Lögberg-Heimskringla - 24.05.1985, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 24.05.1985, Side 4
4-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 Ritstj órnar gr ein___ Raddir að sunnan Ýmsir hafa komið að máli við þann er þetta skrifar og kvartað undan of mikilli "kanadísku” í Lögbergi- Heimskringlu. Benda þeir réttilega á að í Bandaríkjunum búa þúsundir manna af íslenskum ættum. Þar eru starfandi félög íslendinga sem ekki síður láta sér annt um íslenskt mál og íslenska menningu. Varla er vit í að neita þessu því hér er engu logið. Stór félög eru í Chicago, Washington, Kaliforníu, Kansas og svona mætti lengi telja. Félög þessi standa fyrir menningarviðburðum og skemmtunum að ýmsu tagi. Fara þeir sjaldan framhjá fjölmiðlum og er oft getið í dagblöðum. Þetta verður því að teljast góð landkynning og þörf. Í blaðinu í dag eru tvær greinar, önnur reyndar bréf, frá íslendingum í Bandaríkjunum. Frá Minneapolis er ítarleg grein um Heklu-félagið en eins og þar sést þá er það félag rótgróið og hefur margt vel gert. Bréf frá Illinois er ekki síður athyglisvert því höfundur þess fer ekki dult með þjóðrækni sína og staðfostu trúi að vel sé hægt að varðveita íslenskt mál í Norður Ameríku. Undir þetta skal hér tekið og gleðilegt er að vita að málið eigi sér stuðnig svo vítt og breitt í þessari stóru álfu. Þá er ekki síður gleðilegt að sja að Lögberg-Heimskringla er lesið og ýmsir finna sig knúna til að svara ýmsu er á síðum þess birtist Þetta er merki um lifandi blað en oft hefur þvi verið haldið fram að Lögberg-Heimskringla væri ekkií lengur í lifandi blaða tölu. Það er ekki tilgangur með þessum skrifum að kvarta heldur er reynt að benda á sitthvað er betur má fara. Vonandi verða skrif í blaðið í þessum dúr tíðari og skemmtilegt væri að heyra meir frá fólki í Bandaríkjunum. Það á blaðið alveg jafnt á við okkur hér í Kanada og það er reyndar tilgangur með útgáfu þess að það þjóni íslendingum um alla Ameríku. Að endingu skal þess getið að meira vantar af efni frá byggðum íslendinga í Norður Dakota og er þess óskað að einhver þar grípi penna og sendi línu þegar eitthvað markvert gerist. En nú er mál að linni. J.Þ. Líf & List Barnsburður og bardagi Framh. af bls. 2 til fyrir frumkvæði kvenna og baráttu, og er skemmst að minnast friðargöngunnar miklu síðastliðið sumar. I Islendingasögum eru dærni þess að konur reyni beinlinis að stöðva bardaga karimanna með því að bera klæði á vopn þeirra. Þær berjast sem sagt með klæðum, en ekki með sverðum, og bera samt sem áður ekki ósjaldan sigur úr býtum. í Vopnfirðingasögu segir frá konu einni sem ,,gekk út á Eyvindarstöðum og sér sameign manna, og hverfur hún inn aftur skyndilega og mælti: „Eyvindur," segir hún, ,,ég hygg, að þeir frændur muni berjast hér skammt frá garði, Þorkell og Bjarni, og ég sá einn mann liggja undir garðinum, og sýndist mér sá allhræddur." Eyvindur svarar: „Förum vér sem skjótast og höfum klæði með oss og köstum á vopnin." Fær hann konur í lið með sér og koma þau að, þar sem bardaginn er í hámarki og mannfall þegar orðið mikið. Sjálfur hafði Eyvindur tekið upp setstokk heima hjá sér til að skilja menn með, en konurnar höfðu klæðin. „Þá kom að Eyvindur og gekk svo hart fram með setstokkinn milli mann að þeir hrukku hvorutveggja vegna. Konur voru með honum og köstuðu klæðum á vopnin, og stöðvaðist þá bardaginn." í Eyrbyggjasögu er merkileg frásögn sem sýnir á táknrænan hátt hversu mjög konur eiga undir högg að sækja í bókstaflegum skilningi, Þegar þær reyna að hafa áhrif á gang mála og stilla til friðar. Segir þar frá höfðingjunum Þórarni og Þorbjörn að garði Þórarins sló þegar í bardaga.” Falla strax tveir húskarlar úr liði Þorbjarnar og einn úr .liði Þórarins. Síðan segir: ,,Auður húsfreyja hét á konur að skilja þá, og köstuðu þær klæðum á vopn þeirra. Eftir það gengur Þórarinn inn og hans menn, en þeir Þorbjörn riðu í brott og sneru áður málum til Þórsmessþings; þeir riðu upp með voginum og bundu sár sín undir stakkgarði þeim, er Komgarður heitir. í túninu í Mávahlið fannst hönd þar sem þeir höfðu barist, og var sýnd Þórami; hann sá, að þetta var konuhönd; hann spurði, hvar Auður var; honum var sagt, að hún lá í sæng sinni. Þá gekk hann til hennar og spurði, hvort hún var sár. Auður bað hann ekki um það hirða, en hann var þó viss, að hún var hand- höggvin; kallar hann þá á móður sína og bað hana binda sár hennar." Það er ekki aðeins að Auður nrissti hönd sína, þegar hún gengur út í bardagann til að skilja þá, heldur reynir hún að leyna því í lengstu lög — eða þar til óvinaflokkurinn hefur komið sér undan — svo að atburðurinn verði ekki tilefni enn frekari mannvíga. Þórarinn má heldur ekkert vera að því að sinna henni og hefur orð hennar að engu. Þeir félagar „renna á eftir þeim Þorbirni," og það er ekki að sökum að spyrja, að það slær þegar í bardaga „og var bardagi þessi sóttur með miklu kappi." Það er athyglisvert, að á meðan Þórarinn maður Auðar stendur í manndrápum, bindur móðir hennar um sárið. Enn eitt dæmið þar sem kvennamenning tengist lífi, karlamenning dauða. En í íslendingasögum er sagt frá mörgum konum, sem voru læknar. Það var þeirra að taka við körlunum, oft helsærðum, úr bardögunum og reyna að halda í þeim lífinu. Það er líka margt sem bendir til, að lækningar hafi einmitt verið stór þáttur hinnar fornu kvennamenningar og að mestu í höndum kvenna, áður en karlamenningin hóf þær til vegs sem vísindi og tekjulind og bolaði konunum frá. í Fóstbræðrasögu segir t.d. frá Grímu, sem „var svarkur mikill, ger að sér um margt, læknir góður og nokkuð fornfróð", og bjargar hún lifi Þormóðar Kolbrúnarskálds. „Fægir Gríma sár hans og bindur; er honum þegar nokkuð hægara", stendur þar. Einnig má benda á Hildigunni lækni í Njálu, sem tekur við særðum föður sínum og bróður, þegar þeir koma heim úr bardaga við Gunnar á Hilðarenda, og hefur greinilega annað verðmætamat en þeir; „Starkaður kom og heim,” segir þar, ,,og græddi Hildigunnur sár þeirra Þorgeirs og mælti: „Yður væri mikið gefandi til, að þér hefðuð ekki illt átt við Gunnar". Og í Droplaugarsonasögu er sagt frá Alfgerði lækni, sem ekki aðeins bindur sár manna, heldur virðist einnig hafa haldið spitala fyrir þá heima hjá sér, hefur þann særða ,,á brott með sér" frá vigvellinum, eins og þar stendur. Á fáum stöðum í íslendingasögum lýstur karlamenningu og kvennamenningu þó saman á jafnáhrifamikinn hátt og í Víga- Glúmssögu. En Víga-Glúmur stóð mjög í bardögum eins og nafn hans bendir til, og var höfuð- fjandmaðurmaður hans maður að nafni Þórarinn. Eitt sinn berjast flokkar þeirra, og er mannfall orðið mikið, þegar sagan segir: „Þess er getið, að Halldóra, kona Glúms, kvaddi konur með sér — „og skulum vér binda sár þeirra manna, er lifvænir eru, úr hvorra liði sem eru." Vékust þær vel undir það. Hún kemur svo rétt mátulega á staðinn til að sjá Þórarin falla ,,og var öxlin höggvin frá, svo að lungun féllu út í sárið". „En Halldóra batt um sár hans og sat yfir honum, til þess er lokið var bardaganum." Þannig hikar hún ekki við að bjarga lífi höfuðandstæðingsins, þess sem manni hennar var svo mikið í mun að murka lífið úr. Glúmur er vitaskuld ekkert yfir sig hrifinn af þessu heim er komið. „En er menn voru heim komnir, þá mælti Glúmur við Halldóru: „För vor myndi hafa orðið góð í dag, ef þú hefðir heima verið og hefði Þórarinn eigi lífs brott komist." Hún lætur hins vegar atyrði hans ekkert á sig fá, og það er auðsætt, að samúð sögunnar er öll með henni, jafnvel þótt aðdáuinin á bardagahetjunum Ieyni sér ekki. Fyrir Halldóru og konumar með henni er það lífið sem öllu máli skipt- ir og er hafið yfir alla keppni karlanna um auð og völd. Þá sjaldan konur grips til vopna í íslendingasögum til að drepa, mistekst þeim ætlunarverk sitt. Svo andstætt hefur það verið talið eðli þeirra og menningu. Lögberg - Heimskringla Published every Friday by LÖGBERG - HEIMSKRINGLA INCORPORATED 525 Kylemore Ave., Winnipeg, Maniloba R3L 1B5 Telcphone 284-7688 New Ofíice Hours Monday through Friday 10:00 a.m. • 3 p.m EDITOR: Jónas Þór BUSINESS MANAGER: CarnUm- Oarratjh MAI1.ING: Khrrcnct' VVapir REPRESENTATIVE IN ICELAND: Magnús Sigurjónsson Umboðsmaður blaðsins á Islandi Skólagerði 69 Kópavogi, Sími 40455 Pósthólf 135 Reykjavík Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd. Subscription $25.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE $30.00 in Iceland — Second class mailing registration number 1667 — All donations to Lögberg-Hcimskringla Inc. arc tax dcductiblc undcr Canadian Laws.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.