Lögberg-Heimskringla - 01.12.1995, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 01.12.1995, Blaðsíða 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 1. desember 1995 Leiöin sem fyrstu landnemarnir fóru fótgangandi yfir Ameríku frá New Orleans til Utah. Járnbrautin kom 1869 og eftir þaö urðu vesturferöir auöveldari. mntii tuuum .... f* Q tV** ***£ ■■■**/ soörtí öwéöya 0**v *>Uí<tx Hoíiý: ÞUstf* ð< foliímS * víu»*írÍ>«« »ywSAs 'T» i MLw&m [ 'k líyHjj&u4i Ciifjg Wi«»Í 4S' rafráflntr 1 f ^ \ mi&***>f L* \ •* wwumca i <f* S ¥<>/*< )>; Himi Guðmundur Guömundsson, trúboöi og gullsmiður, meö tól sín og tæki. Guömundur boöaði mormónatrú í Vestmannaeyjum þjóoöfundarárið 1851 og varö nokkuö ágengt. Utfe* Cottíi* &sn> A»tts<s*j/x Legsteinn á leiöi Samúels Bjamasonar. rjsleiaskir mormónar í Veslurheinii Landnám í Utah: Hinn 7. september árið 1855 komu fyrstu íslensku landne- marnir á langþráðan áfangastað til að setjast að fyrir fullt og fast í Ameríku. Þetta voru þrír mormónar sem komnir voru langa leið í þá Síon sem mormónum er fyrirheitin hér á jörð, í eyðimörkina við Saltvatnið mikla í Utah. Eftir stuttan stans í Salt Lake City héldu þau Samúel Bjarnason, bóndi í Kirkjubæ, Margrét Gísladóttir kona hans og Helga Jónsdóttir úr Landeyjum til Spanish Fork, þar sem þeim var ætlað að búa og yrkja jörðina. Þar með var hafinn merkilegur kafli í trúarsögu íslendinga, þegar á fjórða hundrað manns fluttist burt af landinu af trúarástæðum, og nær 20 árum áður en hinar hefðbundnu Vesturferðir hófust frá íslandi. Nýtt guðspjall - nýtt landnám: Allt frá því kristni var lögtekin á þingvöllum árið 1000 og langt fram á þessa öld hefur ekkert trúboð náð viðlíka tökum hér á landi og hinir Síðari daga heilögu náðu víöa á Suðurlandi. Trúboð mormóna hófst í Vestmann- aeyjum þjóðfundarárið 1851 er tveir ungir menn fluttu með sér hina nýju kenningu frá Kaupmannahöfn þar sem þeir höfðu lagt stund á iðnnám. Það sem í fyrstu kom sem villutrú fyrir eyru fátæks alþýðufólks í Eyjum fann smám saman hljómgrunn, og um aldamótin höfðu um 370 íslendingar tekið sig upp með fólk sitt og farteski yfirgefið ætting- ja og átthaga og lagt í langa ferð til fyrirheitna landsins, Utah. Eflaust hefur vonleysi og fátækt valdið því að svo framandleg trúarbrögð urðu til þess að fólk tók sig upp hun- druðum saman og fluttist til fyrirheitins lands í Utah. Mormónar hófu trúboð í Kaupmannahöfn um 1850. Meðal þeirra, sem létu skírast þar og hófu að boða hina nýju trú þegar heim kom, voru tveir íslendingar sem stunduðu nám í Höfn, Þórarinn Hafliðason smiður og Guðmundur Guðmundsson gullsmiður. Mormónar trúa því ekki að Guð hafi sagt sitt síðasta orð þegar Nýja testa- mentið var fullskrifað og halda því fram að enn starfi spámenn hans á meðal okkar. Mormónsbók segir frá því er einn þeirra, Joseph Smith, fann gulltöflur með fornum rúnum í hólnum Cumorah, réð þær og gaf út á bók árið 1830. Smám saman myndaðist söfnuður um kenningar hans og eftir langvarandi ofsóknir settust mormónar að í eyðimörk Utah þar sem þeir töldu sig loks eiga griðland. Guðspjallið um fyrirmyndarsamfélag mormóna í hinni endurheimtu Síon á jörðu, þar sem jarðargróði var nægur og hjarðir gengu sjálfala í hliðum, féll í góðan jarðveg hjá fátæku fólki á íslandi sem ekki þekkti annað en basl og von- leysi. Kjör alþýðufólks í Vestmann- aeyjum og á Suðurlandi um miðja 19. öld, staðnað trúarlíf og hið almenna ástand þjóðfélagsins hefur án efa ráðið því hve margir ákváðu að freista gæfun- nar í ókunnum heimshluta og gangast hinni nýju trú á hönd. Þórarinn Hafiiðason hvarf fljótlega frá trúnni en Guðmundur Guðmunds- son hélt áfram trúboði í Eyjum. Honum varð nokkuð ágengt og vorið 1851 létu hjónin í Kastala skírast, þau Benedikt Hannesson og Ragnhildur Stefánsdóttir. Voru þau fyrst til að taka hina nýju trú hér á landi. Þau héldu til Danmerkur áleiðis til Utah sumarið eftir, en það átti eftir að dragast mjög að þau kæmust á leiðarenda. Sumarið 1853 kom danskur mormónaprestur, J.P. Lorentzen, til Eyja og þá bættust í söfnuðinn Samúel Bjarnason, Magnús Bjarnason og Loftur Jónsson, allt dugandi menn og vel met- nir. Konur þeirra létu skírast skömmu síðar og enn fleiri árið eftir, alls um 10 manns. Erfitt ferðalag: Samúel Bjarnason, Margrét kona hans og Helga Jónsdóttir fóru frá Vestmannaeyjum sumarið 1854. Þau voru samskipa Lorentzen og Guðmundi gullsmið til Hafnar, þar sem þeir urðu eftir. Þau þrjú fóru svo um haustið með dönskum Utahförum til Liverpool og dvöldu þar um hríð. Hinn 7. janúar 1855 var lagt upp í sex vikna siglingu yfir hafið með skipinu James Mesmith og komið til New Orleans 23 febrúar. Þaðan var svo haldið upp Mississippifljót með fljótabátnum Oceana og komið til St. Louis, Missouri, 7 mars. Eftir nokkurn undirbúning lögðu þau af stað ásamt öðrum trúbræðrum fót- gangandi yfir sléttur Ameríku til fyrirheitna landsins. Var þetta mikil þrekraun því leiðin lá um óbyggðir Missouri, Kansas Nebraska og Wyoming allt til Utah, en þangað komust þau loks hinn 7. september 1855, 13 mánuðum eftir að þau yfirgáfu ættland sitt í Eyjum. Samúel var dugnaðar maður í hvívetna. Hann eignaðist 160 ekrur lands og honum búnaðist vel í Utah. Hann gekk síðar að eiga aðra konu, til viðbótar við Margréti sína, Gertrude Mary Mortenson, eins og þá var siður meðal mormóna, og átti með henni 11 börn. Islensku landnemarnir í eyðimörkin- ni við Saltvatnið mikla voru samkvæmt skilgreiningu trúarbragðanna komnir í hið fyrirheitna land. En skyldi það hafa verið svo? Hvað er vitað um afdrif þeirra sem fluttust til Utah á þessum árum? Hvernig vegnaði þeim? Hvernig tókst þeim að laga sig nýjum háttum og festa rætur í ókunnu landi? Brigham Young, leiðtogi mormóna, vissi að Island var hluti Danaveldis og hann sá svo til að íslendingar settust að í Spanish Fork, þar sem Danir höfðu komið sér fyrir. Mörgum þótti þetta sem að fara úr öskunni í eldinn. Islendingar- nir héldu sig dálítið sér í austurhluta bæjarins, voru jafnvel afskiptir í fyrstu, en smám saman samlöguðust þeir hinu framandi samfélagi eins og aðrir og þóttu bæði vinnusamir og dugandi. Fleiri fylgja á eftir: Árið 1856 kom einn íslendingur ves- tur, Þórður Diðriksson, sem varð einna frægastur íslenskra mormóna. Hann gerðist brikkleggjari, biskup og leiðtogi Islenska safnaðarins í Spanish Fork, og er fyrirmynd Þjóðreks biskups í Paradísarheimt Halldórs Laxness. Þórður fór í einu og öllu eftir ken- ningum mormóna, samdi trúboðskverið “Aðvörunar og sannleiksraust” og átti þrjár konur, þær Helgu Jónsdóttur, sem kom vestur með Samúel og Margréti, Mary Jacobsen, danska konu, og Rannveigu Jónsdóttur Saga Guðmundar Guðmundssonar, Vitinn, sem reistur var í Spanish Fork 1938, til minningar um fyrstu íslensku landnemana í Vesturheimi. gullsmiðs og trúboða úr Vestmannaeyj- um, er saga ótrúlegs andstreymis sem margir landnemar mættu. Hann komst til Utah 1857 í fylgd með danskri ekkju frú Garaff, sem misst hafði mann sinn á leiðinni. Guðmundur kvæntist henni og gekk stórum barnahópi hennar í föðurstað. Þau gengu í gegnum mikla erfiðleika, hann átti við þunglyndi að stríða, gekk meðal annars af trúnni, og þau fluttu til Sacramento í Kaliforníu í leit að betra lífi. Fátæktin elti þau þangað en um síðir vænkaðist þó hagur þeirra, Guðmundur tók trú sína aftur og starfaði sem gullsmiður í Lehi í Utah. Sama ár kom einnig 11 manna hópur til Utah frá íslandi, stærsti hópurinn til þessa og sá síðasti í 17 ár. Þetta voru Loftur Jónsson í Þórlaugarg- erði, Guðrún kona hans og tvö börn hennar, Guðrún og Jón; Anna Guðlaugsdóttir, sem verið hafði heit- mey Þórðar Diðrikssonar,Vigdís Björnsdóttir, sem síðar varð kunn ljós- móðir í Utha, Magnús Bjarnason í Helgahjalli, Þuríður kona hans, Kristín dóttir þeirra og Kristín Magnúsdóttir vinnukona, Guðný Erasmunsdóttir ekkja frá Ömpuhjalli. Síðust frumbyggjanna til að komast tii Utah var sú kona sem fyrst fór frá íslandi, en það var Ragnhildur Stefáns- dóttir frá Kastala. Benedikt, eiginmaður hennar, lést á leiðinni í Omaha, Nebraska, og sá því aldrei hið fyrirheit- na land. Ragnhildur kom til Utah 1862 með tvö börn þeirra, Efraím og Maríu, heilum tíu árum eftir að hún yfirgaf Eyjarnar í von um Guðsríki á jörðu. Árið 1938 var þessum fyrstu íslensku landnemum reistur minnisvarði í Spanish Fork og eru nöfn 16 þeirra letruð á varðann. Nafn Guðmundar Guðmundssonar, fyrsta trúboðans, er þó hvergi þar að finna. Við afhjúpun minnisvarðans var viðstödd Mary Hanson Sherwood eða María Benediktsdóttir, sem kom til Utah reifabarn á handlegg Ragnhildar móður sinnar 76 árum áður. Hún var þá sú eina sem enn lifði af þeim 16 sem fengu nafn sitt letrað á varðann. FRAMHALD

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.