Lögberg-Heimskringla - 07.05.1982, Qupperneq 3
WINNIPEG, PÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982-3
Helgafell gefur út afmæliskveðju til
Halldórs Laxness: Bráðum kemur betri tíð
„Bráðum kemur betri tíð"
nefnist nýútkomin bók frá
Helgafelli, sem hefur að geyma
úrval úr ljóðum Halldórs Lax-
ness. Kristján Karlsson bók-
menntafræðingur valdi kvæðin,
en myndskreytingu og hönnun
bókarinnar annaðist Ragnheiður
Jónsdóttir myndlistarmaður.
Bókin kemur út í tilefni átt-
ræðisfmælis Halldórs Laxness
hinn 23. apríl, og er afmælis-
kveðja Helgafells, sem gefið
hefur út flestar bækur Laxness,
til skáldsins.
í formálsorðum sínum að bókinni
segir Kristján Karlsson svo meðal
annars: ,,í formála að Kvæðakveri
1930 getur Halldór Laxness þess að
mörg ljóðin séu hermiljóð. Sum eru
vissulega skopstælingar, önnur
fremur það sem kalla mætti lofstæl-
ingu, ort til heiðurs fyrirmyndinni;
eitt augljósasta dæmi þess, að vísu
yngra, er kvæðið Frændi þegar
fiðlan þegir. Einstöku kvæði má
jafnvel kalla þýðingu af einni
íslensku yfir á aðra, til dæmis
Alþingshátíðina.
í næstu útgáfu Kvæðakvers 1949
(og 1956), bættust allmörg kvæði
við, til dæmis eftirhermur á
harðsnúnum rím- og glymkveðskap
(úr Sjálfstæðu fólki). Önnur eru
einlæg lýrík, og þá ber hæst þrjú
kvæði í orðastað Ólafs Kárasonar, úr
Ljósi - heimsins: Hjarta mitt,
Spegillinn, Þótt form þín hjúpi
graflín. Þau eru meðal dýrgripa
tungunnar. Fleira er merkilegt um
þessi kvæði; bæði vegna stöðu
sinnar í skáldsögunni, og í samræmi
við ljóðagerð Halldórs yfirleitt, má
skoða þau sem lofsöng til skáld-
skaparins sjálfs. 0
Fyrir utan hreina skemmtun er
gildi hermiljóða venjulega fólgið í
því að þau koma upp um eitthvað
sem er slitið, staðnað, hégómlegt
eða marklaust í ríkjandi skáldskap.
Hitt er miklu einkennilegra þegar
saman fer í ljóði bæði skopstæling
og endursköpun. í flestum kvæðum
Halldórs er þessi samleikur hefðar,
eftirhermu og nýbreytni til staðar í
margskonar hlutföllum, svo að
honum bregður jafnvel fyrir í
sumum einlægustu ljóðunum. Áhrif
þessa frjálsræðis getur að líta
víðsvegar í skáldskap samtímans.
Sem fyrirmynd merkir þessi
samleikur sjálfstæði til að nota hefð
í stað þess að láta hana nota sig."
Sem fyrr segir ber bókin heitið
„Bráðum kemur betri tíð . . ." sem
er upphaf fyrsta ljóðsins í
Kvæðakveri Halldórs Laxness.
Kvæðakverið kom fyrst út 1930 en
auk þess geyma ýmsar skáldsögur
hans eins og Sjálfstætt fólk, Heims-
ljós og Atómstöðin, margs konar
kveðskap og hafa mörg þessara ljóða
birst í síðari útgáfum Kvæðaskver-
sins. ,,Þó að Halldór hafi að
sjálfsögðu lagt meiri stund á aðrar
greinar bókmennta en ljóðlist, leyfir
Helgafeli sér að minna á þýðingu
hans sem ljóðskálds með þessari
vönduðu afmælisútgáfu," segir
meðal annars í fréttatilkynningu
sem dreift var til blaðamanna á
blaðamannafundi í Norræna hús-
inu, í tilefni útgáfunnar.
,,Það er engin lína í vali kvæðanna
í bókina," sagði Kristján Karlsson á
blaðamannafundinum, ,,aðeins
eigin sérviska." Muninn á þessari
bók og Kvæðakverinu sagði hann
einkum vera þann, að hér væru
kvæðin myndskreytt, og vonandi
hefði valið einnig tekist þannig að
hér væri að finna bestu kvæðin. I
bókinnu eru alls 25 ljóð.
,,Ljóðin eru mjög myndræn og það
var afar spennandi að fást við þetta
verkefni," sagði Ragnheiður.
Every Neil Bardal funeral service is
performed with honesty, dignity and
respect - a long-standing
tradition from two previous
generations. Mow with a
modem interpretation to
suit today’s family needs.
984 Portage at AubrQí Street
Winnipeg, Manitoba R3G 0R6
24-Hour Telephone Service
786-4716
familyI funeral
COUNSELLORS
Winnipeg's only Bardal family-owned Funeral Seruice.
Open 9 to 5 Monday thru Saturday.
Ask for a free brochure.
,,Tíminn sem ég hef unnið að þessu
hefur ekki verið langur, en ég hefði
gjaman viljað halda áfram, og það var
í rauninni afmælið sjálft, og það að
bókin átti að koma út þá, sem varð
til þess að ég varð að hætta. Annars
væri ég vafalaust enn áð! Umgjörð
um myndirnar í bókinni er alls
staðar svipuð, þar sem ég nota
glugga sem eins konar ramma.
Gluggana hef ég fengið víða að, ofan
úr Árbæjarsafni, Dillonshúsi, austan
frá Skógum, úr Unuhúsi og víðar.
Ljóð Laxness sé ég sem glugga er
skáldið leyfir okkur að horfa út
um," sagði Ragnheiður.
Hin nýja bók er vönduð að allri
gerð, í stóru broti, 80 blaðsíður. Hún
er sett í Bliki, bundin í Bókfelli, en
litgreind, brotin um og prentuð í
prentsmiðjunni Grafík h.f. Sem
dæmi um þá vinnu sem lögð hefur
verið í prentunina má nefna, að
svarthvítar myndir Ragnheiðar við
sum ljóðin, voru litgreindar og
prentaðar í fjórum umferðum eins
og litmyndirnar, til að gefa þeim
rétta áferð, til samræmis við
litmyndirnar. ,,Það má því segja að
prentunin sé nokkurt afrek einnig,
ekki síður en efnið sjálft," sagði
Erna Ragnarsdóttir, sem stjórnaði
blaðamannafundinum fyrir hönd
Helgafells. Upplag bókarinnar er
takmarkað við 1000 eintök.
Við mörg kvæða Laxness hefur
verið samin tónlist, og hafa mörg
þeirra laga náð vinsældum. í tilefni
afmælis skáldsins efndi Helgafell til
tónleika í Norræna húsinu, sumar-
daginn fyrsta. Þar komu fram lista-
fólkið Kristinn Sigmundsson og
Sigríður Ella Magnúsdóttir og sungu
lög við ljóð eftir Halldór, við und-
irleik Jónínu Gísladóttur og Jórunn-
ar Viðar. Lögin eru eftir tónskáldin
Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirs-
son, Jón Þórarinsson, Karl O.
Runólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson,
Þórarin Guðmundsson, Jón Nordal
og Jórunni Viðar.
Ljóðin eru, í sömu röð og höfund-
ar laganna við þau: Bráðum kemur
betri tíð, Maístjarnan (Sól)L, Vöggu-
ljóð á hörpu, Dans (Vikivaki),
Lagstúfur úr Atómstöðinni, Vor
hinsti dagur er hniginn, Hvert
örstutt spor og tvö hin síðustu við
lög Jórunnar Viðar, Glugginn óg
Unglingurinn í skóginum. Lag
Jórunnar við hið síðastnefnda er
samið sérstaklega í tilefni
afmælisins nú, að beiðni Ragnars
Jónssonar í Helgafelli (í Smára).
Þa voru einnig sungin ljóð úr
„Söngbók Garðars Hólm", við lög
Gunnars Reynis Sveinssonar.
—AH
THE BEST PflRT
OFYOUR TRIPTO
EUROPE COULD BE
ASTOPOVER
INICELAND.
STOPOVER TOURSINCLUDING HOTEL.TRANSFERS,
SIGHTSEEING AND SOME MEALS ATINCREDIBLY
LOW PRICES. FROM $44.1DAY; $74.2 DAYS;
S99.3DAYS.
Now you can take advantagdof Icelandair’s inexpensive Stopover
Tours of Iceland while you’re taking advantage of our low fares from
New York or Chicago to Europe.
Iceland is a land of volcanoes, giant waterfalls, Viking museums,
glaciers, geysers, concerts, art shows, duty-free shopping and
hot-springs pools.
You’U get transfers between airport and Reykjavik, room at the
first-class Hotel Loftleidir or Hotel Esja, continental breakfast daily,
city sightseeing tour, and more. All at unbelievably low prices. From
$44,1 day; $74, 2 days; $99, 3 days. Discounts up to 50% on all
Icelandair domestic fares, car rental rates and Reykjavik Excursion
Tours also included.
So on your next trip to Norway, Sweden, Denmark, Great Britain
or Luxembourg, stop in Iceland for a few days.
For further information see your travel agent or call 800/555-1212 for the toll
free Icelandair number in your area.
*Prices are per person, double occupancy and are in effect April 1 through
^^^^^^^^^^^September 30, 1982 and subject to change.
ICELANDAIR
NOWMORí THAN EVER YOURBEST VALUE TO EUROPE