Lögberg-Heimskringla - 12.11.1982, Síða 5

Lögberg-Heimskringla - 12.11.1982, Síða 5
MINNING WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982-5 Dr. Böðvar Bjarkijakobson Dr. Böðvar Bjarki Jakobsón læknir í Neepawa lést á sjúkrahúsi í Winnipeg þann 5. okt. síðastliðinn. Dauða hans bar að með skjótum hætti. Aðeins örfáum dögum fyrir andlátið hafði fundum okkar borið saman úti á Manitóbaháskóla. Hann var þá hress og kátur, og grunaði mig síst að sá myndi okkar hinsti fundur. Bjarki var maður lífsins og gleðinnar, og skuggar sorgarinnar víðs fjarri í návist hans. Dr. Bjarki var fæddur á bænum Viðey í Geysisbyggð, rétt utanvert við Arborg í Manitóba þann 20. ocktóber 1926, sonur þeirra hjóna Böðars (Helgasonar) Jakobssonar og Guðlaugar Eyjólfsdóttur. Böðvar fluttist vestur aldamótaárið rúmlega tíu ára gamall með foreldrum sínum Helga Jakobssyni frá Sigmund- arstöðum í Þverárhlíð, Sæmunds- sonar, bónda á Steinum í Stafholtstungum, Helgasonar, og Ingibjörgu Böðvarsdóttur frá Örnólfsdal, Jónssonar, bónda í Brennu í Lundarreykjadal. Foreldrar Guðlaugar, konu Böðvars, voru þau Eyjólfur Einarsson og Þóranna Björnsdóttir, Geir- mundssonar, en þau hjón fluttust frá Mjóafirði vestur um haf árið 1884. Dr. Bjarki lauk embættisprófi í læknisfræði frá Manitóbaháskóla árið 1954 og stundaði síðan framhaldsnám í þeirri grein við Deer Lodge og Grace skjúkrahúsin í Winnipeg. Frá 1955-1957 var hann læknir í Moosomin, Saskatchewan og næstu sjö ár, þ.e. frá 1957 - 1964 í Whitewood, Saskatchewan. Árið 1964 fluttist hann með fjölskyldu sinni til Neepawa í Manitóba og gegndi þar læknisstörfum til dauðadags. Auk aðalstarfs lét hann sig fjölmörg önnur viðfangsefni máli skipta. Má métt nefna að ásamt konu sinni vann hann ósleitilega að eflingu lista af ýmsu tagi í Neepawa, en þau hjón áttu mikinn þátt í því að hleypa af stokkunum hinni árlegu listahátíð Neepawa (The Neepawa Fine Arts Festival), sem fyrir löngu hefur áunnið sér frægð um Manitóbafylki þvert og endilangt. Eftirlifandi eiginkona dr. Bjarka, er Sigrún Borga, dóttir þeirra hjóna, Indíönu (Sveinsdóttur) og Kristjóns Sigurdson, en þau bjuggu lengi á Helluvaði í Geysisbyggð. Þau Bjarki og Borga eignuðust átta börn, Kristine Ingu (f. 26. okt. 1951), Gest Owen (f. 26. maí 1953), Þóru Louise (f. 8. jan. 1955), Irene Öldu (f. 28. mars 1956), Karl Douglas (f. 5. ágúst 1957), Glen Eric (f. 25. nóv. 1958), Ölmu Lynn (f. 18. ágúst 1960) og Lornu Susan (f. 25. júní 1962). Öll eru börnin hin glæsilegustu, vel gefin og menntuð og hafa unnið mikil námsafrek. Vor eftir vor mátti sjá Borgu og Bjarka við skólaslit við Manitóbaháskólann eða Win- nipegháskólann. Börn þeirra, eitt eða fleiri í senn, voru þá að brautskrást frá þessum stofnunum. Þetta voru góðir dagar, sumarblíða á næsta leiti og framtíð björt. Dr. Böðvar Bjarki Jakobson Nærri má geta að oft hefur verið líf og fjör á Jakobsonsheimilinu. Þótt börnin stunduðu öll bóknám af kappi, áttu þau sér fjölmörg önnur hugðarefni, svo sem félagsmál, íþróttir og þá ekki síst söng- og tónlist. Stofnuðu þau sérstakan söngflokk sem söng víðs vegar hér í fylkinu bæði í fjölmiðlum og við ýmis hátíðleg tækifæri. Söng þá faðir þeirra gjarna með þeim, en hann var bæði söng- og hljómlistar- maður. Börnin stunduðu og öll nám í þessum greinum og unnu til verðlauna á því sviði. Innan veggja heimilisins og vébanda fjölskyldunnar störfuðu þannig bæði kór og hljómsveit. Á heimili dr. Bjarka var stunduð menningarrækt sem hafði jákæð áhrif og varð drjúgur skerfur kanadískri mennt í víðtækara skilningi. Hér hefur þó ekki allt verið til tínt. Bæði lögðu þau hjón sérstaka alúð við íslenskar erfðir, svo sem tungu ísiensku þjóðarinnar og bókmenntir, og bæði heimsóttu þau ættjörð forfeðra sinna oftar en einu sinni. Dr. Bjarki dreif sig þá eitt sinn á íslenskt læknaþing, og fengu íslenskir starfsbræður hans þá ekki Continued from page 4 were Rev. and Mrs. Fredriksson's children: Hugh and Joanne Amey, Vancouver, B.C.; Nyel and Jan Fredriksson, Austin, Manitoba; Mrs. Vivian Carruthers, Fort McMurray, Alberta; Dr. Allan Fredriksson, Mount Vernon, Washington; Mrs. Stellamae Vertz, Glenboro, Manitoba; and Harvey Johnson, Regina. Rev. Fredriksson was born in Iceland in 1899. He has travelled ex- tensively in his native country, with the most recent visit by Rev. and Mrs. Fredriksson occurring this past summer. Rev. Fredriksson graduated from the Pacific Theological Seminary, Seattle, in 1932 and was ordained in ráðið af málfarinu að þar færi ann- arrar kynslóðar Kanadamaður. Við andlát hans er horfin úr okkar hópi rammíslensk rödd, en “einn kemur þá annar fer," segir máltæið, og er nú gott til þess að vita að einn sonur þeirra Borgu og Bjarka, Glen Eric, er um þessar mundir að ljúka íslen- skunámi við Háskóla Islands og annar sonur þeirra, Gestur Owen, nýkominn þangað til náms í sömu grein. Má með sanni segja að Jakobsons fjölskyldan láti ei hálfan huga duga í neinu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Nú hefur verið drepið á fáein meginatriði úr ævi dr. Bjarka, og sýna þau ljóslega að hann var mikill hamingjumaður. Sagan er þó ekki nema hálfsögð. "Hver er sinnar gæfu smiður", segir fornklassískt spakmæli, og sönnuðust þau orð mjörg eftirminnilega á dr. Bjarka. Rúmlega tvítugur að aldri fékk hann lömunarveikina, og lék hún hann svo grátt að um skeið var ekki annað sýnna en að honum væri þorrinn máttur til gangs, og virtust þá horfur um erfitt nám og störf að því loknu að engu orðnar. Með frábærum kjarki og viljaþreki tókst honum þó að endurhæfa sig þangað til hann gat gengið einn og óstuddur. Hélt hann þá óhikað áfram námi, enda þótt það krefðist erfiðisvinnu til nauðsynlegrar fjáröfluunar á ökrunum norður í Nýja íslandi. Telja allir sem til þekktu að sigur Bjarka á þessum erfiðleikum væri afrek sem seint verði til jafnað. Árið 1958, þ.e.a.s. fjórúm árum eftir embættispróf, fékk Bjarki hjartaslag. Sýndi hann þá sömu þrautseigjuna sem fyrr. Hann var ráðinn í því að hjálpa "til heilsu öðrum", komst til heilsu sjálfur og sinnti síðan sjúkum talsvert á þriðja áratug. Fyrir örfáum árum kenndi hann síns gamla meins öðru sinni. Tók hann sér þá nokkurt orlof, og að því loknu var í ráði að hann lækkaði the First Icelandic Church in Win- nipeg, by the Icelandic Lutheran Synod, the same year. He has serv- ed the following parishes of the Synod in Western Canada: Foam Lake, Kandahar, Churchbridge- Thingvalla, Serath, Quinton, Vibank, Kronau and Davin parishes in Saskat- chewan; the Lundar-Langruth, Glen- boro, Erickson, Clanwilliam and the Argyle parishes in Manitoba. In Alberta, he has served parishes in Scandia and Rolling Hills. Rev. Fredriksson has also.served on the executive board of the Synod, is past president of the Synod’s ministerium, has been active in various sport organizations, is a forrner mernber of the Kiwanis Club and past president of the Glenboro, seglin um sinn við læknisstörfin. Sú ráðagerð var honum ekki að skapi, heldur hóf hann störf að nýju eins og ekkert hefði í skorist og var í fullu starfi þegar hann skyndilega féll frá. Saga dr. Bjarka er að innra kjarna um gifturík störf og hamingju. Oðrum þræði er hún hetjusaga. Hið síðarnefnda kom mér sérstaklega í hug þegar ég las andlátsfregn hans í dagblöðunum hér í Winnipeg. Þar var hann nefndur fullu nafni Böðvar Bjarki. Foreldrar hans gáfu honum þetta nafn minnug þess að það hafði áður borið ein ágætasta hetja forn- aldar. Böðvar bjarki hinn forni var einn af köppum Hrólfs krakar einhvers göfugasta konungs sem uppi hefur verið á Norðurlöndum Böðvar bjarki reyndist ósigrandi þangað til hann var að lokum beittur vélum og galdri. "Engi yðar er hans jafningi," mælti Hrólfur konungur til annarra manna sinna. Frægð hins forna kappa frá Hleiðru hefur haldist fram á þennan dag, ekki einungis sakir ofurmannlegrar hreysti og hamremmi, heldur fyrst og fremst vegna mannkosta og drenglyndis sem hetjuna prýddu. Málstaður Böðvars bjarka var ávallt svo góður að hann hlaut að hætta lífi sínu honum til varnar. Að orrustulokum er þess aldrei spurt hve lengi hetjan hafi sótt eða varist, heldur skipta málstaður og bar- áttuaðferð öllu máli. Æviskeið dr. Böðvars Bjarka Jakobsonar varð miklu skemmra en við hefðurn kosið. Gerningar sem að lokum hefta för allra góðra manna sóttu hann heim um miðjan dag. Orðstír hans varð þó slíkur að nú skipar hann gama bekk og sá forn- frægi maður sem hann ungur þáði nafn sitt frá. Við vottum aðstandendum Dr. Bjarka dýpstu samúð. Haraldur Bessason Manitoba, Chamber of Commerce. While serving at Erickson, Manitoba, Rev. Fredriksson, a respected long distance swimmer, swam 19 miles across frigid Clear Lake. It was the first time the resort lake, located just 20 miles from Erickson, had been conquered. Rev. Fredriksson was 61 years of age at the time of the swim. Since 1975, Rev. and Mrs. Fredriksson have lived in Regina and they will continue to reside in the Saskatchewan capital in their retiring years. Rev. Fredriksson, throughout his career, has been a powerful public speaker and has spent considerable time comforting shut-ins at their home and in the hospital. 50th Anniversary of Rev. Fredirksson's ordination

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.