Lögberg-Heimskringla - 28.01.1983, Blaðsíða 7
WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1983-7
Tíminn og Minningarnar
Framh. af bls. 3
ugt, var stigið skref sem athygli vakti
og vænta má að sé upphaf langrar fer-
ðar til vegsauka, ef rétt og vel er á
málum haldið. Víst er, að list-
unnendum vestra og miklu víðar er
nú fullkunnugt um að við eigum
býsna margt og fjölbreytilegt í fórum
okkar til að sýna og kynna og þeir
hafa látið þá ósk í ljós að fá nýrra og
meira að heyra.
Gjöful menningartengsl ættu allar
þjóðir að kostgæfa. Ég vík ekki frá
þeirri skoðun, að því nánari kynni
sem þjóðir hafa hver af annarri, þeim
mun meira tillit taka þær hver til ann-
arrar. Slík tengsl brýna friðarviljann
og skapa skilyrði til að vopnum
fækki.
Þjóð okkar hefur einnig á velferðar-
tímum reynst sómarík meðal þjóða
fyrir hve einarðlega hun bregst við
hvenær sem mannúðar- og mannrétt-
indamál eru á baugi. Sameinuðu
þjóðirnar hafa um skeið hvatt þjóðir
til að sinna sérstaklega ýmsum þeim
málum sem betur mega fara í
heiminum; ár aukinna kvenréttinda,
ár barnsins, ár fatlaðra og ár aldraðra.
Öllum þessum málum höfum við
veitt brautargengi og einkum lagt
okkur fram við að hlúa sem best að
og gera sem mest til gleði þeim sem
á einhvern hátt eru vanmegnugir. Nú
hafa Sameinuðu þjóðirnar tekið þá
ákvörðun að nýja árið skuli helgað
bættum fjarskiptum og samgöngum
milli þjóða heims og er það vel. Enn
búa margir við slíka einangrun að
þeir þekkja ekkert til umheimsins.
Ár unga fólksins
En hvenær skyldum við mega
vænta árs unga fólksins? A því leikur
enginn vafi að það gæti orðið öllum
til gagns og gleði að staldra við oftar
en gert er og leggja sérstaka rækt við
æskufólk sem er á erfiðu skeiði lífsins
á mörkum þess að vera börn og
fulltíða menn. Við mættum koma því
betur til skila hve óendanlega hlýtt
okkur er til unga fólksins og hvernig
við viljum veg þess sem mestan og
bestan án þes að vera sírexandi til að
leiða því fyrir sjónir okkar eigin sann-
leika, oft ærið gamaldags. Við
mættum reyna að skilja betur unga
fólkið, nýstárleg og skemmtileg
uppátæki þess. Þau eru mörg
öðruvísi en við eigum að venjast sem
eldri erum, þótt einu sinni höfum
verið ung. Eitt af einkennum tímans,
sem svo hratt líður yfir í minningar,
er, að með honum breytist lífs-
afstaðan frá ári til árs með nýjum
uppfinningum og nýjum lífsvenjum.
Löngum hafa eldri kynslóðirnar
fjargviðrast út af yngri kynslóðum
sem ekkert var um að feta
nákvæmlega troðnar slóðir. Það
mætti einnig spyrja hvort það væri
æskilegt. Kynni það ekki að vera
merki um stöðnum og afturför? Unga
fólkið þurfum við af metnaði að virk-
ja með okkur fyrir framtíðina, gleð-
jast með því og sameiginlega vinna
bug á tómlæti sem víða virðist
einkenna bæði unga fólkið og fullorð
na. Enn skal á það minnst, að ekkert
er dapurlegra en að hafa ekki annað
fyrir stafni en að drepa tímann, láta
hann hverfa út í buskann í gleym
skunnar dá. En til bóta þarf sjálfsaga
og það ekki aðeins æskunnar. Eigi
fullorðið fólk að miðla æskunni af
ríkidæmi reynslu sinnar, þarf það
einnig að temja sér aga og síðast en
ekki síst að rækta með sér kærleika.
Einkunnarorð
Fyrir og um þessi áramót hefur
mönnum orðið einkar tíðrætt um
mikinn vanda þjóðarbúsins og erfið
úrlausnarefni. Þegar litið er til minn-
inganna sem er saga þessa lands og
þessarar þjóðar, hefur svo ótal oft
verið svart á álinn — svartara en nú
er.
Dr. Kristján Eldjárn, dyggur vinur
okkar allra, sem við hugsum til með
miklum söknuði, lét svo um mælt í
áramótaræðu sinni árið 1980 er hann
skildi við embætti: „Kjörorð Jóns
Sigurðsonar var Eigi víkja, og getur
þýtt margt, meðal annars að aldrei
megi láta undan síga í sókn
þjóðarinnar að markmiðum frelsis og
menningar í þessu landi, á hvaða
vettvangi sem er. Það merkir einnig
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska
Kirkja
JOHN V. ARVIDSON
PASTOR
10:30 a.m. The Service followed
by Sunday School & coffee hour.
pere Electric Co.
/r 460 Scotia Street, Winnipeg, Manitoba R2V1X8
Residential & Commercial
New Wiring, Repairs & Maintenance
Free Estimates
LARRY LIEBRECHT Phone 339-3941
JOHN WDOWIAK
«
að ekki skuli æðrast og þaðan af síður
örvænta, þó að eitthvað gefi á
bátinn." Ég vil gera þessi orð forvera
míns að einkunnarorðum okkar á ný-
ju ári.
Islenska þjóðin er sífellt að velja sér
framtíð, tilveru. Sú spurning hlýtur
að vera áleitin í hugum okkar um
þessar mundir: Hvað viljum við
Islendingar? Viljum við komast yfir
sem mest, ná öllu sem hugurinn girn-
ist og löngunin blæs okkur í brjóst?
Viljum við setja markið svo hátt að
engin leið sé að ná því? Eða viljum
við meta hvað okkur er fært, velja úr
þau svið sem við getum náð árangri
á og vinna að því að nýta möguleika
okkar út í æsar?
Við skulum vera hófsöm, en þó set-
ja markið hátt.
Á erfiðum tímum gerum við það
hvert öðru best að standa saman.
Treysta hvert öðru; leggjast á eitt til
sameiginlegrar farsældar. Við viljum
svo margt, og við höfum svo mikið að
gefa hvert öðru að tímabundnir erfið-
leikar breyta engu um hve gott það
er að búa í þessu landi. Meðan við
eigum okkur þann metnað að gera
okkar besta, þá mun vel farnast. Sé
markið sett svo hátt að við verðum
að neyta allra okkar krafta, þá erum
við á réttri leið. Þá er andinn í
þjóðinni glaðvakandi í bjartsýnni önn
daganna.
Því skal ekki gleymt, að í tímanna
rás höfum við nokkurt vald yfir
hvernig minningarnar um okkur
verða.
Gleðilegt ár!
Business and Proff essíonal cards
TAYLOR, BRAZZELL, McCAFFREY 4th Floor, Manulife House 386 Broadway Avenue, Winnipeg, Man R3C 3R6 Telephone (204) 949-1312 Telex 07-57276 Mr Clenn Sigurdson attends in Cimli and Riverton on the first and third Fridays of each month Cimli Office - 3rd Ave and Centre St., Telephone 642-7955, Hours 9:30 a.m to 5:30 p m Riverton Off ice - Riverton Village Off ice, Hours 1:00.p m to 3:00 p m
Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. 696 Sargent Avenue Winnipeg, Man. R3E 0A9 PAINTS Benjamln Moore Sherwin Willlams C.I.L. HARDWARE GLASS and GLAZING WOOD and ALUMINUM 783-5967 Phones: 783-4322 \ Tallin & Kristjansson Barristers and Solicitors 300 - 232 Portage Avenue Winnipeg, Manitoba R3C 0B1
ALBERT W EYOLFSON. LL.B.
GOODMAN and KOJIMA ELECTRIC ELECTRICAL CONTRACTORS 640 McGee Street Winnipeg, Man. R3E 1W8 Phone 774-5549 M. KOJIMA RES.: 889-7564 Evenings and Holidays Barrister and Solicitor Associated with the firm of CHRISTIE, DEGRAVES, MACKAY 400-433 Portage Ave., Winnipeg, Man.. R3B3A5 Ph. Business (204) 947-6801 Ph. Residence (204) 888-2598
T.A. GOODMAN & GRANTHAM Barristers, Solicitors and Notaries Public. Room One, Municipal Buillding 337 Main Street Y S. A. Thorarinson BARRISTER and SOLICITOR 708 SOMERSET PLACE 294 PORTAGE AVE. R3C0B9 Off. 942-7051 Res. 489-6488
Stonewall, Manitoba Ph.: 467-2344, 467-8931 - Winnipeg Line: 475-9692 TUELON OFFICE every Thursday 144 Main Street Telephone: 886-3193 ' Minnist ^BETEL í erfðaskróm yðar