Alþýðublaðið - 01.10.1960, Page 15

Alþýðublaðið - 01.10.1960, Page 15
stúlku. Eg ætla að hringja í hann á morgun og bölva honum fyrir að hafa ekki mætt, ég ætla að láta hann halda að ég hafi haldið að ég ætti að hitta hann. Skilurðu það?“ Hún kinkaði kolli. Hann leit einu sinni enn rannsakandi á hana. „Skrattinn hafi það,“ — sagði hann. „Eg er viss um að þú sagðir ekki satt.“ Hún fór að gráta. „Æ, við skulum sleppa því,“ sagði hann. „Farðu nú.“ Hún snérist hljóðlega á hæl og braust áfram gegn vindinum. Moraine gekk í humátt á eftir henni. Hann hafði hend urnar í vösunum, frakkakrag- inn var brettur upp og hatt- urinn slútti yfir andlitið. Enni hans var hrukkað. 10. Sam Moraine barðist við svefninn. Hann heyrði að síminn liringdi ákaft og loks tókst honum að átta sig svo að hann gat svarað. Hann sagði syfjulega: „Halló.“ Hann heyrði að rödd Phil Duncans svaraði, en lengi vel heyrði hann ekki hvað sagt var. „ • • . . Mér finnst það leitt, Sam, en þetta er áríðandi. Eg verð að hitta. þig strax. Það er ekki aðeins mín vegna, heldur og þín vegna.“ Moraine reyndi að átta sig. „Hvar ertu núna?“ „Hérna rétt hjá. Eg vildi aðeins ganga úr skugga um að þú værir heima. Opnaðu þegar ég hringi. Þú þarft ekki að klæða þig.“ „Almáttugur,“ sagði Mor- aine mótmælandi. „Sofið þið aldrei? Þið notið skrifstofuna mína .... “ Hann heyrði að það var skellt á. Duncan hafði ekki viljað útskýra málið nánar. Moraine stökk á fætur, hentist úr náttfötunum og slettu blautum þvottapoka framan í sig. Hann vissi að hann varð að vera ósyfj aður þegar þeir kæmu. Hann leit á spegilmynd sína og sléttaði yfir hárið. Svo fór hann í buxur og slopp og nuddaði augun unz hann var orðinn rauðeygður. Hann fór fram á gang og stóð við dyrnar. Hann heyrði fótatak og opnaði þær. Kaldur gustur kom inn. Moraine deplaði augunum framan £ mennina þrjá sem stóðu fyrir utan. „Eg vildi ekki láta ykkur vekja þjónustufólkið,“ sagði hann. „Komið þið inn. Við getum talað inni hjá mér. Mér ■er kalt.“ Hann snéri baki við beim og gekk á undan þeim upp. Moraine hélt dyrunum að svefnherberginu opnum og þrímenningarnir fóru inn. Moraine lokaði dyrunum. Hann glotti til Phil Duncans STANLEY GARDNER og Barney Morden og leit svo á svipbrigðalausan, bláklædd an mann. „Sam,“ sagði Duncan, þetta er Frank Lott.“ Moraine rétti fram hönd- ina, hendin, sem tók um hana var köld en handtakið var fast. „Það gleður mig að kynn- ast yður,“ sagði Lott vél- rænt. Moraine néri hendina, skreið upp í rúmið og breiddi sængina upp að höku og geispaði ákaft. „Hvað er að?“ spurði hann. Morden settist á rúmstokk- inn. „Sam,“ sagði hann, „við erum ekki að leika okkur. Þetta er ekki neinn leikur, þetta er alvara lífsins. Þetta er ... „Bíddu við Barney,“ sagði Duncan. „Eg skal skýra þetta allt.“ Morden yppti öxlum og þagnaði. Moraine geyspaði aftur og þess eins að segja mér, að þið hafið gist á minni skrifstofu. Hvað er klukkan annars?“ „Um fjögur,“ svaraði Dun- can. „Lokaðu glugganum, Barn- ey. Það er kalt hérna inni. Þið fáið kvef.“ Barney Morden stóð á fæt- ur og lokaði glugganum. „Þú flýttir þér mikið af skrifstofunni,“ sagði Duncan. „Eg reyndi það. Náunginn með byssuna skelfdi mig. —1 Hvað gerðuð þið við hann?“ „Lokuðum hann inni.“ „Er hann vitlaus eða hvað?“ „Hann heldur að þú hafir komizt upp á milli þeirra.“ „Helvítis lygarinn. Eg gerði ekkert slíkt.“ „Rétt áður en þú fórst, hélt Duncan áfram, „hringdi kona til þín.“ „Já, það er víst rétt,“ sam- þykkti Moraine og geyspaði aftur. „Eg vildi að þið gætuð leyft mér að sofa áfram. Eg er svo ruglaður að ég veit ekki hvað þú ert að tala um.“ Morden og Duncan litust í augu. „Það var kona, sem hringdi,“ sagði Duncan. „Andskotinn,“ sagði Mora- ine. „Eg geri ráð fyrir að næst viljirðu fá að vita hver hringdi.11 „Yið viljum það,“ sagði Duncan. „Þegiðu Barney,“ sagði Duncan með sömu hægðinni. Sam Moraine smjattaði. „Við viljum fá að vita, hver hringdi?“ sagði Duncan. „Heyrðu nú!“ sagði Mo- raine“. Verð ég að útskýra hvert símtal, sem ég fæ. að- eins vegna þess að ég leyfi ykkur að nota skrifstofuna mína?“ „Þér lá mikið á út“, sagði Duncan og ég held að þú hef- ir fengið þér leigubíl“. „Er það!“ sagði Moraine hæðnislega. „Það er mjög þýðingarmikið ef það er satt Phil. Reyndu að leggja aðal- áherzluna á það ef það er satt“. „Við erum búnir að finna bílstjórann“, sagði Duncan. „Hann ók manni sem gæti verið þú eftir lýsingunni að dæma að horninu á Sixth Avenue og Maplehurst og héðan frá húsinu“. Moraine var svipbrigða- laus. „Hvað ertu að reyna að gera?“ spurði hann. „Við viljum fá að vita, hvort þú tókst þennan bíl“. „Og ef ég gerði það?“ „Hvers vegna varstu að fara þangað?“ „Ég hef aldrei sagt að ég hafi farið þangað“. „Við getum náð í bílstjór- ann og látið hann sverja að það hafi verið þú“. „Það kemur þér ekki við fyrr en seinna. Komdu nú“. Moraine starði á hann. „Ertu í embættiserindum?“ spurði hann. Duncan andvarpaði og sagði: „Sam, mér finnst þetta alls ekki skemmtilegt en ég er í embættiserindum“. „Og til hvers viltu að ég'líti á líkið?" „Vegna þess að við höldum að þú hafir farið út á Sixth Avenue og Maplehurst“. „Skiptir það einhverju máli í þessu sambandi?“ „Gæti gert það“. „Hvað skeður ef ég neita?‘c „Ef þú klæðir þig ekki“, sagði Duncan dræmt“, neyð- ist ég til að líta á það sem yfirhilmingu“. „Og hvað svo?“ „Svo verður þú tekinn með valdi og farið með þig á log- reglustöðina til yfirheyrslu, við verðum að láta þig hitta leigubílstj órann“. „Af hverju kemurðu ekki með hann hingað?“ Duncan hristi höfuðið 'og sagði leiður á svip: „Nei, Sam við viljum þér ekki svo illt. Við myndum láta þig standa innan Um tíu eða fimmtán menn og heimta að hann þekkti þig úr hópnum“. „Það er ekki gert við aðra en þá sem ásakaðir eru um morð!“ sagði Moraine. Þögn Duncans sagði honum meira en nokkur orð. sagði: „Það er engu líkara en þið séuð hér í erindagjörðum lögreglunnar. „'Við erum það.“ Moraine andvarpaði. „Þá það,“ sagði hann, „setjist þið. Lokið samt glugganum áður. Það eru sígarettur á borðinu þarna, en ef þið haldið að ég ætli að bjóða ykkur sjúss á þessum tíma sólarhrings, þá skjátlast ykkur. Eg hef ekki hugsað mér að vera of gest- risinn við ykkur. Hvað geng- ur eiginlega á?“ Lott settist virðulegur á svip. Duncan settist á stól- arminn, kveikti sér í sígar- ettu og starði á Moraine. „Sam,“ sagði hann, „við vorum á skrifstofu þinni í gærkveldi.“ „Já, svo sannarlega,“ sagði Moraine, „og ég vona að þið hafið ekki verið að vekja mig á þessum tíma sólarhrings til „Þér kemur það ekki við,“ glotti Moraine. „Það var kona, sem hring- di,“ sagði Barney Morden, „og hún var æst. Það var engu líkara en hún væri móður- sjúk. Hún æpti: „Komdu hingað,“ eða eitthvað þess háttar og það heyrðist vel til hennar.“ Duncan bi’osti ekki til Mor- aine. Hann taiaði lágt en greinilega: „Þegiðu, Barney. Eg skal sjá um þetta.“ Barney Morden sagði reiði lega: „Állt í lagi.“ Frank Lott sat hreyfingar- laus og andlit hans var alltaf jafn svipbrigðalaust. Morai- ne leit á hann og spurði: — „Segið þið mér eitt, hvað er hann þarna, útfararstjóri?“ Duncan kinkaði kolli: „Já,“ ■sagði hann, „hann er útfarar- stjóri. Hann er einnig lík- skoðari.“ , „Það er geðslegt að draga mann frarn úr rúminu til að hitta slíka menn,“ sagði Mo- raine og leit á Frank Lott. „Eg er ekki að móðga yður Lott, ég er aðeins að reyna að vera f,yndinn.“ „Og að skipta um umræðu- efni,“ sagði Morden. „Og ef það gengur? Hvað þá?“ „Þú ert ekki til mikillar að- stoðar“, sagði Duncan. Moraine hló. „Segðu mér hvað er að Phil og ég skal svara þér. Reyndu að halda svona áfram og ég þegi eins og steinn“. Duncan og Barney Morden litu hvor á annan. „Ég held“, sagði Duncan, „að ég verði að biðja þig um að klæða þig“. „Við hvað áttu? Viltu leita í rúminu?“ „Nei, farðu á fætur og klæddu þig“. „Hversvegna?“ „'Við verðum að biðja þig að koma með okkur til líkhúss- ins“. Moraine varð móðgaður á svipinn. „Til hvers í andskotanum ætti ég að fara til líkhússins?“ sprakk hann. . „Til að líta á lík“, sagði Duncan. „Hvaða lík?“ „Þú sérð það þegar þar að kemur“. „Til hvers ætti ég að fara að skoða lík?“ Sam Moraine reis á fætur, fór úr sloppnum og klæddi sig. „Þetta er það heimskuleg- asta, sem ég hef nokkru sinni heyrt!“ sagði hann, þegar fór í skyrtuna. Duncan þagði. Barney Mor- den fylgdist með hverri hreyf- ingu Moraines. „Það er flaska í skápnum þarna“, sagði Moraine, „Það er Skoti. Fáið ykkur í glösin meðan ég er að klæða mig ... Ég hef aldrei heyrt anhað eins! Að dragast með mig til líkhússins til að líta á lík!“ Hann hnýtti á sig þindið og starði lengí á sjálfan sig í speglinum og reyndi að vera sem kæruleysislegastur 1 'og sagði við sjálfan sig að háhn mætti ekki koma upp um sig þegar hann yrði látinn lítá' á lík Pete Dixons. « Hreingerningar Sími 19407 aaM»iiMH>»iui*aM»HM»asad Alþýðtiblaðið — l.okt. 1960 £§

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.