Lögberg-Heimskringla - 25.06.1982, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 25.06.1982, Blaðsíða 5
WINNIPEG, FOSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1982-5 Sögur frá Nýja íslandi Framh. af bls. 4 raunalega hvítu húfuna af einum trjástofninum, lagði á hann tveggja dala seðil, mælti nokkur bænar- og hughreystandi orð, þurrkaði sér um augun og sneri heim á leið venju fremur þung í spori. Ástríður tók andköf. Hún komst inn í húsið, fleygði sér niður á legubekkinn og titraði af niðurbældum ekka. Að eðlisfari var hún lífsglöð og léttlynd og lét ekki á sig fá, þótt ekki gengi allt að óskum. En frá því er hún, yngsta dóttir ástríkra foreldra, fór að heiman, höfðu hamslausar holskeflur á miskunnarlausu hafi lífsins gengið yfir hana svo ótt, að hinar fíngerðu taugar hennar voru lamaðar og slitn- ar. Fyrst og fremst var ferðin frá íslandi með þrjú lítil börn, sjóveiki, vosbúð og alls konar erfiðleikar; þá dó elzta barnið, svo tók við taugalamandi tímabil í Norður- Dakóta, þá er Einar var fjarverandi í vinnu og hún ein með börnin. Fyrsta sumarið dundu yfir aftaka þrumuveður svo að ætla mátti að heimsendir væri í nánd, því slíkt þekkti hún ekki á íslandi; útlendir förumenn ruddust inn í húsið, óboðnir, og heimtuðu mat og föt á máli sem hún ekki skildi; hún skildi aðeins að þeir vildu henni og börnunum hennar eitthvað illt! Þar næst var hrakningurinn til Nýja- íslands. Ókunnug máli landsins ferðaðist hún með fjögur börn í lest til Winnipeg, svo á bát eftir Win- nipegvatni til Hnausa og seinasta áfangann, tíu mílur vestur að Árdal, á sleða í kuldaveðri. Einar fór fótgangandi alla leið frá Norður- Dakóta og rak nautgripina sína, þessar fáu skepnur, sem voru öll þau auðæfi, sem þeim hafði hlotnazt í hinu nýja landi. Og nú að síðustu, ástvinamissirinn, allsleysi, veikindi og alger örvænting. Og öldurnar Þess hefur verið getið á síðum Lögbergs-Heimskringlu að Edward Gíslason hafi verið heiðraður í Ár- borg ekki alls fyrir löngu. Þar komu saman vinir hans, frændur og velunnarar og þáðu kaffi og með því. Þar var heiðursgesturinn einnig ávarpaður og vill Eddi segja nokkur orð til þeirra sem það gerðu og eins þeirra sem hlýddu á. "Þegar ég ákvað að veita nokkru fé til varðveislu og eflingar íslen- skrar tungu í Vesturheimi var úr vondu að ráða. Eg vissi hreint ekki hvernig ég átti að fara að, hvernig þessum aurum yrði best varið. Eg leitaði því til Haraldar Bessasonar og Kristjáns Kristjánssonar og voru þeir óþreitandi við að sinna þessu máli með mér. Aðrir komu þar vissulega við sögu en of langt yrði að nefna þá alla. Við sem búið höfum í þessu landi í ótalmörg ár höfum lifað miklar breitingar, sumar jákvæðar, aðrar lukust yfir höfði hennar og lokuðu úti hinn síðasta geisla Guðs náðar. Og hinn síðasti neisti hennar eigin hugrekkis og sjálfsdáðar? Var hann líka að kulna og deyja út nú, er mest lá á? Henni syrti fyrir augum og (ógurlegur niður þrengdi sér inn að hlustum hennar og hún vissi ekki af sér . . . ,,Gráttu ekki Ástríður mín!" Hún var þá komin heim til íslands; það var Rannveig, móðir hennar, sem var að tala um fyrir henni, með hin- ni sömu, blíðu ró, festu og trúnaðar- trausti, sem hafði einkennt hana alla daga og gert hana að bjargföstum verndarvætti allra, sem bágt áttu í sveitinni. — ,,Gráttu ekki. Islensk hetja leggur ekki árar í bát þótt róðurinn gerist þungur. Með hverri aflraun vex þróttur og manndómur þjóða og einstaklinga. Og gleymdu ekki, Ástríður mín, hvað það er, sem hefir veitt okkur íslendingum kjark og þrek í baráttu lífsins: það er hin óbifanlega trú á Guð og hans handleiðslu sem við vitum að aldrei bregzt.” „Mamma . . . mamma. Ég er svo þyrst!" Ástríður hrökk upp með andfælum og ætlaði að þjóta inn koldimm göngin. En áttaði sig fljótt. Hún var ekki í göngunum heima í Lækjardal; það var Rannveig litla sem var að kalla, og það var orðið aldimmt og kalt inni. Hún kveikti ljós og flýtta sér inn til barnanna. ,,Hvernig líður þér, elskan?" ,,Ó, mamma, mér er alveg batnað, en ég er svo þreytt." Það var auðséð á útliti Rannveigar að hún var mikið betri — komin yfir hættuna. Ljósið varpaði brosandi bjarma yfir litla hópinn. ,,Já, þau eru áreiðanlega öll að frískast, Guði sé lof!" Ástríður sjálf var einhvern veginn furðanlega endurhresst eftir þennan stutta svefn. Hún brosti við börnunum og sagði: hafa lítið gott látið af sér leiða. Sorglegast finnst mér sú tilhugsun að íslenkt mál eigi eftir að hverfa af vörum Vestur-íslendinga og því greip ég til þess ráðs sem oftsinnis hefur verið getið um á síðum blaðsins okkar. Vel á minnst, Lögberg-Heimskringla má aldrei deyja, hún tengir okkur, sem lifum í Vesturheimi saman og eins landa okkar á gamla Fróni. Að endingu vil i,Já, nú skal ég gefa ykkur súpu að borða og þið verðið að borða vel, elskurnar, svo að þið verðið stór og sterk og dugleg fyrir hana mömmu." Og Ástríður fór glöð í geði að lífga við í eldfærunum og raulaði fyrir munni sér: ,,Því Drottinn telur tárin mín, ég trúi og huggast læt." II. LEIKSÝNINGIN. Svo liðu fjögur ár. Fyrir framúr- skarandi dugnað og sjálfsafneitun, og með Guðs hjálp og góðra manna, tókst Ástríði að halda lífinu í börnunum. Drengirnir höfðu verið teknir til fósturs, svo að heima hjá Ástríði voru aðeins stúlkurnar fjórar. Yngsta stúlkan var sælleg og fjörug og bar engin merki liðinnar krossgöngu móðurinnar. Rannveig og Stína, orðnar tíu og ellefu ára, voru duglegar og velvirkar. Á þeim tímum fannst þeim tilveran dásamlega einföld og ekki stór- viðburðarík. Hugmyndaflug höfðu þær ótakmarkað, svo að þær um- mynduðu alla vinnu sína og gerðu úr henni alls konar leiki og merkis atburði. Þegar þær drógu heim við og söguðu í eldfærin voru þær að byggja brýr yfir stórfljót; þegar þær báru inn snjó voru þær að vinna í dýrmætri „sykurnámu"; og kýrnar þeirra voru glæsilegir gæðingar, sem áttu að bera þær um öll töfralönd heimsins, og auðvitað varð að hirða þær dyggilega, fara vel með þær og meira að segja bursta þær daglega. Unaðssemd daganna var í því fólgin að hjálpa elsku mömmu, sem var svo góð við þær, og vann frá morgni til kvölds, svo að þeim gæti öllum liðið vel. En ímyndunaraflið og leikurinn báru stundum vinnuna ofurliði og þá dróst nú ögn fyrir þeim að ljúka verkum, eins og gengur. í rökkrinu hjálpuðu þær oft ég þakka Haraldi Bessasyni fyrir hans aðstoð við mig í þessu máli og skemmtilegt ávarp í Árborg. Krist- jáni Kristjánssyni vill ég sömileiðis þakka sérstaklega svo og öllum sem létu heyra í sér og heimsóttu mig í Árborg. Ég ætla að Ijúka þessu með tveimur vísum úr kvæði eftir Sigur- stein Einarsson sem hann flutti á íslendingadegi árið 1918. Hann nefndi það Til íslands." mömmu sinni við tóskap. Þá sagði hún þeim yndislegar sögur og kenn- di þeim að syngja lög og kvæði eftir íslensku skáldin. Svo var kveikt ljós. Vinnunni var haldið áfram, en nú var sú tilbreyting að Ástríður eða Stína las upphátt; og ungir hugir fylltust ýmist aðdáun, meðaumkun eða vígamóði, er þeir fylgdu eftir kjörum fornaldarkappanna. Þannig gerði Ástríður heimilslífið aðlaðandi og skemmtilegt fyrir börn sín. Hún tók og drjúgan þátt í félagslífi byggðarinnar, var vinsæl og vel metin. Miðpunktur félagslífsins var félaghúsið í miðri byggðinni, sem var notað fyrir samkomur og guðs- þjónustur. Fyrr á tíð var það einnig skólahús, en fyrir nokkrum árum höfðu verið byggðir skólar bæði í Framnesbyggð og að Árdal, sem var um þessar mundir í þann veginn að hreykja sér upp og verða smáþorp. Loksins var hin langþráða járnbraut komin alla leið norður! Þrjár verzlanir höfðu þegar verið stofn- aðar, og byggðarbúar gerðu sér góðar vonir um bjartari og hagkvæmari framtíð. Ástríður hafði selt járn- brautarfélaginu svo að segja alla landareign sína fyrir bæjarstæði,og enda þótt söluverðið væri átakanlega lágt varð þetta hin stórkostlegasta hjálp í hinni örðugu baráttu hennar. Vonirnar vöknuðu á ný, og henni fannst hún sjá út við sjóndeildarhringinn hylla undir uppfylling drauma sinna um framtíð barna sinna. — Einnig var það henni mikið gleðiefni að geta rétt hjálparhönd þeim, sem bágt áttu. Á frumbýlingsárunum voru kröfur almennings til skemmtana mjög í hófi. Fólk hafði yndi af því að koma saman í heimahúsum á jólum og öðrum hátíðum, spila marias og vist, leika jólaleik og pantleik, og drekka súkkulaði og borða blessaða jólabrauðið. Og eldri börnin fengu oftast að vera með á þessum gleðimótum. Það var oft glatt á hjalla á litta heimilinu hennar Ástríðar; hún var ljúf og lipur heim að sækja, og fjör hennar og léttlyndi var gestum hennar sem svaladrykk- ur eftir strit og áhyggjur dagsins. Við slík tækifæri voru Stína og Rannveig sannarlega hrókar alls fagnaðar. Og svo voru samkomurnar. Þenn- an vetur var mikið um dýrðir, því byggðarfólk var að æfa „Skugga- svein". Það var síður en svo að erfitt þætti að koma á æfingar þó sumir leikendurnir væru frá yztu endum byggðarinnar. Eftir kveldverkin var hoppað upp í sleðana, gæðingarnir stukku af stað, og „bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt". Þegar sleðarnir mættust við samkomuhúsið, urðu ærsl, hróp og köll og kátína; en svo voru hestarnir leiddir inn í hesthúsið og allir tóku til starfa með dugnaði og áhuga. Þarna voru samankomnir ágætir leikhæfileikar, listamenn og hugvitsfólk. Tjöldin voru máluð af ungum, listfengum byggðarmanni. Kvenfélagskonur Framh. á bls. 8 Frá vestri til austurs skall hraðfleygur heim Vor hugur til upphafs vors keppa, Og hlutdeild í andlega arfinum þeim Er óráð og skammsýni að sleppa Því ljós skín í austri, yfir landi og lýð Sem lýsir í vestur í komandi tíð. Vor íslenska tunga, - af alhug eg bið Og óska þér gengis og þrifa, Svo lengi sem framför er mark vort og mið Að megirðu hjá okkur lifa. O! - frelsisins mál! Þú skalt færa okkur dug Því feðranna sálir þú geymir og hug. Edward Gíslason Þakkarávarp Edwards Gíslasonar

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.