Lögberg-Heimskringla - 24.02.1995, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 24.02.1995, Blaðsíða 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 24. febrúar 1995 Islenska þjóðin er ung þjóð og íslendingar vita í höfuðdráttum hvemig landið byggðist og hvernig þjóðin varð til. Það er einnig vitað að til íslands kom enginn nema á báti eða skipi. Fyrstu aldimar eftir land- námsöld vora allmiklar samgöngur til Noregs og höfðingjasynir fóra út í víking framanaf og sóttu sér menntun og margskonar fróðleik um aðrar þjóðir. Islendingar hafa þó ekki átt þess kost að skoða skip frá þeim tíma er landið var að byggjast. En nú stendur þetta til bóta því verið er að smíða víkingaskip í Héðinshúsinu rétt vestan við gömlu höfninga í Reykjavík. Fyrir byggingu skipsins stendur Gunnar Marel Eggertsson, skipasmiður, og auk hans þórður skipasmiður frá Stykkishólmi ásamt ungum norskum manni. Þama er vérið að smíða rennilegt víkingaskip, langskip, byggt í sömu stærð og Gokstad-skipið og sem allra líkast því skipi. Talið er að Gokstad-skipið hafi verið smíðað um miðja níundu öld, 850. Það er því samtíma skipum þeirra fóstbræðra Ingólfs Amarsonar og Hjörleifs Hróðmarssonar. Skipin sem þeir sigldu á hafa þó líklega verið klædd hærra upp og haft hærri borð á síðunum. Skip sem ætluð vora til þess að flytja mikinn flutning á opnu hafi voru þannig gerð og nefndust knerrir. Kjölur þessa nýja skips er úr einu heilu eikartré og er rúmle- ga 17 m langur. Þar við bætast síðan tvö bogadregin stefni. Skipið verður því yfir 23 m að lengd. Hin bogadregnu stafritré rísa hátt upp frá kjölnum. Inn í hliðar þeirra eru súðborðin felld og saumuð föst. Tíunda borðið er þykkara og sterkara en hin borðin og er nefnt meginhúfur. Álitið er að það hafi verið borðstokkur á eldri skipum víkinga en þegar farið var að setja mastur á þau og sigla þeim, hafi borðum verið bætt ofanvið meginhúf svo að sjór flæddi síður yfír borðstokkinn ef skipið hallaðist. Þegar skipunum var lent við strönd var þeim lagt flötum að ströndinni og hallað þannig að þau hvíldu á þessu borði og kom mesti þunginn á megin- húfinn þegar menn stukku í land, leiddu skepnur í land eða bára farangur af skipi eða í skip. Það má sjá á handbrögðum skipasmíðanna að þeir kunna til verka og vanda vel þetta verk. Bygging þessa skips er lofsvert ffamtak Gunnars Marels. Vonandi getur skip Gunnars fengið hentugan stað þar sem almenningur á þess kost að skoða það og jafrivel að kaupa siglingu með því. Eftirlíkingu af skipum þeim sem talið er að Papar hafi siglt á til íslands þurfum við einnig að eiga á sama stað. Ráðgert er að hleypa skipinu af stokkunum um mánaðamótin apríl-maí. Smíði skipsins er rúm- lega hálfnuð, en prufusigling er ráðgert 12. maí næstkomandi. Kostnaðaráætlun við smíðina hljóðar upp á 18 milljónir króna. Reykjavíkurborg veitti 10 milljó- na krónu styrk til smíði skipsins en eigandinn, Gunnar Marel Eggertsson skipasmiður, lagði til það sem upp á vantaði. Með styrkveitingunni þá tryggði Reykjavíkurborg reykvískum skólabömum siglingu með skip- inu í 50 daga á ári og verður siglingin notuð til fræðslunámskeiða á vegum fræðsluskrifstofu Reykjavíkur um lífið í sjónum með söguívafi. Á sumrin er ráðgert að bjóða íslenskum og erlendum ferðamönnum í siglingar. Skipið er smíðað úr sérvalinni eik og fura frá Svíðjóð og Noregi og segir Gunnar að efniviðurinn sé af sömu gerð og í upprunalegum víkingaskipum. Skipið mun vega 15-16 tonn. MORGUNBLADID The Icelandic nation is-relatively young and Icelanders know much about how their land was built and how the nation came into being. Icelanders also know that the only route to the country was across the ocean. It was the Viking ship which made settlement in Iceland possible. During the first centuries after settlement there were frequent travels to Norway and chieftains’ sons went abroad with Viking bands to win fame and fortune and knowledge about other nations. But modem Icelanders have not been able to view and admire the Viking ship which first brought our ancestors to the shores of Iceland. This will soon change, thanks to Gunnar Marel Eggertsson, a shipbuilder in Reykjavík, who is building a Viking Ship in co-operation with another Icelandic shipbuilder and a young Norwegian. The ship they are building is a lean Viking longship, built in the likeness of the Gokstad-ship. The Gokstad ship was a true Viking longship, long, lean and predatory; manned by sixteen pairs of oars. It was and still is a marvellous example of shipbuilding, representing the culmination of centuries of technological development. Its seaworthiness for ocean crossing was demonstrated in 1893 when an exact repli- ca sailed from Norway to Newfoundland during stormy weather in precisely 28 days. It is estimated that the Gokstad ship was built around the middle of the nineth cen- tuiy, or 850 A.D. It is therefore from the same period as the ships which brought the blood-brothers Ingólfur Amarson and Hjörleifur Hróðmarsson to Iceland, Their ships most likely had higher side boards, though. Ships built for transporting cargo on the open seas were built that way and were called “knörr”. The knörr was designed for deep-sea work in all weather. She was the real maid-of-all-work of the northem seas. The keel on this new ship is made from one oak tree and is just over 17 m long. Onto the keel are fastened two arched stem-posts which make the ship just over 23 m long (75 feet). The arched stem-posts rise high up from the keel. Into their sides the side boards are attached and nailed tight. The tenth board is thicker and stronger than the other boards and is called the main hull. It is thought that the early Viking ship had a gunnel, but with the arrival of masts and sails, boards were added above the gunnel to prevent sea water from flowing over when the ship slanted. When landing on the beach the ship was laid flat against the beachhead and tumed on the side resting on the main hull when unloading. The craftmanship on the new ship is excellent and the men obviously know their job. Building this ship is a great initia- tive by Gunnar Marel Eggertsson. Hopefully a suitable place will be found to display the ship to the public with an opportunity to sail. It would also be inter- esting to build a replica of the ship thought to have been used by the earliest inhabi- tants of Iceland, the Irish hermits who fled with the arrival of the Vikings. They are thought to have arrived on small boats made by stretching skin over a wooden frame. The ship is now half built and the plan is to launch her at the end of April or the biginning of May, with a maiden voyage set for May 12. The cost is estimated around Can. $360,000. The city of Reykjavík grant- ed a Can. $200,000 loan, with the owner Gunnar Marel Eggertsson financing the rest. The city’s involvement was contingent on the ship being made available for educa- tional voyages for school-age children 50 days each year. Instructions will be given in ocean biology and nautical history. During the tourist season, the ship will be made available to foreign as well as Icelandic vis- itors. The building material is specially selected fir and oak from Sweden and Norway, which is the same kind of timber as the early seafarers used. The ship weighs about 15-16 metric tonnes. Gunnur Isfeld

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.