Lögberg-Heimskringla - 26.07.1991, Blaðsíða 17

Lögberg-Heimskringla - 26.07.1991, Blaðsíða 17
Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 26. júlí 1991 #17 Horft yflr Winnipegborg Hulda Karen Daníelsdóttir „Velkomin til Winnipeg" var það fyrsta sem ég sagði við Þórdísi Lilju Jensdóttur þegar ég tók á móti henni á Winnipegflugvelli í lok júní. Þórdís var komin á vegum Þjóðræknisfélags íslendingatil að kynna sérvestur-íslenska blaðaútgáfu. „Þakka þér fyrir” sagði Þórdís brosandi, „ og hvenær á ég að mæta til vinnu?“ Okkur samdi um að hún kæmi með allt sitt hafurtask á skrifstofu Lögbergs- Heimskringlu eftir að hafa dvalið hjá ættingjum sínum í þrjá daga. „Blaðamennska hefurreyndar alveg frá því ég var lítil veríð mitt draumastarf Þórdíssem er meinatæknirað mennt, ákvað í fyrra að venda kvæði sínu í kross og hefja nám í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands. „Blaðamennska hefur reyndar alveg frá því ég var lítil verið mitt draumastarf," segir Þórdís. Fjölmið- lanámið við Háskóla Islands er mjög fjölbreytt og gagnlegt. Til þess að geta hafið nám í hagnýtri fjölmiðlun þarf maður að hafa lokið B.S. eða B.A. háskólagráðu í einhverri grein. Fólkið sem stundar þetta nám er því allt fullorðið fólk sem er komið til að lœra sem mest og gera sitt besta.“ Námsbraut í hagnýtri fjölmiðlun var í fyrsta sinn kennd námsárið 1990-1991 og munu 16 nemendur, þar á meðal Þórdís, útskrifast í haust. Síðustu þrjá mánuði námsins júní, júlí og ágúst vinna nemendurnir á fjölmiðli til að afla sér starfsþjálfunar. „Við gátum ráðið hvort við fœrum að vinna hjá blaði, útvarpi eða sjónvarpi. Þeirri hugmynd, að koma til Winnipeg og vinna hjá L-H, skaut niður í kollinn á mér í vetur þegar við vorum að rœða þessi mál í skólanum. Kennslustjóranum, dr. Sigrúnu Stefánsdóttur, fannst þetta koma vel til greina og við höfðum strax samband við Þjóðrœknisfélagið á íslandi. Fyrir milligöngu þess er ég hingað komin.“ Þetta er þriðja heimsókn Þórdísar til Winnipeg. Hún kom hér fyrst árið 1981 og svo aftur 1986. Hér á hún marga ættingja og hefur sambandið milli þeirra og fjölskyldu Þórdísar verið mikið og gott í gegn um árin. Þórdís hefur verið ritstjóra Lögbergs- Heimskringlu ómetanleg hjálp frá því að hún hóf starfsþjálfun sína við blaðið. „Mér finnst ákaflega skemmtilegt að vinna við L-H því maður fœr að vera með á öllum stigum blaðavinnslunnar. Eftir að hafa skrifað greinar, prófarkales maður þœr og raðar loks texta og myndum á síðurnar. Einnig finnst mérgaman hvað maður kemst í gott samband við áskrifendur. Fólk hcfur verið að koma hingað með efni og auglýsingar í hátíðarblaðið og á skrifstofunni hef ég þurft að gefa upplýsingar um ýmislegt varðandi L-H og hefur það líka verið góð þjálfun.“ „Mér finnst ákaflega skemmtilegt að vinna við L-H því maðurfœr að vera með á öllum stigum blaðavinnslunnar. “ Auk þess að skrifa greinar fyrir Lögberg-Heimskringlu hefur Þórdís viðað að sér efni um Vestur-íslendinga til að taka heim til íslands. Hún tók nýlega viðtal við Sigurð Wopnfjörð, heimsótti íslenska bókasafnið við Manitobaháskóla og ræddi við safnvörðinn og er einnig að kynna sér Curling. , .Manni er ákaflega vel tekið af öllum,“ segir Þórdís. „Um leið og maður nefnir að maður sé íslendingur lyftist brúnin á fólki og það vill allt fyrir mann gera enda veitégað Islendingar hafagetið sérgóðs orðs hér í Kanada í gegn um árin.“ Mikið vinnuálag hefur verið á okkur Þórdísi viðundirbúninghátíðarblaðsins. Við höfum samt gefið okkur tíma til að fara í leikhús að sjá vestur-íslenska leikarann Arne MacPherson og gengið um Litlu Ítalíu á Corydon. Einnig fórum við íbátsferð um Rauðánna mcð viðkomu í Forks. „Manni erákaflega vel tekið af öllum, “ segir Þórdís. „ Um Ieið og maður nefnir að maður sé Islendingur lyftist brúnin á fólki og það vill allt fyrír mann gera enda veit ég að íslendingar hafa getið sérgóðs orðs héríKanada í gegn um árín.“ Scint á kvöldin þegar aðrir ganga til hvílu er ljósrönd undir hurð Þórdísar. Þegar henni er boðin góð nótt, lítur hún snöggt upp úr því sem hún er að lesa og svarar í sömu mynt. Lcstrarefnið er iðulega The Icclandic Canadian Maga- zinecða Lögberg-Hcimskringla. Hingað er hún komin til að kynna sér vestur- íslenska blaðaútgáfu og þar lætur hún sitt ekki eftir liggja. Samstarfið við Þórdísi hefurverið mjög gott. Mér hefur þótt afar vænt um að hafa hana til að ráðfæra mig við í stað þessað standa alltaf í þessu ein. Hún er ákaflega dugleg og samviskusöm og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka Þórdísi samstarfið og Þjóðræknisfélaginu á Islandi fyrir þeirra þátt í komu hennar hingað. Donations to Lögberg-Heimskringla Inc. In loving memory of my dear husband Sigursteinn (Steini) David Eyolfson from Solrun (Solla)...............$50. Eric and Wendy Sigurdson, Oakville, Ont.....................$20. In memory of Mary Kristjanson, Lethbridge, AB & Ingiborg Norlin, Wynyard, SK, from the Vatnabyggð Icelandic Club of Saskatchewan............$17.90 Programs for íslendingadagurinn will be on sale at Maiy Scorer Bookstore 389 Graham Ave., Winnipeg Bestu Kveðjur Murray Sigmar President 540 - NUMBER 5 DONALD ST. S. WINNIPEG, MANITOBA R3L2T4 TELEPHONE: (204) 284-3120 FAX: 453-4032 Iceland ^ a country with an unbroken tradition of democratic government — having the oldest representative form of government in the world. NEW ICELAND — a pioneering community of Icelanders who established a separate country within Manitoba, with its own constitution and taxation; later joining Canada. ICELANDIC CANADIANS — a hardy independent people who have made a unique contribution to the quality of Canadian life. We salute the Icelandic people during the 1991 Icelandic Celebrations. And, we offer special congratulations to The Icelandic Festival which is celebrating its 102nd anniversary this year. Great-West Life ASSURANCE Q— COMPANY A m«mb«f of Ihe Power Fin»nci«l Corpor»tion Qroup of compame* <iíinnD 1891- G-= -1991 UUJLLJ

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.