Lögberg-Heimskringla - 06.09.1996, Side 8

Lögberg-Heimskringla - 06.09.1996, Side 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 6, september 1996 / Selkjöt A Laugardögum ændumir í Skáleyjum líta á æðarfuglinn og selinn sem bústofh sinn, ekki síður en féð, og vetja koliumar og urtumar með kjaíti og klóm. Þeir Ufa á hlun- nindum jarðarinnar og grasnyt- jabúskap og njóta þess að búa á Breiðafirði, einni mestu matarkistu landsins. Mesti annatími hjá eyjabæn- dum er á vorin og fylgdust Helgi Bjar- nason og Ragnar Axelsson Ijósmyn- dari með vorverkunum í Skáleyjum. Skáleyjar og Flatey eru einu ey- jamar á Breiðafirði sem búið er í allt árið. Bræðumir Eysteinn G. og Jóhannes G. Gíslasynir búa nú í Skáleyjum og hafa gert í tuttugu ár, nú ásamt Sigríði Ásgrímsdóttur, sambýliskonu Jóhannesar frá 1983. Foreldrar þeirra, Gísli E. Jóhannesson og Sigurborg Ólafsdóttir, bjuggu þar alla sína búskapartíð og foreldrar Gísla þar á undan. Ábúendaleggurinn er raunar óslitinn frá því um eða fljótlega eftir 1820 og ættin er enn eldri á staðnum. Þau tíu ár sem liðu frá því Gísh og Sigurborg hættu að hafa vetursetu í Skáleyjum og Eysteinn og Jóhannes tóku við er eini tíminn sem Eysteinn veit til þess að ekki hafi verið heilsársbúskapur í Eyjunum, lík- lega frá því land byggðist. Fyrr á árum var eyjabyggðin á Breiðafirði fjölmenn, búið á 40-50 eyjum, og víða margt fólk. í Ská- leyjum var tvíbýli auk mismunandi margra heimila húsmanna og því margt fólk heimilisfast, til dæmis um 50 manns um síðustu aldamót. Búskapurinn í Skáleyjum byggist á nýtingu hlunninda og hefðbundnum grasnytjabúskap, eins og hann hefur gert um aldir. Fllunnindin gefa meiri tekjur en hefðbundni búskapurinn. Þannig gefur æðardúnninn mestu tekjumar, þangsláttur sem er tiltölule- ga nýtilkominn hlunnindanýting og grasnytjabúskapurinn koma þar á eftir. Mikil vinna er við varpið en lítill annar kostnaður. Hins vegar er tölu- verður kostnaður við sauðfjárbúskap- inn en hann festir búsetuna allt árið. Foreldrar Eysteins og Jóhannesar bjuggu á helmingi jarðarinnar og áttu að hluta. Þegar útht var íyrir að Ská- leyjar færu alveg í eyði leituðu bræðumir eftir kaupum á jörðinni og fengu keyptan helminginn en Jarðasjóður keypti hinn hlutann og lei- gir þeim. Eysteinn var búinn að vera að heiman í tuttugu ár, þar af kennari á Flateyri síðustu fimmtán árin, þegar þetta kom til, seinni árin var hann reyndar ahtaf í Skáleyjum á sumrin til að aðstoða foreldra sína við að nýta hlunnindin. Jóhannes vann að búskap foreldra sinna á meðan þar var heil- sársbúskapur en hafði verið bóndi í Flatey í tíu ár þegar þeir bræður ákváðu að hefja búskap á æskustöðvunum í Skáleyjum. “Ég hafði alltaf miklar taugar til staðarins og mér hefur aldrei fundist ég eiga heima annars staðar,” segir Eysteinn um þessa ákvörðun. Hann segir að þetta sé viss eigingimi, þeir hafi ekki getað hugsað sér að sjá jörðina verða að leikfangi Reykvíkinga eins og gerst hefúr með flestar eyjamar á Breiðafirði. Byrjuðu þeir strax að byggja upp, stækkuðu gripahús og byggðu nýjan bæ. Skáleyjar eru hluti af Inneyjum Vestureyja, innst í Breiðafirði. Til jarðarinnar teljast 160 eyjar og sker og bera flestar sín eigin nöfn. Skáleyjar eru ágæt en nokkuð erfið hlunnindajörð. “Til þess að hafa afúrðir af landinu þarf að sinna því al- mennilega. Varp og annað náttúrunnar gagn þarfnast vemdar. Föst búseta þar sem taka þarf allt lifibrauðið heim krefst ræktunar og aukins arðs. Besta náttúmvemdin er því að þeir sem an- nast hana hafi af því lifibrauð,” segir Jóhannes Geir. Æðarvarp hefur aukist mjög í Skáleyjum síðustu árin en Jóhannes segir að þar hafi einnig gerst annars staðar þar sem ekki er föst búseta, einkum vegna þess að þar hafi menn verið duglegir við að halda niðri flugvargi. “Við erum skussar með skotvopn en fáum menn til að skjóta fyrir okkur svartbakinn,” segir hann. Búskapurinn í Skáleyjum er á sama grunni og eyjabúskapurinn alla þessa öld og lengur. Og bræðumir leggja sig frarn við að halda við gömlum búska- parháttum og þekkingu. Reynt er að nýta hlunnindin sem best og afla matar heima eftir því sem mögulegt er. í það fer mikill tími sem sjálfsagt teldist ekki hagkvæmur við útreikninga í þéttbýlinu en bræðumir líta svo á að þeir verði að nýta sem best það sem jörðin gefur af sér. Nýting hlunninda réttlæti búsetuna og sauðfjárbúskapur krefjist búsetu allt árið. Föst búseta bjóði upp á nýtingu ýmissa hlunninda svo hægt sé að spara innkaup. I Skáleyjum er líldega mest dúntek- ja einstakra jarða á Breiðafirði. “Ég veit ekki annað en að alla búskapartíð foreldra minna og afa og ömmu, alla þessa öld, hafi verið lögð áhersla á að hlú að æðarvarpinu. Gamla fólkið sagði að ekki mætti gera neitt á hlut æðarfuglsins og hann ætti að hæna að. Þetta er enn í fullu gildi og ég veit ekki til þess að hér hafi verið meira varp í annan tíma,” segir Eysteinn. Éysteinn hefur lagí, sig eftir að safna fróðleik um æðarfuglinn og hefur meðal annars skrifað fræðslurit fyrir Búnaðarfélag íslands um æðar- varp og dúntekju. Telur hann að fyrr á ámm hafi bændur hugsað meira um egg en dún æðarfuglsins enda lífs- baráttan mest snúist um að hafa nóg að borða. Eftir móðuharðindin hafi vaknað áhugi á að endurvekja eldri atvinnuvegi, ekki síst nýtingu hlunnin- da. Æðarfuglinn var um tíma veiddur mikið til matar en eftir mikla baráttu tókst að fá hann friðaðan. Eysteinn segir að á tímabili hafi verið minna af æðarfugli og menn talið að mikið hafi drepist frostaveturinn mikla 1918. “En það kom fleira til. Vargfuglinum fjöl- gaði eftir að eyjar fóm í eyði og fólki fækkaði. í Suðureyjum var allt orðið fullt af svartbak og svo kom minkurinn og lagði fuglabyggðir í eyði,” segir Eysteinn. Gengið var í það að fækka flug- varginum og varpið hefur verið að aukast aftur. Jóhannes bendir á að þó aldrei hafi jafh mikið verið unnið að vemdun varps og æðar- stofhs og nú, sé svo margt í starfsemi og tækni mannskepnunnar sem valdi því að stofninn sé í meiri hættu en áður var. Minnkur hefur komist í Vestureyjar en Skáleyingar hafa að mestu verið lausir við bæði ref og mink síðustu árin. Eysteinn segir að minkaslóðir hafi fundist í Skáleyjum á útmánuðum 1995. Dýrið eða dýrin hafi ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit og vonast hann til þess að þau hafi farið sömu leið til baka. Hann segir að fyrr á ámm hafi tófúr alloft komið í Skáleyjar með ís og ffá 1977 hafi tvis- var sést tófhslóðir. Trúir Eysteinn því að hægt sé að koma í veg fyrir að minkur nái fótfestu í Vestureyjum en til þess þurfi fasta búsetu. Dýrin komi með ís og mikilvægt að sjá ummerki eftir þau í snjónum á vetuma. Á vorin sé of seint í rassinn gripið þegar búið er að eyðileggja varpið. Öminn gerði æðarbændum stun- dum skráveifu, sérstaklega í landi. Emir eiga það til að heija á æðarvarp og geta ásamt fuglum sem fylgja í kjölfarið valdið miklum skaða. Veðurfarið hefur einnig mikil áhrif á æðarvarpið. Það sést best á því að bera saman æðarvarpið í vor og fyrra- vor. “Þegar sem mest gekk á í fyrrave- tur varð manni hugsað til þess hvemig fúglinum hefði reitt af. Það kom svo í ljós að hann skilaði sér illa í varp og var illa á sig kominn. Allt annað var uppi á teningnum í vor. Fuglinn var líflegri og bar miklu meira á honum upp um allar eyjamar,” segir Eysteinn. Mikil vinna er við að safna dún- inum. Æðarfúglinn er dreifður um lan- dareignina og þarf að leita allt tvisvar á þeim stutta tíma sem er til reiðu á vorin, fara í hvem hólma og flögu. Þarf töluverðan mannafla við það enda áætlar Eysteinn að 60 dagsverk séu í dúnsöfnuninni. Hann segir algengt að fjölskyldumeðlimir komi til að hjálpa til við vorstörfin. Svo eru alltaf böm og unglingar í sveit í Skáleyjum og segir Eysteinn að þau geti tekið fullan þátt í þessum stöiiúm sem hann telur ánægjuleg og þroskandi Þótt dúnninn sé aðaltekjulindin í eyjabúskapnum verða bændur ekki aÚtaf feitir í þeim viðskiptum því mik- lar sveiflur hafa verið í eftirspum og verði afurðanna. Um þessar mundir er nóg sala og gott verð, eftir nokkur mögur ár, og er Eysteinn bjartsýnn á Continued on page 6.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.