Lögberg-Heimskringla - 25.06.1982, Page 8

Lögberg-Heimskringla - 25.06.1982, Page 8
8-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1982 Sögur frá Nýja íslandi Framh. af bls. 5 höfðu ráð undir hverju rifi er dubba þurfti upp búninga, hárkollur o. s. frv. Allur þessi undirbúningur útheimti mikið ráðabrugg, mörg handtök og nálarspor; einnig var sannarlega bráðnauðsynlegt að hressa upp á blessað fólkið með kaffi, svo að kvenfélagskonur komu á æfingar, ef því varð við komið. Varð því hver einasta leikæfing nokkurs konar skemmtisamkoma. Þó að mikil gleði og eftirvænting byggi í hjörtum allra þessa síðustu daga janúarmánaðar, þá var það blátt áfram lítilfjörlegt í samanburði við þá dýrð og þann ljóma, sem ríkti yfir sálum Stínu og Rannveigar, því að á þessa frábæru leiksýningu áttu þær að fara, báðar, með mömmu sinni! Mikið ósköp voru dagarnir lengi að líða, eins og mörg ár;ef eitt- hvað kæmi nú fyrir, svo að þær gætu ekki farið! Þær máttu ekki hugsa til þess: Skelfing vildu þær vera góðar og þægar og duglegar! Þær burstuðu kýrnar þar til húð þeirra gljáði, þær tíndu upp hvert strá í kringum heystakkinn, svo að ekkert færi til spillis, þær fylltu vatnskassann og stóru tunnuna í eldhúsinu af snjó svo að stór kúfur stóð upp af; og þær gleymdu alveg í svipinn að snjórinn var dýrmæt „sykurnáma", því að nú var það stærri og merkilegri leikur sem fyllti huga þeirra. Loksins kom hinn mikli dagur, eða öllu heldur hið mikla kveld. Guðlaug gamla var komin til að vera hjá börnunum. Stína og Rannveig voru löngu komnar í sparikjólana, allar þvegnar og uppstroknar. Fólkið frá Hólmi kom þeysandi í hlaðið á stórum opnum sleða, og svo var lagt af stað í loftköstum eftir gjallhörðum veginum. Tjaldið var dregið upp! — Aldrei höfðu Stína og Rannveig séð nokkra mynd, sem jafnaðist á við þetta und- ursamlega leiksvið, þó að Iýst væri það aðeins af fjórum olíulömpum, sem stóðu á gólfinu með skífum fyrir framan, og einum hengilampa. íslensku bændurnir voru auðvitað með hár niður á bak og skegg upp að augum, — úr ull. Eiginlega höfðu þeir engin andlit og rödd þeirra þvældist þarna einhvern veginn út um svolítið gat á ullinni. Stína og Rannveig kenndu sárt í brjósti um þá, þeir stikluðu á leiksviðinu svo einkennilega, háífbognir og vand- ræðalegir. Gvendur, garmurinn, skrækti ámátlega og hoppaði alltaf stanzlaust í kring um húsbónda sinn, klæddur mórauðum, prjón- uðum ullarbuxum. Útilegumennirnir voru geigvænlegir og Skuggasveinn alveg yfirgengilega stór og grimmúðlegur og allur vafinn sauðagærum. Þeir brýndu söxin og drundu ógurlega. — Stína og Rannveig gripu höndum saman alveg gagnteknar af sælu kenndri hræðslutilfinningu. En hann Haraldur! í fögru bláu skikkjunni, fegri en nokkur prins, með yndislegu, gullbjörtu hárlokk- ana, úr kaðli, sem konurnar höfðu rakið upp og litað svo dásamlega. Og auminginn hún Ásta hékk þarna svo voðalega hátt uppi í klettasnös, — auðvitað var það aðeins tæp þrjú fet frá gólfinu, — hún ætlaði að hrapa niður í hyldýpis gljúfur! „Faðir minn," hrópaði hún í angist, ,,Faðir vor," bað hún lágt en skýrt; og svo missti hún af brúninni og féll niður, lengra og lengra, öll þessi óttalegu þrjú fet féll hún, og var áreiðanlega töpuð, dæmd til ógurlegs dauðdaga í dimmu gljúfrinu. Rannveig hélt niðri í sér andanum, — þá kom prinsinn, Haraldur, og greip Ástu. ,,Deyðu ekki," sagði hann lágt og blíðlega. Alla sína æfi mundi Rann- veig muna þessi orð, þótt hún sæi þúsund leiksýningar, og þótt hún sæi Skuggasvein leikinn hundrað sinnum, gæti hún aldrei gleymt því, hvernig hinn fyrsti Haraldur í Árdals-félagshúsinu sagði við hana Ástu þessi orð: „Deyðu ekki!" Og svo sungu þau. Sál Rannveigar leið úr líkamanum og settist að á leiksviðinu hjá Haraldi og Ástu. Nú hafði hún fundið uppfylling allra sinna óljósu drauma. Ó, að þessi fagri söngur tæki aldrei enda! „Gott á fuglinn fleygi, sem fjötra engin bönd. En fótur vor er fastur, þá fljúga vill önd. Já, fótur er fastur ..." En því miður tók leikurinn loksins enda, og mæðgurnar héldu heimleiðis, þessa hálfa aðra mílu, fótgangandi, því að hitt fólkið ætlaði að dansa fram á morgun. Eftir því, sem leið á nóttina hafði hert frostið, svo að nú var kominn grimmdar gaddur. Ekki leið á löngu þar til stúlkunum var orðið afar kalt á fótunum; en það var nú víst tilvinn- andi fyrir svona dýrlegt ævintýri; þær vissu varla af því, þær hlupu við fót og töluðu um leikinn. En von bráðar var ekki hægt að dylja það lengur að þær voru alveg að frjósa á fótunum; litlu, þunnu sauðskinnsskórnir voru allt annað en skjólgóðir í svona veðri, og helzt til þröngir líka. En þær voru í þykk- um og góðum ullarsokkum og nú datt Stínu ráð í hug, sem hún hélt að væri mjög smellið. „Mamma, ætli það sé ekki bezt að við tökum af okkur skóna?" Svo tóku þær af sér skóna og hlupu, það sem eftir var af leiðinni á sokkunum; og þeim fannst allur heimurinn vera eitt stórt, titrandi ánægjubros, og tunglið skein á glitrandi snjóinn og gerði úr honum milljónir demanta; og undr- andi stjörnur depluðu kankvíslega augunum uppi í hinum háa himni. Húsið var hlýtt og notalegt er heim kom, og systurnar voru ekki lengi að komast ofan í rúmið sitt. „Heyrðu, mamma," sagði Rann- veig, „er mikið af svona leikjum út um heiminn?" „Já, Rannveig litla, í borgum eru skrautleg leikhús þnr sem fólk hefir það fyrir atvinnu áð vera leikarar og fær sér sérstaka æfingu og lærdóm í þeirri list," Löngu seinna heyrði Ástríður hvíslað lágt: „Mamma." — Hvaða ósköp voru þetta. Rannveig var þá ekki sofnuð enn! „Mamma," hví- slaði hún, „á ég að segja þér leynd- armál? — Þegar ég verð stór þá ætla ég að verða leikkona." Og útþráin bar hana óðfluga inn í dásamleg ævintýra- og draumalönd; hún hafði alveg gleymt því að . . . fótur vor er fastur, þá fljúga vill önd. You belong to Canada ÞU ERT HLUTI AF KANADA . and Canada belongs to you . . . OG KANADA ER HLUTI AF ÞÉR Kanada er land þitt; hvert fylki, hver borg, hvert þorp; Atlantshafsfylkin í austri, hið fríða fylki þar sem höfuðborgin trónar, tindprúð Klettafjöllin og sneiðin við þau vestanverð Land ólýsanlegrar fegurðar, land tignar og viðmótshlýju, sem býður orlofsgestum upp á fjölbreytilegri afþreyingar en nokkurt annað land í heimi. Reyndu að kynnast þér ókunnum hlutum landsins og bjóddu vinum og ættingjum frá „gamla landinu" aðild að þeirri landkönnun, stolti þínu og gleði. CanadS EKKERT SMÁRÆÐI 1 AÐRA HÖND Canadian Government Office of Tourism Office de tourisme du Canada

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.