengni
írsk hjón og börn þeirra bjuggu á
heimilisréttarlandi í einu ríkja
Suður Bandaríkjanna. Maðurinn var
alla jafna kallaður Pat. Hjónin voru
bæði rammkatólskrar trúar.
Eitt sinn kom sóknarprestur
þeirra í húsvitjun. Honum var sýnt
allt utan húss og innan. Presti leist
vel á og hafði orð á því við Pat og
sagði. "Pat, þér hafið drifið yður vel
með Guðs hjálp og komið hér upp
góðum búskap og heimili. Þá
svaraði Pat. "Að vísu er það svo
faðir, en þér hefðuð átt að sjá
umgengnina þegar Drottinn var hér
í einbýli að basla við þetta.”
Ö. Th. þýddi
veislugleði Winnipeg íslendinga en
talið víst að þeir létu eina samkomu
duga til sumarfagnaðar. Komst svo
að því á síðustu stundu að ég hefði í
ógáti þegið tvö boð um ræðuhöld í
stað eins. Var þá ekki um annað að
ræða en að tala fyrst í lúthersku
kirkjunni og hraða síðan för vestur
Sargent til fundar við únítara og flyt-
ja þar sömu ræðuna aftur með
smávægilegum breytingum. Síðan
varð ég að þiggja veitingar hjá
únítörum og hlaupa að því búnu
austur Sargent og ná veislulokum
hjá lútherskum. í báðum stöðum
voru bekkir þétt setnir,
dagskráratriði mörg og sum hver í
lengra lagi og íslenska notuð
einvörðungu.
Því eru þessar sumarmálaminn-
ingar frá Sargent rifjaðar upp að
kirkjusamkomurnar tvær voru mjög
með öðru sniði en ég hafði vanist
eða heyrt um heima á Islandi. í
mínu ungdæmi voru sumar-
dagsgleðir aflagðar í sveitum, en því
nær eingöngu helgaðar börnum í
Reykjavík. Þó minntist ég þess að
íslendingar hefðu fyrr meir heilsað
sumri í kirkjum sínum, en Sumar-
dagurinn fyrsti var meðal
kirkjuhátíða á íslandi til ársins 1744
þegar hann var afnuminn sem kirk-
juleg hátíð með sérstakri tilskipan.
Minningin um helgihald dagsins
kann þó að hafa lifað um langa hríð
og fylgt íslendingum vestur um haf.
Þótt sleppt sé ýmiss konar venjum
sem tengdar eru Sumardeginum
fyrsta er það fremur auðvelt fyrir
hvern þann sem vaxinn er úr grasi á
Islandi að rita sitthvað hjá sér um
sumarkomur þarlendis. í venjulegu
ári heilsa menn sumri fyrsta sumar-
dag í samræmi við gamalt tímatal
sem skiptir árinu í tvö misseri: vetur
og sumar. Sumarið er eftir því
nákvæmlega tuttugu og sex vikur og
endar á miðvikudegi. Vetur hefst
næsta laugardag. Koma því tveir
dagar milli sumars og vetrar, sem
nefndir eru veturnætur. Sumarmál
eru dagarnir milli vetrar og sumars.
Þetta tímatal er enn notað í sveitum
Islands og eru mánaðanöfnin þorri,
góa, einmánuður og Harpa hluti af
því.
íslenskir bændur væntu þess jafn-
an að Sumardaginn fyrsta væri
snjór að mestu horfinn af láglendi,
sauðburður væri hafinn og fénaður
kominn á beit. Um þetta leyti árs
voru mjólkurkýr leystar af básum til
að leyfa þeim að drekka ferskt læk-
jarvatnið og njóta sýnar til fjalls og
sjávar. Þessir stórgripir áttu það þá
til að stíga dansspor um völl og bala
meira en holt var eða góðu hófi
gegndi. Urðu harðsperrur næstu
daga þeim hinum sömu skepnum
því erfiðar.
Fuglakvak verður hvað mest á
Islandi í námunda við Sumardaginn
fyrsta. Farfuglar fljúga þá inn yfir
landið af suðlægari slóðum í
misstórum hópum. Lóan fer þar
fremst,harðger fugl gæddur
áheyrilegri rödd. Á eftir henni koma
Eining in Seattle
marks big anniversary
Seventy years ago several Icelan-
dic women in Seattle felt the need to
organize an Icelandic Ladies Aid
Society, which they did on January
20, 1911. This society was called
"Eining".
The' aim of Eining is cultural and
charitable; to aid and cheer the ill
and needy among the Icelandic peo-
ple. It still adheres to that purpose
with a four-member committee
which visits the sick and shut-ins
periodically. Several years ago a
Memorial Fund was set up to sup-
port the Icelandic Old Folks' Home.
Inc., "Stafholt", in Blaine,
Washington.
Eining has been- a strong sup-
porter of the home from its beginn-
ing. The annual trip to Stafholt
usually occurs in September. This
will be its 27th year of bringing
entertainment and food for the en-
joyment of the residents.
On April 25, 1981, the Sumar-
dagurinn Fyrsti program will be a
birthday observance as well as the
annual Icelandic first day of sum-
mer celebration. It will be held in
the Calvary Social Hall, starting at 7
p.m.
At each meeting our translator,
Anna Bjornson, reads her transla-
tion of the early minutes of Eining
meetings, which is enjoyed by all
and gives us an insight into the past
and a great desire to continue on.
There are presently 30 members.
We invite all Icelandic women and
women married to Icelandic men,
18 years and older, to join and help
Eining to reach many more birth-
days.
EINING OFFICERS 1981
President............Ethel Sigmar
Vice President..... Emma Scheving
Secretary.........Anna Bjornson
Treasurer.........Sigrid Bjornson
Vice Treasurer.......Sadie Franks
From a Seattle newsletter.
Lögberg - Heimskringla
Published every Friday by
LÖGBERG- HEIMSKRINGLA INCORPORATED
1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue,
Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945
EDITOR: Haraldur Bessason
ASSISTANT EDITOR: Margrét Björgvinsdóttir
ADVERTISING AND SUBSCRIPTIONS: Stan Belobaba
REPRESENTATIVE IN ICELAND: Magnús Sigurjónsson
Umboðsmaður blaðsins á íslandi Skólagerði 69 Kópavogi, Simi 40455
Pösthólf 135 Reykjavík
Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd.
Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE
$20.00 in Iceland
— Second class mailing registration number 1667 —
AIl donations to Lögberg-Heimskringla are tax deductible under Canadian laws.
spóinn og stelkurinn, glaðsinna
fuglar og dálítið ertnir.
Hrossagaukurinn er þó sá vor-og
sumarboði sem iðkar list sína af
mestri kostgæfni. Daginn út og inn
drýgir hann hjáróma rödd sína
hneggkenndum fjaðraþyt. Kjóinn
bætist seinna í hópinn — fáliðaður
en slunginn fugl, sem ver hreiður
sitt af talsverðri grimmd. Krían
rekur svo venjulega lestina,
félagslyndur fugl og mjúkur í hreyf-
ingum sem dansmær og frábærlega
stundvís um komu og brottför. Eru
þá aðeins nefndir helstu fulltrúar
þeirra sumargesta sem Islendingar
tengja Sumardeginum fyrsta.
Niður lækja í fjallshlíð er fastur
þáttur vorsinfóníu Islands. Hann er
sá stöðugi tónn landsins sjálfs sem
gefur öðrum hljómbrigðum
samhengi.
Þessi lýsing á íslenskri
sumarkomu er fremur rómantísk.
Hún er þó í aðalatriðum sönn. Engu
að síður verður að bæta hér við
þeirri athugasemd að sumar-
dagurinn fyrsti á sér mjög fastan
sess í íslenska almanakinu. Honum
verður ekki frestað fremur en
jólunum.
Því er á þetta bent að engu er
líkara að.skaparann hafi stundum
misminnt um íslenska almanakið.
Hefur þetta misminni komið hvað
harðast niður á Sumardeginum
fyrsta sem fyrir gleymsku sakir
hefur oft orðið hluti vetrarins. Hefur
þá fuglasöng og lækjarnið verið
slegið á frest um óákveðinn tíma og
heyforði bænda gengið til þurrðar
áður en snjólalög hurfu úr haga.
Þarf ekki lengra að rekja. Sumar-
dagurinn fyrsti var með öðrum
orðum sú hátíð íslendinga sem
misræmi milli almanaksins og
náttúrunnar stefndi í hvað bráðsta
hættu. í rauninni var þessi. dagur
örlagastund íslensku þjóðarinnar,
einkum á fyrri tíð þegar allur þorri
hennar lifði af landbúnaði. Á síðustu
áratugum nítjándu aldar kvað svo
rammt að þessu misræmi að um
árabil bar Sumardagurinn fyrsti
vetrarskikkju á herðum. Hátíðahöld
voru þá fábreytileg, og margur
hörfaði þá undan sumarfrerum ofan
í djúpa gröf eða þá vestur um haf í
leit að mildari veröld. Dagur þessi
hefur löngum átt skikkjurnar tvær,
aðra kennda við gróður, hina með
dauðans lit. í persónugerðu formi
minnir hann á þau goðmögn sem
fólk ýmist styggði eða gerði sér
vinveitt með því að búa þeim veislur
og blót. Síðarnefnt atriði kemur
óneitanlega í hug þegar Vestur-
Islendingar búa sér veislur Sumar-
daginn fyrsta. Hvítleit skikkja þessa
dags olli því meðal annars að hann
hefur nú um hríð þegið fórnir víðs
vegar um Norður Ameríku.
- H.B.