Lögberg-Heimskringla - 07.04.1995, Page 7

Lögberg-Heimskringla - 07.04.1995, Page 7
Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 7. apríl 1995 • 7 MORGUNBLAÐID • ■ SKOTLAND mwtN 1. Skagafjörbur Ung|$|6r LÚrtflhjir- Sfctftá S. Skofti ÁHUvw 4. ÁJÍUvcr • Isk og Slgje^/ 5. Mcí> vt/tMvflrní í Cacrtamadk Sá siður farfugla að fljúga jafn- vel heimsálfa á milli hefur lengi heillað áhugamenn um náttúruna. Erfitt er að trúa því að smáfugl á borð við steindepil fljúgi suður til Sahara og krían fari alla leið til Suðurskauts- landsins. Hvernig reiðir fuglunum af? Hvað ræður því að haldið er af stað? Hvemig rata fuglarnir? Hvað fljúga- þeir hátt, hratt, margir saman; fáir eða stakir? Síðastliðið sumar voru tvær skagfírskar álftir merktar með rafeindabúnaði sem skilaði gögnum til móðurtölvu í Toulouse í Frakklandi svo að vísin- damenn gátu fylgst með þeim um gervi- tungl og var Náttúrufræðistofnun í stöðugu tölvusambandi við Toulouse meðan á mælingunum stóð. Um var að ræða samvinnuverkefni breskra og íslenskra vísindamanna undir forystu prófessors Pennyquick við dýrafræð- ideild háskólans í Bristol. Þótt vitað sé að íslenskar álftir hafist að mestu við á Bretlandseyjum og írlandi á vetrum var engu að síður ýmistlegt forvitnilegt sem kom upp úr dúrnum. Álftin er stærsti fugl landsins, með vænghaf upp a 2,2 til 2,4 metra. Vænghafið er svipað og á haferni, en örninn er bæði styttri og léttari fugl. Álftastofninn er ekki stór, aðeins um 19,000 fuglar að hausti. Megnið að álf- tastofninum flýgur suður til vetrard- valar á fyrrnefndum slóðum, en nokkur hundruð fuglar þreyja þorrann með landsmönnum og halda til á vis- sum stöðum, einkum á Suðvestur- og Suðurlandi, t.d. Reykjavíkurtjörn, en einnig 100 til 200 fuglar á Mývatni. Olafur Einarsson fuglafræðingur sagði mikla eftirvæntingu haf ríkt þegar frét- tist að álftirnar tvær sem merktar voru í Skagafirði hefðu tyllt sér niður á vetrarstöðvunum í Caerlaverock við innanverðan Solway-fjörð, skammt frá landamærum Skotlands og Englands, rúmum níu klukkustundum eftir að þær hófu hið stranga langflug frá Islandsströndum. Ólafur sagði að fýrir valinu hefðu orðið fjölskyldufuglar með þekktar vetrarstöðvar á friðlandi Wildfould og Westlands Trust, WWT, þannig að hægt yrði að endurheimta sendana á vetrarstöðvunum. ,,Það voru ýmsar spumingar sem við vildum fá svör við. Ekki hvað síst hversu hátt álftimar fly- gju. Flugleið álftanna, hvort þær tylla sér einhversstaðar niður á leiðinni; flughraði og fleira kemur og upp í hugann. Eina skiptið sem vísbending um háflug hefur fengist var 9. desem- ber 1967, er flugmenn sáu álftir á radar á leið frá íslandi til Skotlands. Þetta var úti af Suðureyjum og hæðin ótrú- leg, 8,200 m. Verkefninu er ekki lokið, senditækin verða sett á nýja fugla og þeim síðan fýlgt aftur til íslands í vor. Það verður skemmtilegt að fylgjast með því dæmi, það eru álftir sem við vitum engin deili á,“ segir Ólafur.' „Fuglarnir tveir, sem géngu undir nöfnunum CDD og JSC, flugu til Skotlands í aðeins 30 til 50 metra hæð og er það langur vegur frá 8,200 metrum. Það voru pínulítil vonbrigði, því það er draumurinn í þessum athugunum að hitta á háflug. Órkulega á ekki að vera möguleiki fyrir álftir að ná slíkri hæð og gaman væri að fá um það vitneskju hvaða skilyrði þarf til að þær nái því. Það er einnig fróðlegt að fá upplýsingar um flughraðann, en I £ 1 eimskringla Ocelasuiic feooJzA, {cn, Salc! • ögberg-Heimskringla has two books in the office for sale. We have 16 copies of I Ljóöakorn, containing poetry written by Lúövík Kristjánsson, published by Lögberg- Lm Heimskringla in 1983. Mrs. Aöalbjörg Sigvaldason prepared the book for print and wrote comments. She also collected a considerable amount of the poems. There are also 7 copies of Vesturfaraskrá, written by Júníus H. Kristinsson, a histo- rian. This book is a major historical work, containing a record of 14,268 lcelanders who emigrated to America in the years 1870-1914. The book details the counties, farms, marital status, occupation, age and sometimes ships taken. Price of Ljóöakorn is $10.00 adding 3.50 for postage and Vesturfaraskrá is $60.00 adding $5.00 for postage — while supplies last. Name:. I Address: City/Town:. Post/Zip Code:_ Prov./Country: _Phone #:________ Mail with cheque or money order to: Lögberg-Heimskringla Inc. 699 CARTER AVE., WPG., MB, CANADA R3M 2C3 TEL.: (204) 284-5686 hann var á hluta leiðarinnar 130 kílómetrar á klukkustund. Það tók fuglana aðeins rúmar níu klukkus- tundir að komast yfir hafið og tylla sér á skoska grundu,“ segir Ólafur. Og hann heldur áfram: „Það var ennfremur athyglisvert að athuga atferli fuglanna áður en þeir lögðu að stað. CDD verpti í Glaum- bæjareyju og misfórst varpið í flóðum. JSC verpti aftur á móti við Garðsvatn og kom upp fimm ungum ásamt maka sínum. Fuglarnir höfðu hvor sinn hát- tinn á.“ „Ef við byrjum á JSC, þá hélt parið til á varpstöðvunum fram á haust. Þann 16. október tóku fuglarnir sig hins vegar upp, flugu inn Skagafjörð, yfir Sprengisand og höfðu sólarhrings- viðdvöl við Langasjó. Síðan höfðu fuglarnir sólarhringsviðdvöl við Skaftá nærri Eldgjá, en frá 19. októbr dvöldu þeir á túnum í Landbroti. Um fimm leytið að morgni 26. október lögðu álftimar síðan í hina ströngu ferð yfír hafið áðu á sjónum fýrir sunnan Isle of Skye, í svokölluðu Sound of Sleet á leið sinni og voru komnar á skoska jörð rúmlega níu klukkustundum eftir að þær lögðu af stað.“ „CDD hafði annan hátt á hann hélt til ásamt maka sínum í Skagafirði þar til um klukkan sex að morgni 26 október, að fuglarnir tóku sig upp og flugu rakleitt yfir hálendið, sömu leið og fyrri fuglarnir, áðu ekki, heldur héldu rakleitt á haf út og voru staddir yfir Meðallandsbugt um klukkan elle- fu. Um klukkan sex voru fuglarnir staddir um 50 sjómílur vestur af Suðureyjum. Þar settust þeir á sjóinn og eyddu þar nóttinni. Morguninn eftir hófu þeir sig aftur til flugs og luku ferðinni til Caerlaverock, friðlands WWT við Solway-fjörð.“ Athygli vekur, að fuglamir leggja í ferðina miklu á sama morgni þótt þeir séu staddir hvor í sínum landshluta. Hvað veldur? „Það er veðurfarið. Fuglamir bíða eftir norðlægum áttum og háþrýs- tisvæði. Þetta haust var mikill lægðagangur fram eftir öllum október, sem sagt stöðugur mótvindur fyrir fugla á suðurleið, en þennan morgun birti upp og skipti loks um átt. Þá taka farfuglar sig upp og flykkjast af stað, ekki bara álftir. Þá er tímasetningin athyglisverð, fuglarnir virðast kjósa dagsbirtu, samanber að lagt er upp í bítið og þeir setjast á sjóinn til hvfldar og eyða þar nóttinni.“ „Til marks um þetta má geta þess, að ég var staddur skammt frá Vík í Mýrdal næsta dag og sá þá álftahópa leggja í hann. Það var síðdegis og hóparnir sneru við. Veðrið var að breytast aftur, lægð að koma inn. Þær höfðu misst af strætó og urðu að bíða næsta rofs í lægðaganginu. Þannig er fartíminn breytilegur, allt eftir því hvemig viðrar. Það getur dregist lengi vel, dæmið frá 1967 er frá desember. Trúlega hafa það þó verið álftir af suðausturhorninu, en þær hafa tilh- neigingu til að fara ekki fýrr en það er virkilega farið að þrengja að þeim og frjósa undir þeim.“ r i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i L J Logberg 1 1 Heimskringla Afo-cu-I for the perfect investment in your lcelandic heritage Your Weekly lcelandic Newspaper □ Manitoba $39.90/year (inc. GST & PST) □ Elsewhere in Canada $37.45/year (includes GST) □ United States/lceland/Others $40./year □ Donation in addition to subscription (Charitable #: 0582 817-22-21) Name:________________________________________________ Address:________________________________________________________ City/Town:______________________________Prov./Country:__________ Post/Zip Code:__________________;_______Phone #:________________ Mail with cheque or money order to: Lögberg-Heimskringla Inc. 699 CARTER AVE., WPG.', MB, CANADA R3M 2C3 TEL.: (204)284-5686 n j

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.