Lögberg-Heimskringla - 16.07.1993, Blaðsíða 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 16. júlí 1993
Hægjum Ferðina og Lærum
By Blrgfr
Brynjólfason
Oft vill það verða,
þegar ferðast er um
þjóðvegi landa, að
manni verði fyrir að keppast
að því að komast sem fyrst
til áfangastaðar. Úr því
verður einskonar kapphlaup
sem er táknrœnt fyrir nú
tímann.
Sá er þetta skrifar er
ekki laus við þessa áráttu og
hefur oft þotið um þjóðvegi
Manitoba án þess að líta til
hœgri eða vinstri. Nú upp á
síðkastið hafa störf hans
fyrir L-H tekið hann fram og
aftur um leið númer 6, en sá
þjóðvegur liggur framhjá
boejunum Lundar og
Ashern, en í nálœgð beggja
þessara bœja , og í þeim
sjálfum, býr fjöldi fólks of
íslenskum uppruna.
Ef til vill er það aldurinn
sem hœgt hefur á ferðinni,
en nú tókst honum að
frœðast nokkuð um báða
þessa staði og aðeins þá
snert yfirborðið. Ashern er
eins og flestir slíkir bœir á
sléttum Kanada, þjónustu
bœr fyrir héraðið og að sjálf-
sögðu snýst mest þar um
landbúnað. Bœrinn er
blandaður að uppruna fólks
en ótrúlega margir eru þeir
þó sem telja uppruna sinn
íslenskan. Við hér hjá
L-H höfum haft um það
vitneskju að þeir sem
standa í fararbroddi fyrir
Legion (samtök fyrrverandi
hermanna) hafi reist sér nýtt
samkomuhús. Það varð að
láni að rekast á Ray
Thorkelsson, sem sjálfur er
einn þessara manna og tók
hann þenna blaðamann,
sem aldrei hefur barist við
hættulegra en sauðkindur á
Islandi, og sýndi honum
nýju húsakynnin. Það sem
mesta athygli vekur er
ótrúlegur fjöldi mynda af
fyrrverandi hermönnum og
konum og upplýsingar um
þau sem fylgja hverri mynd.
Ekki leikur nokkur vafi á
því að Hr. Thorkelsson
þekkti sögu hvers og eins.
Saga hans sjálfs er ekki
nema að litlu leyti sögð
þegar sagt er frá því að hann
var kyndari á herskipi í
seinni heimstyrjöldinni, en
þeir sem þau störf unnu
voru oftast lokaðir niðri í
iðrum skipanna og máttu
við það hœttulega hlutskipti
una. Hann segir frá því að
eitt sinn hafi hann komið
upp á þilfar að nóttu til og
hafi skipið þá verið statt í
djúpum þröngum firði.
Honum var sagt að þetta
vceri Hvalfjörður á íslandi.
Skipið stóð aðeins stutt
við til að taka eldsneyti og
hélt síðan á haf út til að
vernda skipalestir og Ray
Thorkelsson var aftur komin
til sinna starfa að mata
aflvélar skipsins. Þess má
geta hér, að við eftirgrenslan
kom í ljós að cettir átti
hann að telja til héraðsins
hinum megin Skarðsheiðar.
Hvorki fyrr né síðar hefur
hann komið til íslands.
Þegar kemur að aðal vígslu
þessa félagsheimilis, vonum
við að okkur gefist tœkifœri
til að segja meira, og af
fleirum sem lögðu líf sitt í
hoettu í þeirri von að
mannkynið gceti lifað í sátt.
undar er einn þeirra
bceja sem enn hefur
töluvert íslenskt yfir-
bragð og er alls ekki óhœtt
að tala íslensku þar, ef
maður vill ekki láta skilja
sig. L-H tók þátt í hátíð sem
haldin er ár hvert í bœnum,
og sem sagt hefur verið frá
hér áður á síðum blaðsins.
Þar sem þessi blaðamaður
hefur viðurkennt sök sína
á því að geysast um þjóðveg-
ina horfandi beint af augum,
þá er rétt að geta þess
honum til varnar, að löng-
unin til að kynnast þessum
bœ betur hefur alltaf verið
fyrir hendi, en eldflaugin við
afturendan á honum hefur
ráðið ferð. Einn er sá staður
í Lundar bce sem löngum
hefur vakið forvitni hans, en
það er þyrping húsa við
enda aðal götunnar, en í
hvert sinni sem hann hefur
gert tilraun, í öllum asanum
til að hlaupa þar í gegn,
hefur safnið verið lokað.
Það hefur lengi verið árátta
á honum að dragast að göm-
lum hlutum, sérstaklega
gömlum amboðum, og láta
hugan reika um það hvernig
þau hafi verið notuð. Nú
varð honum það fyrir síðast
þegar hann kom að lokuðu
safni, að reika um svœðið í
kringum húsin, og viti
menn þar voru gömul
landbúnaðartceki sem vöktu
áhuga, þ.e.a.s. þangað til
honum varð ljóst að hann
hafði sjálfur unnið með
slíkum verkfœrum á íslandi.
Nú var annaðhvort að bíta á
jaxlinn og taka því að
tíminn hafi liðið með sama
hraða og hann sjálfur
geystist um þjóðvegina, eða
þá að fara aldrei á safn
framar. Forvitnin varð yfir-
sterkari og tókst honum
loksins að komast inn á
þetta safn nú fyrir nokkrum
dögum.
undar safnið saman-
stendur af fimm
húsum og skemmu.
Fyrst skal nefna kirkju, en í
skrúðhúsinu hefur verið
komið fyrir safni íslenskra
bóka sem sumar hverjar
virðast vera nokkuð gamlar.
Mesta athygli vekur Biblía
sem án efa er mjög gömul
og þarfnast frekari skoð-
unar af þeim sem um aldur
hennar geta dcemt. Augljóst
er að mikil umhyggja hefur
verið sýnd þessum hluta
safnsins. Nœst verður fyrir
að skoða gamla járn-
brautarstöðvar húsið sem
hefur að geyma ýmsa muni
og fatnað. Þar nœst skal
haldið í skólahúsið þar sem
sjá má gömlu skólaborðin,
myndir og fleira. í hluta
þessa einnar stofu skóla,
er gefin hugmynd um
lœknisstofu og ýmislegt
þar að lútandi. Þá eru tvö
gömul íveruhús og gefa þau
glöggva hugmynd um
aðbúnað fólks. Þá hefur
skemman að geyma vagna
og annað sem utandyra var
notað. Allt er þetta mjög
fróðlegt að sjá og mikið
hœgt að lœra um fortíðina
þegar þetta safn er skoðað.
Með þessum línum viljum
við hvetja ykkur, lesendur
góðir, til að gefa ykkur
tíma til að heimsœkja sem
flesta bœi og söfn sem
kunna að verða á vegi
ykkar. í kappkeyrslunni við
aðra vegfarendur glatast
tcekifceri til að öðlast
vitneskju um það kjarkmikla
fólk sem braut landið
sem við njótum ávaxta af í
dag. Sínum þeim virðingu
okkar og þakkloeti með því
að staldra við.
V-i
I
:: 'ý'-
i
1
m
Help needed
I am a 13 year old girl of Icelandic
descent in search of an Icelandic cos-
tume (skirt, vest, jewelry, apron and hat).
I am involved in a number of events
at the Icelandic Festival in Gimli and I
would like a costume of my own.
If you or anyone you know has an
adult size costume that they will no
longer use, please call me collect at 1-
642-7916 Gimli.
Thanking you in advance,
Raegan Arnason
M
GENGISSKRANING
Nr. 123. 4. júlf 1993.
Kr. Kr. Toll-
Ein. kl. 9.15 Kaup Sala Gengi
Dollari 71,04000 71.20000 63,06000
Sterlp. 107,08000 107,32000 98,20000
Kan. dollari 55.17000 55,29000 49,74000
Dönsk kr. 10,86100 10,88500 10,29300
Norsk kr. 9,85300 9,87500 9,30800
Sænsk kr 9.17600 9,19600 8,73800
Finn. mark 12.52200 12.55000 11,66100
Fr. franki 12,35900 12.38700 11,71100
Belg.franki 2,03330 2,03790 1,92460
Sv. Iranki 46,92000 47.02000 44.14000
Holl. gyllini 37,23000 37,31000 35,22000
Pýskt mark 41,82000 41,92000 39,51000
it. Ilra 0,04615 0,04625 0,04283
Austurr. sch. 5,94000 5,95400 5,60300
Poit escudo 0,43890 0,43990 0,41050
Sp. peseti 0,54770 0,54890 0,49760
Jap. jen 0,65200 0.65340 0,58930
Irsktpund 101,86000 102,08000 96,38000
SDR(Sérst) 98,90000 99,12000 90,05000
ECU. evr.m 81.85000 82.03000 76,99000
Tollgengi fyrir júni er sölugengi 28. mai. slmsvari gengisskráningar er 623270. Sjálfvirkur