Alþýðublaðið - 04.04.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.04.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ c. w. s. Gerduft Eggjaduft Mjölkurbúðingur Linsterkja Þvottaduft Blæsóda Sápuspænir Þvottablámi Stangasápa fæst í Krystalsóda r 1 Sími 1026. Sími 1026. or blað jafaadarmaana, gefinn út i Akureyri. Kemur út vikulega f nokkru stærra faoti en .Visir* Ritstjóri er Halldór Friðjónsson Verkam aðurinn «r bezt ritaður allra norðlenzkra blaða, og er ágætt fréttablað. Aiiir Norðlendingar, víðsvegar um landið, kaupa hann. Verkamenn kaupið ykkar bloð! Gerist áskrifendur frá nýjári á ýlfgreiisln yilþýðnbl. Alþýdnbladid er ódýrasta, ljölbreyttasta og þezta ðagblað landsins. Kanp- ið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið Drengur, duglegur og ábyggilegur, getur fengið atvinnu við að bera Alþýðublaðið til kaupenda. Alþbl. er blað allrar alþýðu. Karlmannaskdfatnaður Ódýr í Kaupfél. í Gamla bankanum. Sfmt 1026. — — Sfmi 1026. Ritstjón og abyrgðarmaöur: ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Jack London-. Æflntýri. og varimar skulfu. Einkum voru augun svipmikil; hann komst að þeirri niðurstöðu, að þau væru ekki alveg grá; þau voru stór og galopin, og störðu á hann undir hnikluðum brúnum. Andlitið var eins og höggvið 1 jnarrnara, svo var það reglulegt. Hún var annars að mörgu leyti einkennjleg, þessi stúlka, — barðastór hatt- ur, gildir, jarpir hárlokkar og stærðar-skambyssa, sem hékk 1 hulstri við lendar hennar. .Hér er þó gestrisnin, það verð eg að segja “ hróp- aði hún, „að láta gestina drukna, eða bjarga sér, sem bezt þeir geta á sundi 1 garðinum hjá þér!“ „Eg — eg bið afsökunar", stamaði hann og gat með miklum erfiðismunum staðið á fætur. Fætumir skulfu undir honum, honum fanst hann vera að kafna, og datt á gólfið. Ánægju-tilfinning fór um hann, þegar hann sá meðaumkvunarbjarma bregða fyrir i augum hennar. Þá sortnaði honum íyrir augum, og honum flaug i hug, um leið og hann misti meðvitund- ina, að loksins hefði hann liðið í ómegin og það í fyrsta sinni á æfinni. Hann raknaði við, er hann heyrði stóm klukkunni hringt. Hann opnaði augun og sá, að hann lá á legu- bekknum inni i stofunni. Hann leit á úrið og undraðist er hann sá, að það var sex; ettir sólargeislunum að dæma hlaut það að vera sex að morgni. Honum fanst eitthvað ógurlegf hafa skeð. Þá rak hann auguu i barða- stóran hatt, skothylkjabelti og stærðar skammbyssu, sem hékk á veggnum, beint á móti. Auðséð var á belt- km, að það var eign stúlku, og honum flaug í hug hvalabáturinn, frá því daginn áður, og gráu augun, sem gneistuðu undir hnikluðum brúnunum. Það hlaut að vera hún, sem var að hringja klukkunni. Þá mundi liann eftir þvf, að hann varð að gæta ekrunnar; hann ættist íraman á hægindin og studdist við veginn, þvi Bann svimaði og hann rak sig á flugnanetið. Þannig í»at hann með aftur augun, og reyndi að vinna bug á Yimunni, þegar hann heyrði til hennar. „Yiltu gera svo vel að liggja grafkyr". Þetta var mælt í skipunarróm — með rödd, sem auð- heyrt var, að var vön því að skipa fyrir. Um leið ýtti hendi honum niður á koddann, og önnur studdi við bakið á honum, til að mýkja hreyfinguna. „Þú hefir nú verið meðvitundarlaus i tuttugu og fjórar stundir", hélt hún áfram, „og eg hefi annast um alt. Þegar eg leyfi, geturðu farið á fætur, og fyr ekki! Hvað notarðu? Kínin? Hérna eru tfu grömm..............Það var rétt! Þú verður væntanlega þægur sjúklingurl" „Heyrðu nú, kona góð“, byrjaði hann. „Þú þarft ekkert að seeja", greip hún fram í, „að minsta kosti ekki til þess að mótmæla. Að öðru leyti máttu reyndar tala". „En plantekran-------" „Ðauður maður getur ekkí gert mikið gagn á plant- ekru. Eg skil ekki, hvers vegna þú forvitnaðist ekki heldur eitthvað um mig. Það særir hégómagirnd mfna! Skyndilega er eg hingað komin, eftir að hafa, í fyrsta skifti á æfinni, beðið skipbrot; og þarna liggur þú ekki vitund forvitinn, og masar að eins um árans ekruna þína. Geturðu ekki séð það á mér, að eg brenn í skinn- inu eftir því, að segja einhverjum frá því, hvernig við fórumst!" Hann brosti; það var i fyrsta skifti í margar vikur. Hann brosti eiginlega ekki að því, sem hún sagði, held- ur að því, hvemig hún sagði það--------Ijörkippunum í andlitinu, hlátrinum í augunum og glaðværðar-hrukkun- um f augnakrókunum. Hann velti því fyrir sér, hve gömul hún mundi annars vera, og sagði svo hátt: „Já, vertu svo væn, að segja írá". „Nei, nú geri eg það ekki", svaraði hún og reigði höfuðið. „Eg ætla að vita, hvort eg finn ekki einhvem, sem biður mig að segja söguna, án þess eg bjóðist til þess. Auk þess þarf eg nauðsynlega, að fá nokkrar upp- lýsingar. Eg hefi komist að því, hvenær á að hringja, til þess að kveðja verkamennina til vinnu; en það er líka alt og sumt. Eg skil ekki baun í máli manna jþinna. Hvenær eiga þeir að hætta vinnu?"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.